Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 – fyrir dýrin þín Ást og umhyggja fyrir dýrin þín Veldu bosch hundafóður fyrir hundinn þinn Þýskt hágæða fóður – fersk innihaldsefni án aukaefna. Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranes | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is 15 kg 8.990 kr. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Stjórnendur Krónunnar áforma að opna fjórar nýjar verslanir undir merkjum fyrirtækisins á næstu misserum og sú fyrsta verður opn- uð fyrir komandi jól. Sú verður í Skeifunni í Reykjavík, þar sem verslun undir merkjum Víðis var til skamms tíma. Hinar verslanirnar verða við Norðurhellu í Hafnarfirði, í Norðlingaholti í Reykjavík og á Akureyri, en engar ákvarðanir liggja fyrir um hvenær þær komast í gagnið. Þetta segir Gréta María Grét- arsdóttir, framkvæmdastjóri Krón- unnar ehf., en nýir eigendur tóku við fyrirtækinu um síðastliðin mán- aðamót. Það gerðist með því að N1 yfirtók Festi, sem nú er móðurfélag N1, Krónunnar, ELKO og fleiri fyrirtækja en til stendur að sam- þætta rekstur þeirra að nokkru leyti. Í bensínstöðvunum N1 gætu í framtíðinni orðið kjörbúðir með helstu nauðsynjum og hugsanlega eldsneytisdælur eða rafhleðslu- stöðvar við verslanir Krónunnar, sem í dag eru 23. Hollusta í snöggheitum „Þetta eru allt atriði sem eru í mótun, enda skammt um liðið frá yfirtöku nýrra eigenda að Festi. Eigi að síður sjáum við strax mikil tækifæri. Þjónustustöðvar N1 hér á höfuðborgarsvæðinu eru margar við fjölfarnar umferðaræðar og á stórum lóðum sem gefur svigrúm til að breyta og stækka húsnæði. Og þar gætum við komið fyrir litlum verslunum þar sem fólk get- ur í snöggheitum gripið með sér það nauðsynlegasta sem þarf til heimilis,“ segir Gréta María og heldur áfram: „Svo vitum við líka að jarð- efnaeldsneyti er á undanhaldi og eftir ekki mörg ár verða hefð- bundnar bensínstöðvar sennilega ekki til. Því er Festi í raun og veru að bregðast við fyrirsjáanlegri þró- un með áherslubreytingum í starf- semi sinni. Erlendis er þróunin í matvöruverslun raunar sú að fólk pantar vörurnar og fær senda heim eða kemur svo og sækir á af- greiðslustaði, sem geta verið þar sem nú eru til dæmis bens- ínstöðvar. Að einfalda við- skiptavinum lífið er útgangspunkt- urinn í þessu öllu. Einnig að mæta kröfum dagsins um hollustu; það er ferskar vörur, tilbúna rétti og slíkt. Einnig að halda sætindunum ekki fram og í því skyni höfum við m.a. verið að fjarlægja sælgætisbarina en bjóða þess heldur ávexti á til- boði. Þetta mælist vel fyrir.“ Í fjórum af verslunum Krón- unnar eru nú komnir sjálfs- afgreiðslukassar, það er í Garðabæ, Nóatúni, á Hvolsvelli og í Kr. versl- uninni í Vík í Mýrdal. Tækni þessi verður, að sögn framkvæmdastjór- ans, komin í allar verslanir Krón- unnar eftir um tvö ár. Fleiri tækni- nýjungar verða svo innleiddar á næstu misserum og allar miða þær að hagræðingu, skjótari ákvarð- anatöku, betri vörunýtingu og sjálf- virkni. Heilög þrenning „Það er mikil óvissa í rekstr- arumhverfi fyrirtækja núna þar sem margir kjarasamningar eru lausir í vetur. Eins hefur krónan verið að gefa eftir. Og þegar óvissa er í umhverfinu þá horfum við inn á við og leitum leiða til að auka skil- virkni. Við horfum þá til sjálf- virknivæðingar og tækninýjunga til að hjálpa okkur að nýta tímann okkar betur,“ segir Gréta María. Í verðkönnun sem gerð var á vegum ASÍ og birt fyrr í þessum mánuði sýnir sáralítinn verðmun milli lágvöruverðsverslananna tveggja. Innkaupakerra með al- gengum nauðsynjum kostar 8.236 krónur í Krónunni, sem er 22 krón- um hærra en í Bónus. Það telst varla merkjanlegur munur og á ein- stökum vörum er munurinn stund- um aðeins ein króna. „Þessi óverulegi verðmunur er merki um þá miklu samkeppni sem er á markaði. Við erum alltaf að leita