Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 S i g n · Fo r n u b ú ð i r 1 2 · H a f n a r f i r ð i · s i g n @ s i g n . i s · S : 5 5 5 0 8 0 0 W W W. S I G N . I S Systurforlögin Bjartur og Veröld gefa út á þriðja tug bóka fyrir þessi jól. Fyrst eru taldar væntanlegar út- gáfur Bjarts. Í skáldsögunni Lifandilífslækur eftir Bergsvein Birgisson segir frá því er ráðamenn í Kaupmannahöfn ákveða að senda ungan hálf- íslenskan háskólamann, Magnús Ár- elíus, að meta ástand þjóðarinnar þegar Skaftáreldar geisa. Ástin, Texas geymir tengdar sög- ur Guðrúnar Evu Mínervudóttur um samskipti fólks á öllum aldri. Þórdís Helgadóttir sendir einnig frá sér smásagnasafn, hennar heitir Keisaramörgæsir. Gríma er einnig fyrsta bók Benný- ar Sifjar Ísleifsdóttur. Gríma er söguleg skáldsaga, gerist um miðja síðustu öld í íslensku sjávarþorpi þar sem allt snýst um fisk. Útlagamorð Ármanns Jakobs- sonar segir af því er ungur maður finnst látinn í litlum bæ úti á landi og nýstofnuð morðrannsóknardeild lög- reglunnar fer á staðinn. Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi var mikill bókasafnari og við andlát hans kom í hlut sonarins, Ragnars Helga Ólafssonar, að ganga frá bók- unum. Við þá vinnu rifjuðust upp fyrir Ragnari minningar og hugleið- ingar, bæði tengdar tilteknum bók- um og andrúmslofti, sem hann lýsir í bókinni Bókasafn föður míns. Ný ljóðabók Eyrúnar Óskar Jóns- dóttur heitir Í huganum ráðgeri morð, en Elín fékk Bókmenntaverð- laun Tómasar Guðmundssonar fyrir síðustu ljóðabók sína. Steinunn Sigurðardóttir sendir einnig frá sér nýja ljóðabók, Að ljóði munt þú verða. Á síðasta ári kom út fyrsta bók Haraldar F. Gíslasonar og sagði frá hljómsveitinni Botnrössu og hljóm- sveitakeppni um að fá að fara á tón- leikaferð með Justin Bieber. Fram- hald þeirrar bókar er væntanlegt og kallast Bieber og Botnrassa í Bret- landi. Sigursteinn Másson rekur lífs- hlaup sitt í bókinni Geðveikt með köflum. Sigursteinn var aðsópsmikill fréttamaður á sínum tíma en hvarf svo af þjóðlífsvettvangi, en segir nú söguna af þeim hremmingum sem hann gekk í gegnum og andlegum veikindi sínum. Krossgötur – álfatrú, álfabyggðir og bannhelgi á Íslandi kortleggur í myndum og máli þá staði þar sem sjá má skýr merki lifandi álfatrúar. Bryndís Björgvinsdóttir skrifar bók- ina, en Svala Ragnarsdóttir tók myndir víða um land. Í bókinni Henny Hermanns – al- heimstáningurinn segir Margrét Blöndal sögu Hennyar Hermanns, sem var valin Miss Young Inter- national í Japan árið 1970, aðeins 18 ára að aldri. Frem undan hjá Veröld eru meðal annars væntanleg skáldsaga Yrsu Sigurðardóttur sem ekki hefur hlot- ið nafn. Í aðalhlutverkum eru Huld- ar lögreglumaður og Freyja sál- fræðingur sem glíma við snúið morðmál. Í Þorpi Ragnars Jónassonar segir frá Unu, ungum kennara úr Reykja- vík, sem ræður sig til starfa á Skál- um á Langanesi árið 1985. Sam- félagið er lítið og lokað og tekur Unu með miklum fyrirvara. Óútskýrð dauðsföll vekja ugg og Unu finnst sér ógnað. Í skáldsögunni Læknishúsinu eft- ir Bjarna Bjarnason segir frá rithöf- undinum Steinari sem býr í gamla Læknishúsinu á Eyrarbakka í æsku hjá öldruðum frændum sínum. Hann flytur svo aftur í húsið mörgum ár- um síðar ásamt eiginkonu sinni sem er ólétt að tvíburum en hún er ráð- herra í fyrstu ríkisstjórn Íslands eft- ir bankahrunið. Sigurjón Bergþór Daðason sendir frá sér skáldsöguna Óbundið slitlag. Í sögunni segir af dýralækni