Morgunblaðið - 06.10.2018, Page 31

Morgunblaðið - 06.10.2018, Page 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 Friðargæsla Sam- einuðu þjóðanna er eitt skilvirkasta vopn okk- ar til að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í friðar- og öryggis- málum. Á hverjum degi þjóna karlar og konur undir fána Sam- einuðu þjóðanna og hætta lífi sínu til að vernda milljónir óbreyttra borgara, styðja brothætt friðarferli og hlúa að friði. Dæmi um árangur er hvernig friði hefur verið komið á í ríkjum á borð við Líberíu og Fílabeinsströndina. Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna stendur frammi fyrir sífellt vanda- samari áskorunum, þar á meðal árásum á friðargæsluliða okkar, margslungnum umboðum og mis- miklum pólitískum stuðningi. Friðargæsla er í eðli sínu sameig- inlegt átak: samvinnuverkefni. Árangur næst eingöngu ef sam- starfsaðilarnir leggja sig fram og axla sína ábyrgð, hvort heldur sem er öryggisráðið, ríki sem leggja til her og lögreglu, aðalskrifstofa Sam- einuðu þjóðanna, staðbundin samtök og ríkin sem eru starfsvettvangur- inn. Við þurfum öflugar sameigin- legar aðgerðir til þess að takast á við vandann. Aðalframkvæmdastjórinn beitti sér fyrir frumkvæði sem nefnist „að- gerðir í þágu friðargæslu“ (A4P) 28. mars til þess að efla þessar skuld- bindingar og greiða fyrir árangri þar sem mestu máli skiptir: á vett- vangi. Eftir að hafa ráðið ráðum sínum við aðildarríki og milliríkjasamtök hefur aðalframkvæmdastjórinn lagt fram skjal fyrir aðildarríkin til sam- þykkis Þessi yfirlýsing rekur sameigin- legar skuldbindingar sem miða að því að bæta á áþreifanlegan hátt áhrif og skilvirkni friðargæsluverk- efna: auka stuðning við pólítiska við- leitni, efla skuldbindingar til að bæta þjálfun, tækjabúnað, frammi- stöðu og samstarf. Við höfum fyrir okkar leyti þegar beitt okkur fyrir ýmsum aðgerðum, þar á meðal að bæta frammistöðu, hugarfar og stuðning við friðar- gæsluliða okkar með því að hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun um ör- yggi friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna. Mikið verk er óunnið, en við höfum þegar séð áhrif sameiginlegrar við- leitni okkar. Sautján friðargæslu- liðar hafa týnt lífi vegna ofbeldis það sem af er þessu ári, en voru 26 á sama tíma í fyrra. Þetta er umtalsverð fækkun, en við verðum að vera á varðbergi gagnvart áframhald- andi ógnunum. Dauði jafnvel aðeins eins friðargæsluliða er einu dauðsfalli of mikið. Í mörgum friðargæslusveitum okkar bregðast friðargæsluliðar á skilvirkari hátt við ógnum og árásum. Ég heimsótti Malí nýverið og sá með eigin augum þær jákvæðu breytingar sem MINUSMA- friðargæslusveitin hefur beitt sér fyrir. Margar stöðvar okkar eru öruggari vegna bætts eftirlitskerfis til að greina hættu. Friðargæslulið- ar okkar á stöðum eins og Aguelhok og Tessalit hafa fjölgað eftirlits- ferðum til þess að verja íbúa, þrátt fyrir umtalsverða hættu. Breytt hugarfar og bætt viðbragðshæfni liðsins hefur minnkað mannfall í árásum, eins og í árás á stöð okkar í Timbúktú í apríl, þegar árásar- mönnum var svarað af miklu afli. Við höfum líka látið fara fram óháðar úttektir á starfi friðargæslu- sveita til að fara yfir umboð þeirra og ákveða hvort hvort við beitum réttum aðferðum og höfum réttan búnað til að ná markmiðum okkar. Við erum að efla samvinnu okkar við helstu samstarfsaðila, sérstak- lega Afríkusambandið og Evrópu- sambandið. Þrátt fyrir að við leggj- um okkur öll fram náum við ekki árangri án þess að allir samstarfs- aðilar okkar