Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 57
MINNINGAR 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018
Með söknuði
kveðjum við Valdísi
móður okkar eftir
erfið veikindi sem hún glímdi við.
Þegar við bræður hugsum um
móður okkar kemur fyrst í hug
mikið þakklæti fyrir alla þá
væntumþykju sem við bræður
fengum frá henni. Þótt lífið hjá
þér hafi ekki verið neinn dans á
rósum þá færðir þú öllum sem
þig þekktu mikla hlýju og ást.
Enda voru ófáar stundirnar sem
þú eyddir með okkur, teflandi
skák og spilandi ólsen-ólsen, sem
við bræðurnir unnum furðulega
oft. Móðir okkar hafði mikið dá-
læti á tónlist og eyddi mörgum
gæðastundum spilandi á orgelið
og gítarinn sinn, og sama hversu
slæm heilsan var orðin, þá birti
yfir henni þegar hún heyrði góða
tónlist. Elsku mamma, takk fyrir
allt sem þú kenndir og varst okk-
ur. Við munum ávallt sakna þín
en við vitum að þú ert komin á
betri stað með pabba og Guðna
frænda.
Ég veit að það besta sem í mér er,
í arfleifð ég tók frá þér. Ég veit að þú
gafst mér þá glöðu lund,
sem getur brosað um vorfagra stund,
og strengina mína, sem stundum
titra,
er stráin af náttköldum daggperlum
glitra,
stemmdi þín móðurlund.
Ég veit það af reynslunni, móðir mín,
hve mjúk hún er höndin þín.
Þín umhyggja er fögur sem himinninn
hár,
ég hef ekki skoðað þau grátsöltu tár,
sem þú hefur kysst burt af kinnunum
mínum
og klappað í burtu með höndunum
þínum
í fjöldamörg umliðin ár.
Ég vildi að hvert tárið mitt væri orðið
steinn,
sem vatnsperla silfurhreinn,
Valdís
Guðmundsdóttir
✝ Valdís Guð-mundsdóttir
fæddist 2. júní
1945. Hún lést 21.
ágúst 2018.
Útför Valdísar
hefur farið fram í
kyrrþey að hennar
ósk.
þá skyldi ég flétta þér
fagran krans,
fegurri en kórónu
nokkurs manns.
Hann skyldi ég hnýta í
hárið þitt svarta
og horfa á þá fegurð,
er vorsólin bjarta
léti sín geislabörn leika
þar dans.
(Jóhann
Sigurjónsson.)
Að lokum viljum
við þakka hinu frábæra starfs-
fólki á hjúkrunarheimilinu Ási í
Hveragerði fyrir þá góðu
umönnun sem það veitti móður
okkar.
Hvíl í friði, elsku mamma.
Guðmundur og Guðni Óskar
Jónssynir.
Litir haustsins eru fallegir
núna eins og fyrir 54 árum er við
settumst á skólabekk í Kvenna-
skólanum á Blönduósi.
Það er gott að hafa kynnst
henni Valdísi, hún hafði þessa
hlýju nærveru sem einkennir
gott fólk. Hún var hlédræg, en
ávallt glaðleg og ljúf í allri fram-
komu.
Valdís stundaði námið vel, var
dugleg við allt og vann þar gull-
fallega handavinnu.
Það er langur tími liðinn síð-
an, en samt virðist það eitthvað
svo stutt.
Elsku Valdís, við þökkum þér
liðnar stundir og biðjum Guð að
geyma þig.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjar-
dóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu gengin á guðanna fund,
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Við skólasystur frá Kvenna-
skólanum á Blönduósi veturinn
1964-1965 sendum sonum og öll-
um ættingjum hennar innilegar
samúðarkveðjur.
Aðalheiður S.
Kristjánsdóttir.
Elsku yndislegi
pabbi minn, það var
erfitt að fá þær
fréttir að þú hefðir
fengið skyndilegt heilablóðfall 30.
