Morgunblaðið - 06.10.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.10.2018, Qupperneq 21
Samkvæmt greiningu Arion banka hafa komið hingað fleiri ferða- menn frá árinu 2013 en samanlagt frá 1949 til 2013. Hlutur ferðaþjón- ustu í landsframleiðslu hafi tvöfald- ast úr 6% árið 2010 í 12% árið 2017. Gjaldeyrissköpun í ferðaþjónustu átti þátt í að gengi krónu styrktist. Það birtist í því að landsframleiðsla á mann var hærri í fyrra í banda- ríkjadölum talið en hún var árið 2007, eða ríflega 71 þúsund dollarar. Til samanburðar fór hún niður í 41.250 dali árið 2009. Sveiflan er því mikil. Vísbendingar eru um að há- punktinum í þessu efni sé náð. Gengi krónu er aftur farið að lækka. Kaupmáttur í fyrra var meiri en nokkru sinni. Meðallaun á Íslandi, mæld í evrum, eru orðin ein þau hæstu í Evrópu. Sú þróun, ásamt skorti á vinnuafli, á þátt í metfjölda aðfluttra erlendra ríkisborgara á síðustu árum. Sá straumur hefur farið fram úr aðflutningnum 2005- 2008 en þau ár var fyrra metið sett. Sé þessi straumur greindur eftir þjóðerni kemur í ljós að um 9.300 fleiri einstaklingar frá Póllandi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen hafa flutt til landsins en frá því á árunum 2008-2017. Um 6.200 frá Póllandi. Evrukreppan hefur áhrif Þá hafa rúmlega 1.300 fleiri ein- staklingar frá Filippseyjum, Taí- landi, Víetnam og Kína flutt hingað til lands en frá því á sama tímabili. Athygli vekur að jafnframt hafa um 800 fleiri flutt hingað frá Spáni, Portúgal, Grikklandi og Ítalíu en fluttu héðan á þessu sama tímabili. Evrukreppan lék þessi ríki grátt og mældist atvinnuleysi meðal ungs fólks jafnvel í tugum prósenta. Með þessum aðflutningi og brott- flutningi íslenskra ríkisborgara hef- ur samsetning þjóðarinnar haldið áfram að breytast. Síðustu áramót voru um 17% íbúa landsins með ein- hvers konar erlendan bakgrunn. Með hliðsjón af miklum aðflutningi til landsins í ár er sennilegt að hlut- fallið nálgist 20% á næsta ári. Sögulegur aðflutningur Þensluárin fyrir bankahrunið varð Ísland alþjóðlegra samfélag. Með stækkun ESB til austurs 2004 og 2007 öðluðust þegnar fjölmennra A- Evrópuríkja atvinnuréttindi á Ís- landi í gegnum EES-samstarfið. Meirihluti innflytjenda sem fluttu hingað fyrir hrunið settist hér að til frambúðar. Flestir komu frá Pól- landi. Birtist það m.a. í fjölda at- vinnulausra Pólverja eftir hrunið. Með uppgangi ferðaþjónustunnar, og tilheyrandi fjölgun starfa, hefur þessi þróun sem áður segir haldið áfram. Hún kann síðar á þessari öld að þykja merkilegt tímabil í íbúaþró- uninni. Verða þá nefnd til saman- burðar tímabilin þegar Danir fluttu hingað í byrjun 20. aldar og síðar til dæmis Þjóðverjar, Færeyingar, Ví- etnamar og Taílendingar. Settu allir þessir hópar mark sitt á menningu þjóðarinnar. Munurinn er sá að nú eru að koma miklu fleiri innflytj- endur en áður. Við þetta bætist að á háannatíma eru tugþúsundir ferða- manna á Íslandi. Af framansögðu má sjá að íslenskt efnahagslíf er á vissan hátt komið í hring. Skráð atvinnuleysi í ágúst var 2,3% sem þykir lítið á flesta mæli- kvarða. Skuldastaða ríkissjóðs er aftur orðin góð í alþjóðlegum sam- anburði en mörg sveitarfélög eiga nokkuð í land í þessum efnum, ekki síst Reykjavík. Kaupmáttur er aftur orðinn einn sá mesti í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Ísland er aftur orðið eitt dýrasta land í heimi að sækja heim. Margt hefur þó breyst. Hagvöxtur síðustu ára hefur verið útflutningsdrifinn en ekki tekinn að láni líkt og fyrir hrunið. Þjónustu- jöfnuður hefur aldrei