Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
ÁÍslandi ferkosninga-umræða í
fjölmiðlum einkum
fram í „RÚV“ síð-
ustu vikur fyrir
kosningar. Ekki
verður sagt að sú
kynning eins og hún hefur
þróast síðustu ár auðveldi
kjósendum að gera upp hug
sinn.
Aðrir fjölmiðlar halda sig
meir til hlés en áður, þegar
flokkslitun var áberandi og
fjölmiðlar (í hefðbundnum
skilningi) voru fleiri. Augljóst
er að þessir fjölmiðlar telja
kosningaefni ekki fréttavænt
og eftirspurn takmarkaða.
Sama virðist gilda um eldhús-
dagsumræður og stefnuræðu
forsætisráðherra þar sem
áhorf hefur minnkað. Því vek-
ur óneitanlega athygli hversu
vel stærstu fjölmiðlar vest-
anhafs sinna stjórnmála-
umræðu og þá sérstaklega
annað hvert ár, þegar kosið er.
Þessir fjölmiðlar og þá ljós-
vakamiðlar sérstaklega verða
þó að taka ríkulegt tillit til
áhorfs því það ræður öllu um
tekjugrundvöllinn. Stór hluti
fréttaþátta, umræðu- og
fréttaskýringaþátta er yfir-
fullur af stjórnmálalegum
fréttum. Þegar prófkjör
standa yfir hjá flokkunum
tveim í einstökum ríkjum eða
kjördæmum eru iðulega bein-
ar útsendingar þaðan fram
eftir öllu og fjölmennt útsend-
ingarlið og fréttamenn á
staðnum. Og það sem mesta
undrun vekur þó annars stað-
ar í ljósi þessa, er hversu
dræm þátttaka almennings er
samt í kosningum í nóvember.
Gauragangur fjölmiðla er
sýnu meiri þau ár þegar auk
þriðjungs öldungadeildar og
allrar fulltrúaráðsdeildar er
kosið um Hvíta húsið. En þrátt
fyrir þær flugeldasýningar
þykir gott ef kjörsókn kemst
sæmilega yfir 50% í lok þeirra.
Í kosningum á „miðju kjör-
tímabili“ er forsetinn ekki í
kjöri, þótt í bakgrunni sé. Og
þá dregur enn úr kosninga-
þátttöku og þykir gott ef 40%
kjósenda mæta á kjörstað.
Repúblikanar leggja inn í
kosningar nú með meirihluta í
báðum þingdeildum. Þeir hafa
tveggja sæta meirihluta í öld-
ungadeild, sé laust sæti McCa-
ins talið með. Í fulltrúadeild er
meirihlutinn mun ríflegri eða
23 þingmenn. Í sumum fjöl-
miðlum er nú sagt að meiri-
hlutinn í þinginu kunni að vera
í hættu „vegna óvinsælda
Trumps“. Óháð þeirri klisju er
það annað lögmál sem gæti
bent til að repúblikanar töp-
uðu meirihluta í báðum þing-
deildum. Meg-
inreglan sem
reynslan ákvarðar
er sú að flokkur
forsetans tapi
fylgi í þinginu í
þessum „milli“-
kosningum. Þegar
horft er til meðaltals síðustu
20 „milli“kosninga þá sést að
flokkar forsetans tapa að með-
altali 4 þingmönnum í öld-
ungadeild og 30 þingmönnum í
fulltrúadeild. Miðað við áð-
urgreindar tölur standa líkur
því til þess að repúblikanar
verði í minnihluta í báðum
deildum eftir kosningar. Stuð-
púðinn er of lágur.
Repúblikanar eru bersýni-
lega viðbúnir því að missa
meirihluta sinn í fulltrúadeild-
inni, þótt forsetinn sjálfur sé
brattur og telji ekki óhugsandi
að þingmenn flokksins þar
geti haldið velli og jafnvel auk-
ið meirihluta sinn! Þótt aðrir í
flokksforystunni séu fjarri því
að vera svo bjartsýnir þá telja
þeir sig enn eiga von um að
halda meirihluta í öld-
ungadeildinni, þrátt fyrir
meðaltalsregluna. Ástæðan er
þessi: Þar sem kosið er um
þriðjung þingmanna í öld-
ungadeild, sem kjörnir eru til
6 ára skiptir máli hvaða sæti
koma til endurkjörs. Og í
þessum kosningum vill svo til
að mun fleiri sæti demókrata
(og 2ja „óháðra“ sem greiða
atkvæði með þeim) koma til
kjörs, en þau sæti sem repú-
blikanar hafa setið, eða 24
(plús 2) hjá demókrötum en
aðeins 8 sæti repúblikana.
Sennilega verður ekki kosið
um sæti McCains.
Haldi repúblikanar 50 þing-
sætum í öldungadeild halda
þeir virkum meirihluta þar,
því falli atkvæði þar jöfn
greiðir Pence varaforseti (for-
seti öldungadeildarinnar) úr-
slitaatkvæðið og vitað er hvar
það lendir.