ágúst í umferðinni eftir að þú
varst búinn að yfirfara húsbílinn
þinn til að setja hann í geymslu í
vetur. Í upphafi virtist eins og þú
myndir ná að komast í gegnum
þetta því blóðþrýstingurinn þinn
lækkaði og læknar voru vongóðir.
En svo skyndilega fór hann upp
og ekkert hægt að gera.
Ég náði að tala við þig í síma á
leiðinni áður en ég fór í flugið frá
Egilsstöðum. Ég er þakklát fyrir
að þú beiðst eftir mér þó að þú
hafir valið að fara nokkrum mín-
útum áður en ég komst inn til þín
en ég veit af hverju. Og það var
gott að fá að komast til þín með
þetta friðsæla yfirbragð eins og
þú værir sáttur. Ég er sannfærð
um að amma og afi hafi tekið vel á
móti þér enda varstu sólargeisl-
inn hennar ömmu.
Þetta er samt svo óvænt af því
að þú varst heilsuhraustur.
Nýbúinn að koma þér og Báru
fyrir á nýja heimilinu ykkar og
tilbúinn að fara að ferðast og
njóta lífsins.
Ég er stolt af að hafa átt þig
sem pabba, rólyndan og góðan
mann sem hafði gaman af lífinu
og með góða nærveru.
Trausti
Jóhannesson
✝ Trausti Jó-hannesson
fæddist 3. júní
1938. Hann lést 30.
ágúst 2018.
Útför hans fó
fram 10. september
2018.
Minningarnar
streyma þessa dag-
ana um skemmtileg-
ar stundir sem við
áttum og eru ferða-
lögin ofarlega en þú
hafðir unun af því að
ferðast og varst frá-
bær dansari. Alveg
frá því að ég var
barn varst þú ávallt
að kenna manni
óbeint. Lýstir því
hvernig maður keyrir yfir ár eða í
hálkunni enda varstu frábær bíl-
stjóri.
Ég sé líf þitt skiptast í fyrri-
part með mömmu og svo seinni-
part með Báru.
Ég er samt mjög þakklát fyrir
það hvað þið mamma áttuð alltaf
fallegt samband alla tíð og þakk-
lát fyrir að makar ykkar virtu
það. Ég get ekki annað en brosað
út í annað þegar ég minnist þess
hvernig þú gast hreinlega sleppt
þér við að horfa á fótbolta og
handbolta.
Þú hafðir gaman af að breyta
texta eða búa til nýjan og ég
rakst á þennan í skjalatöskunni
þinni:
Ferðalögin þau fylgja mér
flugstjórans eru völdin.
En þegar til London kominn er
þá sé ég um kvöldin.
Takk elsku pabbi að vera alltaf
til staðar fyrir mig, ég gat ávallt
leitað til þín ef ég þurfti. Takk
fyrir ráð þín og umhyggju.
Ég elska þig og sakna þín en
nú ertu kominn í annað ferða-
ævintýri, ég bið að heilsa ömmu.
Þín dóttir,
Kristín.
Það er óvanalegt
að mér líði jafn illa
við jarðarför
óskyldrar mann-
eskju og við jarðar-
för Önnu Ágústsdóttur. Húmor-
inn, léttleikinn og jafnframt
hlýjan voru hennar aðalsmerki.
Ég var ungur þegar ég byrjaði
að koma í Kaupfélag Vestur-Hún-
vetninga með pabba.
Ein fyrsta manneskjan þar sem
ég man eftir var Anna og alltaf var
hún tilbúin að aðstoða viðskipta-
vinina með liðleika en jafnframt
húmorinn á lofti.
Þegar ég var á tólfta ári var ég í
afmæli hjá Helga bróður mínum
og lítil dóttir hans, þá þriggja ára,
kallaði yfir mannskapinn: „Ég veit
alveg hver kærastan hans afa er.
Það er hún Anna í kaupfélaginu.“
Ég lenti einu sinni í henni á
henni á ferð okkar eldri borgara
frá Húnaþingi vestra. Sagði hún
þá setningu sem ekki er hægt að
setja á prent en var nóg til þess að
þakið ætlaði að rifna af rútunni.
