Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018
Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Það er ótrúlega gaman og mikill
heiður að fá að koma fram með Petri
á þessum tímamótum,“ segir Þóra
Einarsdóttir sópran sem syngur ein-
söng á tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands í Eldborg Hörpu í
kvöld kl. 19.30 undir stjórn Petris
Sakari. Svo skemmtilega vill til að í
nóvember fagnar Petri Sakari sex-
tugsafmæli sínu og um sama leyti eru
30 ár liðin frá því að hann tók við
stöðu aðalhljómsveitarstjóra Sinfón-
íunnar. „Í tilefni af þessu tvöfalda af-
mæli stjórnar Sakari tónleikum helg-
uðum tveimur meisturum hljóm-
sveitartónlistar: Pjotr Tsjajkovskíj
og Richard Strauss,“ segir í tilkynn-
ingu frá Sinfóníunni.
„Ég er búin að fylgjast með Petri
sem hljómsveitarstjóra frá því ég var
unglingur,“ segir Þóra og bendir á að
það sé ekkert launungarmál hversu
mikil og jákvæð áhrif Sakari hafi haft
bæði á Sinfóníuna og tónlistarlífið heilt
yfir hérlendis. Þóra og Sakari hafa
unnið nokkuð saman á umliðnum ár-
um, en hann stjórnaði meðal annars
óperunni Ragnheiði eftir Gunnar
Þórðarson við texta Friðriks Erlings-
sonar þar sem Þóra söng titilhlut-
verkið. Á tónleikum kvöldsins syngur
Þóra Fjóra síðustu söngva Richards
Strauss, en auk þess leikur hljóm-
sveitin Ævintýri Ugluspegils eftir
Strauss og Sinfóníu nr. 5 eftir Tsjaj-
kovskíj.
Gleymir nánast að syngja
„Fjórir síðustu söngvar voru síðasta
verkið sem Strauss lauk við, kominn á
níræðisaldur í rústum heimsstyrjald-
arinnar síðari árið 1948. Ljóðin sem
hann samdi við eiga það sameiginlegt
að fjalla öll um ævilokin á ótrúlega fal-
legan hátt,“ segir Þóra sem aldrei áð-
„Þykkur og
mikill hljóm-
sveitarvefur“
Þóra Einarsdóttir syngur einsöng
með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Þann 29. júlí árið 1890 lést hol-
lenski listmálarinn Vincent van
Gogh af völdum skotsárs. Hann
var 37 ára. Um hálfu ári síðar, 25.
janúar 1891, lést svo yngri bróðir
hans, Théo, 34 ára, eftir langvar-
andi veikindi. Í bókinni Þetta var
bróðir minn … eftir franska blaða-
manninn og rithöfundinn Judith
Perrignon er samband þeirra
bræðra rakið frá sjónarhóli Théos
og var bókin skrifuð til að færa
fyrrnefndar dagsetningar nær
hvor annarri, eins og segir aftan á
kápu hennar.
Í bókinni setur Perrignon sig í
spor Théos, fær að láni rödd hans
og minningar og styðst í skrifum
sínum m.a. við hin þekktu bréf
sem bræðurnir skrifuðu hvor öðr-
um, sem og sjúkraskýrslur Théos.
Bókin er fallega skrifuð, þrungin
sorg og sársauka en um leið full
væntumþykju Théos í garð eldri
bróður síns sem hann dáðist mikið
að, eins og frægt er, og gerði allt
sem í hans valdi stóð til að koma
list hans á framfæri.
Fyrir bókina hlaut Perrignon
bókmenntaverðlaunin Marianne
árið 2007, ári eftir að bókin kom
út í Frakklandi. Og nú er hún
komin út hér á landi í íslenskri
þýðingu Rutar Ingólfsdóttur en
það er bókaútgáfan Ugla sem gef-
ur út.
Að deyja úr sorg
Perrignon var stödd hér á landi
fyrr í mánuðinum til að kynna
bókina í tilefni af útgáfu hennar á
íslensku og segist hún hafa unnið
ítarlega heimildarvinnu fyrir skrif-
in og verið heltekin af viðfangsefn-
inu meðan á skrifunum stóð. „En
svo kemur önnur bók og svo önnur
og önnur og það er mjög skrítið
hvað ég var fljót að gleyma þess-
ari þráhyggju sem ég hafði fyrir
viðfangsefninu,“ segir hún og
brosir.
