Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 Finndu sandinn á milli tánna Baðaðu þig í sólinni og sjónum, endurnærðu líkama og sál og skapaðu dýrmætar minningar með þínum nánustu. Gerðu síðan fríið að sannkölluðu ævintýri með heimsókn í Disney World. Aldrei hefur verið auðveldara að njóta lífsins á Flórída. FLÓRÍDA Verð aðra leið frá 36.100 kr. Verð frá 55.600 Vildarpunktum BÆJARLÍF Ómar Garðarsson Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar eiga sér um margt sérstöðu með sinni fjöl- breyttu náttúru og mikla fuglalífi. Lundinn hefur í aldir verið nýttur en í niðursveiflunni undanfarin ár hafa bjargveiðimenn haldið að sér höndum með von um betri tíð.    Ein vísbendingin er að nú björguðu krakkar í Eyjum fleiri pysjum en mörg undanfarin ár. Sæheimar hafa í einhver ár haldið úti því sem kallast pysjueftirlitið. Felst það í því að krakkarnir mæta með pysjurnar í safnið þar sem þær er mældar og vigtaðar. Og sumar hreinsaðar. Nú stefndi í met en hátt í 6.000 pysjur komu inn á borð pysjueftirlitsins í haust.    Lundapysjurnar og björgun þeirra er eitt af því skemmtilega sem fylgir haustinu í Vestmanna- eyjum. Á kvöldin flykkjast krakk- ar í fylgd með foreldrum og ung- lingar líka út í leit að pysjunum sem fljúga úr fjöllunum á ljósin í bænum. Afraksturinn er misjafn en stundum mælist hann í tugum sem telst góð veiði í dag. Næst er að líta inn í pysjueftirlitinu áður en farið er inn á Eiði eða suður á Eyju til að sleppa þeim út á sjó.    Þó að ekki sé veiddur lundi í Eyjum þessi árin halda bjarg- veiðimenn sín lundaböll og í ár var það haldið í Höllinni. Þetta var mikil veisla að venju. Eyjarnar skiptast á um að halda lundaböll og nú voru það Álseyingar sem sáu um herlegheitin. Lundi var á borðum en hann var sóttur í Grímsey og smakkaðist vel. Á lundaböllum er etið, drukkið og sungið og slegið er upp kabarett þar sem skotið er á fé- lagana í hinum eyjunum. Stundum skotið fast en flestir ganga ósárir frá borði. Álseyingar eru ekki í vafa um að ballið í ár sé það besta frá upphafi en þeir eru þekktir fyrir annað en hógværð.    Á fundi bæjarstjórnar Vest- mannaeyja á fimmtudaginn sagði Hildur Sólveig Sigurðardóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, að ekki væri haldinn svo fundur í bæjarstjórn að ekki væri minnst á samgöngur og Herjólf. Fundurinn var engin undantekning og nú voru það áhyggjur af dýpkun hafnarinnar vegna nýlegs útboðs sem voru ræddar. Bæjarfulltrúar voru sammála um að skoða þyrfti ýmislegt varðandi útboðið og miklu skipti að öruggt fyrirtæki sæi um verkið.    Nýr Herjólfur er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Crist S.A. í Gdansk í Póllandi og er stefnt að því að hann hefji reglulegar sigl- ingar hinn 30. mars á næsta ári. Þangað til mun núverandi Herj- ólfur sigla milli lands og Eyja. Er það umtalsverð seinkun því skipið átti að vera tilbúið í júlí sl.    Með nýjum Herjólfi er reiknað með að frátafir í Landeyjahöfn minnki til muna sem mun auð- velda Vestmannaeyingum ferðalög upp á land en ekki síður auka möguleika ferðaþjónustunnar í Eyjum. Vonir standa til þess að með nýja skipinu lengist ferða- mannatímabilið í kjölfar þess að siglingar í Landeyjahöfn verða stöðugri. Lundapysjur, lundaball og Herjólfur Ljósmynd/Óskar Pétur Pysjutími Stundum eru pysjurnar teknar heim. Hér er Malín Erla með eina sem lætur sér vel líka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.