Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 69
MENNING 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018
ur hefur sungið söngvana með sinfón-
íuhljómsveit. „Ég hef flutt söngvana
við píanóleik Víkings Heiðars Ólafs-
sonar,“ segir Þóra og tekur fram að
þó að Víkingur Heiðar sé snillingur í
því að galdra fram liti á píanónið sé
spennandi að flytja söngvana með
hljómsveit „enda er þetta mjög þykk-
ur og mikill hljómsveitarvefur sem
Strauss skapaði. Það er svo mikið um
að vera í hljómsveitinni að maður
gleymir nánast að syngja.“
Spurð hvort söngvar Strauss séu
krefjandi sönglega svarar Þóra því
játandi. „Strauss skrifaði mjög vel
fyrir söngraddir, sérstaklega sópran-
röddina sem var í miklu uppáhaldi hjá
honum. Það er alltaf mjög krefjandi
að syngja Strauss, því hann skrifar
langar línur, gerir kröfu um mikla
vídd í tónsviðinu og málar orðin af-
gerandi með tónum sínum,“ segir
Þóra og tekur fram að það sé þó alltaf
yndislegt að syngja Strauss.
Krefst reynslu og skilnings
„Það er sérstaklega ánægjulegt að
syngja Strauss með Petri, því hann
hefur tilfinninguna fyrir tónlist
Strauss sem hljómsveitarstjórnand-
inn þarf að hafa. Það er ekki fyrir
hvern sem er að stjórna Strauss
vegna þess að það er ákveðin hreyf-
ing í tónlistinni sem þarf að koma til
skila. Maður þarf að hafa mjög djúp-
an skilning á tónlistarvefnaðinum
sem Strauss notar og hvernig hljóm-
arnir spinnast áfram og leysast upp.
Það er svo margt í gangi í hljómsveit-
inni og allt samtvinnað. Það krefst því
reynslu og skilnings á tónlistinni að
koma þessu öllu til skila.“ Þess má að
lokum geta að boðið verður upp á tón-
leikakynningu sem hefst í Hörpu-
horni kl. 18.
Morgunblaðið/Eggert
Krefjandi „Það er alltaf mjög krefjandi að syngja Strauss,“ segir Þóra Einarsdóttir sópran sem syngur undir stjórn
Petris Sakari, en um þessar mundir eru 30 ár síðan hann tók við stöðu aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníunnar.
hún hafi viljað sýna hann í réttu
ljósi. „Hann var alltaf að skrifa
bróður sínum bréf og hafði frá
miklu að segja. Hann var því ekki
svo þögull,“ segir Perrignon kímin.
„Þegar fólk verður að goðsögnum
hverfur manneskjan.“
Perrignon segir van Gogh hafa
glímt við einhvers konar geðræn
veikindi en þó sé enn margt á
huldu um líf hans. „Hann var mjög
sérstakur og ef til vill þunglyndur
en bjó til mjög mikilvæga list,“
segir hún.
Hrakaði ört
Perrignon fékk aðgang að
sjúkraskýrslum Théos sem skrif-
aðar voru síðustu mánuði ævi hans
og er hún fyrsti rithöfundurinn
sem nýtir sér þær sem heimild og
birtir í bók. Skýrslur þessar fund-
ust á tíunda áratugnum og voru
skrifaðar þegar Théo dvaldi á
stofnun fyrir geðsjúka í Utrecht í
Hollandi. Sú fyrsta er dagsett 18.
nóvember 1890 og sú síðasta 25.
janúar 1891, daginn sem Théo lést.
Skýrslurnar lét Perrignon þýða yf-
ir á frönsku og birtir undir lok
bókarinnar.
„Hann þjáðist af ákveðinni teg-
und sárasóttar, dementia paralyt-
ica,“ segir Perrignon en þess má
geta að á vefnum Doktor.is segir
að á síðari hluta 19. aldar hafi
sárasótt verið algengasta orsök
heilabilunar og af lestri skýrsln-
anna má sjá að Théo þjáðist mikið
og var oft æstur og ringlaður.