Hún hafi reynt eftir fremsta
megni að setja sig í spor Théos og
inn í hugarheim hans og leitað
allra mögulegra upplýsinga um
hann. „Heilsu hans hrakar sífellt
eftir því sem líður á bókina, á fá-
einum mánuðum og mig langaði að
skilja til fullnustu þessa sorg sem
hrjáði hann og veikindin. Við vit-
um ekki nákvæmlega hvað gerðist
en í ævisögu van Goghs er Théo
ein af aðalpersónunum því hann
hjálpaði bróður sínum mjög mikið
og undir lok hennar stendur að
Théo hafi dáið úr sorg. Það kemur
fram í öllum bókum um ævi van
Goghs og ein af ástæðunum fyrir
því að ég vildi segja frá þessum
sex mánuðum í lífi hans. Það hafði
aldrei verið gert áður og ég vildi
skilja hvernig það væri að deyja
úr sorg,“ segir Perrignon.
En hvernig fékk hún hugmynd-
ina að bókinni?
„Ég dái bréfin sem bræðurnir
skrifuðu hvor öðrum, mér finnst
þau undurfalleg,“ segir Perrignon,
og þessi staðhæfing um að Théo
hafi látist sex mánuðum síðar úr
sorg vakti forvitni mína og ég velti
fyrir mér hvernig væri að deyja úr
sorg. Ég ákvað því að endurskapa
þessa atburðarás, segja frá því
sem gerðist frá dauða Vincents
fram að dauða Théos.“
Perrignon segist í fyrstu hafa
verið smeyk við að segja söguna í
fyrstu persónu, sem Théo, en verið
hvött til að halda því áfram af út-
gefandanum.
Bæði ljóðræn og hversdagsleg
Til að undirbúa sig og kynnast
Théo segist Perrignon hafa kynnt
sér heimildir bæði í París og
Amsterdam og lesið bréf bræðr-
anna mjög nákvæmlega og þá ekki
bara hvors til annars heldur líka
móður þeirra og systur. Hún segir
mikla hefð hafa verið fyrir bréfa-
skrifum í van Gogh-fjölskyldunni
og þessi bréf séu afar góð heimild
um bæði tímann sem þau voru
skrifuð á og þá sem skrifuðu þau.
„Bréf eru mjög hversdagsleg og
þú skrifar m.a. um það sem þú
hefur verið að gera, um hvað þú
ert að hugsa, hvernig þú hefur sof-
ið og fleira þess háttar og þannig
varð það auðveldara fyrir mig að
setja mig inn í hugarheim Théos,“
segir Perrignon.
– Þegar maður les þessi bréf sér
maður að bréfaskriftir voru eigin-
lega listform í sjálfu sér á þessum
tíma, þau eru á köflum svo ljóð-
ræn og tilfinningarík …
„Já, þau eru stundum mjög ljóð-
ræn en stundum mjög hversdags-
leg, t.d. þegar þeir eru að skrifa
móður sinni eða systur,“ svarar
Perrignon. En í samanburði við
tölvupóst og skilaboð á okkar tím-
um – örfá orð og broskalla – komi
þau vissulega fyrir sjónir sem ljóð-
rænn og fallega skrifaður texti.
Perrignon segir alla þekkja goð-
sögnina van Gogh, fámála listmál-
arann sem skar af sér eyrnasnep-
ilinn í einhverju æðiskasti. Fólk
þykist vita hver van Gogh var og
Hvernig er að deyja úr sorg?
Í skáldsögunni Þetta var bróðir
minn … fjallar Judith Perrignon um
bræðurna Vincent og Théo van Gogh
Bréf og sjúkraskýrslur meðal heimilda
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sorgarsaga „Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist en í ævisögu van Goghs er Théo ein af aðalpersónunum því
hann hjálpaði bróður sínum mjög mikið og undir lok hennar stendur að Théo hafi dáið úr sorg,“ segir Perrignon.
Bræður Kápa bókarinnar Þetta var
bróðir minn ... eftir Perrignon.