Skoðanakannanir hafa sýnt
demókrata með mun meira
fylgi kjósenda í komandi kosn-
ingum. Síðustu vikur hefur þó
aðeins dregið úr þeim mun.
Talnaspekingar repúblikana
segja að fari munur á fylgi
flokkanna í könnunum niður
fyrir 7% aukist líkur á því að
repúblikanar haldi meirihluta
í báðum deildum. Ástæðan er
önnur meðaltalsregla. Hún
sýnir að repúblikanar eru mun
staðfastari í að fara á kjörstað
en demókratar.
Demókratar halda þó í þá
von að þeir eigi nú öflugan
óvæntan smala sem muni
koma þeirra kjósendum á
kjörstað. Donald J. Trump
forseta.
Það getur því allt gerst.
Þótt ekki sé nú
kosið um forseta í
Bandaríkjunum
þykja kosningarnar
spennandi}
Spenna eykst nokkuð
Ö
ðru hverju rekst maður á fólk sem
hefur svo gamaldags viðhorf til
samskipta kynjanna að maður
trúir varla að því sé alvara. Það
sem kemur kannski enn meira á
óvart er að einhver sjái tilefni til að gera slík-
um viðhorfum hátt undir höfði. Sumir reyna
að réttlæta ýmiss konar ósæmilega hegðun og
ruddaskap með þeim rökum að þetta hafi nú
ekki þótt mikið mál hérna einu sinni. Því mið-
ur snúast slíkar réttlætingar oftast um forn-
eskjulegt viðhorf til kvenna.
Í fyrradag las ég stuttan pistil þar sem slík
viðhorf voru höfð í flimtingum. Mér þótti
verra að sjá að þessum orðum var hampað á
síðum Morgunblaðsins. Höfundur pistilsins
hugsar til baka til þeirra tíma þegar það þótt
sjálfsögð hegðun að „tendra sig upp á brenni-
víni og Camel-smók“ og bjóða stelpunum upp
og reyna „allt til að vanga þær og trukka og helst að
komast í sleik“. Gefið er í skyn að svona hafi þetta bara
verið og þar með eðlilegt.
Veltum því í alvörunni fyrir okkur að jafnvel þó að
þessi hegðun hafi verið algeng á árum áður, var hún þá
eðlileg? Að vísa í gamla tíma með rökum um að svona
hafi þetta verið réttlætir ekki ofbeldi eða kvenfyrirlitn-
ingu. Það minnir aðeins á þá staðreynd að á þeim tíma
stigu brotaþolar ekki fram og sögðu ekki frá brotum eða
ósæmilegri hegðun í sinn garð.
Hegðun sem er ekki í lagi í dag var heldur
ekki í lagi þá. Það hefur ekkert með pólitísk-
an rétttrúnað að gera, heldur almenna virð-
ingu fyrir fólki. Að standa gegn kynferð-
isbrotum hefur heldur ekkert að gera með
pólitískan rétttrúnað. Ég kæri mig lítið um að
menn blandi dólgslegri hegðun í garð kvenna
inn í umræðu um pólitískan rétttrúnað og
saki þá sem ekki hlæja að gömlum grodd-
arasögunum um að hafa tapað sér í rétttrún-
aði.
Í kjölfar #metoo-byltingarinnar skrifaði
ég pistil í þennan sama dálk í fyrra þar sem
ég sagði að stærsti árangur þeirrar umræðu
sem nú hefði skapast væri að þeir sem tileink-
uðu sér ekki virðingu í samskiptum mundu að
lokum dæma sjálfa sig úr leik. Það er óþarfi
fyrir Morgunblaðið að skipta þeim aftur inn
á.
Einhverjum kann að finnast nóg komið af umræðu um
#metoo, en það er ljóst að sú bylting er komin til að vera
– og sem betur fer. Mögulega hefur gleymst að spyrja
ömmur okkar hvernig þær upplifðu þá tíma þegar strák-
unum fannst eðlilegt að skvetta í sig brennivíni og reyna
allt til að komast í sleik.
aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Að troða sér í sleik
Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari
Sjálfstæðisflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Viðbúið er að Bjarni Bene-diktsson, fjármála- ogefnahagsráðherra, leggi íhaust fram á þingi frum-
varp um Þjóðarsjóð, varúðarsjóð
sem verði eins konar áfallavörn fyrir
þjóðina ef stórtæk efnahagsleg áföll
ríða yfir, s.s. vegna vistkerfisbrests,
náttúruhamfara eða sjúkdómsfar-
aldurs. Bjarni kynnti hugmyndina
upphaflega á ársfundi Landsvirkj-
unar 2016 og stefnt er að stofnun
sjóðsins í stjórnarsáttmálanum.
