Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Yfirskattanefnd hefur úrskurðað í máli kærenda, sem kærðu þann úr- skurð tollstjóra, að innflutningur kærenda á silfurmynt (American Eagle Silver Bullion) til landsins væri virðisaukaskattskyldur, og hafnað kröfu kærenda og þar með staðfest úrskurð tollstjóra. Málavextir eru þeir að kærendur mótmæltu því að þeim bæri að greiða virðisaukaskatt af innflutningi á silf- urmynt til landsins þar sem myntin félli utan vöruhugtaks virðisauka- skattslaga. Kærendur kærðu 12. mars sl. til yf- irskattanefndar úrskurð tollstjóra frá því í desember í fyrra, að um væri að ræða innflutning á skattskyldri vöru um virðisaukaskatt, þannig að greiða bæri 24% virðisaukaskatt af tollverði vörunnar. Var þess krafist í kærunni að úrskurði tollstjóra væri hnekkt og staðfest að ekki bæri að innheimta virðisaukaskatt af innflutningi mynt- arinnar. Fram kemur í úrskurði yfirskatta- nefndar, frá því 5. september sl. að samkvæmt gögnum sem kærendur hefðu lagt fram væri myntin gerð úr 31 grammi af 99,9% hreinu silfri. Mynt þessi væri löglegur gjaldmiðill í Bandaríkjunum og hefði eins dollara nafnvirði, en nafnvirðið (ákvæðisverð- ið) væri þó að mestu táknrænt þar sem raunvirði myntarinnar væri tölu- vert hærra vegna þess silfurmagns sem væri að finna í myntinni, sam- kvæmt úrskurði tollstjóra, sem komst að þeirri niðurstöðu að mynt sú sem kærendur hefðu flutt til landsins frá Bandaríkjunum félli undir skatt- skyldusvið laga. Því bæri samkvæmt tollskrá að greiða 24% virðisauka- skatt af vörunni við tollafgreiðslu hennar. Yfirskattanefnd hafnar kröfu kær- enda og tilgreinir m.a. að mynt falli utan vöruhugtaks laganna þegar myntin sé látin í té sem greiðslumiðill, en ekki þegar hún sé seld sem söfn- unargripur. Ekki geti ráðið úrslitum í því sambandi hvort um sé að ræða gjaldgenga mynt hverju sinni eða ekki, enda komi enginn áskilnaður af þeim toga fram í lögunum og gjald- geng mynt sé í ýmsum tilvikum seld sem söfnunargripur. Þá tækju und- anþáguákvæði virðisaukaskattslaga einvörðungu til tilefnismyntar sem útgefin væri af Seðlabanka Íslands. Silfurdalurinn skattskyldur Silfurdollar Spurningin hvort hann er gjaldmynt eða safngripur. Meirihluti landsmanna vill setja strangari reglur um notkun á flug- eldum og fjórðungur vill banna al- menna notkun með öllu. Þetta sýnir ný rannsókn sem vísindamenn við Háskóla Íslands hafa unnið að síð- ustu misseri og snýr bæði að viðhorfi til flugeldanotkunar og mengunar af völdum flugelda á höfuðborgarsvæð- inu. Að rannsókninni standa Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor við um- hverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, og Þröstur Þor- steinsson, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við sama skóla. Fram kemur í frétt frá HÍ, að í rannsókn- inni hafi svifryksmengun á höf- uðborgarsvæðinu síðastliðin sl. tólf áramót verið skoðuð í alþjóðlegu samhengi ásamt áhrifaþáttum mengunar en jafnframt kannaðar leiðir til úrbóta. Auk þess hafi við- horf hagsmunaðila innan stjórnkerf- isins, meðal sveitarfélaga, seljenda flugelda og ferðaþjónustu til flug- elda verið kannað og sömuleiðis við- horf þjóðarinnar í skoðanakönnun sem unnin var í samstarfi við Fé- lagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna m.a. að dægurgildi svifryks, hafa ítrekað farið yfir heilsuvernd- armörk á höfuðborgarsvæðinu á ný- ársdag sl. 12 ár. Sérstakt áhyggju- efni sé gríðarhár styrkur svifryks á griðastöðum í þéttbýli, í miðjum íbúðarhverfum og útivistarsvæðum. Hæsta klukkustundargildi fíns svif- ryks, sem telst minna en 2,5 míkró- metrar í þvermál, um síðustu áramót mældist t.d. 3.000 μg/m3 í Dalsmára í Kópavogi. Þetta er talið vera Evr- ópumet í mengun Vilja strangari reglur um flugelda  Svifryk yfir heilsuverndarmörkum Morgunblaðið/Hari Áramótaflugeldar Mikil en óskipulögð flugeldasýning er jafnan um áramótin á höfuðborgarsvæðinu. Birgir Þór- arinsson, þing- maður Miðflokks- ins, lagði það til á Alþingi að emb- ætti rannsóknar- lögreglu ríkisins (RLR) yrði end- urreist en það embætti var lagt niður 1997 þegar embætti ríkislög- reglustjóra (RLS) var stofnað. Birgir sagðist, undir liðnum störf þingsins, hafa rætt við fagaðila sem væru á einu máli um að það yrði mjög til bóta að stofna embætti rannsókn- arlögreglu ríkisins. Þannig yrði allt á einum stað og það gæti komið öðrum embættum til aðstoðar eftir þörfum. Hann sagði þörf á stefnu varðandi gæði löggæslunnar og rannsóknir sem tengdust henni og kvaðst hafa rætt við lögreglumenn sem segðu innihald lögreglunámsins á Akureyri ekki ásættanlegt. Þegar RLR var lagt niður voru flest verkefni embættisins færð til lögreglustjóra í héraði og ríkislög- reglustjóra. Telur þörf á að endur- vekja RLR  Rannsóknarlög- reglan lögð af 1997 Birgir Þórarinsson Til í mörgum stærðum og ge Nuddpottar Fullkomnun í líkamlegri vellíðan rðum Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Smart föt, fyrir smart konur Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.