Morgunblaðið - 06.10.2018, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Bankahrunið hafði í för með sér eina
dýpstu efnahagskreppu lýðveldis-
tímans. Áfallið var mikið á alla
helstu mælikvarða efnahagslífsins.
Hlutabréfamarkaður hrundi með
falli bankanna og fjármálageirinn,
ein af burðarstoðum atvinnulífsins
fyrir bankahrunið, riðaði til falls.
Samkvæmt upplýsingum frá Sam-
tökum fjármálafyrirtækja fækkaði
starfsmönnum í greininni úr 5.100
árið 2007 í 3.700 árið 2009, eða um
tæp 30%. Jafnframt lækkuðu laun í
stéttinni og hvatakerfi voru aflögð.
Með því fækkaði hálaunastörfum.
Starfsmönnum í greininni hefur
haldið áfram að fækka. Bankaútibú
eru nú helmingi færri en 2006.
Sparisjóðakerfið er nær hrunið.
Bankakerfið er nú miklu minna
Stærð bankakerfisins sem marg-
feldi af vergri landsframleiðslu hef-
ur minnkað jafnt og þétt, eða úr 7,4-
faldri landsframleiðslu 2007 í 1,3-
falda landsframleiðslu 2017.
Þetta margfeldi var á árunum
2007 og 2008 gjarnan nefnt sem
dæmi um ítök fjármálalífsins.
Miðað er við móðurfélögin. Eigna-
hliðin er eins og hún kemur fram í
tölum Seðlabanka Íslands.
Fjöldi atvinnugreina varð fyrir
búsifjum við hrunið. Til dæmis
fækkaði störfum í byggingariðnaði
og mannvirkjagerð úr 15.700 árið
2008 í 9.400 árið 2009 og í 7.900 árið
2010. Það var helmingsfækkun
starfa á tveimur árum.
Þá fækkaði störfum í verslun og
heildsölu úr 23.300 árið 2008 í 20.200
árið 2009. Samanlagt töpuðust því á
annan tug þúsunda starfa í fjár-
málum, byggingariðnaði og verslun
fyrstu tvö árin eftir hrunið.
Hið opinbera hélt sínu
Athygli vekur að störfum í
fræðslustarfsemi og opinberri
stjórnsýslu fjölgaði hins vegar lítil-
lega eftir hrunið. Þau voru rétt rúm-
lega 40.000. Það kann að hafa verið
birtingarmynd þeirrar stefnu
vinstristjórnarinnar, 2009-2013, að
vernda störf í opinbera kerfinu.
Rifja má upp að laun æðstu stjórn-
enda voru fryst og þar með lækkuð.
Það birtist síðar í hækkunum kjara-
ráðs. Angi af þessari frystingu er
launadeila Más Guðmundssonar,
seðlabankastjóra, við Seðlabankann.
Var honum lofað starfskjörum sem
ekki var hægt að standa við.
Samtals voru að jafnaði ríflega 15
þúsund manns án vinnu á Íslandi ár-
ið 2009, fimmfalt fleiri en 2008. At-
vinnuleysið var að jafnaði 8%, 8,1%,
7,4% og 5,8% árin 2009 til 2012.
Núverandi mælingar Vinnumála-
stofnunar ná aftur til 1980. Atvinnu-
leysi varð áður mest árið 1995, eða
5% að meðaltali. Atvinnuleysið 2009-
2012 telst því mikið í íslensku sam-
hengi. Má hér nefna að frá lokum
síðari heimsstyrjaldarinnar til
niðursveiflunnar á 10. áratugnum
skorti gjarnan starfsfólk á Íslandi.
Þensluskeiðin eru orðin mörg.
Brottflutningur mildaði áhrifin
Að sögn Karls Sigurðssonar, sér-
fræðings hjá Vinnumálastofnun, má
fullyrða að mikill brottflutningur ís-
lenskra og erlendra ríkisborgara
hafi leitt til þess að atvinnuleysi varð
ekki enn meira eftir hrunið.
Árin 2009-2011 fluttu um 5.500
fleiri íslenskir ríkisborgarar frá
landinu en til þess og um 2.900 fleiri
erlendir ríkisborgarar fluttu frá
landinu en til þess. Alls voru þetta
um 8.400 manns. Aldursskipting
þessa hóps er ekki tilgreind á vef
Hagstofunnar. Hafi tveir af hverjum
þremur brottfluttum umfram að-
flutta verið á vinnualdri má ætla að
um 20 þúsund manns hefðu að jafn-
aði verið án vinnu árin eftir hrunið,
ef ekki hefði til brottflutnings komið.
Við þetta má bæta að vinstri-
stjórnin fór í sérstakt átak til að
styðja atvinnulausa til að setjast á
skólabekk. Háskólanemum fjölgaði.
