Morgunblaðið - 06.10.2018, Side 6

Morgunblaðið - 06.10.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 Namibía- landhinnahuguðu Komdu með í ævintýraför um Namibíu þar sem við kynnumst hrjóstrugum en heillandi heimi eyðimerkursandanna og öðlumst innsýn í menningu og dýralíf þessa sérstæða lands. Í strjálbýlu landinu má finna fjölskrúðugt mannlíf þar sem ólíkir ættbálkar búa hver með sína siði og venjur. Allir velkomnir á kynningarfund 9. október kl. 19:30 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. sp ör eh f. 13. - 27. apríl Fararstjóri: Eyrún Ingadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Guðni Einarsson gudni@mbl.is Volkswagen (VW), Mercedes-Benz, Porsche og fleiri bílaframleiðendur eru hættir að selja sumar gerðir ten- giltvinnbíla í Evrópu vegna nýrra reglna um útblástur, að því er segir í Automotive News Europe. Reglurnar, sem eru skammstafað- ar WLTP, tóku gildi í ESB í sept- ember. Útblástur tengiltvinnbíla er nú mældur á annan hátt en áður sem veldur því að losun nokkurra gerða fer yfir 50 g/km af CO2 viðmiðið. Þeir tengiltvinnbílar sem þetta á við njóta ekki lengur 3.000 evra (393.000 ÍKR) niðurgreiðslu í Þýskalandi. Yfirleitt þurfa bílaframleiðendur að búa bíla sína stærri drifrafhlöðum svo þeir fari undir 50 g/km af CO2. Fram kemur að VW hafi hætt sölu á Passat GTE og Golf GTE tímabundið. Ný kynslóð sem stenst viðmiðið er væntanleg í júlí 2019. Porsche hefur hætt sölu á Pana- mera- og Cayenne-tengiltvinnbílum og hyggst endurhanna þá. Mercedes-Benz kemur með nýjar kynslóðir tengiltvinnbíla innan tveggja mánaða. Þær munu losa minna en 50 g/km af CO2. Skortur á drifrafhlöðum „Við höfum ekki fengið eins marga tengiltvinnbíla eins og við hefðum viljað fá. En það mun breytast um áramótin,“ sagði Ásgrímur H. Ein- arsson, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju. Hann segir að samkvæmt WLTP-staðlinum hafi tengiltvinnbíl- arnir þurft að komast 50 km á raf- hleðslunni. Margar gerðir hafi ekki náð því. „Það er ástæðan fyrir því að framleiðendur eru að setja öflugri rafhlöður í bílana,“ sagði Ásgrímur. Hann segir að Mercedes-Benz sé meðal annars að kynna nýjan GLE- bíl sem komi sem tengiltvinnbíll með yfir 100 km drægni á rafhleðslunni. „Þetta er hluti af þróuninni, batt- eríin eru að stækka,“ sagði Ásgrím- ur. „Mercedes-Benz er að byggja sína eigin rafhlöðuverksmiðju í Þýskalandi og ætlar að nota eigin rafhlöður í meiri mæli. Nú snýst allt um tengiltvinnbíla og rafbíla. Eftir- spurnin er orðin það mikil að allir bílaframleiðendur hafa verið í vand- ræðum með að útvega drifrafhlöður. Það er ein ástæðan fyrir því að erfitt hefur verið að útvega tengiltvinn- bíla.“ Hertar reglur um útblástur  Margar gerðir tengiltvinnbíla yfir viðmiðunarmörkum um losun koltvísýrings samkvæmt nýjum reglum  Framleiðendur verða að stækka drifrafhlöðurnar Þróunin Rafbílum og tengiltvinn- bílum fjölgar mjög ört. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins í borgarstjórn Reykja- víkur gera athugasemdir við þátt- töku Strætó bs. í vetnisverkefni ESB. Framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins undirritaði viljayfirlýsingu um þátttöku á sl. ári, skv. heimild stjórnar. Inntak verkefnisins er að fjölga vetnisvögnum svo fram- leiðslukostnaður lækki. Í fundargerð stjórnar Strætó seg- ir að skoða þurfi hvernig kolefnis- lausir orkugjafar reynist. Því var framkvæmdastjóra heimilað að halda áfram með verkefnið og undir- búa útboð um vagnakap. Fulltrúi Kópavogs sat hjá við afgreiðslu málsins. Um þetta segir í bókun borgarfulltrúa minnihlutans að ekki sé full samstaða innan stjórnar Strætó bs. um vetnisverkefni. Ný- lega sé byrjað að nota rafmagns- vagna og áhugi sé á að nýta metan. Áhyggjuefni sé að þegar tekjuáætl- anir Strætó bregðist sé farið í til- raunaverkefni með tilheyrandi kostnaði. Borgarráðsfulltrúar Samfylk- ingar, Viðreisnar, Pírata og VG sögðu aftur á móti í bókun að Strætó bæri engan viðbótarkostnað vegna vetnisverkefnis, sem hafi verið ein af forsendum fyrir þátttöku. Stofnfjár- festing sé minni en við rafmagns- vagna vegna styrkja og rekstrar- kostnaður vetnis- og dísilvagna sambærilegur. Bóka um vetnisvagna Strætó bs.  