Morgunblaðið - 06.10.2018, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018
Misty
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
Stærðir 35-50 • Verð frá 9.990
Hrunið er tíu ára. Á þessu hrunafmæli eru hrunupprifjanir áhverju strái. Sagðar eru hrunsögur frá hrunárinu örlagaríka2008 og margvísleg hrunmál reifuð. Sjálft er orðið hrunmál tví-rætt. Annars vegar merkir það mál eða málaferli sem tengjast
hruninu. Hins vegar má nota hrunmál um tungutak sem spratt af hruninu
og orðræðu um það, hrunorðræðu. Hrunið er myndhverfing sem unnt er að
setja fram í þessari formúlu: „Efnahagserfiðleikar eru hamfarir.“ Orðið
vekur hugrenningatengsl við dansinn í Hruna, Hrunadans, þ.e. ‘gálaust at-
ferli sem leiðir til glötunar’.
Orðið hrun er venjulega skrifað með litlum staf en sumir skrifa það með
stórum (Hrunið) og stundum hafa verið settar utan um það gæsalappir
(„hrunið“). Sumir hafa reynt að draga úr vægi orðsins með því að tala um
„hið svokallaða hrun“.
Í kjölfar hrunsins tók orðið að birtast í alls kyns samsetningum. Það get-
ur verið síðari liður í samsettu orði: bankahrunið, fjármálahrunið, efnahags-
hrunið, en líka siðferðishrun,
lýðræðishrun og svo auðvitað
hið gamalkunna fylgishrun
sem varð einkum hjá hrun-
flokkunum.
Mikil virkni virðist vera í
hruninu í fyrri lið samsettra
orða. Skrifaðar eru hrunskýrslur en einnig hrunbókmenntir: hrunbækur og
hrunljóð með hrunvísunum. Á öðrum vettvangi birtast hrunáhrifin í hrun-
uppskriftum af ýmsu tagi (prjónaskapur úr íslenskri ull og sláturgerð færð-
ust í vöxt). Þótt ekki verði á móti mælt að hér hafi orðið mikil hrunsköpun
er fólki hrunvandinn ofar í huga, allt hrunvesenið, enda varð gífurlegt hrun-
tap. Sumir tala um hrundrullu en aðrir segja bara: „Helvítis fokking fokk.“
Flóknari samsetningar eru fyrirhrunssturlunin með sínu 2007-hrunæði;
einnig eftirhrunsárin, eftirhrunspólitík og eftirhrunssaga, að ógleymdu
hinu fræðilega hugtaki síðhrunsorðræða.
Skiljanlega beindist reiði þeirra sem lentu í hruninu að bönkunum: þetta
voru hrunbankar og þar var Seðlabankinn ekki undanskilinn. Annars konar
hrunbanki er gagnabanki með ýmiss konar upplýsingum um „Hrunið þið
munið“.
Þeir sem ollu hruninu eru hrunvaldar og lykilmenn í hrunaðgerðum kall-
ast hrunverjar (áður útrásarvíkingar); hrunflokkarnir – stundum kallaðir
hrunþjófaflokkarnir – stunduðu hrunpólitík í hrunstjórninni með hrun-
ráðherrum og yfir öllu trónaði hrunforsetinn (áður útrásarforsetinn). Þeir
verknaðir sem þetta fólk hafði á samviskunni voru af sumum taldir hrun-
glæpir og þeir sem frömdu þá hrunglæpamenn, hrunbófar og jafnvel hrun-
krimmar. Nokkur kynjaskipting var meðal hrunfólksins: hrunkarlarnir
birtust okkur bindislausir í hvítum skyrtum og svörtum jökkum. Hrun-
menn voru ekki bara karlar heldur líka konur, þótt ég hafi raunar ekki
fundið orðið hrunkona, en fáein dæmi eru um hrunkerlingar. Svo mikið
gekk á í hrunvikunni í október 2008 að ekki væri að undra að einhver hrun-
börn hefðu komið undir þá. Þetta var nú meira hrunhyskið!
Síðhrunsorðræða
Þórhallur
Eyþórsson
tolli@hi.is
Tungutak
Morgunblaðið/Ómar
Hér var fyrir viku fjallað um þau verkefni, semólokið er við breytingar á rekstrarumhverfibanka í kjölfar hruns þeirra fyrir áratug. Enþað var fleira sem hrundi en bankar og þá
ekki sízt efnahagur þúsunda fjölskyldna sem misstu eig-
ur sínar. Það hrun snerti beint tugi þúsunda einstak-
linga. Einn í þeim hópi var kornungur maður, sem sagði
við Kastljós RÚV sl. miðvikudagskvöld: Við misstum
hús.