Þrátt fyrir stöðugan hagvöxt og
mikla fjölgun starfa hefur verið tölu-
vert meira atvinnuleysi síðustu ár en
árin fyrir hrunið. Það mældist 1,3%,
1% og 1,6% árin 2006-2008 en hefur
verið 2,9%, 2,3% og 2,2% árin 2015-
2017. Bendir þetta til að íslenskur
vinnumarkaður sé að verða líkari
vinnumarkaði annars staðar á
Norðurlöndum hvað þetta varðar.
Vissir þjóðfélagshópar, ekki síst
ófaglærðir karlar, eiga orðið erfitt
uppdráttar á vinnumarkaði. Sam-
keppnin við erlent vinnuafl er mikil.
Gírunin skapaði vanda
Fyrir bankahrunið jókst aðgengi
að lánsfé. Með því sköpuðust skilyrði
til gírunar við fasteigna- og bíla-
kaup. Til dæmis buðu sparisjóðir
viðbótarlán ofan á lán til íbúðakaupa
frá öðrum fjármálastofnunum, svo-
nefnd hattalán. Hattalánin voru
gjarnan boðin lágtekjufólki sem var
með lítið eigið fé til íbúðakaupa.
Með bílalánum höfðu mun fleiri
ráð á glæsikerrum en áður.
Með hruninu jókst greiðslubyrði
verðtryggðra lána og lána sem tekin
voru í erlendri mynt. Höfðu erlend
lán til einstaklinga verið næsta
óþekkt hér áður.
Glíman við skuldavandann varð
eitt af helstu viðfangsefnum eftir-
hrunsáranna. Sá vandi birtist í eftir-
spurn eftir ráðgjöf Umboðsmanns
skuldara en embættið var stofnað í
ágústbyrjun 2010. Samkvæmt gögn-
um frá embættinu náði málafjöldinn
hámarki árið 2011 þegar á fjórða
þúsund umsóknir bárust.
Greiðslugetan um 15 þúsund
Árið 2012 voru meðalskuldir um-
sækjenda hjá Umboðsmanni skuld-
ara um 22 milljónir króna en
greiðslugetan að meðaltali 14.716
krónur. Greiðslugetan var hins veg-
ar neikvæð árin 2013-2015. Þ.e.a.s.
eftir lágmarksframfærslu var ekk-
ert svigrúm til afborgana skulda.
Erfitt atvinnuástand og hrun í ein-
staka atvinnugreinum skerti
greiðslugetu margra Íslendinga. Á
þessu ári eru meðalskuldir umsækj-
enda hjá Umboðsmanni skuldara um
11 milljónir og greiðslugetan að
meðaltali 26 þúsund. Sú grundvall-
arbreyting hefur hins vegar orðið á
samsetningu skulda að smálán eru
nú algengari orsök skuldavanda en
fasteignalán hjá umsækjendum.
Skuldavandinn er enn í þjóðmála-
umræðunni. Til Morgunblaðsins er
enn að leita fólk sem telur sig órétti
beitt við uppgjör skulda. Sá vandi
hefur ekki verið greindur í rann-
sóknarskýrslu, líkt og ýmsar aðrar
afleiðingar bankahrunsins.
600 milljarðar í vaxtagjöld
Skuldastaða ríkissjóðs breyttist
mikið við bankahrunið. Til marks
um það greiddi ríkissjóður um 596
milljarða í vaxtagjöld á árunum 2009
til 2016. Á móti komu vaxtatekjur
upp á 181 milljarð króna. Mismun-
urinn, 416 milljarðar, samsvarar
rúmri milljón króna á hvern lands-
mann og nærri 5 milljónum á hverja
fjögurra manna fjölskyldu.
Við afnám fjármagnshafta 2015
fékk ríkissjóður hundruð milljarða
króna frá kröfuhöfunum sem nýttir
voru til að lækka ríkisskuldir.
Samkvæmt Lánamálum Seðla-
bankans í september var hrein skuld
ríkissjóðs um 628 milljarðar. Með
sölu á eignarhlut ríkissjóðs í bönk-
unum gæti sú tala lækkað mikið.
Sem áður segir hrundi raungengi
krónunnar eftir hrunið. Sú aðlögun
að gerbreyttri stöðu efnahagsmála
var ekki sársaukalaus. Fjármagns-
höft voru sett á og tekið upp víðtækt
eftirlit með gjaldeyrisviðskiptum.
Jafnvel óverulegar millifærslur á er-
lenda reikninga gátu kallað á tölu-
verða skriffinnsku og fyrirhöfn.
Innfluttar vörur hækkuðu mikið í
verði og til dæmis hrundi bílasala.
Samkeppnishæfnin styrktist
Á hinn bóginn styrktist sam-
keppnishæfni landsins.
Það birtist í bættri afkomu sjávar-
útvegsfyrirtækja sem hafa fjárfest
meira en nokkru sinni síðustu ár og
greitt tugi milljarða í veiðigjöld.
Systurgreininni, fiskeldi, hefur líka
vaxið fiskur um hrygg.