sem er sendur austur á firði til að skoða að- stæður hjá fiskeldisfyrirtæki, bif- vélavirkja í litlu þorpi sem missir tökin á lífi sínu, leiðsögumanni á miðjum aldri sem þarf að horfast í augu við skelfilegan atburð úr æsku og fornleifafræðingi sem rannsakar nýfundin mannabein, en allir þessir þræðir fléttast saman. Í Kópavogskróniku Kamillu Ein- arsdóttur skrifar móðir skrautlega sögu sína til dóttur sinnar. Sögusvið- ið er Kópavogur, bærinn sem er slys og átti aldrei að verða til, þar sem eru engar vídeóspólur í sjoppunni Video og grill og það er ekki til neins að láta sig dreyma um að hitta ein- hvern skjaldsvein á Riddaranum. Nornasveimur Emils Hjörvars Petersen segir frá ævintýrum mæðgnanna Bergrúnar Búadóttur og Brár dóttur hennar sem glíma við glæpi og kynjaskepnur. Þetta er þriðja bókin um ævintýri þeirra, en Sagafilm vinnur að sjónvarps- þáttaröð eftir bókum Emils þar sem þær Bergrún og Brá takast á við erf- ið og dulmögnuð mál. Í fyrstu skáldsögu Fríðu Bonnie Andersen, Að eilífu ástin, segir frá íslenskri alþýðustúlku sem brýst til mennta í fatahönnun í París á fjórða áratug síðustu aldar, en hrekst síðan aftur til Íslands þar sem líf hennar fléttast saman við líf ljósmóðurnema úr betri borgarastétt. Sigmundur Ernir Rúnarsson seg- ir sögu Eyjapeyjans Gísla Stein- grímssonar í bókinni Níu líf. Gísli hefur lifað af hvert sjóslysið af öðru, sloppið lifandi úr filippseysku fang- elsi, þolað að týnast í brennheitri ástralskri eyðimörk og bjargast fyr- ir tilviljun úr loftlausum skipstanki. Jón Björnsson fetaði í fótspor Ólafs konungs Haraldssonar frá Sví- þjóð yfir Kjöl til Stiklastaða sem varð ein fjölfarnasta pílagrímaleið Norðurlanda. Jón fór leiðina ásamt félaga sínum á reiðhjóli og lýsir henni í bókinni Rassfar í steini, en rekur líka sögu Ólafs. Drekinn innra með mér heitir barnabók eftir þær Lailu Þ. Arn- þórsdóttur og Svöfu Björgu Ein- arsdóttur. Samnefnd sýning með tónlist eftir Elínu Gunnlaugsdóttur verður sett upp í Eldborgarsal Hörpu í október fyrir börn á leik- skólaaldri og í fyrstu tveimur bekkj- um grunnskólans. arnim@mbl.is Gefa út á þriðja tug bóka fyrir jól  Bjartur og Veröld gefa út skáldverk, ævisögur og ýmsan þjóðlegan fróðleik Guðrún Eva Mínervudóttir Kamilla Einarsdóttir Bryndís Björgvinsdóttir Steinunn Sigurðardóttir Eyrún Ósk Jónsdóttir Yrsa Sigurðardóttir Það sem gerir lífið bærilegter að geta gleymt. Sásem getur það ekki tor-tímist, ef ekki í bók- staflegum skilningi, þá innra með sér,“ segir sögumaðurinn Jónas í nýrri skáldsögu Gyrðis Elíassonar, Sorgarmarsi. Hann hefur þar gleymt sér eins og svo oft áður við að semja tónlist í minnisbók sína og þegar hann rankar við sér er komið kvöld en hann segist þó ekki skrifa niður tónlist bara til að gleyma sér, „… en það að kalla þetta að skapa getur verið villandi. Skapar maður einhverntíma nokkuð frá grunni? Er ekki allt fengið að láni í þessu lífi?“ veltir Jónas fyrir sér en hann er einmitt daginn út og inn að rissa niður hugmyndir að ýmsum tónverkum sem kvikna við að heyra allrahanda hljóð í um- hverfinu. Hann fær þau að láni á sinn hátt, með vísun í tónverk hina ýmsu tónskálda, en sjálfur treystir hann sér ekki til að leyfa neinum að heyra sín verk og kallar sig í hógværð tónsmið, ekki tónskáld eins og þau sem hann les hrifinn um í þykkum ævisögum. Með Sorgarmarsi lýkur Gyrðir á meistaralegan hátt þríleik stuttra skáldsagna um listamenn sem berjast í einsemd