Morgunblaðið - 06.10.2018, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fróðleg um-fjöllunBaldurs
Arnarsonar blaða-
manns á blaðsíð-
um 20-21 í blaðinu
í dag um þróun
efnahagsmála, einkum á þeim
áratug sem liðinn er frá
bankahruninu, sýnir vel
hvernig gæfan snerist Íslend-
ingum í vil þegar fyrsta höggið
var gengið yfir. Þetta var eng-
in tilviljun þó að landsmenn
hafi líka verið lánsamir um
margt í ytri aðstæðum. Og þá
má heldur ekki gleyma því að
þeir voru ólánsamir um margt
í innri aðstæðum, því að sú
ríkisstjórn sem tók við strax
eftir bankahrunið tók margar
rangar og afdrifaríkar ákvarð-
anir sem töfðu bataferlið mjög
og juku á erfiðleikana, bæði
efnahagslega og pólitískt.
En þrátt fyrir þetta náði
þjóðin vopnum sínum, enda
hafði tekist að koma í veg fyrir
að föllnu bankarnir drægju
hana niður í djúpið og það
tókst líka koma í veg fyrir að
skuldir sem þjóðinni komu
ekki við yrðu hengdar á hana
eða að henni yrði þröngvað inn
í Evrópusambandið og evruna.
Krónan vann sitt verk og
dró úr erfiðleikunum og at-
vinnuleysi varð aldrei alvar-
legt vandamál hér
á landi, einkum og
sér í lagi ef miðað
er við ríki Evrópu-
sambandsins.
Skuldir heimila
og fyrirtækja sem
hlutfall af landsframleiðslu
hafa minnkað mjög og eru nú
aðeins um helmingur þess
sem þær voru árið 2007. Að-
stæður í efnahagslífinu eru
þegar af þeirri ástæðu allt
aðrar en þegar bankarnir
féllu.
Kaupmáttur og landsfram-
leiðsla á mann eru hér með
hæsta móti, bæði í sögulegum
samanburði og borið saman
við önnur ríki. Íslendingar eru
að þessu leyti, og raunar
flestu öðru leyti einnig, mikil
gæfuþjóð. Velmegun eins og
sú sem hér er að finna er
vandfundin í öðrum ríkjum og
þegar til þess er horft að hér
hrundi fjármálakerfið í heild
sinni fyrir réttum áratug þarf
ekki að koma á óvart að marg-
ir, jafnt innan lands sem utan,
séu undrandi yfir árangrinum.
Þessi árangur er fjarri því
sjálfgefinn og honum er hægt
að glutra niður. En ef vel og
skynsamlega er á málum hald-
ið er þessi árangur líka traust-
ur grunnur til að byggja á
áframhaldandi lífskjarabata.
Þjóðin hefur borið
gæfu til að spila
farsællega úr afar
erfiðri stöðu}
Áratugur árangurs
Greint var fráþví í Morg-
unblaðinu í fyrra-
dag að enskan
væri orðin áber-
andi í mál-
umhverfi íslenskra barna og
að viðhorf ungra Íslendinga
til enskunnar væri mjög já-
kvætt. Þá benda fyrstu niður-
stöður viðamikillar rann-
sóknar fræðimanna við
Háskóla Íslands um stöðu og
framtíð íslenskunnar til þess
að þáttur enskunnar sé sífellt
að verða veigameiri, auk þess
sem yngri börn verða nú fyrir
ensku máláreiti.
Full ástæða er til að staldra
við og íhuga hvert stefnir. Öfl-
ug tungumálakunnátta getur
vissulega auðgað líf manna og
opnað dyr sem annars stæðu
lokaðar. Á sama tíma er ljóst
að núverandi yfirburðastaða
enskunnar sem alþjóðamál
sveipar hana vissum ljóma
sem önnur tungumál eiga erf-
itt með að keppa við. Þegar
rætt er um erlenda tungu-
málakunnáttu má ekki
gleyma því að til eru fleiri er-
lend tungumál en enskan.
Þær miklu breytingar sem
orðið hafa á
tækniumhverfi
fólks á síðustu ár-
um hafa ýtt undir
sterka stöðu ensk-
unnar. Börn kynn-
ast henni í gegnum símtæki
og spjaldtölvur, sjónvarps-
þætti og annað afþreying-
arefni. Það er umhugsunar-
efni, að í könnun fræðimann-
anna kom í ljós að um átta
prósent þeirra barna sem nú
eru á aldrinum þriggja til
fimm ára höfðu byrjað að nota
tölvur og spjaldtæki fyrir eins
árs aldur. Þá er sístækkandi
hópur barna sem nota netið
daglega og þar er enskan
ágeng.