leggi hönd á plóginn. Þegar við eflum friðargæsluna er- um við líka að hjálpa þeim ríkjum sem sjá okkur fyrir herliði og lög- reglu, þar á meðal með því að greiða fyrir þjálfun sem er nauðsynleg til að okkar fólk sé í stakk búið og tilbúið til að takast á við verkefnin. Að sama skapi gegna aðildarríkin lykilhlutverki í því að auka hlut kvenna í friðargæslu á öllum stigum. Fleiri konur í friðargæslu þýðir betri friðargæsla. Konur eru nú að- eins 21% friðargæsluliða og við verðum öll að sameinast um að gera betur. Í allri okkar sameiginlegu við- leitni verður það að vera forgangs- mál að frammistaða liðsmanna Sam- einuðu þjóðanna standist ýtrustu kröfur. Á undanförnum árum höfum við leitast við að auka reikningsskil og gagnsæi, aukið vitund og aukið stuðning við fórnarlömb. Engu að síður verðum við að leggja harðar að okkur í samstarfi við aðildarríkin, sem hafa vald til þess að draga allt sitt lið, hvar sem sökudólgar eru í goggunarröð, til ábyrgðar fyrir glæpsamlegt framferði. Við erum staðráðin í því að láta ekki okkar eftir liggja til að efla friðargæsluna. Yfirlýsingin um sam- eiginlegar skuldbindingar sem meir en 135 ríki hafa undirritað (og fleiri geta bæst við) er mikilvæg og þýð- ingarmikið fyrsta skref. En við verðum nú í sameiningu að láta at- hafnir fylgja orðum á vettvangi. Þar er það brýnast og þar treystir fólk á okkur. Friðargæsluliðar eru sendir til staða sem eru á meðal þeirra erfið- ustu og margslungnustu í heimi til þess að vernda berskjaldað fólk. Fyrir hundruð milljóna manna er þetta síðasta vonin og fólkið á skilið allan okkar stuðning. Hvernig við getum brugðist við vanda friðargæslu Eftir Jean-Pierre Lacroix » Fleiri konur í frið- argæslu þýðir betri friðargæsla. Konur eru nú aðeins 21% frið- argæsluliða og við verð- um öll að sameinast um að gera betur. Höfundur er yfirmaður friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. Jean-Pierre Lacroix Nýlegar rann- sóknarniðurstöður Rannsókna og grein- ingar sýna að notkun rafrettna meðal nem- enda á efstu stigum grunnskóla, hefur margfaldast á undan- förnum árum. Árið 2018 höfðu fjórir af hverjum tíu (40,7%) nemendum í 10. bekk prófað rafrettur, rúmlega tveir af tíu höfðu notað þær einu sinni eða oftar í mánuði og einn af tíu gerði það daglega. Til sam- anburðar höfðu 17% nemenda í 10. bekk notað rafrettur einu sinni eða eða oftar um ævina árið 2015. Áhættuþáttur fyrir reykingar Daglegar tóbaksreykingar í 10. bekk hafa staðið nokkurn veginn í stað undanfarin ár. Um það bil tveir af hverjum hundrað nem- endum reykja tóbak daglega. Þessi jákvæða þróun átti sér stað áður en rafrettur urðu útbreiddar í grunnskólum. Þeir sem sinna tóbaksvörnum hafa nú verulegar áhyggjur af því að rafrettur geri unglinga háða nikótíni. Hvort það síðan auki hættuna á því að ein- hverjir þeirra leiðist í kjölfarið út í tóbaksreykingar er óljóst, en ekki ósennilegt. Ekki er komin nægilega mikil reynsla af þessu hér á landi til að geta dregið öruggar ályktanir, en erlendar rannsóknir benda til að það sé vissulega ástæða til að hafa af þessu áhyggjur. Kerfisbundin greining sem gerð var á öllum tiltækum rann- sóknum sem birtar höfðu verið um efnið sýndi að unglingar sem höfðu prófað rafrettur voru lík- legri til að byrja að reykja en þeir sem ekki höfðu prófað þær. Rafrettuneytendur voru þrisvar til átta sinnum líklegri (eftir rannsóknum) en þeir sem aldrei höfðu notað rafrettur, til að ánetj- ast tóbaksreykingum. Höfundar komust að þeirri niðurstöðu að rafrettunotkun væri sjálfstæður áhættuþáttur