Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018
Þessi frávik eru mjög óvenju-leg,“ segir Dagur B. Eggerts-
son borgarstjóri um endurbætur á
gömlum bragga við Nauthólsvík í
Reykjavík sem hef-
ur farið langt fram
úr kostnaðar-
áætlun, eða um 257
milljónir. Fram-
kvæmdirnar hafa
kostað 415 milljónir
en verkefninu var
úthlutað 158 millj-
ónum.
Dagur hefur óskað eftir minn-isblaði með útskýringum á
þessum mikla kostnaði umfram
áætlun.“
Þessi seinasta setning er stóru-ndarleg. Er borgarstjórinn að
frétta þetta fyrst núna?! Kerfið í
kringum hann hefur bólgnað svo
út að fyrir því eru hvergi fordæmi.
En borgarstjórinn kemur alltaf af
fjöllum þrátt fyrir skrifstofu við
Tjörnina.
Svo segir í fréttinni:„Hitt frávikið sem Dagur
vísar í varðar kostnað við Mathöll-
ina á Hlemmi. Heildarkostnaður
við þá framkvæmd varð þrefalt
meiri en gert var ráð fyrir í upp-
hafi. Frumkostnaður hljóðaði upp
á 107 milljónir króna en heild-
arkostnaður við Mathöllina er nú
308 milljónir króna, að því er fram
kemur í svari skrifstofu eigna- og
atvinnuþróunar Reykjavík-
urborgar við fyrirspurn borg-
arráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
sem lagt var fyrir borgarráð í júlí.
Bragginn stendur við Nauthólsveg
100 og ásamt honum standa yfir
endurbætur á náðhúsi og skála.“
Augljóst er að ráðhúsið veitekki enn ekki hvar náðhús-
kostnaðurinn endar og eru þeir
þar því aftur væntanlegir af fjöll-
um.
Dagur B.
Eggertsson
Skrifstofur
á fjöllum
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Skeiða- og Gnúpverjahreppur stend-
ur í miklum framkvæmdum um
þessar mundir. Unnið er að end-
urnýjum flestra gatna í báðum þétt-
býliskjörnunum, Árnesi og Braut-
arholti. Skipt er um lagnir og
malbikað.
Kristófer A. Tómasson sveit-
arstjóri segir stefnt að því að verk-
inu ljúki að mestu í haust. Heild-
arkostnaður er áætlaður 120
milljónir króna.
Töluverð eftirspurn hefur verið
eftir lóðum, í báðum þéttbýliskjörn-
unum, og hefur flestum lóðum sem
tilbúnar eru í Brautarholti verið út-
hlutað en einhverjar eru eftir í Ár-
nesi.
Hafin er bygging á þriggja íbúða
raðhúsi í Árnesi og er bygg-
ingameistarinn búinn að selja þær
allar, að sögn sveitarstjórans. Þá
hefur sveitarfélagið ráðstafað lóðum
undir annað raðhús í hverfinu og
fleiri húsbyggingar eru í undirbún-
ingi.
Í Brautarholti á Skeiðum er búið
að ráðstafa lóðum undir tvö parhús
sem og tvö raðhús með alls 12 litlum
íbúðum. Þá stendur til að stækka
gistiheimili sem þar eru fyrir.
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Árnes Skrifstofur sveitarfélagsins og Þjórsárstofa eru í félagsheimilinu.
Götur endurnýjaðar
Lóðir renna út í þéttbýliskjörnunum
í Brautarholti á Skeiðum og Árnesi
Fyrsta skóflustungan að nýjum
háskólagörðum Háskólans í
Reykjavík við Öskjuhlíð var tek-
in í gær. Það voru Eygló M.
Björnsdóttir, formaður Stúd-
entafélags HR, Ari Kristinn
Jónsson, rektor HR, Dagur B.
Eggertsson, borgarstjóri í
Reykjavík, og Lilja D. Alfreðs-
dóttir, mennta- og menningar-
málaráðherra, sem tóku fyrstu
skóflustunguna.
Áætlað er að hægt verði að
taka íbúðirnar í notkun haustið
2020. Heildarkostnaður er áætl-
aður um 2,6 milljarðar króna.
Háskólagarðar rísa
brátt við Öskjuhlíð
Viðskipti