verið meiri. Þá eru skuldir heimila og fyrirtækja sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu nú mun lægri en fyrir banka- hrunið. Jafnframt hefur einkaneysla ekki hækkað sem hlutfall af lands- framleiðslu. Með gengisfalli krónunnar eftir bankahrunið gjörbreyttust skilyrði útflutningsgreina. Samsetning þjóðarframleiðslunnar breyttist. Á þann hátt hefur hrunið haft varanleg áhrif á atvinnulíf landsins. Sama gildir um samsetningu íbúa eftir uppruna. Þvert á hrakspár fækkaði íbúum landsins ekki árin eftir hrun- ið, ef undan er skilið árið 2010, held- ur hefur þeim fjölgað hraðar en spáð var. Um 353 þúsund manns bjuggu á landinu um mitt þetta ár, eða um 34 þúsundum fleiri en í ársbyrjun 2009. Stöðugt verðlag Verðbólga hefur verið nærri 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans frá ársbyrjun 2014, sem er lengsta stöðugleikaskeið síðan markmiðið var tekið upp. Kann það ásamt sögu- lega lágum vöxtum að eiga þátt í að verðtryggð lán eru eftirsótt sem fyrr. Má í því efni rifja upp að ein helsta krafa mótmælenda eftir hrun- ið var einmitt að ráðist yrði í aðgerð- ir til að milda áhrif verðtryggingar, eða jafnvel afnema hana með öllu. Samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar áttu 38,6% heimila erfitt með að láta enda ná saman árið 2009. Hlutfallið varð hæst 2011 eða 50,8%. Það var komið niður í 35,7% árið 2016. Með hliðsjón af góðu atvinnuástandi er ekki ólíklegt að það hafi síðan lækkað frekar. Á við stríðsárin Af framansögðu má sjá að efna- hagsleg og menningarleg áhrif hrunsins, og efnahagsbatans sem fylgdi í kjölfarið, eru veruleg. Má færa rök fyrir því að síðasta áratug hafi orðið meiri breytingar á íslensku samfélagi en dæmi eru um síðan á fimmta áratug síðustu aldar. Með hernámsliðinu og uppganginum sem fylgdi varð varanleg breyting á menningu og efnahagslífi þjóðar- innar. Með útrásinnni, banka- hruninu og efnahagsbatanum hefur þjóðin aftur gengið í gegnum skeið varanlegra breytinga. Erlend áhrif eru meiri en nokkru sinni og algengt er orðið að afgreiðslufólk í versl- unum tali ekki íslensku. Áhrif á fjármálaumhverfi 7 6 5 4 3 2 1 0 175 150 125 100 75 50 25 0 400% 350% 300% 250% 200% 150% 100% 50% 0% 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 útibú Starfsfólk 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’03 ’05 ’07 ’09 ’11 ’13 ’15 ’17 Stærð bankakerfis sem margfeldi af VLF* *Verg landsframleiðsla Skuldir heimila og fyrirtækja 2003-2017Fjöldi útibúa banka og sparisjóða og fjöldi starfsfólks 2006 til 2017 Sem prósent af vergri landsframleiðslu (VLF) Lok árs 2007 til loka árs 2017 Fjöldi útibúa Fjöldi starfsfólks Heimili Fyrirtæki Heimild: Hagstofa Íslands og Seðlabanki ÍslandsHeimild: Samtök fjármálafyrirtækja Heimild: Samtök fjármálafyrirtækja 7,4 3,1 2,6 2,5 2,7 2,3 2,1 2,0 1,7 1,5 1,3 2,0 1,5 1,0 0,5 0 ’50 ’60 ’70 ’80 ’90 ’00 ’10 Komur erlendra ferðamanna Heimild: Ferðamálastofa og greiningardeild Arion banka 1949-2018milljónir 21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Einnig getum við úvegað startara og alternatora í allskonar smávélar frá Ameríku Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði í alternator og startaraviðgerðum. Við höfum áratuga reynslu í viðgerðum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Verkstæðið er með öll nauðsynleg tæki og tól til þessara verka. Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í prufubekk til að tryggja að allt sé í lagi. Þeim er einnig skilað hreinum og máluðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.