Anna Ágústsdóttir
✝ Anna Ágústs-dóttir fæddist
3. júní 1936. Hún
lést 30. ágúst 2018.
Hún var jarð-
sungin 14. sept-
ember 2018.
Ég verð seint
kjaftstopp en þarna
vissi ég ekkert hvað
ég átti að segja. Þeir
muna þetta sem voru
þarna.
Svo eru það
steinakarlarnir
hennar sem eru úti
um alla sýslu, við
þekkjum þá Hún-
vetningarnir, ef til
vill fleiri. Svo verður
maður að nefna sálmana sem hún
var búin að velja, það er óvanalegt
að heyra jólasálminn Í dag er glatt
í döprum hjörtum og einsönginn
eftir Benny Andersson og Benny
Ulvaeus sungna við jarðarför. Svo
var útsjónarsemin og dugnaður-
inn fyrir hendi. Það hefðu fáar
konur gert það sem hún gerði. Að
byggja hús yfir sig og tvær ungar
dætur sínar og vann hún mikið í
því sjálf af hörku og dugnaði.
Svo var hún gott skáld en flík-
aði því ekki mikið. Það var ekki
bara hún sem hafði þann hæfi-
leika, heldur Grafarsystkinin öll.
Það bar bara misvel á því hjá
þeim. Að lokum votta ég systrun-
um Helgu og Báru og þeirra fjöl-
skyldum mínar dýpstu samúð
vegna fráfalls Önnu.
Gunnlaugur P. Valdimarsson
frá Kollafossi.
Innilegar þakkir til fjölskyldu og vina á Íslandi
fyrir samúð og hlýhug við andlát elskulegrar
móður okkar
LILJU JONSDOTTUR RAVN
Tulli
sem andaðist fimmtudaginn 6. september
á Haukeland sjúkrahúsinu í Bergen, Noregi.
Agnes, Hjørdis, Fjola og Helgi
med familier.
✝ Pétur MogensLúðvíksson,
skírður Peter Mo-
gens Ludvigsen,
fæddist í Kaup-
mannahöfn 19.
ágúst 1948. Hann
andaðist á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 9.
september 2018.
Foreldrar hans
voru Knud Mogens
Einar Ludvigsen rafvirkja-
meistari, f. 19. febrúar 1903, d.
22. október 1993, og Ellen
Margrethe Ludvigsen, fædd
Nielsen, ráðskona og smur-
alla sína tíð á fraktskipum,
fiskiskipum og varðskipum.
Hann fékk íslenskt ríkisfang ár-
ið 1995 og um leið nafnbreyt-
ingu.
Pétur kvæntist tvisvar á lífs-
leiðinni. Fyrri kona hans var
Ragnhildur Guðrún Ragn-
arsdóttir. Þau eignuðust tvö
börn: Ragnar Ægi, f. 1976, og
Berglindi Ellen, f. 1979. Pétur
og Ragnhildur slitu samvistum.
Seinni kona Péturs var Halldóra
Hreinsdóttir. Þau eignuðust tvo
syni: Arnar Snæ, f. 1984, og
Birgi Fannar, f. 1985. Pétur og
Halldóra slitu samvistum. Árið
1997 hóf Pétur sambúð með eft-
irlifandi sambýliskonu sinni, Jó-
hönnu Sigrúnu Thorarensen frá
Gjögri. Þau bjuggu alla sína
sambúð í Reykjavík.
Útför Péturs fer fram frá
Garðakirkju í dag, 20. septem-
ber 2018, klukkan 15.
brauðsdama, f. 3.
mars 1911, d. 9.
apríl 1992.
Pétur var einka-
barn og fluttist lítill
drengur til Íslands
ásamt móður sinni.
