Morgunblaðið - 06.10.2018, Page 39

Morgunblaðið - 06.10.2018, Page 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 ✝ HalldórHelgason fæddist á bænum Gröf í Miklaholts- hreppi 1. ágúst 1933. Hann lést á Dvalarheimilinu Skjóli við Klepps- veg 24. september 2018. Foreldrar hans voru Helgi Pét- ursson, sérleyfis- hafi og bóndi, Gröf í Mikla- holtshreppi, f. 16. september 1905 á Borg í Miklaholts- hreppi, d. 22. maí 1969 í Reykjavík, og Unnur Halldórs- dóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1913, Gröf í Miklaholtshreppi, d. 22. október 1988 í Reykjavík. Systkini Halldórs eru Pétur Haukur, f. 10. apríl 1937, Hilm- ar, f. 10. apríl 1939, d. 16. ágúst steinssyni, f. 1. júlí 1954, og eru börn þeirra a) Stefán Jóhann, f. 1978, giftur Örnu Sædal Andr- ésdóttur, f. 1981, og eru börn þeirra Aron Elvar, f. 2010, og Kristín Edda, f. 2012. Fyrir átti Stefán Jóhann þau Brynjar Stein, f. 1999, og Kristjönu Freydísi, f. 2001, og b) Agnes, f. 1983, gift Guðjóni Hugberg Björnssyni, f. 1982, og eru börn þeirra a) Sunna, f. 2012, og b) Heiðrún Ásta, f. 2014. Halldór bjó í Gröf í Mikla- holtshreppi með foreldrum sín- um uns hann giftist og fluttist til Reykjavíkur 1961. Halldór var bifreiðastjóri alla tíð, fyrst hjá föður sínum sem rak Sér- leyfisbifreiðar Helga Péturs- sonar ehf. og eftir hans dag ráku þau systkinin fyrirtækið til ársins 2001. Um tíma hafði Halldór leyfi til reksturs leigu- bíls og ók hjá Bæjarleiðum á veturna en rútunni á sumrin. Síðustu starfsárin starfaði hann með systkinum sínum við áætlunarakstur á Snæfellsnes. Útför Halldórs hefur farið fram í kyrrþey. 2014, Ásgeir, f. 25. febrúar 1948, og Kristín f. 26. júní 1955. Þann 19. nóvem- ber 1960 giftist Halldór Jóhönnu Guðríði Sigur- bergsdóttur frá Haukatungu í Kol- beinsstaðahreppi, f. 19. september 1933, d. 23. mars 2004. Börn Halldórs og Jó- hönnu Guðríðar eru: 1) Val- garð Sigurbergur, f. 26. maí 1961, og 2) Unnur, f. 20. nóv- ember 1965, gift Jökli Höj- gaard Sigurjónssyni f. 20. maí 1964, og eru börn þeirra Hall- dór Páll, f. 1997, og Ólafur Sigurjón f. 2001. Áður átti Halldór dótturina Kristjönu, f. 11. ágúst 1956, gift Svani Aðal- Þá er pabbi farinn í sína síð- ustu ferð. Það eru endalausar minningar sem koma upp í hug- ann – bíltúrar, samtöl og ráð, sumt skemmtilegt annað með „uppeldislegu ívafi“. Síðan renna upp tilfinningar í öllum myndum frá mestu gleði til dýpstu sorgar – allt eftir tilefn- inu hverju sinni. Pabbi var ekki maður hinna mörgu orða en hann hafði gildin í lífinu á hreinu. Ég á eftir að sakna hans lengi. Hann var og verður fyr- irmynd fyrir svo ótal margt; vel- vild, umburðarlyndi og tillits- semi. Fyrirmyndina skildi ég betur eftir því sem árunum mín- um fjölgaði. Tærnar mínar eiga langt í hælana hans. Mér finnst ég varla heill, né hálfur maður, og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okkur hjá blómunum, er rökkvar, ráðið stjörnumál, gengið saman hönd í hönd, hæglát farið niðrað strönd. Fundið stað, sameinað beggja sál. Horfið er nú sumarið og sólin í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin, nú einn ég sit um vetrarkvöld. