Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. lokað
Við leitum að
listaverkum
erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð
Við leitum að verkum eftir fumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir
Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, louisu matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson,
Svavar Guðnason, Jóhann Briem, Þorvald Skúlason og Nínu tryggvadóttur.
Þá erum við einnig með kaupendur að góðum verkum eftir Kristján Davíðsson,
Georg Guðna, alfreð Flóka, Braga Ásgeirsson, tryggva Ólafsson og Stórval.
Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Þýski bílarisinn Volkswagen til-
kynnti í síðustu viku að hann hygðist
hætta framleiðslu á Volkswagen-
bjöllunni á næsta ári, en ætlun fyrir-
tækisins er að leggja meiri áherslu á
rafmagnsbíla og stærri fjölskyldu-
bíla. Í vetur mun bjallan koma út í
tveimur mismunandi gerðum, bæði
sem blæjubíll og með föstu þaki, en
síðasti bíllinn kemur af framleiðslu-
línunni í júlí 2019.
Hinrich Woebcken, framkvæmda-
stjóri Volkswagen Group í Banda-
ríkjunum, viðurkenndi að bjallan
ætti sér marga aðdáendur sem yrðu
eflaust leiðir vegna ákvörðunarinnar,
en tók fram að hann útilokaði ekki að
bjallan myndi eiga afturkvæmt í
framtíðinni og sagði: „Aldrei að segja
aldrei.“
Vafasamar rætur
Volkswagen-bjallan er ein þekkt-
asta og ástsælasta bifreiðarhönnun
20. aldarinnar, en hún var upp-
haflega hönnuð af bílsmiðnum fræga
Ferdinand Porsche árið 1936 að
beiðni Adolfs Hitler, leiðtoga þriðja
ríkisins. Markmiðið með hönnuninni
var að búa til bíl sem væri ódýr og að-
gengilegur fyrir almenning, „vagn
fólksins“.
Örlögin höguðu því hins vegar
þannig að bifreiðin fór ekki í fram-
leiðslu fyrr en eftir lok síðari heims-
styrjaldar, þegar bandamenn leituðu
leiða til þess að fá þýska bílaiðnaðinn
aftur í gang. Um 20.000 bjöllur voru
þá framleiddar fyrir breska hersetu-
liðið í Þýskalandi og sala til almenn-
ings fylgdi fljótlega í kjölfarið.
Vinsældir bílsins voru hins vegar
minni utan Þýskalands, sérstaklega í
Bandaríkjunum þar sem menn veigr-
uðu sér við að kaupa „nasistabíla“.
Á því varð hins vegar nokkur
breyting árið 1959, þegar auglýs-
ingastofan Doyle Dane Bernback
ákvað að gefa bílnum nafnið „bjallan“
og lagði áherslu á að stærð bílsins
gæti verið kostur fyrir neytendur.
Sjöundi áratugurinn reyndist gull-
öld bjöllunnar, sem seldist sem aldrei
fyrr. Árið 1968 var bíllinn notaður
sem aðalhetjan í kvikmyndinni „Ást-
arbjallan Herbie“, en bíllinn var á
þeim tíma nánast orðinn að hálfgerðu
einkenni fyrir hippatímabilið sem þá
stóð í sem mestum blóma.
Bíllinn var auðveldur í rekstri og
auðvelt að gera við hann, auk þess
sem oftast var hægt að eignast einn
slíkan grip tiltölulega ódýrt.
Vinsældir bílsins á þessum tíma
má einnig sjá í listaverkum Andy
Warhol, auk þess sem ein bjalla
slæddist með á umslag bítlaplöt-
unnar Abbey Road, en það er líklega
ein frægasta ljósmynd tónlistarsög-
unnar. Bjallan átti þó eftir að draga
nokkurn dilk á eftir sér, þar sem bíl-
númer hennar, „28 IF“, varð óvænt
að einni „vísbendingu“ í þeirri gölnu
samsæriskenningu sem spratt upp
um þetta leyti, um að bassaleikarinn
Paul McCartney væri látinn.
Ótímabærar andlátsfregnir
Eftir sjöunda áratuginn hallaði
undan fæti hjá bjöllunni og fram-
leiðslu hennar var hætt árið 2003. Þá
höfðu 21.529.464 bjöllur verið fram-
leiddar í heiminum, sem er heims-
met. Árið 2011 ákvað Volkswagen að
„endurlífga“ bjölluna með nýrri
hönnun, sem fór misjafnlega vel í
aðdáendur upprunalega bílsins.
Engu að síður sést á þeirri ákvörðun,
að það er engan veginn loku fyrir það
skotið að þessi gamalkunni vinur á
veginum muni eiga afturkvæmt.
Gamalkunnur vinur kveður
Framleiðslu Volkswagen-bjöllunnar verður hætt á næsta ári Ein vinsælasta bifreiðartegund frá
upphafi „Aldrei að segja aldrei,“ segir framkvæmdastjóri VW Group um framtíð bjöllunnar
Hér á landi fékk bílasalan Hekla
hf. umboð fyrir Volkswagen-
bifreiðar árið 1952 og fóru
fyrstu bílarnir í sölu ári síðar.
Bjallan naut fljótlega nokkurra
vinsælda og varð hún um langt
skeið ein söluhæsta bifreið
landsins, ef ekki sú söluhæsta.
Alls voru seldar um 14 þúsund
„upprunalegar“ bjöllur hér á
landi þar til innflutningi á þeim
var hætt árið 1976, eða um það
leyti sem framleiðslu á bílnum
var hætt í Þýskalandi.
Talið er að Viggó Maack
skipaverkfræðingur hafi eignast
fyrstu bjölluna sem seld var hér
á landi, og sagði hann í samtali
við Dagblaðið Vísi árið 1986 að
bíllinn hefði verið „mektarbíll“
sem hefði hentað sér og fjöl-
skyldu sinni vel, þar sem alltaf
hefði verið pláss í bílnum.
Einn sölu-
hæsti bíllinn
BJALLAN Á ÍSLANDI
Hætt verður að framleiða Volkswagen bjölluna á næsta ári
Fyrstu hugmyndir
umVW
júlí 1935
Fólksvagninn
Heimild : Volkswagen/AFP Photo
Grindin og boddíið
gerð úr tré og stáli
Blæjubjalla
1949
Tveggja sæta með
opnanlegu þaki
Bjalla árgerð 1967
1952 Pretzel
Dune blæjubíll 2016
Nýja bjallan 1997
2003 Síðasta útgáfa bjöllunnar
Lokaútgáfa blæjubílsins 2010
Nokkrar útgáfur
Síðasta bjallan, númer
21.529.464 af uppruna-
legu hönnuninni kemur
af færibandinu
Morgunblaðið/Eggert
Bjallan VW-bjallan naut mikilla vinsælda hérlendis. Þessi forláta bjalla, sem
finna má í sýningarsal Heklu, var framleidd árið 1952 og er enn ökufær.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VANTAR
ÞIG
PÍPARA?
Íslensku
þjónustufyrirtækin
eru á finna.is
Atvinna