Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 48
48 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 Sjónmælingar eru okkar fag Ríkjandi kyrrstaða gagnvart nauðsynlegri endurnýjun og styrk- ingu samgöngu- kerfisins á hálendinu er óviðunandi og í hróp- legri mótsögn við háleit markmið stjórnvalda um ráðstafanir í lofts- lagsmálum, orkuskipti í samgöngum og hug- myndir um að verja viðkvæmt umhverfi há- lendisins fyrir álagi vegna viðkomu ferðamanna, íslenskra og erlendra. Kjalvegur og fleiri leiðir um hálendi Íslands eru stofnvegir og eiga að fá viðhald og endurnýjun sem slíkir en því er ekki sinnt sem skyldi, langt frá því. Þegar stjórnvöld kynntu áform sín um orkuskipti í samgöngum og rafvæðingu bílaflota landsmanna mátti skilja að fyrst og fremst væri horft til vegakerfisins á láglendi í byggð hringinn um landið! Markmið stjórnvalda um að raf- væða bílaflotann okkar eru góð og gild í sjálfu sér. Reyndar þarf ekki stjórn- völd til því landsmenn taka sjálfir af skarið og þjónustufyrirtæki sjá um að setja upp net hleðslustöðva við hring- veginn og víðar. Hvar og hvenær koma stofnvegirnir á hálendinu inn í þá mynd? Á þá var ekki minnst þegar ráðherrar kynntu orkuskiptaáætlun ríkisstjórnarinnar og merkilegt að fréttamenn skyldu ná að klára heilu viðtölin án þess að ganga eftir svörum frá ráðamönnum af því tilefni. Innviðauppbygging í samgöngu- kerfinu er á könnu stjórnvalda og óhugs- andi að horfa fram hjá helstu hálendisvegum og óþolandi ástandi þeirra í tengslum við orkuskipti í samgöngum. Kjalveg þekki ég mjög vel af eigin raun. Hann stendur á köflum reynd- ar ekki undir nafni sem vegur og telst frekar nið- urgrafinn slóði með grjótrastir til beggja hliða. Holur og skvomp- ur safna í sig vatni og stuðla að því að ökumenn kræki fyrir þær með því að aka út fyrir veg. Vegagerðin lagfærði á sínum tíma veginn á milli Hvítár og Árbúðar. Þær framkvæmdir heppnuðust vel og veg- arkaflinn þar er til fyrirmyndar um framhaldið. Landvernd kærði framkvæmda- leyfi Vegagerðarinnar og úrskurð- arnefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði í kjölfarið að horfa ætti til Kjalvegar í heild enda á milli og meta umhverfisáhrif framkvæmda við end- urbætur á leiðinni allri. Síðan þá hefur ekkert gerst og engin merki um að eitthvað gerist í nauðsynlegum um- bótum á Kjalvegi, svo ég viti. Ef ein- hvers staðar er brýn þörf á að meta umhverfisáhrif athafnaleysis af þessu tagi blasir hún þarna við. Fjölmörg slys á hálendinu má bein- línis rekja til ástands vega. Þá fara bílar illa á leiðum af þessu tagi, enda eru þær tæplega færar litlum fólks- bílum eins og þeir rafmagnsbílar flest- ir eru sem fólk kaupir nú. Bílar slitna mikið við hálendisakstur og eyða elds- neyti umfram það sem eðlilegt er eða þeir hreinlega skemmast. Dekk eyð- ast líka hratt við akstur um vegslóða. Er þá ekki við hæfi að minna á það í leiðinni að dekkjaslit er ein mesta uppspretta örplastsmengunar á Ís- landi? Ég nefni Kjalveg til sögunnar að gefnu tilefni af því hann stendur mér næst af hálendisleiðunum og ég þekki vel afleiðingar kyrrstöðu og athafna- leysis í samgöngumálum hálendisins fyrir náttúru þess og umhverfi. Það er því sagt í fullri alvöru