Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 80
LJÓSADAGAR AF ÖLLUM LJÓSUM, PERUM OG KERTUM 30-50% ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 Sibyl Urbancic segir með mynd- um og tón- dæmum frá sjö áhrifavöldum á lífsferli sínum í Hannesarholti í kvöld kl. 20. Auk Sibylar koma fram Kristín E. Mäntylä söngkona, Hólmfríður Sig- urðardóttir píanóleikari og Auður Hildur Hákonardóttir, myndlistar- maður og höfundur. Sibyl fæddist í Graz í Austurríki en ólst upp í Reykjavík. Hún lagði stund á kirkju- tónlist og orgel sem einleiks- hljóðfæri við Tónlistarháskóla Vín- arborgar sem hún varð síðar kennari við. Hún hefur reglulega haldið tónleika hérlendis og kennt. Kvöldstund með Sibyl Urbancic í kvöld kl. 20 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 263. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr. Morgunblaðið birtir í vetur úrvalslið sitt eftir hverja umferð í Olísdeild kvenna í handknattleik og í blaðinu í dag má sjá fyrsta liðið sem valið er að lokinni fyrstu umferðinni en hún hófst á laugardaginn og lauk í fyrrakvöld. Þá fjallar Ívar Bene- diktsson um fyrstu umferðina og það sem upp úr stendur eftir hana frá leikjunum fjórum. »4 Lið umferðarinnar í handbolta kvenna ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Aumingja Al Franken“: Hugleið- ingar um bakslagsviðbrögð við #MeToo nefnist fyrirlesturinn sem dr. Eyja Margrét Brynjarsdóttir flyt- ur í dag kl. 12 í fyrirlestrasal Þjóð- minjasafns Íslands. Þar greinir hún bakslagsviðbrögð við #MeToo með aðferðum femínískrar heimspeki með áherslu á valdatengsl og hags- muni þeirra hópa sem eiga í hlut. Athyglinni verður beint að því hvernig það þjónar ákveðnum hags- munum að þagga niður þá umræðu sem fór af stað með #MeToo, svo ekki sé minnst á kröfurnar um aðgerðir. Greinir bakslagsvið- brögð við #MeToo Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Eusébio da Silva Ferreira var út- nefndur knattspyrnumaður ársins í Evrópu 1965, var markakóngur á heimsmeistaramótinu í fótbolta 1966 og fékk gullskóinn 1968 fyrir að vera markakóngur Evrópu. Hann náði samt ekki, frekar en samherjar hans í portúgalska liðinu Benfica, að skora á móti Val í Evrópukeppni meistaraliða að viðstöddum 18.243 skráðum áhorfendum á Laugardals- velli fyrir um 50 árum, nánar tiltekið 18. september 1968. Sigurður Dagsson í marki Vals var ein helsta hindrunin sem Portú- galarnir réðu ekki við. „Þetta var sannarlega erfiður leikur,“ sagði hann við Morgunblaðið eftir leik. „Annars átti ég von á því að þeir hittu betur, en skotin voru föst og snögg. Ég reiknaði með að þurfa að sækja boltann oft í netið í þessum leik, jafnvel 5-8 sinnum.“ Hálfri öld síðar eru leikirnir við Benfica enn ofarlega í minni. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafn- tefli en Benfica vann síðan 8:1 í Lissabon. „Þetta var ótrúlega gam- an,“ segir Sigurður. „Við stóðum okkur skrambi vel hérna heima og ótrúlega vel úti líka, þó að mörkin hafi verið mörg.“ Mikil spenna Sigurður segir að mikil tilhlökkun hafi ríkt vegna fyrri leiksins. Mönn- um hafi vissulega brugðið þegar Eusébio, einn frægasti leikmaður heims á þessum tíma, hafi ekki verið í leikmannahópnum, en síðar hafi komið í ljós að hann hafi þurft að taka á móti gullskónum og því komið síðar. „Leikirnir eru ógleymanlegir og segja má að fyrri leikurinn standi upp úr á ferlinum,“ segir hann. Óli B. Jónsson var þjálfari Vals á þessum tíma. Hann lagði upp með leikaðferðina 5-2-3 og lét Pál Ragn- arsson elta Eusébio um allan völl. Eftir leikinn sagði hann að leik- skipulagið hefði gengið upp. Sig- urður tekur í sama streng. „Palli af- greiddi Eusébio og við sáum um rest.“ Hann gerir lítið úr markvörsl- unni en hrósar samherjunum. „Við vorum hræddir við þá en skipulagið gekk upp og strákarnir héldu bar- áttuandanum á lofti.“ Eftir leik var móttaka á Loftleiða- hótelinu. Sigurður segir að þess vegna hafi menn flýtt sér í búnings- klefanum og ekki gefið sér tíma til að hugsa um árangurinn. „Við vild- um mæta tímanlega í veisluna til þess að fá sem mest út úr partíinu.“ Sigurður segir að jafnteflinu hafi strax verið vel tekið utan vallar. Hann rifjar upp að þegar hann hafi ætlað að borga fyrir leigubílinn út á Loftleiðahótelið hafi bílstjórinn sagt: „Heyrðu Sigurður. Ég tek ekki fyrir þetta.“ „Úrslitin þóttu það merki- leg.“ Morgunblaðið/Hari Hetjur Feðgarnir Sigurður Dagsson knattspyrnukappi og Dagur Sigurðsson handboltakappi hafa margs að minnast. Leigubílstjórinn vildi ekki greiðslu frá hetju Vals  Sigurður Dagsson hélt hreinu á móti Eusébio og Benfica MFylltu dekkin …30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.