Morgunblaðið - 20.09.2018, Síða 31

Morgunblaðið - 20.09.2018, Síða 31
FRÉTTIR 31Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 Valsmenn eru sannfærðir um að aðsóknarmetið sem sett var á Evr- ópuleiknum á móti Benfica fyrir hálfri öld standi óhaggað. Þá voru skráðir 18.243 áhorfendur að ótöld- um þeim sem komust inn með því að klifra undir eða yfir girðinguna. Þetta kom fram í hófi, sem hald- ið var í fjósinu á Hlíðarenda í fyrrakvöld, til að minnast þess að 50 ár voru frá Evrópuleiknum fræga. Viðstaddir fóru yfir sviðið og sögðu sögur. Valsmenn benda á að 1968 hafi stúkan á Laugardalsvelli tekið um 1.200 manns og fyrir vikið hafi ver- ið hægt að troða um 17.000 manns í stæði. Síðan þá hafi stúkan verið stækkuð mikið og nýrri bætt við austanmegin við völlinn. Þessar breytingar minnki eðlilega rýmið. Í þessu sambandi segja þeir að aðsóknarmetið á Hampden Park í Glasgow sé 149.547 manns á lands- leik Skotlands og Englands 17. apr- íl 1937. Síðan hafi orðið miklar breytingar á aðstöðu áhorfenda með auknum stúkubyggingum og völlurinn taki nú 52.063 manns. Ljósastaurarnir komu sér vel Aðsóknarmetið á Benfica- leiknum var ekki átakalaust. Hall- dór Einarsson segir að í marga daga eftir æfingar hafi leikmenn farið vítt og breitt með auglýsinga- miða, sem settir hafi verið á bíla fyrir utan kvikmyndahús, leikhús og aðra mannmarga staði. „Við hengdum líka upp gríðarlega mikið magn af veggspjöldum, negldum þau meðal annars á ljósastaura, sem voru úr tré á þessum tíma. Allir tóku virkan þátt í því að út- breiða erindið auk þess sem leik- urinn var rækilega auglýstur í fjöl- miðlum og ekki síst í útvarpinu. Þannig náðum við vel til alls lands- ins.“ Leikurinn vakti mikla athygli enda heimsfrægir leikmenn í hópi mótherjanna. Halldór minnist þess að á æfingunni daginn fyrir leik hafi fjöldi manns mætt. Veðrið hafi verið sérlega gott á þessum tíma og mikla athygli hafi vakið þegar Eusébio mætti ekki með Benfica- liðinu til landsins. „Hann þurfti að fara til Parísar til þess að taka á móti gullskónum og kom því á síð- ustu stundu,“ rifjar Halldór upp. Um 10% landsmanna mættu Halldór safnaði saman öllu sem tilheyrir leiknum og rammaði munina inn. Þar er meðal annars treyja, sem leikið var í, heillaóska- skeyti frá Gylfa Þ. Gíslasyni, þáver- andi menntamálaráðherra, að- göngumiði, leikskrá, veggspjald, blaðaúrklippur, myndir, þáverandi peningaseðlar og fleira. „Um 10% íbúa landsins mættu á leikinn og það met verður seint slegið,“ segir Halldór. steinthor@mbl.is Segja að metið standi Morgunblaðið/Hari Valsmenn hittust í fyrrakvöld og rifjuðu upp Evrópuleik Vals og Ben- fica á Laugardalsvellinum 18. sept- ember 1968. Fremri röð frá vinstri: Ægir Ferdin- andsson, Reynir Jónsson, Elías Her- geirsson og Friðjón B. Friðjónsson. Aftari röð frá vinstri: Samúel Örn Erlingsson, Gunnsteinn Skúlason, Sigurður Dagsson, Smári Jónsson, Bergsveinn Alfonsson, Ingvar El- ísson, Sigurður Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir (ekkja Þorsteins Frið- þjófssonar), Finnbogi Kristjánsson, Halldór Einarsson, Baldvin Jónsson, Hendrik Hermannsson (sonur fyr- irliðans Hermanns Gunnarssonar) og Alexander Jóhannesson. MSjá baksíðu Leikmenn og stjórn Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–19 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA HITTARAR Í HAUSTLÆGÐINNI Enn eitt snilldarverkið eftir höfund Alex Mögnuð og heillandi spennusaga „... besti glæpasagnahöfundur Frakka um þessar mundir.“ Financial Times Síðasta meistaraverk Mankells loksins komið út á íslensku Sjálfstætt framhald skáldsögunnar Ítalskir skór „Afburðagóð og grípandi saga.“ Verdens gang

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.