Hann bjó fyrstu ár-
in í Reykjavík. Síð-
ar flutti Pétur til
Raufarhafnar. Þar
bjó hann ásamt
móður sinni og Jó-
hanni Óskari Jósefssyni, bónda
og harmóníkuleikara, í Orm-
arslóni í Þistilfirði. Pétur flutti
aftur til Reykjavíkur 13 ára
gamall. Hann stundaði sjóinn
Elsku pabbi minn.
Nú þegar þú hefur kvatt
þetta líf sest ég niður og skrifa
þér mitt síðasta bréf. Ég veit að
þú barðist hetjulega við sjúk-
dóm þinn. Fékkst kærleiksrík-
an stuðning frá Jóhönnu þinni,
Ragnari bróður og þínum nán-
ustu vinum. Þú giftist Ragnhildi
móður minni árið 1975 og þið
fluttuð frá Reykjavík til Hafnar
í Hornafirði. Ári síðar fæddist
Ragnar bróðir sem var skírður í
höfuðið á tengdapabba þínum.
Þið eignuðust mig árið 1979 og
var ég skírð Ellen í höfuðið á
mömmu þinni. Ég er ævinlega
þakklát fyrir það. Þú varst
mjög hamingjusamur yfir því
að hafa eignast okkur Ragnar.
Þú elskaðir okkur af öllu hjarta.
Ég man hvað þú varst rausn-
arlegur. Þú færðir mömmu
fallegan gullkross og hjartalaga
eyrnalokka daginn sem ég
fæddist. Mamma skrifaði svo
fallega í fæðingarbókina mína
að þú hefðir verið glaður og
spenntur þegar ég fæddist.
Þegar ég varð þriggja ára gafst
þú mér dúkkukerru í afmælis-
gjöf og ári seinna fallegt, rautt
tvíhjól. Þú gafst okkur Ragnari
margar eftirminnilegar gjafir.
Þið mamma fluttuð talsvert
mikið en þú sinntir sjómennsk-
unni af öllu afli. Þú starfaðir á
hinum ýmsu fiskibátum á Höfn
í Hornafirði. Árið 1979 keyptir
þú sjö tonna bát sem þú skírðir
Bergey í höfuðið á lítilli eyju við
Hornafjörð. Þá stundaðir þú
veiðar frá Vestmannaeyjum.
Sjómennskan átti hug þinn all-
an. Ég þekki ekki ferilinn í
heild sinni en veit að þú vannst
hjá Landhelgisgæslunni á varð-
skipinu Óðni og Tý en lengst af
á varðskipinu Ægi. Sambandið
við þig minnkað með árunum
því við Ragnar vorum mjög ung
þegar þið mamma skilduð. Við
fylgdumst samt með þér og
hittumst við hátíðleg tækifæri.
Í minningunni varst þú
myndarlegur maður. Þú varst
gjafmildur og valdir vandaða
muni. Þú varst smekklega
klæddur og vildir hafa þrifalegt
í kringum þig. Þú vannst hratt
og ákveðið, allt fram á síðustu
stundu. Þú fórst aldrei frá hálf-
kláruðu verki. Áttir alla tíð fal-
legan bíl og bát. Fórst svo
sannarlega vel með eigur þínar
og bjóst til margt fallegt í
höndunum. Þú varst mikil fé-
lagsvera og áttir auðvelt með að
gera þér dagamun. Ég er þakk-
lát fyrir að hafa erft svo margt
frá þér, bæði gott og slæmt sem
ég bý yfir í mínu fari. Við vor-
um bæði svo þrjósk en elsk-
uðum hvort annað samt svo
mikið. Ég veit að þú hefur feng-
ið þinn frið, frið frá krabba-
meininu. Elsku pabbi minn, hér
þótt líf þitt endi rís það upp í
Drottins hendi. Ég mun alltaf
hafa þig í hjarta mínu, elska þig
til æviloka, og láta ljós þitt
skína gegnum logann á kertinu
heima í stofu. Ég mun alltaf líta
upp til stóra bróður míns, sem
ber einnig með sér margt fal-
legt og gott úr þínu fari. Við
sjáumst hinumegin við hafið og
klárum úr kaffibollanum en
bætum við nýjum, fallegum
konfektmola.