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar, ég reyndar sé þig alls staðar, þá napurt er. Það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Valgarð S. Halldórsson. Elsku pabbi minn – nú erum við komin að vegamótum og leið- ir skilja í bili. Minningarnar flæða um hugann, fullar af þakk- læti, hlýju og virðingu. Að fylgjast með þér undan- farin ár, þegar þú varst að tak- ast á við breyttar forsendur í lífi þínu, var mér til mikillar eftir- breytni. Í hvert sinn sem ég kom var tekið á móti mér með hlýjuna í augunum. Við höfum átt dásamlegar stundir saman, ýmist þar sem við höfum setið og spjallað eða setið hönd í hönd og notið augnabliksins í þögn- inni. Breyttum aðstæðum mætt- ir þú af miklu æðruleysi, já- kvæðni og þakklæti gagnvart öllum sem voru þér innan hand- ar. Mér er ofarlega í huga samtal sem við áttum fyrir mörgum ár- um um heiðarleikann. Þá gafst þú mér heilræði sem hefur fylgt mér alla tíð þegar þú sagðir við mig, sannleikurinn og heiðar- leikinn er ekki alltaf auðveldur en það skilar sér í lífinu að hafa þessa þætti að leiðarljósi. Þú hvattir mig til að hafa þetta hug- fast í lífinu – það myndi skila sér. Oft verður mér hugsað til þessara orða þinna og hef átt þetta sama samtal við afadreng- ina þína, sagt þeim frá okkar samtali. Eftir að við misstum mömmu nutum við fjölskyldan þess að þú komst og varst hjá okkur á kvöldin. Það eru dásamlegar minningar sem flæða um hug- ann þegar þú varst að fræða afa- strákana með fjölbreyttu spjalli, spila, hjálpa til með heimalest- urinn að ógleymdri lestrarstund fyrir háttinn. Þekking þín á landinu okkar var aðdáunarverð og í dag hugsa ég, bara að ég hefði hlustað bet- ur á allan þann fróðleik sem þú miðlaðir á ferðalögum okkar um landið. Nöfnin á fjöllum, ám, bæjum og öðrum staðháttum þuldir þú upp fyrir okkur en oft voru eyrun ekki nægilega vel opin. Þó eru mörg kennileiti á landinu sem sátu eftir og þegar keyrt er þar um rifjast upp dásamleg ferðalög okkar saman. Sól þín hvarf burt en þú ert kyrr, í þinni vernd ég er sem fyrr. Þú sérð mig er ég sofna nú, við sæng mína þá vakir þú. (KVI) Elsku pabbi minn – að leið- arlokum er þakklæti mér efst í huga, pabbastelpunni sem þú gerðir allt fyrir. Takk fyrir fyr- irmyndina, allt sem þú varst mér, gerðir fyrir mig og kenndir mér. Ég kveð þig full þakklætis. Þín Unnur. Elsku afi okkar, það verður sárt að vera án þín. Alla tíð hefur þú verið hlýr, traustur og einstakur maður. Þú last fyrir okkur sögur á hverju kvöldi fyrir svefninn, þú fylgdist stoltur með okkur ná bílprófun- um, þú varst alltaf tilbúinn til að leyfa okkur að gista hjá þér og svo óendanlega mikið meira. Þú varst maður sem var alltaf með opinn og hlýjan faðm, tilbúinn að taka á móti okkur. Það veitir okkur ró að vita að þú ert kom- inn í hvíld og stendur við hlið hennar ömmu á ný. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku afi, skilaðu kveðju til ömmu frá okkur og takk fyrir allt saman. Þínir afastrákar, Halldór Páll og Ólafur Sigurjón. Aldur færist yfir, kraftur þrotinn, heilsa brostin, lífs- hlaupi lokið. Þannig skiljum við flest okkar við þennan heim en á mismunandi aldursskeiði. Hall- dór Helgason var 85 ára þegar hann kvaddi eftir erfið síðustu ár. Margar minningar hlaðast upp eftir öll dásamlegu árin okkar frændanna, alltaf í blíðu þótt margt væri brallað í árana rás. Ekki verða upptalin hér okkar samskipti en þau voru mikil og vil ég þakka af alhug. Mikill gæfumaður var Halldór í sínu ævistarfi sem bifreiðastjóri hóp og sérleyfisbíla Helga Pét- urssonar H.P. Snæfellsnes- Reykjavík og ekki besta veður á þeirri leið eins og þekkt er og í leiguakstri á Bæjarleiðum um ára bil. Mikil breyting varð á högum frænda míns við fráfall elsku- legrar eiginkonu 2004. En stoð og stytta hans eftir fráfall Jóhönnu voru börnin Unnur og Valgarð. Ljúfur og glæsilegur maður er nú kvadd- ur, mikill vinur, höfðingi og ná- granni í sveitinni til margra ára, tilbúinn til aðstoðar og hjálpar ef þörf var á. Guð blessi minningu kærs vinar, Halldórs Helgasonar. Innilegar samúðarkveðjur frá okkur hjónum, kæru ættingjar og vinir. Karl Ásgrímsson. Halldór Helgason ✝ Ingibjörg Eð-varðsdóttir fæddist á Akureyri 27. september 1940. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Lögmanns- hlíð 24. september 2017. Foreldrar henn- ar voru Edmund Ullrich, f. 10. júní 1901, d. 1989, og Berta Emma Karlsdóttir, f. 8. ágúst 1904, d. 12. apríl 1991. Systur hennar Friða Emma Eðvarðdóttir, f. 31. maí 1927, d. 30. maí 2009, Bryndís Ágústa Eðvarðsdóttir, f. 6. ágúst 1935, d. 25. nóvember 1936, Bryndís Súsanna dóttir, f. 19. apríl 1989, 3a) Þórdís Emma Eyþórsdóttir, f. 19. júní 2012, 3b) Snæþór Ingi Eyþórsson, f. 24. júlí 2014, 3c) Hafþór Bergmann Eyþórsson, f. 19. maí 2018. 4) Kolbrún Stella Gestsdóttir, f. 29. apríl 1992, 4a) Árný Tekla Ingólfs- dóttir, f. 17. febrúar 2015. Jens Ingi Gestsson, f. 6. okto- ber 1995, Gestur Bergmann Gestsson, f. 16. mars 1999. 2) Sigurður Bergmann Svavars- son, f. 4. desember 1963. Börn hans eru 1) Dagmar Sigurðar- dóttir, f. 25. júlí 1989, 1a) Embla Dagbjört Davíðsdóttir, f. 6. mars 2013, 1b) Ernir Daði Davíðsson, f. 14. apríl 2015. 2) Hrönn Sigurðardóttir, f. 18. janúar 1994. 3) Íris Sigurðar- dóttir, f. 17. mars 1996. 3) Magnús Jón Ólafsson, f. 14. apríl 1974. Sonur hans Dreng- ur Magnússon, f. 1. júlí 2018. Ingibjörg var búsett á Akur- eyri að Oddagötu 7. Útför hennar fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Eðvarðsdóttir, f. 28. apríl 1938. Börn hennar eru 1. Bryndís Ágústa Svavars- dóttir, f. 12. ágúst 1962, börn hennar 1) Ingibjörg Krist- ín Gestsdóttir, f. 27. september 1981, 1a) Veronika Líf Guðbjarts- dóttir, f. 5. júlí 2006, 1b) Aníta Ösp Bergmann Guðbjartsdóttir, f. 14. júlí 2013. 2. Ásthildur Helen Gests- dóttir, f. 17. júlí 1983, 2a) Bryndís Rósa Árnadóttir, f. 11. mars 2005, 2b) Ólöf Kristín Árnadóttir, f. 23. desember 2006. 3) Sædís Svava Gests- Elsku amma, nú ert þú farin frá okkur allt of snemma og verð- ur þín sárt saknað. Ég vil þakka þér fyrir allar yndislegu stund- irnar sem við áttum saman, elsku amma, þær voru mér dýrmætar. Samúðarkveðju vil ég senda til Gulla eftirlifandi eiginmanns ömmu. Hinsta kveðja. Þín nafna Ingibjörg Kristín Gestsdóttir. Dauðinn kvað; „ég sæki þig svo skjótt“, í skjóli nætur sveipaður skikkju ofinni úr svörtu hýjalíni. Beinaber hönd greypt um gyllt orfið, glampar á ljáinn við fyrsta slátt. Nýverið flutti amma mín í höll minninganna með bílfarm af minningum um hlýja sumar- morgna í sólbaði fyrir utan glugga hennar, hlátur í eldhúsi oft út af ekki neinu sérstöku og sögum sem mér virtust úr fyrnd- inni þegar hún var vinnusöm lítil stúlka í torfbæ eða ung kvenna- skóladama og átti lífið allt fram- undan. Þessi búslóð hennar er ekki af verri endanum og mun ég á komandi árum getað leitað í hirslum og skúmaskotum hennar eftir ljósglætum úr fortíðinni. Góðum ráðum og fordæmum. Amma bjó yfir mörgum ágætum kostum. Hún var fyrst og fremst stolt kona, hreinskilin og ekki feimin við að deila skoðun sinni. Glaðlyndi hennar og hispursleysi var aðdáunarvert, meira að segja á hennar hinstu dögum var enn hægt að slá á létta strengi og gantast með ástand hennar eins og það var orðið. Hún kenndi mér að líta á lífið sem gjöf sem unnt er að ráðstafa að vild. Það er hug- urinn og