„Honum hrakaði mjög hratt,“ seg-
ir Perrignon en í bókinni verður
lesandinn greinilega var við það,
allt þar til kemur að sjúkraskýrsl-
unum þar sem heilsufarslegu
ástandi hans er lýst býsna ná-
kvæmlega.
Óþekkt af því hún var kona?
Ekki má gleyma einni mikil-
vægri persónu bókarinnar, eig-
inkonu Théos, Johönnu van Gogh-
Bonger.
Perrignon segir að Johanna hafi
ekki verið alls kostar sátt við Vin-
cent þar sem henni þótti eiginmað-
urinn alltof upptekinn af bróður
sínum og eyða fullmiklum tíma í
að sinna honum og gæta hans.
Hún hafi hins vegar varðveitt bréf
bræðranna, lesið þau og áttað sig
á því hversu áhugaverð þau voru.
„Hún fór líka með málverk Vin-
cents í gallerí og það er henni að
þakka að hann varð frægur á end-
anum. Þrátt fyrir það er hún
óþekkt í listasögunni, kannski af
því hún er kona. En hún gerði
hann samt frægan,“ útskýrir Per-
rignon.
Fjölbreytni mikilvæg
Perrignon segir það hafa verið
æskudraum sinn að gerast rithöf-
undur en hún sinnir nú jöfnum
höndum blaðamennsku og rit-
störfum og hefur skrifað nokkrar
bækur í samstarfi við aðra, m.a.
tvær glæpasögur með Evu Joly.
„Mér líkar þessi aðferð vel og
blaðamenn gera mikið af því að
skrifa bækur með öðrum,“ segir
hún. Hún velji sér verkefni af
kostgæfni og fjalli eingöngu um
efni sem hún hafi brennandi áhuga
á. Perrignon segist til dæmis aldr-
ei myndu skrifa bók í samstarfi við
einhverja sjónvarpsþáttastjörnu
eða frægan knattspyrnumann.
Og Perrignon kemur víða við því
hún hefur líka gert útvarpsþætti í
Frakklandi um áhrifamikið fólk í
sögu Bandaríkjanna, m.a. Bruce
Springsteen, Frank Sinatra og
Mohammed Ali. Perrignon segist
njóta þess að taka að sér ólík
verkefni, hvort heldur þau tengj-
ast stjórnmálum, menningu eða
öðru.
„Ég er að vinna að skáldsögu,“
segir Perrignon þegar blaðamaður
spyr hana að lokum að hverju hún
sé að vinna. Og hún vill halda því
leyndu um hvað sú saga er en seg-
ir hana þó hafa tengingu við
Bandaríkin.
– Fjallar bókin um Trump?
„Nei, hann á ekki skilið að ég
skrifi um hann,“ svarar Perrignon
og hlær.
Rut Ingólfsdóttir þýddi bók Perr-
ignon og er þýðingin sú fyrsta
eftir Rut sem gefin er út. Hún
segist hafa bent útgefandanum
á bókina og beðið hann að gefa
hana út.
„Ég var að ljúka þýðingafræði
síðastliðinn vetur og hafði í ein-
um tímanum þýtt smávegis úr
bók eftir Judith sem heitir Vic-
tor Hugo var að deyja,“ segir
Rut. Hún hafi verið mjög hrifin
af bókinni og orðið forvitin um
aðrar bækur Perrignon. Hún hafi
því pantað sér fleiri eftir hana
og ákveðið að þýða Þetta var
bróðir minn … um leið og hún
lauk lestrinum.
Rut er spurð að því hvernig
hafi verið að þýða bók Perrignon
og segist hún hafa vandað hvert
orð. „Mér fannst þetta mjög
skrítið því mér voru boðnar tvær
bækur til að þýða og ég fann
mig ekki í þeim og afþakkaði
báðar. Svo byrjaði ég á þessari
og mér fannst þetta næstum því
koma af sjálfu sér,“ segir hún.
