Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 51
Friðrika Hjördís Geirsdóttir
islandvaknar@k100.is
„Typpi óskast! Ég leita að typpi
sem er til í að vera með í gerð
fræðslumyndbands um smokka-
notkun. Ekki mun sjást í andlit við-
komandi, einungis svæði líkamans
frá cirka nafla að lærum og svo
hendurnar,“ skrifar Sigga Dögg
kynfræðingur á facebook-síðu sinni
í vikunni en þarna leitar hún að
sjálfboðaliðum sem vilja taka þátt í
fræðsluverkefni á vegum hennar
sjálfrar, Embættis landlæknis, Há-
skóla Íslands og Ástráðs, kyn-
fræðslufélags læknanema. Hún seg-
ir viðbrögðin ekki hafa látið á sér
standa og nú þegar sé hún komin
með nokkra álitlega til verksins.
Þeir einstaklingar sem taka þátt í
verkefninu fá ekki greitt fyrir fram-
lagið á hefðbundin máta heldur
verður andvirði launanna nýtt til
góðra verka. „Ég var rosalega mikið
að velta þessu fyrir mér, hversu
mikill peningur er sanngjarn pen-
ingur? Hausinn á mér fór í svona
fjórtán hringi,“ segir Sigga Dögg
sem komst svo að lokum að sann-
gjarnri niðurstöðu. „Ég er svo hrifin
af því að gefa sannar gjafir og við
fjölskyldan gefum þær oft í jólagjöf.
Þannig að ég hugsaði að við mynd-
um bara frekar kaupa vatnsbrunn
til Afríku, getum gefið bólusetn-
ingar og hnetusmjörsmauk.“
Af hverju setur maður
smokk á banana?
Myndbandið sem verður gert op-
inbert í október er til þess gert að
vekja athygli á notkun smokka og
efla fræðslu um notkun þeirra á
eins raunverulegan máta og kostur
er. „Við erum búin að vera að kenna
það hvernig á að setja smokkinn á
typpið í langan tíma á tré- eða plast-
typpi og banana. Sumir hafa alltaf
misskilið það og spurt; af hverju er
maður alltaf að setja smokkinn á
banana? Einn til dæmis var í alvör-
unni með smokk á banana og skildi
ekkert í því af hverju hann virkaði
ekki sem verja.“
Fólkið sem vill
bæta kynfræðsluna
Sumir gætu velt því fyrir sér
hvers konar fólk það sé sem tilbúið
er að senda myndir af kynfærum
sínum til ókunnugrar konu, vitandi
það að þær verði jafnvel sýndar
gestum og gangandi. „Þetta er alls
konar fólk, ótrúlega venjulegt fólk
sem finnst þetta mikilvægt og lang-
ar að breyta einhverju í kynfræðslu,
finnst jafnvel ástand mála ekki
nægilega gott og hugsar að ef það
geti hjálpað þá sé það bara sjúklega
til í það.“ Þeir sem hafa áhuga á því
að verða að liði geta fengið frekari
upplýsingar á facebook-síðu Siggu
Daggar eða sent henni tölvupóst á
sigga@siggadogg.is
Leitin að limnum
Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir er
hvergi nærri hætt að fræða landann um kynlíf
og málefni því tengd. Í nýjasta verkefninu leitar
hún að typpum til að nota í fræðslumyndband
um smokkanotkun.
Morgunblaðið/Rikka
Typpi til fræðslu Sigga Dögg leitar
að typpum og segir karlmenn ekki
hafa látið á sér standa.
nema við sjálf, íbúarnir á þessum
hnetti, tökum markmiðin alvarlega.
Elíza Gígja er jafnframt hluti af
ungmennaráði Sameinuðu þjóðanna
sem samanstendur af tólf fulltrú-
um, víðs vegar að af landinu, á ald-
ursbilinu 13-18 ára.
Eitt af meginstefum heimsmark-
miðanna er samvinna milli ólíkra
hagsmunaaðila, þ.á m. ungmenna,
segir á heimasíðu Stjórnarráðs Ís-
lands. Í ljósi þess, og einnig 12. og
13. gr. Barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna sem kveða skýrt á um
rétt barna til að láta skoðanir sínar
í ljós og til að hafa áhrif á málefni
er þau varða, var ákveðið að virkja
þátttöku ungmenna á Íslandi í
gegnum ungmennaráðið. Er það í
samræmi við sáttmála ríkisstjórn-
arinnar þar sem kveðið er á um að
framfylgja skuli ákvæðum Barna-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna, m.a.
um aukin áhrif barna í samfélaginu.