við að sinna köll- un sinni og færa eða hafa fært við það miklar persónulegar fórnir. Í Sandárbókinni, sem kom út 2007, er fjallað um málara sem heldur til í hjólhýsabyggð og virðist hafa misst áhugann eða neistann til að skapa, og í Suðurglugganum frá 2012 segir af rithöfundi sem vinn- ur í sumarhúsi vinar síns að skáld- sögu. Í byrjun Sorgarmars er Jónas kominn í gamlan sumarbústað í jaðri þorps austur á landi til að semja tónlist. Anna kona hans er eftir í bænum og hann getur sinnt í fjarvinnslu vinnu sem textasmið- ur á auglýsingastofu. Allt frá því hann vaknar á morgnana og þar til hann leggst til svefns koma alls kyns laglínur að honum, lög sem honum finnst koma utan frá og hann sé varla höfundur þeirra – en hann vinnur þó ekki úr fuglasöng, „þeirra höfundaréttur er varinn, og þó Messiaen hafi brotið ítrekað gegn honum ætla ég ekki að gera það“, lofar hann okkur – en það á þó eftir að breytast. Því sambandið við Önnu trosnar – óorðaður dauði barns myndar vegg milli hjónanna, Jónas skilar sífellt verr kostuleg- um vinnuverkefnum sem hann tengir illa við, hann tengist fáum í þorpinu fyrir austan en sköpunin, tónsmíðin, tekur yfir allt hans líf. Líf sem er merkt köllun lista- mannsins en jafnframt djúpri ein- semd. Og svo haustar í þorpinu og þótt Jónas hyggi á ferð og að tak- ast á við breytingarnar í lífinu, þá er hann farinn að efast um sjálfan sig. „Langvarandi einsemd á það til að gera tilveruna draumkennda, fjarlæga, allt að því óraunverulega, breyta henni í einhverskonar þrí- víddarbíó þar sem gleymst hefur að afhenda viðeigandi gleraugu við innganginn,“ segir hann. Og les- andinn veit að þótt sögumaður haldi mögulega annað þá hefur hann engan stað að snúa til. Hér mætir lesandinn ýmsum kunnuglegum minnum úr hinum einstaka og furðu heildstæða sagna- og ljóðaheimi Gyrðis. Text- inn er bæði djúpur og tær; þetta er prósaskáldskapur eins og hann verður fegurstur á íslensku. Tekist er á við sköpunarþörfina sem knýr listamenn áfram, gildi listar og listsköpunar, samband manna og sambandsleysi, – stöðu mannsins í heiminum. Hið ósagða, sem Gyrðir vinnur oft svo listavel með, verður sífellt háværara þegar líður á sög- una, og treginn dýpri, en Jónas mætir því með að fylla upp í eyð- urnar í lífinu með sífellt nýjum tónsmíðum. En þótt lýst sé trega- fullri einsemdartilveru þá er texti Sorgarmarsins alls ekki bara dap- urlegur, þvert á móti, því í þétt- riðnu og víðfeðmu neti allrahanda vísana og tenginga, við ýmiskonar og oft óvænt listaverk, hugrenn- ingar, alþýðuspeki og dægurmen- ingu, er margt svo fyndið, galgopa- legt og furðulegt að lesandanum er verulega skemmt. Tök Gyrðis á söguefninu og þéttriðnum textanum eru aðdáun- arverð og sagan svo vönduð og heillandi að eftir fyrsta lestur var ekki annað hægt en að byrja strax aftur. Og enn fleiri uppgötvanir komu þá í ljós. Í sögunni gengur Jónasi ekki vel að semja sinn Sorgarmars, hann verður „einsog afbakaður brúðarmars“, en saga Gyrðis af tónsmiðnum er hins veg- ar heillandi, djúp og margradda – eins og verk allra bestu tónskáld- anna sem Jónas dáir svo mjög. Einsemd breytir tilverunni í einhverskonar þrívíddarbíó Höfundurinn „Textinn er bæði djúp- ur og tær; þetta er prósaskáldskapur eins og hann verður fegurstur á ís- lensku,“ segir rýnir um sögu Gyrðis. Skáldsaga Sorgarmarsinn bbbbb Eftir Gyrði Elíasson. Dimma 2018. Innbundin, 164 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.