en ekki í hálfkæringi að meta þurfi umhverfis- áhrif athafnaleysis í þessum efnum, ástands sem oft á reyndar rætur að rekja til kærugleði og þvergirðings- háttar samtaka sem í orði telja sig hafa umboð frá sjálfri náttúrunni til að fresta eða stöðva brýnar fram- kvæmdir í samgöngumálum. Og ekki bara það. Hafa stjórnvöld tök á að virkja vatnsföll og jarðhita og styrkja dreifingarkerfi raforku um landið til að orkuskiptahugmyndir þeirra verði meira en falleg orð í fyr- irsögnum frétta? Stórar spurningar bíða svara. Mats er þörf á umhverfis- áhrifum athafnaleysis Eftir Halldór Kvaran »Ef einhvers staðar er brýn þörf á að meta umhverfisáhrif athafna- leysis í samgöngu- málum á hálendinu blas- ir hún við á Kjalvegi. Halldór Kvaran Höfundur er stjórnarformaður Fannborgar ehf. halldor@kvaran.is Þegar okkur ganga flestir hlutir að sólu fyllumst við þakk- læti. En þegar sam- ferðamaður okkar hlýtur meðbyr líka finnum við oftar en ekki til öfundar. Öfundin er afleitur ágalli og það ber ósjaldan við, að einn vinnur öðrum mein sökum öfundsýki, og má finna um það ótal dæmi í sögu og samtíð, flest með nokkrum ólíkindum. En öfundin er með afbrigðum heimskuleg kennd. Eða vildum við skipta alveg á kjörum við nokkurn mann? Við gætum ef til vill hugs- að okkur að eiga glæsihús ná- grannans, en mundum við kæra okkur um gyllinæð hans og geð- hvarfasýki? Kannski þægjum við eðalvagninn hans, en ætli við girntumst áhyggjur hans og ein- manaleika? Einstöku manni leikur hugur á konu náunga síns, en skyldu ekki renna á hann tvær grímur, ef tengdamóðirin ætti að fylgja með? Öfundin beinist einatt að þeim, sem hafa rúmt um hendur, en þá vill gleymast, að fáir verða auð- ugir, nema með því að taka frá öðrum í einhverjum skilningi. Sá sem við öfundum ber yfirleitt þyngri byrðar en nokkurn getur grunað. Við sjáum einungis ytra borðið á tilveru hans. Skyldi þá vera svo mikill munur á lífi þínu og náungans, þegar allt kemur til alls og öllu er á botninn hvolft? Er til í dæminu (ég bið forláts), að kynin öfundi orðið hvort annað? Að það sé heitasta ósk karla að fá að vera heima að elda, þvo og þrífa? Eða að það sé æðsti draumur kvenna (enn bið ég afsökunar), að vera á sprettinum niðri í bæ með stress- arann, klæddar Bur- berrys-frakka? (Risum teneatis.) Við ættum hið bráð- asta að venja okkur af öfundinni. Sá, sem verður aðnjót- andi blessunar Guðs, en er um leið að fylgjast með því haukfránum augum, hvort náunga hans skín gott af henni einnegin, veit hvorki hvað Guðs blessun er, né er hon- um kunnugt um hagi meðbróð- urins. Þegar frelsarinn hafði verið negldur upp á krossinn öfundaði hann ekki hermennina, sem eigr- uðu um á Hausaskeljastað, lifandis skelfingar heimsins óttalega ósköp umkomulausir einhvern veginn. Þess í stað bað hann fyrir þeim: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“ Hann og Faðirinn eru eitt og hann hneigði höfuðið í friði, sem heim- urinn getur hvorki gefið né tekið burt. Af öfundinni Eftir Gunnar Björnsson Gunnar Björnsson » Skyldi þá vera svo mikill munur á lífi þínu og náungans, þeg- ar allt kemur til alls og öllu er á botninn hvolft? Höfundur er pastor emeritus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.