Samkeppnisstaða iðnaðar styrkt-
ist. Aflþynnuverksmiðja Becromal
var tekin í notkun í Krossanesi 2009
og áform voru um þrjú kísilver, á
Bakka, Helguvík og á Grundar-
tanga. Kísilverið á Bakka var tekið í
notkun sl. vor en áform um hin tvö
kísilverin hafa ekki gengið eftir.
Hugverkageirinn óx að umfangi
og gagnaverum fjölgaði. Margir
þeirra sem störfuðu í fjármálum leit-
uðu tækifæra í hugverkaiðnaði eftir
hrunið. Þeir tilheyrðu kynslóð Ís-
lendinga sem sótti sér alþjóðlega
menntun í byrjun aldarinnar.
Ferðaþjónustan er líka á vissan
hátt barn hrunsins og gengisfallsins.
Með eldgosinu í Eyjafjallajökli í
apríl 2010 lömuðust flugsamgöngur
víða í Evrópu. Fyrir vikið beindist
kastljós heimspressunar að Íslandi
og náttúru landsins sem aldrei fyrr.
Sú athygli er jafnan talin eiga þátt
í hröðum vexti ferðaþjónustunnar.
15
12
9
6
3
0
’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17
Áhrif á búferlaflutninga og atvinnustig Fjöldi launþega, ársmeðaltöl eftir atvinnugreinum
2008 til 2017
Þúsundir
Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð
Smásöluverslun
Heildverslun
Gisti- og veitingarekstur
Farþegaflutningar og flug
15
12
9
6
3
0
þúsund
’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17
Atvinnulausir 2000 til 2017
Heimild: Vinnumálastofnun
Búferlaflutningar frá Íslandi 2000 til 2018*
Aðfluttir umfram brottflutta
+6
+5
+4
+3
+2
+1
0
-1
-2
-3
-4
þúsund
’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18*
Ríkisborgarar: Íslenskir Erlendir
Heimild: Hagstofan *Fyrstu 6 mánuðir ársins 2018 Heimild: Hagstofan
Samtals Íslenskir Erlendir
2000-2018* -11.348 41.002
2005-2008 -806 16.197
2009-2011 -5.480 -2.893
2012-2018* -2.581 22.413
Þjóðin varð ríkari og fjölmennari
Íslenskt samfélag glímdi við gífurlegar áskoranir eftir bankahrunið Eftir erfiða aðlögun tók við
vaxtarskeið, ekki síst í ferðaþjónustu, sem hefur leitt til mestu samfélagsbreytinga frá stríðsárunum
120
100
80
60
40
’00 ’02 ’04 ’06 ’08 ’10 ’12 ’14 ’16 ’18
Áhrif á efnahag og gengi Raungengi krónu frá jan. 2000-ágúst 2018
8
7
6
5
4
3
2
1
0
80
70
60
50
40
30
20
10
0
milljónir kr.
Þús.
USD
’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17
Landsframleiðslan á mann 2000-2017
Vaxtagjöld ríkissjóðs í milljörðum króna 2007-2019*
50
25
0
-25
-50
-75
-100
’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18* ’19*
Heimild:
Hagstofan
Heimild: Fjármála- og efnahagsráðun. *Áætlun ráðuneytisins
Vaxtagjöld Vaxtatekjur Vaxtajöfnuður
Milljónir króna
41,2
47,1
53
70,4
79,378,674,475,6
65,668,1
84,3
35,5
22,2
10,510,314,514,8
16,118,616,5
21,819,4
29,3
44,141,8
24,5
Heimild: Seðlabanki Íslands
Ágúst. 2018:
99,4
Jan. 2000: 88,2
Nóv. 2008: 58,4
2005 = 100
Tölur eru á verðlagi hvers árs
*Áætlun fyrir 2018-2019
Nóv. 2005: 106,7
Þús. USD
á skráðu gengi
Áhrif á íbúafjölda og búferlaflutninga
300
250
200
150
100
50
0
Þúsund
’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18
Íbúafjöldi 1. janúar 2000 til 2018
Aðfluttir umfram brottflutta eftir helstu löndum
Bakgrunnur íbúa 2017
Samtals fjöldi 2008 til 2017
Danmörk, Finnland,
Noregur og Svíþjóð
Eistland, Lettland,
Litháen og Pólland
Filippseyjar, Kína,
Taíland og Víetnam
Grikkland, Ítalía,
Portúgal og Spánn
Heimild: Hagstofa Íslands
279 283 287 288 291
294 300
308 315 319 318 318 320
322 326 329 333
338 348
353
-6.260
+9.033
+1.314
+786
83%
17%
Enginn erlendur bakgrunnur
Einhver erlendur bakgrunnur
26,5% fjölgun íbúa frá 1. janúar
2000 til 30. júní 2018
Íbúafjöldi
30. júní 2018
10 ár frá bankahruninu