Það hefur lítil athygli beinzt að örlögum þessa fólks og
engar rannsóknarnefndir settar á stofn til þess að rann-
saka áhrif hrunsins á líf þess. Er ekki kominn tími til
þess? Einu sinni var sagt að slá ætti skjaldborg um
heimilin. Fyrir nokkra tugi þúsunda Íslendinga reyndust
það innantóm orð. Og fyrir þann hóp mun áhrifa hruns-
ins gæta í a.m.k. tveimur kynslóðum, ef ekki þremur.
Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvort einhverjir
alþingismenn eða þingflokkar sjái ástæðu til að huga að
málefnum þessa hóps þjóðfélagsþegna, sem varð fyrir
miklu fjárhagslegu tjóni án þess að eiga þar nokkurn
hlut að máli.
En jafnframt er óhjákvæmilegt að fjalla um annan
þátt í þróun samfélags okkar, sem ætla mátti að hefði
stöðvast með hruninu en reynslan
hefur leitt í ljós að varð ekki.
Á síðustu þremur áratugum eða
svo hefur vaxandi efnamunur ein-
kennt okkar fámenna samfélag.
Auðvitað hefur efnamunur alltaf
verið til staðar og verður alltaf til
staðar en það skiptir máli hversu
breitt bilið er. Fram undir lok níunda áratugarins var
hann viðunandi.
Enn á árinu 1990 tók vinstri stjórn Steingríms Her-
mannssonar, með aðild Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags, örlagaríka ákvörðun, sem gjörbreytti þessari
mynd. Það gerðist þegar framsal veiðiheimilda var gefið
frjálst án þess að auðlindagjald væri tekið upp um leið.
Þar með varð til í okkar samfélagi mesta eignatilfærsla í
aldir, sumir segja frá siðaskiptum.
Þessi þróun ágerðist með því stóraukna frelsi í alþjóð-
legum viðskiptum sem fylgdi í kjölfar EES-samningsins
og síðar einkavæðingu bankanna, sem notfærðu sér
ákvæði þess samnings út í yztu æsar. Sá gífurlegi efna-
munur sem þannig varð að veruleika, fyrst og fremst í
krafti margvíslegra stjórnvaldsákvarðana reyndist á
sandi byggður – nema kvótaframsalið.
En þótt viðskiptaelítan sæti eftir í sárum hefur það
skrýtna gerzt á árunum eftir hrun að nýir hópar hafa
komið fram á sjónarsviðið, sem hafa nýtt sér aðstæður
og tækifæri, sem hafa opnast og í sumum tilvikum á það
við um þá, sem sízt skyldi.
Fyrir tveimur árum tók Kjararáð sáluga ákvarðanir
um launakjör æðstu embættismanna, þingmanna og ráð-
herra, sem öllum var ljóst þá þegar að mundu hafa mjög
alvarlegar afleiðingar í þeim kjarasamningum, sem nú
standa fyrir dyrum. Stjórnmálastéttin í öllum flokkum
tók þá þegar þá kolröngu ákvörðun að bregðast ekki við,
eins og gert hafði verið tvisvar sinnum áður vegna sam-
bærilegra ákvarðana Kjaradóms. Í stað þess að afnema
úrskurði Kjararáðs með lögum tók stjórnmálastéttin
ákvörðun um að halda sínum feng.
Eins og við mátti búast fylgdu fleiri hópar, sem voru í
aðstöðu til, í kjölfarið. Fáir hafa lýst þessari stöðu betur
en Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnu-
lífsins, sem sagði í ræðu á ársfundi samtakanna fyrr á
þessu ári:
„Úrskurðir kjararáðs um laun æðstu embættismanna
og kjörinna fulltrúa, hafa valdið megnri óánægju og usla
í þjóðfélaginu. Ánægjulegt er að náðst hefur samstaða
um að leggja kjararáð niður og að í staðinn taki laun
þessara hópa framvegis breytingum í samræmi við þró-
un meðallauna ríkisstarfsmanna. Það ásamt tímabund-
inni frystingu launa framangreindra hópa getur leiðrétt
misvægið sem leiddi af ákvörðunum
kjararáðs. Það er nú í höndum lög-
gjafans að lögfesta þessar tillögur.
En við í atvinnulífinu þurfum einn-
ig að horfa í eigin barm. Samtök at-
vinnulífsins telja mikilvægt að fyrir-
tæki taki alvarlega ábyrgð sína
gagnvart lögum og reglum og að þau
starfi í góðri sátt við umhverfi sitt og samfélag. Einn
hluti er að fyrirtæki búi vel og rétt að starfsfólki sínu,
annað er ólíðandi. Annar hluti er að launakjör æðstu
stjórnenda séu hófleg, innan skynsamlegra marka og of-
bjóði ekki réttlætiskennd almennings. Þótt stjórnend-
urnir séu mikilvægir þá byggist góður árangur í rekstri
ekki sízt á vinnu fjölda fólks sem sinnir störfum sínum af
alúð og trúmennsku, almennu rekstrarumhverfi og ýms-
um ytri skilyrðum.