Foreldrar, kennarar og
samfélagið allt þarf að hafa
þetta í huga þegar kemur að
því að meta hvers konar mál-
umhverfi við búum yngstu
kynslóðinni. Í ljósi þess hve
enskan er víða verður að
tryggja til mótvægis að börn-
in heyri næga íslensku á sín-
um fyrstu árum. Einungis
með því að hlúa rækilega að
rótunum núna getur íslensk
tunga dafnað í framtíðinni á
tækni- og tölvuöld.
Ástæða er til að
huga vel að stöðu
íslenskunnar}
Enskan sækir á
Í
kjölfar frétta um hvernig svindlað er á
mörgum erlendum starfsmönnum
kemur 10 ára afmæli bankahrunsins.
Þessi undirboð á launum hafa áhrif á
okkur öll þar sem fyrirtæki sem starfa
heiðarlega geta ekki keppt við fyrirtæki sem
svindla á launum, skattar og gjöld til uppbygg-
ingar samfélagsins verða lægri en þar er af
nægum verkefnum að taka og að lokum endar
hringurinn af svona starfsemi í gjaldþrotum og
auknum kostnaði við framkvæmdir. Hringur-
inn byrjar svo aftur á nýrri kennitölu.
Hvað kemur þetta hruninu við? Jú, ein af
ástæðum þess að bankarnir komust eins langt
og þeir gerðu var vegna þess að eftirlitið með
starfsemi þeirra var gersamlega vonlaust.
Stjórnmálamenn kepptust við að gera lítið úr
viðvörunarorðum og stofnanir réðu ekki við
eftirlitshlutverkið í bankakerfi sem blés út með gríðar-
legum hraða. Nákvæmlega sama vandamál er í gangi í
dag, eftirlit með starfsemi eins og starfsmannaleigum er
greinilega í molum. Annars væri vandamálið ekki til
staðar.
Til þess að geta lagað vandamálið eða komið í veg fyrir
að það verði eitthvert vandamál þá þarf fyrst að viður-
kenna tilvist þess. Ég man enn eftir öllum stjórnmála-
mönnunum og bankamönnunum sem sögðu fyrir hrun að
allt væri í himnalagi. Þangað til guð átti að blessa Ísland
auðvitað. Sama var uppi á teningnum í Landsréttarmál-
inu, allir höfðu rangt fyrir sér og það var ekkert að því
hvernig dómsmálaráðherra stóð að skipan dómara í
réttinn. Hæstiréttur komst að annarri niður-
stöðu. Bragamálið, alveg nákvæmlega eins,
gagnrýni á stjórnsýslu barnaverndarmála er
víst ómerkilegur sparðatíningur að sögn full-
trúa okkar í barnanefnd Sameinuðu þjóðanna.
Það er ekki nóg að afneita vandamálinu, það
verður að uppnefna gagnrýnina líka. Það var
heldur ekkert að því að hækka laun þing-
manna um 45% en enginn flokkur nema Pírat-
ar vildu láta endurskoða þá ákvörðun. United
Silicon, og svo mætti lengi telja.
Afneitunin í íslenskum stjórnmálum er al-
gjör. Það eru aldrei nein vandamál, nema
kannski að það taki of langan tíma að byggja
upp traust. Við höfum það svo gott að við get-
um haldið vel upplýstan hátíðarfund á Þing-
völlum án þess að gera kostnaðaráætlun.
Ég afsaka svartsýnistóninn í þessum pistli
en hann er vegna þess að ég sé ástæður þess að hér varð
hrun enn bak við hvert horn. Eftirlitið, sem á að tryggja
að þau réttindi sem við höfum unnið okkur inn í stjórnar-
skrá, lögum og samningum, er veikburða. Það er afurð
hugmyndafræði um að báknið megi ekki blása út. Hug-
myndafræði sem gengur ekki út á að tryggja réttindi okk-
ar heldur að ganga á þau með því að halda því fram að
bankarnir sjái sjálfir um eftirlit með sjálfum sér. Hug-
myndafræði sem leiðir til þess að af og til hrynur spila-
borgin, efnahagslega og siðferðislega.
bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Fær hrunið afmælisköku?
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Íslendingar valda slysi á er-lendum ferðamönnum munoftar en hið gagnstæða, að þvíer fram kom á Umhverfis-
þingi Samgöngustofu sem haldið var
í gær.
Á þinginu var farið yfir um-
ferðaröryggi á Íslandi með tilliti til
vaxandi fjölda ferðamanna sem
ferðast um landið gjarnan á eigin
ökutæki, með bílaleigubíl eða rútu.