Sami kostnaður Þingvallanefnd kom saman síð- degis í gær á aukafundi til þess að ræða áfram ráðningu þjóðgarðs- varðar við Þjóðgarðinn á Þingvöll- um. Tveir umsækjenda voru boð- aðir fyrir nefndina á þennan fund, þau Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Einar Á. E. Sæmundsen. Skv. fundargerð var niðurstaða fundar- ins sú að meirihluti nefndarinnar ákvað að ganga til samninga um stöðuna við Einar Á. E. Sæmundsen sem gegnt hefur henni undanfarið. Einar gegni stöðu þjóðgarðsvarðar Börn léku sér í leiktækjum við Sjálandsskóla í Garðabæ þegar ljósmyndarinn átti leið þar hjá. Útiveran og hreint loft í lungun eru góður undirbúningur áður en haldið er inn í skólastofu að læra eitthvað nýtt. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í skólanum er skemmtilegt að vera Hjá embætti ríkisskattstjóra er starfrækt skatteftirlit sem meðal annars sinnir því að heimsækja rekstraraðila og fara yfir hvort staðgreiðsluskil, virðisaukaskatts- skil og tekjuskráning er í lagi. Er þetta gert á landsvísu. Fram kemur á heimasíðu ríkis- skattsjóra að á fyrstu átta mán- uðum ársins 2018 voru 2.462 fyr- irtæki heimsótt, þ.a. 1.136 á höfuðborgarsvæðinu. Heimsóknir á Suðurlandi voru 473, Norðurlandi 386, Vesturlandi 240, Reykjanesi 140 og á Austurlandi voru þær 87. Ef heimsóknirnar eru flokkaðar eftir atvinnugreinum voru 859 til fyrirtækja í byggingargeiranum, 891 í tengslum við gistingu, ferða- þjónustu og veitingastaði, fyrirtæki í verslun og þjónustu voru 457 og verkstæðis- og bílaþjónustu 123. Eftir standa þá 132 fyrirtæki sem voru í annarri starfsemi en áður er talið. Ef eitthvað reynist í ólagi eru gefin leiðbeindi tilmæli um úrbætur og síðan athugað aftur hvort gerð hefur verið bragarbót. Heimild er til að loka starfsstöðvum eftir ítrekuð tilmæli um úrbætur. Gerðar voru athugasemdir vegna staðgreiðsluskila hjá 670 fyrir- tækjum, vegna virðisaukaskatts- skila hjá 204 fyrirtækjum og vegna tekjuskráningar hjá 132 fyrir- tækjum, eða alls vegna 1.006 fyrir- tækja. Heimsóknir sem lauk án at- hugasemda voru 1.626. Skoðað var hvort 5.839 kennitölur einstaklinga væru á staðgreiðsluskrá og var það uppfyllt í 93% tilvika en 413 ein- staklingar voru ekki á staðgreiðslu- skrá, eða 7% þeirra sem skoðaðir voru. Í þremur tilvikum var starfs- stöðvum lokað tímabundið. sisi@mbl.is Skatturinn hefur heimsótt 2.462 fyrirtæki  Athugasemdir voru gerðar vegna 1.006 fyrirtækja  5.839 kennitölur einstaklinga skoðaðar Morgunblaðið/Ómar Atvinnulíf Starfsmenn ríkisskattstjóra fara í fjölda eftirlitsferða í fyrirtæki. Landsréttur hafnaði í gær kröfu Glitnis HoldCo varðandi lögbannið sem lagt var á umfjöllun Stund- arinnar í október 2017 og staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms. Umfjöllunin sem sýslumaður lagði lögbann á var unnin upp úr gögnum innan úr Glitni banka. Fram kemur í umfjöllun dómsins að ekki verði dregið í efa að um- fjöllunin átti að stærstum hluta er- indi til almennings á þeim tíma sem hún var sett fram í aðdraganda þingkosninga. ,,Með vísan til for- sendna héraðsdóms er fallist á að ekki verði dregnar þær ályktanir af umfjölluninni að ætlunin hafi verið að nýta þau bankagögn sem stefndu höfðu undir höndum og njóta verndar samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002 til þess að fjalla um fjárhagsmálefni einstaklinga sem ekki eiga erindi til almenn- ings,“ segir m.a. í dómsniðurstöð- unni. Kröfu Glitn- is HoldCo hafnað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.