Sérstaklega er mikilvægt að fyrirtæki, sem eru skráð
á almennan hlutabréfamarkað móti starfskjarastefnu
fyrir stjórnendur sína og setji launum og aukagreiðslum
skynsamleg mörk sem samræmast íslenzkum veruleika.
Við vitum öll að umræða um mjög há laun stjórnenda
hefur áhrif. Stundum hefur tilhneigingin verið sú að bíða
þess að umræðan hjaðni og líta þá svo á að þar með sé
málinu lokið. Það er hins vegar ekki svo. Á tímum nútíma
fjölmiðlunar og samfélagsmiðla gleymist ekkert, um-
ræðan hefur neikvæð áhrif, ekki einungis á viðkomandi
fyrirtæki, heldur atvinnulífið í heild. Þess má geta að á
Norðurlöndunum er það ekki liðið að forstjórar hækki
umfram almenna launaþróun.“
Ef þau viðhorf sem formaður Samtaka atvinnulífsins
lýsir með þessum hætti verða ráðandi meðal atvinnurek-
enda þarf ekki að kvíða þeim kjarasamningum, sem fram
undan eru og þá mun stjórnmálastéttin og embættis-
mannakerfið ekki eiga annan kost en fylgja á eftir.
Hvað veldur „óánægju og
usla“ að mati formanns SA?
Viðhorf Eyjólfs Árna
Rafnssonar geta skipt sköp-
um í kjarasamningum
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Ídag eru tíu ár liðin frá bankahrun-inu. Ég hef komist að þeirri niður-
stöðu, að það hafi verið „svartur svan-
ur“, eins og líbanski rithöfundurinn
Nassem Taleb kallar óvæntan, ófyrir-
sjáanlegan atburð, sem er engum að
kenna, heldur orsakast af því, að
margt smátt verður skyndilega eitt
stórt.
Það fór saman, að sölu ríkisbank-
anna lauk í árslok 2002 og að þá fyllt-
ist allur heimurinn af ódýru lánsfé
vegna sparnaðar í Kína og lágvaxta-
stefnu bandaríska seðlabankans.
Jafnframt nutu íslenskir bankar hins
góða orðspors, sem íslenska ríkið
hafði aflað sér árin 1991-2004, svo að
þeim buðust óvenjuhagstæð lánskjör
erlendis. Þrennt annað lagðist á sömu
sveif. Með samningnum um Evrópska
efnahagssvæðið höfðu bankarnir
fengið aðgang að innri markaði Evr-
ópu; nýir stjórnendur þeirra höfðu
aldrei kynnst mótvindi og gerðu því
ráð fyrir góðu veðri framvegis; og eig-
endur bankanna áttu langflesta fjöl-
miðla og bjuggu því ekki við aðhald.
Afleiðingin af öllu þessu varð ör vöxt-
ur bankanna við fagnaðarlæti þjóðar-
innar. Þeir uxu langt umfram það,
sem hið opinbera hafði tök á að styðja
í hugsanlegum mótvindi.
En útþensla íslensku bankanna olli
gremju keppinauta þeirra í Evrópu og
tortryggni evrópskra seðlabanka-
stjóra, sem töldu hana ógna innstæðu-
tryggingum og litu óhýru auga, að ís-
lensku bankarnir nýttu sér í útbúum á
evrusvæðinu lausafjárfyrirgreiðslu
Seðlabanka Evrópu eins og aðrir evr-
ópskir bankar utan evrusvæðisins (til
dæmis breskir) gerðu. Ákveðið var í
fjármálakreppunni að veita Íslandi
enga aðstoð. Við þetta bættist stjórn-
málaþróunin í Bretlandi. Þar óttaðist
Verkamannaflokkurinn uppgang
skoskra þjóðernissinna, sem fjölyrtu
um „velsældarboga“ frá Írlandi um
Ísland til Noregs og sjálfstætt Skot-
land framtíðarinnar færi undir. Stjórn
Verkamannaflokksins ákvað í fjár-
málakreppunni að loka tveimur
breskum bönkum í eigu Íslendinga, á
meðan hún jós fé í alla aðra banka
landsins. Þetta leiddi til falls Kaup-
þings. Stjórnin bætti síðan gráu ofan á
svart með því að beita hryðjuverka-
lögum að þarflausu gegn Íslendingum
og siga á þá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum. Velsældarboginn breyttist í
gjaldþrotaboga, eins og Alistair Dar-
ling orðaði það síðar. Bandaríkja-
stjórn sat aðgerðalaus hjá, enda var
Ísland nú ekki lengur hernaðarlega
mikilvægt í hennar augum. Íslands
óhamingju varð allt að vopni.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Bankahrunið:
Svartur svanur