Morgunblaðið - 06.10.2018, Side 30

Morgunblaðið - 06.10.2018, Side 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 Í réttarsölum koma menn saman til að út- kljá deilur sem iðulega rista djúpt í sálarlíf, persónuleg tengsl og fjárhag málsaðila. Í raun má það heita sögulegt, menning- arlegt og lagalegt þrekvirki fyrri kyn- slóða að sammælast um meginreglur og lagalega umgjörð sem festi réttarríkið í sessi, þar sem lögin ráða för en ekki hnefaréttur eða geðþótti. Dómarar halda „þingbók“ um það sem fram fer á „dómþingi“. Slík orð- notkun leiðir hugann að því hvernig unnið er úr ágreiningi á hinum pólit- íska vettvangi, en sannarlega ber orð- ræða þingmanna oft vott um djúp- stæðan ágreining. Ég rita þessar línur til að hvetja alla áhugamenn um stjórnmál til að kynna sér hvernig málflutningur fer fram fyrir dóm- stólum hér á landi, þar sem þinghöld fara alla jafnan fram fyrir opnum tjöldum. Hvatning þessi er sett fram í þeirri einlægu trú að slíkt gæti ekki aðeins bætt stjórnmálamenninguna, heldur mögulega einnig aukið traust almennings til Alþingis – og réttar- kerfisins. Eitt af því sem vakið gæti athygli þess sem í fyrsta sinn fylgist með mál- flutningi fyrir dómi er að stóryrði eru þar fáheyrð. Réttarhöld einkennast af formfestu og gagnkvæmri virðingu. Lögmenn eru vel meðvitaðir um að hvers kyns látalæti og tilgerð eru um- bjóðendum þeirra lítt til framdráttar. Samanburðurinn hér er stjórnmála- mönnum ekki að öllu leyti hagstæður. Í leit að skýringum á þessu misræmi verður ekki fram hjá því litið að lög- menn hafa fengið mikla þjálfun og undirbúning. Hitt kann þó einnig að skipta miklu, að lögmenn eru vel með- vitaðir um að þeim hefur verið falið opinbert þjónustu- og ábyrgð- arhlutverk, sem birtist í því að hér á landi má enginn, sem ekki fer sjálfur með mál sitt fyrir dómi, fela öðrum en lögmanni að gæta þar hagsmuna sinna. Fyrir utan eiginleg málflutn- ingsstörf gegna lögmenn mikilvægu hlutverki þegar þeir veita ráðgjöf út frá gildandi lögum. Í þeirri ráðgjöf kristallast ein helsta röksemdin fyrir því að lögmenn njóti framangreinds einkaréttar, því allir hafa hag af því að geta, á ögurstundum í lífi sínu, fengið faglega ráðgjöf byggða á rökhugsun og yfirvegaðri þekkingu; ráðgjöf sem er hlutlæg og gerir mönnum kleift að sjá ágrein- inginn í tilfinningalegri fjarlægð. Til grundvallar þeirri vernd sem lög veita lögmönnum samkvæmt framangreindu býr sú hugsun að sam- félagið allt hafi ríka hagsmuni af því að verja tilvist slíkrar stéttar. Í fram- kvæmd hefur þetta fyrirkomulag tryggt að sjónarmiðum málsaðila er skilmerkilega haldið til haga fyrir dómi. Auk þess hefur þetta fyrir- komulag styrkt grunnstoðir réttar- ríkisins, því bæði lögmenn og dóm- arar gera sér grein fyrir nauðsyn þess að sönnunarreglur séu virtar, máls- meðferð sé réttlát o.s.frv. Þetta eru burðarstoðirnar sem sjálft lýðveldið – og réttarskipanin öll – stendur á. Ef hafa ætti endaskipti á þessum stoðum og t.d. ganga út frá því í málflutningi að málsaðilar séu illmenni, að gera beri greinarmun á málsaðilum eftir útliti eða miða við að menn séu sekir þar sakleysi þeirra er sannað, stæði réttarríkið ekki lengi undir nafni. Í þessu ljósi má spyrja sem svo: Eru alþingismenn ekki í ábyrgðar- hlutverki rétt eins og lögmenn? Eru þeir ekki málsvarar kjósenda sinna með svipuðum hætti og lögmenn fyrir sína umbjóðendur? Hafa má vissan skilning á því að ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka sendi frá sér hvassorðar yfirlýsingar þegar þeim þykir mikið liggja við. En væri ósanngjarnt að atvinnustjórn- málamenn finni til samsvarandi ábyrgðar og lögmenn í málflutningi sínum og sýni með sama hætti gott fordæmi? Stjórnmálin bæði austan hafs og vestan birta nú um stundir víti til að varast. Í Bandaríkjunum er stjórnmálabaráttan komin í öngstræti og orðin svo hatrömm að líkja mætti henni við skæruhernað, þar sem allt kapp er lagt á að koma höggi á and- stæðinginn og öllum brögðum beitt. Pólitískir andstæðingar eru þar út- málaðir sem ómenni og þeim lýst sem aumkunarverðum, heimskum, sið- blindum og/eða illviljuðum. Varla nokkur dómari myndi leyfa orðnotkun sem þessa í dómsal. Af hverju ættu kjósendur þá að umbera slíkt? Sem almennir borgarar höfum við brýna hagsmuni af því að standa gegn ofsa, illmælgi, alhæfingum og sleggju- dómum. Ekki þarf að fjölyrða um ábyrgð fjölmiðla sem með einhliða fréttaflutningi geta beint þrýstingi að undirstöðum réttaríkisins og ýtt undir múgæsingu. Einmitt í slíku andrúms- lofti skapast tækifæri fyrir skinhelga menn og málsvara þess rétttrúnaðar sem ríkir á hverjum tíma. Þegar góð- borgarar fara að kalla eftir blóði má segja að bresti í krosstrjám réttar- ríkisins. Galdrabrennur og hvers kyns opinberar aftökur hafa iðulega verið framkvæmdar í nafni réttlætis; til að svala reiði og sefa ótta. Dapurlegar áminningar um slíkt, bæði nýjar og gamlar, opinbera ekki aðeins veikleika „kerfisins“ heldur einnig ábyrgð hins almenna borgara. Eiga hróp og áköll um refsingu að ráða för þótt þjónar réttarríkisins finni „enga sök“ fremur en Pílatus forðum? Vestræn siðmenn- ing byggist á því að menn rökstyðji mál sitt, leiði fram sannanir og kynni sér málsatvik áður en komist er að niðurstöðu. Hver sem vill kasta síðast- nefndum viðmiðum fyrir róða lýsir sig um leið andsnúinn hugsjónum réttar- ríkisins. Réttarríkið ver sig ekki al- farið sjálft. Þar hefur þú, lesandi góður, mikilvægu hlutverki að gegna. Réttarríkið stendur ekki án stuðnings Eftir Arnar Þór Jónsson Arnar Þór Jónsson » Vestræn siðmenning byggist á því að menn rökstyðji mál sitt, leiði fram sannanir og kynni sér málsatvik áð- ur en komist er að niðurstöðu. Höfundur er héraðsdómari. Til framfærslu þarf einstaklingur 223 þús- und krónur á mánuði, samkvæmt viðmiðum stjórnvalda. Þetta er án húsnæðis svo að því meðtöldu dugar ekki minna en um 320 þús- und krónur á mánuði til að lifa fyrir þann einstakling. Þetta er staðreynd, sem verður að takast á við, með raunhæfum til- lögum til úrlausnar. Því leitaði þingflokkur Flokks fólksins til dr. Hauks Arnþórssonar stjórnsýslu- fræðings um að hann setti fram til- lögur um jöfnun á skattbyrði milli tekjuhópa, þannig að þátttaka ríkra og fátækra í rekstri samfélagsins verði líkari því sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum og að þeim verði hlíft, sem eru með tekjur und- ir framfærslumörkum við að greiða skatta af þeim tekjum. Hann hefur skilað rökstuddum tillögum í skýrslunni Jöfnuður í skattkerfinu sem er á vef Alþingis og liggur til grundvallar þeirri tillögu sem flutt er. Skattleysi á lægstu tekjur Höfundur þessarar greinar hefur með stuðningi annarra þingmanna Flokks fólksins og tveggja þing- manna Miðflokksins lagt fram á Al- þingi þingsályktunartillögu um að mánaðartekjur einstaklinga undir 300.000 kr. verði undanþegnar skattgreiðslum. Er fjármálaráð- herra með tillögunni falið að