Rut segist sinna þýðingum sér
til ánægju og því verði bæði efni
og stíll bókar að höfða til henn-
ar.
Lokaverkefni Rutar til meist-
araprófs í þýðingarfræðum var
bókin Exercices de style, eða
Stílæfingar, eftir franska rithöf-
undinn Raymond Queneau.
Queneau teflir í bókinni fram
99 tilbrigðum um litla einfalda
sögu og er sagan sögð í mis-
munandi stílbrigðum og alls
kyns orða- og stafaleikjum, í
ljóðum og á mállýskum, eins og
segir í texta um lokaverkefnið á
vefnum Skemmunni.
Rut segir mikilvægt að bókin
komi út á íslensku. „Þetta er
eitt af þessum frægu frönsku
verkum sem verða að vera til á
íslensku,“ segir hún en bókin
var gefin út fyrst árið 1947. Rut
segist að lokum vera með lista
af bókum sem hún vilji þýða og
sé auk þess enn að halda tón-
leika en hún er landsþekktur
fiðluleikari.
Vandaði
hvert orð
FYRSTA ÚTGEFNA ÞÝÐING RUTAR INGÓLFSDÓTTUR
Þýðandi Rut Ingólfsdóttir.
Ronja Ræningjadóttir (None)
Sun 23/9 kl. 13:00 4. s Lau 20/10 kl. 18:30 Auka Sun 25/11 kl. 17:00 22. s
Sun 23/9 kl. 16:00 5. s Sun 21/10 kl. 13:00 12. s Lau 1/12 kl. 14:00 Auka
Sun 30/9 kl. 13:00 6. s Sun 21/10 kl. 16:00 13. s Lau 1/12 kl. 17:00 23. s
Sun 30/9 kl. 16:00 7. s Sun 28/10 kl. 13:00 14. s Sun 2/12 kl. 14:00 Auka
Lau 6/10 kl. 17:00 Auka Sun 28/10 kl. 16:00 15. s Sun 2/12 kl. 17:00 24. s
Sun 7/10 kl. 13:00 8. s Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Sun 9/12 kl. 14:00 Auka
Sun 7/10 kl. 16:00 9. s Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Sun 9/12 kl. 17:00 25. s
Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Sun 30/12 kl. 13:00 26. s
Sun 14/10 kl. 13:00 10. s Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 30/12 kl. 16:00 27. s
Sun 14/10 kl. 16:00 11. s Sun 18/11 kl. 13:00 20. s
Lau 20/10 kl. 15:00 Auka Sun 18/11 kl. 16:00 21. s
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Fös 28/9 kl. 19:30 Frums Sun 14/10 kl. 19:30 6. s Sun 28/10 kl. 19:30 11. s
Sun 30/9 kl. 19:30 2. s Fim 18/10 kl. 19:30 7. s Fös 2/11 kl. 19:30 12. s
Lau 6/10 kl. 19:30 3. s Lau 20/10 kl. 19:30 8. s Lau 3/11 kl. 19:30 13. s
Sun 7/10 kl. 19:30 4. s Sun 21/10 kl. 20:00 9. s Sun 4/11 kl. 19:30 14. s
Fös 12/10 kl. 19:30 5. s Fös 26/10 kl. 19:30 10. s Sun 11/11 kl. 19:30 15. s
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Ég heiti Guðrún (Kúlan)
Fös 5/10 kl. 19:30 Frums Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Fös 19/10 kl. 19:30 Auka
Lau 6/10 kl. 17:00 Auka Lau 13/10 kl. 19:30 5. s Lau 20/10 kl. 19:30 8. s
Sun 7/10 kl. 17:00 2. s Sun 14/10 kl. 19:30 6. s Sun 21/10 kl. 17:00 9. s
Mið 10/10 kl. 19:30 3. s Þri 16/10 kl. 19:30 Auka Þri 23/10 kl. 19:30 10. s
Fim 11/10 kl. 19:30 4. s Mið 17/10 kl. 19:30 7. s
Barátta konu fyrir því að hafa stjórn á eigin lífi
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fös 21/9 kl. 19:30 11. s Fim 27/9 kl. 19:30 12. s
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Lau 22/9 kl. 19:30 39. s Fös 5/10 kl. 19:30 41. s
Lau 29/9 kl. 19:30 40. s Fös 19/10 kl. 19:30 42. s
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Samþykki (Stóra sviðið)
Fös 26/10 kl. 19:30 Frums Fös 2/11 kl. 19:30 4. s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s
Lau 27/10 kl. 19:30 2. s Lau 10/11 kl. 19:30 5. s Lau 24/11 kl. 19:30 8. s
Fim 1/11 kl. 19:30 3. s Fös 16/11 kl. 19:30 6. s
Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu.