Þannig mun ungmennaráðið
funda sex sinnum á ári og árlega
með ríkisstjórn, auk þess sem hlut-
verk ráðsins er að fræðast og fjalla
um heimsmarkmiðin ásamt því að
vinna og miðla gagnvirku efni á
samfélagsmiðlum um markmiðin og
sjálfbæra þróun.
Elíza heldur vídeódagbók
og fræðir jafnaldra
Elíza mun deila upplifun sinni og
reynslu með bloggum og sam-
félagsmiðlum meðan á verkefninu
stendur. Einnig verða gerðir tveir
sjónvarpsþættir um ferðina sem
verða sýndir á RÚV í haust.
Fulltrúar ráðuneytisins hafa nú
þegar farið til Úganda til að und-
irbúa tökur erlendis. Áslaug Karen
segir Elízu Gígju eiga eftir meðal
annars að fara inn í hefðbundið
fiskimannaþorp í Úganda. Þar muni
hún kynnast stúlku á svipuðum
aldri, sem þau hafa fundið til að
taka þátt í verkefninu. Þannig mun
Hulda Bjarnadóttir
hulda@k100.is
Elíza Gígja Ómarsdóttir var valin
úr stórum hópi íslenskra ungmenna
til að fara til Úganda á vegum ut-
anríkisráðuneytisins til að kynna
sér heimsmarkmið Sameinuðu þjóð-
anna. Á sunnudag heldur hún til
Úganda. Tilgangurinn með ferðinni
er að kynna 17 heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna.
„Þú lýgur“
Karen, upplýsingafulltrúi heims-
markmiðanna og Elíza Gígja kíktu í
síðdegisþáttinn á K100 og fóru yfir
framvindu verkefnisins og fram-
haldið á þessu ævintýri. Elíza Gígja
er 15 ára gömul reykvísk stúlka
sem sótti um starfið þegar íslensk
stjórnvöld auglýstu nýverið eftir
unglingi fæddum 2003 til þess að
taka þátt í kynningu á heimsmark-
miðum Sameinuðu þjóðanna. Stíft
umsóknarferli tók við enda sóttu 80
unglingar um starfið. Að lokum
mætti Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra á hliðarlínuna á fót-
boltaleik þar sem systir Elízu Gígju
var að keppa og tilkynnti henni að
hún hefði verið valin. Hún segist
ekki muna mikið eftir því samtali
en hún man eftir því að hafa sagt
við forsætisráðherra „Þú lýgur.“
Katrín fullvissaði hana þó um að
hún væri ekki að grínast og að
Elíza Gígja væri á leið til Úganda.
Eitt markmiðanna
að útrýma hungri
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóð-
anna um sjálfbæra þróun fela í sér
fyrirheit um friðsælli, öruggari og
almennt betri heim þar sem bæði
velferð jarðarbúa og jarðarinnar
sjálfrar eru í öndvegi. Eitt mark-
miðanna miðar meðal annars að því
að útrýma fátækt og hungri.
Þessi metnaðarfyllstu markmið
sem þjóðir heims hafa sett sér um
brýnustu viðfangsefni samtímans
verða hins vegar ekki að veruleika
hún spegla tilveru sína í öðrum
unglingi og bæta við sig þekkingu
um frábrugðið líf unglingsins hér á
landi.
Metnaðarfyllstu mark-
miðum heims fylgt eftir
Elíza Gígja Ómarsdóttir
var valin úr stórum hópi
íslenskra ungmenna til
að fara til Úganda á veg-
um utanríkisráðuneyt-
isins til að kynna sér
heimsmarkmið Samein-
uðu þjóðanna.
Ungmennaráð Ráðið samanstendur af tólf fulltrúum víðs vegar að af landinu, á aldursbilinu 13-18 ára.
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Andlit auglýsingaherferðar ut-
anríkisráðuneytisins sem ætlað
er að kynna 17 heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna.
10%
afsláttur
af öllum
trúlofunar- og
giftingarhringapörum
Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is