Nú hafa hugmyndirnar um
sjóðinn verið útfærðar og hafa
áformin um lagasetningu og mat á
áhrifunum verið birtar á samráðs-
gátt stjórnvalda. Fram kemur að um
sé að ræða viðbúnað vegna áfalla
sem ríkissjóður hefði að óbreyttu
ekki nægilegan fjárhagslegan styrk
til að mæta nema með því að skerða
verulega velferð þjóðarinnar, t.d.
náttúruhamfarir á borð við Heima-
eyjargosið eða vistkerfisbrest eins
og hrun síldarstofnsins á sínum
tíma. „Einnig gæti verið um að ræða
atburði eða kringumstæður af allt
öðrum toga, svo sem afleiðingar af
stórfelldum netárásum á mikilvæga
innviði landsins eða hryðjuverk,“
segir í greinargerðinni.
Byggja á sjóðinn upp með
tekjum af arðgreiðslum eða auð-
lindaafnotagjöldum frá orkuvinnslu-
fyrirtækjum á forræði ríkisins, eink-
um Landsvirkjun. Þjóðarsjóðurinn
verður eign íslenska ríkisins en ekki
á að nota sjóðinn til að stuðla að
efnahagslegum stöðugleika eða vera
mótvægi við tímabundnar hag-
sveiflur og ekki verður heimilt að
draga á sjóðinn til að fjármagna auk-
inn ríkisrekstur, tilfærslur til heim-
ila eða framkvæmdir. „Fyrirhugað
er að Þjóðarsjóður fái framlög úr
ríkissjóði sem svari til tekna af arð-
greiðslunum frá orkuvinnslufyr-
irtækjunum og að hann fjárfesti þá
fjármuni einvörðungu í erlendum
verðbréfum samkvæmt fjárfesting-
arstefnu sem stjórn sjóðsins setur
með samþykki ráðherra,“ segir í um-
fjölluninni.
Er talin ástæða til að stefna að
því að byggja sjóðinn upp þar til
stærð hans verði orðin um 10% af
vergri landsframleiðslu. Til skoð-
unar er að sett verði „gólf“ fyrir út-
hlutunum úr Þjóðarsjóði „á þá leið
að ráðstöfun úr sjóðnum komi ein-
ungis til álita ef fjárhagsáfall svarar
til meira en 5% af tekjum ríkissjóðs“.
Lagt er til að fyrirkomulagið
verði með þeim hætti ef stór áföll
ríða yfir verði heimilt með samþykki
Alþingis að veita fé úr Þjóðarsjóði til
ríkissjóðs, sem nemi allt að helmingi
eigna sjóðsins á hverjum tíma.
Heimilt að ganga á helming
eigna sjóðsins hverju sinni
Settar eru fram hugmyndir um
að þörf væri fyrir greiðslur úr Þjóð-
arsjóði þegar stórt áfall væri farið að
nema a.m.k. nokkrum tugum millj-
arða króna, t.d. 50 milljörðum, um-
fram það sem kynni að vera borið af
öðrum tryggingum. „Miðað við þetta
og að einungis væri gengið á helm-
ing eigna sjóðsins hverju sinni er tal-
ið skynsamlegt að stefnt verði að
því að framtíðarstærð sjóðsins
verði nálægt 250-300 [milljarðar
kr.] eða nærri tíu hundraðs-
hlutar af [vergri landsfram-
leiðslu]. Ætla má að það gæti
tekið um fimmtán til tuttugu ár
að byggja upp slíkan sjóð miðað
við varfærnislegar for-
sendur um þá fjármuni
sem gera má ráð fyrir
að til hans falli á kom-
andi árum og um
ávöxtun þeirra.“
250 til 300 milljarðar
renni í Þjóðarsjóðinn
Fram kemur í mati fjármála-
ráðuneytisins á áhrifum fyrir-
hugaðs Þjóðarsjóðs að skv. fyr-
irliggjandi sviðsmyndum
Landsvirkjunar gætu arð-
greiðslur fyrirtækisins hækkað
um 10-20 milljarða á ári. Til
bráðabirgða er gengið út frá því
að fjárhæðin verði að lágmarki
10 milljarðar og að jafn hátt
framlag verði að jafnaði veitt til
Þjóðarsjóðs.
Fyrst um sinn yrði þó hluta
arðgreiðsluteknanna varið í
átak í uppbyggingu hjúkr-
unarrýma og til nýsköp-
unar í atvinnulífinu en í
stjórnarsáttmálanum er
gert ráð fyrir að sett
verði bráðabirgðaákvæði
um að árleg framlög í
Þjóðarsjóð verði
tímabundið
lægri en arð-
greiðslutekj-
urnar.
10-20 millj-
arðar á ári
FRAMLÖG Í ÞJÓÐARSJÓÐ
Bjarni
Benediktsson
Morgunblaðið/Ómar
Virkjun Miðað við arðgreiðslur orkuvinnslufyrirtækja og 10 milljarða árleg
framlög gæti uppsöfnuð staða sjóðssins náð 250-300 milljörðum á 15 árum.