Insomnia (Kassinn)
Fös 9/11 kl. 19:30 Frums Fös 16/11 kl. 19:30 3. s Fös 23/11 kl. 19:30 5. s
Lau 10/11 kl. 19:30 2. s Lau 17/11 kl. 19:30 4. s
Brandarinn sem aldrei deyr
Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið)
Lau 6/10 kl. 13:00 Lau 13/10 kl. 13:00 Lau 20/10 kl. 13:00
Lau 6/10 kl. 15:00 Lau 13/10 kl. 15:00 Lau 20/10 kl. 15:00
Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim
Reykjavík Kabarett (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 21/9 kl. 22:00 Fös 28/9 kl. 22:00
Daður og dónó
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 3/10 kl. 20:00 Mið 24/10 kl. 20:00 Mið 14/11 kl. 20:00
Mið 10/10 kl. 20:00 Mið 31/10 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00
Mið 17/10 kl. 20:00 Mið 7/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fim 20/9 kl. 20:00 57. s Lau 29/9 kl. 20:00 59. s Fim 11/10 kl. 20:00 61. s
Fös 21/9 kl. 20:00 58. s Fös 5/10 kl. 20:00 60. s Fös 12/10 kl. 20:00 62. s
Besta partýið hættir aldrei!
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fös 21/9 kl. 20:00 3. s Fim 27/9 kl. 20:00 6. s Lau 6/10 kl. 20:00 9. s
Lau 22/9 kl. 20:00 4. s Fös 28/9 kl. 20:00 7. s Sun 7/10 kl. 20:00 10. s
Sun 23/9 kl. 20:00 5. s Lau 29/9 kl. 20:00 8. s Fös 12/10 kl. 20:00 11. s
Gleðileikur um depurð.
Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið)
Fös 21/9 kl. 20:00 Frums. Fös 28/9 kl. 20:00 5. s Lau 6/10 kl. 20:00 8. s
Lau 22/9 kl. 20:00 2. s Lau 29/9 kl. 20:00 6. s Sun 7/10 kl. 20:00 9. s
Sun 23/9 kl. 20:00 3. s Sun 30/9 kl. 20:00 aukas. Mið 10/10 kl. 20:00 aukas.
Fim 27/9 kl. 20:00 4. s Fös 5/10 kl. 20:00 7. s Fim 11/10 kl. 20:00 10. s
Athugið, sýningum lýkur 3. nóvember.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s
Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s
Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s
Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s
Sungin sagnfræði á hundavaði.
Elly (Stóra sviðið)
Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 28/9 kl. 20:00 150. s Sun 7/10 kl. 20:00 154. s
Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sun 30/9 kl. 20:00 151. s Lau 13/10 kl. 20:00 155. s
Mið 26/9 kl. 20:00 148. s Fim 4/10 kl. 20:00 152. s Sun 14/10 kl. 20:00 156. s
Fim 27/9 kl. 20:00 149. s Lau 6/10 kl. 20:00 153. s Fim 18/10 kl. 20:00 157. s
Síðasta uppklappið.
Hvað er í bíó? mbl.is/bio