gera tímasetta áætlun í þessu efni. Markmið tillögunnar er að jafna skattbyrði milli tekjulágra og þeirra sem hafa háar tekjur þannig að þeir sem hafa tekjur undir 300.000 kr. verði undanþegnir skatti. Þau skattfrelsismörk samsvara 106.387 kr. persónufrádrætti. Um tvöföldun á núverandi skattleysismörkum er að ræða, en þau hafa ekki fylgt launavísitölu frá 1988. Hefðu þau gert það, væri persónufrádrátturinn nánast þessi, sem lagt er til. Til þess að mæta kostnaði að hluta við þessa breytingu er lagt til að persónufrádráttur verði stig- lækkandi eftir því sem tekjur eru hærri og falli alveg niður við 970 þús. kr. Persónufrádrátturinn falli eftir sveigðu ferli sem mildar áhrif- in á tekjuhærri hópa og dregur fram að áherslan er eindregið á að hækka ráðstöfunartekjur láglauna- fólks. Í tillögunni er miðað við að vendipunktur lækkaðra og hækk- aðra skatta verði við 562.000 kr. Skattar hækka smám saman frá þeirri upphæð með hækkandi tekjum uns skattahækkunin nær 53.895 kr. á mánuði, þegar tekjur eru komnar í 970 þúsund kr. Skattahækkun á hærri tekjur yrði sama krónutala. Þann- ig felur tillagan í sér tilfærslu innan tekju- skattskerfisins. Tillagan eykur ráð- stöfunartekjur um 70% skattgreiðenda. Ef miðað er við alla skattgreiðendur á árinu 2017 var helmingur þeirra með tekjur undir 400 þús. kr. og hinn helmingurinn með tekjur yfir því marki. Meðallaun sama hóps var um 540 þús. kr., en háar tekjur teygja meðallaunin upp. Einungis 10% skattgreiðenda höfðu 800 þús. kr. eða meira í tekjur og 4% yfir 970 þús. kr. þar sem tillagan gerir ráð fyrir að skattar hækki mest. Kostnaður við tillöguna Kostnaður ríkissjóðs vegna þess- ar breytinga yrði aðeins um 3,5 milljarðar vegna tilfærslu á skatt- byrði af tekjuskatti frá hærra laun- uðum til lægra launaðra sem yrði um 22 milljarðar kr. Hins vegar yrði kostnaðarauki sveitarfélaga ná- lægt 31,4 milljarðar kr. Breytingin myndi hins vegar auka ráðstöf- unartekjur láglaunafólks um allt að 54 milljarða kr. árlega. Þegar kemur að kostnaði má minna á að tekjur opinberra aðila hækka ef að líkum lætur um 45 milljarða kr. frá 2017 til 2019 vegna hækkaðra tekna skattgreiðenda, áætlað um 32 milljarða kr. hjá rík- inu og um 13 milljarða kr. hjá sveitarfélögum. Eðlilegt væri að hluti þessarar tekjuaukningar væri notaður til millifærslu til sveitar- félaga þannig að skattbyrðin væri jöfnuð í kostnaði. Ekki er með þess- ari tillögu gert ráð fyrir að skatt- þrepum verði breytt, einvörðungu persónufrádrættinum. Markmið tillögunnar Hér er gerð tillaga um breyt- ingar á hinu almenna skattkerfi og því sett ný markmið. Réttur er af sá mismunur á skattbyrði tekju- hárra og tekjulágra hér á landi, samanborið við hlutföll milli sam- bærilegra hópa annars staðar á Norðurlöndum og jafnframt tekist á við að lyfta ráðstöfunartekjum lægstu launa að framfærslu- mörkum. Nái þessi tillaga fram að ganga mun hún þjóna hagsmunum lands- ins, þjóna hagsmunum aldraðra, ör- yrkja og tekjulágra fjölskyldna og verða innlegg í kjarabaráttu verka- lýðshreyfingarinnar fram undan. Framfærsluviðmið og skattleysi lægstu tekna Eftir Ólaf Ísleifsson Ólafur Ísleifsson »Markmið tillögunnar er að jafna skatt- byrði milli tekjulágra og hátekjufólks þannig að þeir sem hafa tekjur undir 300.000 kr. verði undanþegnir skatti Höfundur er alþingismaður og for- maður þingflokks Flokks fólksins. olafurisl@althingi.is gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.