Ég man það sem barn að ég
margsinnis lá
og mændi út í þegjandi geiminn,
og enn get ég verið að spyrja og
spá,
hvar sporin mín liggi yfir heiminn.
En hvar sem þau verða mun
hugurinn minn,
við hlið þína margsinnis standa,
og vel getur verið í síðasta sinn
ég sofni við faðm þinn í anda.
(Þorsteinn Erlingsson)
Þín dóttir
Berglind Ellen.
Kær tengdafaðir minn, Pétur
Mogens Lúðvíksson, er látinn
eftir erfiða baráttu við krabba-
mein. Pétur ætlaði nú aldeilis
að hrista þetta af sér og komast
aftur á sjóinn en þar undi hann
sér best, enda var það hans
ævistarf. Pétur gerði síðustu ár
út trilluna Hildi. Ég man að
þegar við Ragnar sonur hans
vorum nýbyrjuð saman spurði
ég frænda minn sem einnig er
sjómaður hvort hann þekkti til
Péturs. Já, sagði hann, báturinn
hans er sá allra flottasti í flot-
anum, enda hugsaði Pétur vel
um bátinn. Ekkert mátti vanta
eða láta á sjá.
Pétur var flottur maður, dug-
legur, verklaginn og hann hafði
stórt skap. Það má segja stórt
skap í báðar áttir. Hann gat jú
haft margt á hornum sér en ef
vel lá á okkar manni var hann
léttur og kátur og sýndi vel ást
sína og hlýju. Pétur gaf mér
eina þá fallegustu gjöf sem ég
hef fengið. Við Ragnar vorum
ekki búin að vera lengi saman
þegar við vorum hjá honum og
Jóhönnu og eitthvað vorum við
að skoða gamalt dót. Rétti Pét-
ur mér þá silfurbrjóstnælu sem
móðir hans hafði átt og sagði:
„Margrét, þetta átt þú að eiga.“
Ég man að ég var alveg orð-
laus, mér fannst þetta svo mik-
ils virði. Þessa gjöf skal ég allt-
af varðveita. Ég mun minnast
Péturs tengdaföður míns með
hlýju, þau Jóhanna tóku mér og
dóttur minni opnum örmum frá
fyrstu kynnum. Fyrir það er ég
mikið þakklát. Ég kveð þig,
Pétur minn, með fallegri bæn:
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Amen.
Við sjáumst síðar.
Þín tengdadóttir,
Margrét Pálmadóttir.
Pétur Mogens
Lúðvíksson
Steini minn. Einn
kemur og annar fer
eru örlög okkar sem
byggjum þennan
heim í alheimi skap-
arans sem skóp þessa jörð. Veröld
okkar og vegir hans eru æðri
skilningi okkar og öll hans börn
eins misjöfn og við erum.
Elsku Dóra systir, nú átt þú um
sárt að binda að hafa misst Steina
eftir fráfall Brynjars Más bróður
hans en reynsla mín eftir erfiða
ævi er að það er líf okkur ætlað
Þorsteinn
Matthíasson
✝ ÞorsteinnMatthíasson
fæddist 8. janúar
1966. Hann lést 12.
ágúst 2018. Útför
hans fór fram 22.
ágúst 2018.
annars staðar að
jarðvist lokinni og í
ljósi almættisins.
Steini átti um sárt
að binda; slasaðist
illa sem barn og
skerti það líf hans en
var sár sem greri.
Ég var tíður gestur
hjá Dóru systur og
ávallt velkominn
þar. Guðrúnu Önnu,
Nonna og Maríu
sendi ég hjartnæmar samúðar-
kveðjur í þessari hörmulegu sorg.
Núna líður Steina bróður ykkar
vel í ljósinu sem er sköpun þessa
heims. Frá systkinum mínum
sendi ég hlýjan hug og bið algóðan
guð að styrkja ykkur í þessari
sorg.
Jónas Gunnarsson.