fyrir að unglingar byrja að reykja. Skaðsemi Enginn veit, enn sem komið er, hve skaðlegt það er til lengdar að anda að sér rafrettugufu. Lang- tímarannsóknir standa þó yfir. Hafa ber í huga til viðmiðunar að það tekur oft langan tíma fyrir tóbaksreyk að valda sjúkdómum. Það er því fleipur að halda því fram að rafrettur séu sannanlega skaðlausar. Það nýjasta á því sviði er rannsókn um áhrif raf- rettugufu á hjarta og æðakerfið. Hins vegar er ekki nokkur vafi á því að ef allir sem reykja tóbak í dag skiptu á morgun yfir í raf- rettur eða nikótínlyf yrði af því mikill ávinningur fyrir lýðheils- una. Allt er betra en að reykja tóbak. Nikótín Talsmenn þeirra sem sjúga raf- rettur benda gjarnan réttilega á að ekki hefur verið hægt að sýna fram á að nikótín eitt og sér valdi krabbameinum. Það er hins vegar fleipur að nikótín hafi ekki áhrif á krabbamein. Nikótín örvar vöxt þeirra krabbameina sem hafa myndast í líkamanum og stuðlar að því að þau dreifi sér. Að falla í veip Fleipur um að rafrettur séu nánast skaðlausar getur orðið til þess að börn og unglingar ánetj- ist nikótíni. Einnig bendir ýmis- legt til þess að fyrrverandi reyk- ingafólk, sem hefur verið reyk- laust jafnvel áratugum saman, sé að fikta við rafrettur og festist aftur í fjötrum nikótínsins. Engar rannsóknir eru þó til um það. En eftir að hafa heyrt margar slíkar sögur og sjálfur orðið vitni að þessu í mínu nær- umhverfi og klínísku starfi, ákvað ég að reyna að gera á þessu rannsókn. Ég ræddi við fólk sem hafði set- ið í vísinda- siðanefndum, um þessa hugmynd. En þar kom ég að stein- vegg. Það er nefnilega ekki siðfræðilega réttlætanlegt að fá fólk sem hafði hætt að nota nikótín fyrir áratugum síðan til að prófa rafrettur, bara til að sjá hvort það myndi festast aftur í nikótínfíkn. Reykleysismeðferð Rafrettur voru upphaflega þró- aðar til að hjálpa forföllnum nikó- tínistum að hætta að reykja. Það er vissulega rétt að margir hafa hætt að reykja með því að skipta yfir í rafrettur, það veit ég af klín- ískri reynslu og rannsóknir virðast styrkja það. Að halda öðru fram er fleipur. Mín klíníska reynsla af reykingafólki sem reynir að hætta með aðstoð rafrettna er þó mis- jöfn. Margir gefast upp. Því þróuð- um við sérstakt stuðningsúrræði fyrir þetta fólk og prófuðum það í rýnihópum. Það virtist gefa góða raun, en ekki hefur fengist fjár- magn til að gera langtíma rann- sókn á varanlegu reykleysi þeirra sem reyna að hætta tóbaksnotkun með því að nota rafrettur. Rafrettumeðferð Hluti þeirra einstaklinga sem fengu stuðning í rýnihópum til að hætta að reykja með hjálp raf- rettna greindi frá því í viðtölum að það vildi sem fyrst hætta alveg að nota nikótín. Það virtist þó þrautin þyngri að segja skilið við rafrett- una. Því er í þróun sérstakt með- ferðarúrræði fyrir fyrrverandi reykingafólk sem vill hætta að nota rafrettur. Heimildir eru aðgengilegar hjá höfundi: asgeir.helgason@ki.se Fleipur um veipur Eftir Ásgeir R Helgason Ásgeir R. Helgason »Enn er margt á huldu varðandi hættur og mögulegan ávinning af notkun rafrettna. Höfundur er dósent í sálfræði og lektor í samfélagslækningum við Karolinska institutet og Háskólann í Reykjavík. asgeir.helgason@ki.se – fyrir dýrin þín Ást og umhyggja fyrir dýrin þín Veldu bosch hundafóður fyrir hundinn þinn Þýskt hágæða fóður – fersk innihaldsefni án aukaefna. Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranes | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is 15 kg 8.990 kr. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.