497 ferðamenn slösuðust af
völdum ferðamanna 2015-’17
Um 20 tilvik voru árið 2017, þar
sem erlendir ferðamenn ollu slysi á
Íslendingum, en í yfir 80 tilvikum
ollu Íslendingar slysi á erlendum
ferðamönnum sama ár. Athygli vek-
ur að yfir árin 2014 til 2017 fjórfald-
aðist tíðni slysa á ferðamönnum, sem
Íslendingar voru ábyrgir fyrir, þar
er átt við að þeir voru í órétti er slys-
in urðu. Algengast er þó að ferða-
menn valdi slysi á öðrum ferðamönn-
um. Árin 2015 til 2017 lentu 497
ferðamenn í slysi vegna annarra
ferðamanna, 178 ferðamenn lentu í
slysi vegna Íslendinga en 64 Íslend-
ingar lentu í slysi vegna ferðamanna.
Gunnar Geir Gunnarsson, deild-
arstjóri öryggis- og fræðsludeildar
Samgöngustofu, fór yfir fjölda slas-
aðra ferðamanna undanfarin ár en
tölurnar gefa til kynna að ástandið
fari batnandi, að sögn Gunnars.
Fjöldi slasaðra ferðamanna fór upp
úr öllu valdi árið 2016, en það árið
slösuðust um 223 ferðamenn. Tvöfalt
fleiri slösuðust þá heldur en árið
2014. Tölurnar hafa haldist nokkurn
veginn eins, en árið 2017 slösuðust
239 ferðamenn. Vitaskuld má rekja
þessa auknu tíðni slysa til fjölgunar
ferðamanna. Gunnar sagði að hlut-
fall slasaðra ferðamanna, af öllum
þeim ferðamönnum sem koma hing-
að til lands, hafi aldrei verið lægra
og talaði um metár hvað varðar ör-
yggi ferðamanna á Íslandi: „Hver og
einn ferðamaður hefur aldrei verið
jafnöruggur á Íslandi og árið 2018,“
sagði Gunnar.
Vetrarslys orðin tíðari
Þá kom einnig fram að hóp-
bifreiðar valda mun fleiri slysum nú
en áður. Á nokkurra ára tímabili hef-
ur hlutfall hópbifreiðaslysa hækkað
töluvert, eða úr 3% í 11%, frá 2008-
14 til 2015-17. Inni í flokki hóp-
bifreiða eru svokallaðir svefnbílar,
en þeir hafa notið aukinna vinsælda
hjá erlendum ferðamönnum á Ís-
landi. „Það er ekki hægt að tala um
frávik þegar þrjú ár í röð eru með
sama mynstri. Þetta er orðin regla
og þá er augljós ástæða til að bregð-
ast við,“ sagði Gunnar þegar hann
kynnti tölurnar.
Önnur greinileg breyting á eðli
umferðaslysanna er tímasetningin,
eða á hvaða árstíma slysin verða.
Vetrarslys eru mun tíðari nú en áð-
ur, en þau voru um 60 árið 2014 en
árið 2015 urðu þau yfir 120 og hafa
tölunar haldist á þann veg. Þá kom
fram í erindi Gunnars að slysum á
sumrin fjölgar sömuleiðis en aukn-
ingin á vetrarslysum er mun meiri.
Fylgifiskur vetrar-
ferðamennskunnar
Þá sagði hann að fleiri hefðu
slasast veturinn 2015 heldur en yfir
allt árið 2014. „Greinilegt er að við
höfum ekki náð þessum vetrar-
slysum niður. Þetta er auðvitað
fylgifiskur vetrarferðamennskunnar
sem er að byrja og ryðja sér til rúms.
Það er ljóst að þegar ferðabransinn
fór af stað var hið opinbera ekki í
stakk búið til að taka við þessum
ferðamönnum,“ sagði Gunnar.
Ferðamenn ekki
hættulegri í umferðinni
Morgunblaðið/Hari
Umferð Bílaumferð hefur aukist mikið um þjóðvegi landsins.
Umferðarslys og óhöpp eru tal-
in kosta yfir 50 milljarða á ári,
að sögn Sigurðar Inga Jóhanns-
sonar, samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðhenrra, við setningu
Umferðarþingsins. Framsækin
áætlun liggi fyrir varðandi um-
ferðaröryggi í samgöngu-
áætlun.
Á fimm árum hefur umferðin
á þjóðvegunum aukist um 40%,
að sögn Sigurðar, en því fylgja
vitaskuld miklar áskoranir. Vís-
aði ráðherrann til þess að auk
íbúa ferðist að meðaltali 30-40
þúsund ferðamenn um vega-
kerfið dag hvern, auk þeirra
tugþúsunda erlendu ríkisborg-
ara sem eru hér við störf.
Forstjóri Samgöngustofu,
Þórólfur Árnason, sagði að
vinna þyrfti að umferðaröryggi
bæði með erlendum ferða-
mönnum og íbúum, þar sem
það væri ekki síst svo að Ís-
lendingar yllu slysum á ferða-
mönnum.
Yfir 50 millj-
arða tjón
SLYSIN VALDA TJÓNI