leiða til að koma vörum á sem ódýrastan hátt til viðskiptavina. Nú vitum við ekki hvernig aðrir verð- leggja sig en lögmálin að því að ná sem hagstæðustu verði eru vel þekkt og stundum nefnd heilög þrenning. Í fyrsta lagi þarf að ná hagstæðu innkaupsverði, hafa markaðsmálin í lagi og reka versl- anirnar af skynsemi og hagkvæmni. Og ef allt þetta gengur upp er hægt að bjóða lægsta verð og vonandi getum við líka gert enn betur þar í stóru sameinuðu fyrirtæki, Festi, með margvíslegri samlegð,“ segir Gréta sem bætir við að markaður- inn sé síkvikur – og aðstæður breytist oft hratt. Veiking á gengi krónunnar að undanförnu hafi strax áhrif í innkaupsverði frá framleið- endum vöru, en þess verði frestað eins lengi og verða má að velta þeim úr í verðlagið. Ef þróunin haldi áfram verði þó ekki hjá slíku komist. Meðbyr og aukin velta „Við finnum meðbyr og erum í sókn,“ segir Gréta María. Hún seg- ir áætlað að í dag sé hlutdeild Krónunnar á matvörumarkaðnum á landsvísu á bilinu 20-25%. Velta Krónunnar á síðasta ári hafi verið um 28 milljarðar króna og hagn- aðurinn um 2,8% af veltu. Í ár verði veltan um það bil 30 milljarðar og afkoman sé vel ásættanleg. Fjölga verslunum og breyta áherslum  Nýir eigendur Festis sem á Krónuna  23 verslanir og fleiri eru væntanlegar  Kjörbúðir hugs- anlega á bensínstöðvum N1  Lítill verðmunur vitnar um samkeppni, segir nýr framkvæmdastjóri Morgunblaðið/Eggert Krónukona Þar gætum við komið fyrir litlum verslunum, þar sem fólk getur í snöggheitum gripið með sér það nauðsynlegasta sem þarf til heimilis,“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri í viðtalinu. Gréta María Grétarsdóttir fæddist árið 1980 og er véla- og iðnaðarverkfræðingur að mennt. Fljótlega eftir að námi lauk hóf hún störf í fjármála- geiranum og var þar fram til 2016 að hún var ráðin fjár- málastjóri Festis. Við starfi framkvæmdastjóra tók hún svo 1. september síðastliðinn. Hún er jafnframt fyrsta konan sem er æðsti stjórnandi og í forsvari fyrir stóra matvöru- keðju á Íslandi. „Fyrir verkfræðing sem hef- ur áhuga á ferlum og að láta öll tannhjól í vélinni vinna saman er verslunarrekstur áhugaverður starfsvett- vangur,“ segir Gréta „Frá því vara er pöntuð uns hún er seld út úr búð er löng keðja, hvar þarf sterka hlekki svo allt virki. En fyrst og síðast snýst þetta allt um fólk og samvinnu. Hér hjá Krónunni starfar frábær hópur fólks, meðal annars stjórnendur sem hafa verið lengi í þessum geira og kunna fagið. Það er ómentanlegt í þeirri vinnu sem er fram undan; að þróa verslunarreksturinn í sam- ræmi við sýn nýrra eigenda og samfélag sem breytist hratt.“ Körfuboltinn hjálpar Sem barn og unglingur var Gréta María mikið í íþróttum, prófaði margar greinar en fann sig í körfuboltanum. Æfði meðal annars með ÍR og KR. Þrettán ára var hún svo byrjuð að þjálfa sér yngri stelpur. „Að sinna þjálfun í körfubolt- anum var krefjandi en lær- dómsríkt. Ég finn líka hvað þessi reynsla hjálpar mér mik- ið í dag sem stjórnandi í stóru fyrirtæki,“ segir fram- kvæmdastjórinn að síðustu. Allt snýst um fólk og samvinnu LÆTUR TANNHJÓLIN SNÚAST Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir líkamsárásir með því að hafa 3. janúar sl. veist með ofbeldi að konu. Annars vegar með því að taka hana hálstaki í kyrr- stæðri bifreið, þar sem hún sat í ökumannssæti hennar en hann í aft- ursætinu, og hins vegar með því að kasta poka með tveimur vínflöskum úr gleri í konuna. Fram kemur að pokinn hafi lent á hægri kinn konunnar sem stóð þá fyrir utan bifreiðina og hafi hún hlotið við það roða á kinn. Teljast brotin varða við 217. gr. og 218. gr. almennra hegningarlaga. Embætti Maðurinn réðst með ofbeldi á konu snemma í janúar síðastliðnum. Karlmaður ákærður fyrir líkamsárásir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.