viðhorfið sem er helsti þröskuldur tilverunnar. Því ber manni að sætta sig við orðinn hlut og líta hnarreistur fram á við með glaðværðina að leiðarljósi, tilbú- inn að mæta því sem koma skal. Huggun úr skjóli þú veittir, sefandi sárum beittir, líkn og mildum tárum. Lausnari úr lífsins gárum. Ásthildur Helen. Jæja, þá er komið að því að ég setjist niður og skrifi fallega minningargrein um þig, elsku amma mín. Það sló mig svolítið þegar ég fékk hringinguna frá pabba mínum að þú værir nú far- in frá okkur, ég bara áttaði mig ekki á því. Þú varst búin að vera veik og sterk síðustu mánuði. Ég fór með börnin mín og mömmu í heimsókn til þín miðjan ágúst, rúmlega mánuði áður en þú fórst. Mikið er ég glöð að hafa getað hitt þig þá. Ég man að ég hugsaði „ætli þetta sé síðasta skiptið sem ég mun sjá þig“. Ég allavega kyssti þig og knúsaði þig vel og lengi áður en við fórum, horfði á þig í glugganum meðan við vor- um að bakka bílnum frá húsinu og alveg þangað til að þú sást ekki meir. Árið 2010 þá kynntist ég þér mjög vel, það var þá sem ég flutti til Akureyrar til að stunda nám. Ég kom til þín 1-2 sinnum í viku, bæði til að spjalla við þig og líka til að hjálpa þér við heimilisstörf- in. Við Eyþór vorum mjög dugleg að koma til ykkar Gulla, bæði í að hjálpa ykkur í að gera upp húsið ykkar og bara í spjall. Við náðum ótrúlega góðu sambandi og leit ég á þig sem ein af mínum góðu vinkonum. Þegar ég varð ólétt að börnunum mínum var ég fljót að segja þér frá því, þú varðst alltaf svo glöð þegar ég sagði þér frá þessum gleðifréttum, ég man bara fyrir ári síðan þegar ég varð ólétt að Hafþóri þá sagði ég þér fyrst frá þessu, aðeins gengin fimm vikur á leið. Við vorum það nánar. Þegar við Eyþór ákváðum að flytja frá Akureyri í maí 2013 þá fannst mér mjög erfitt að segja þér frá því, en þú tókst því vel og sýndir því skilning. Gulli hjálpaði okkur að flytja austur og við ákváðum að vera duglegar að hringja hvor í aðra sem og við gerðum. Við spjölluðum stundum alveg upp í klukkutíma um allt og ekkert, hlógum og fífluðumst. Ég mun sakna þess að heyra þig hlæja, því að þú hlóst mikið. Und- ir það síðasta var mjög erfitt og vont fyrir þig að tala og mér fannst mjög erfitt að geta ekki heyrt í þér. Amma! Ég mun sakna þín! Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín, Sædís Svava. Ingibjörg Eðvarðsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og minningargjafir vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HRAFNHILDAR MAGNÚSDÓTTUR, Neðstaleiti 8, Reykjavík. Guðmundur Pálsson Ragnheiður Þóra Kolbeins Auður Pálsdóttir Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Guðbjörg Pálsdóttir og fjölskyldur Þegar elskuleg frænka, Jenný, er kvödd, þá kveðjum við ekki bara hana heldur kynslóð hennar sem bar okkur systkinin og frændsystk- inin á höndum sér alla tíð. Jenný var yngst barna Maríu Önnu Kristjánsdóttur af Snæfjalla- strönd og Sigfúsar Guðfinnsson- ar sem var elstur þeirra átta sem upp komust af 15 barna hópi á neðri hæðinni í Litlabæ í Skötu- firði. Guðfinnur pabbi var elstur átta systkina, sem kölluðu sig Ís- firðinga þótt fjögur fyrstu væru úr Djúpinu, fædd í Kolakoti undir Folafæti og á Tjaldtanganum. Árið 1925 flutti fjölskyldan til Jenný Sigrún Sigfúsdóttir ✝ Jenný SigrúnSigfúsdóttir fæddist 13. júlí 1933. Hún lést 22. september 2018. Útför Jennýjar var gerð 1. október 2018. Ísafjarðar þar sem yngri systkinin fæddust og þau ól- ust öll upp. Ég minnist þess hvernig þessi fjöl- skylda tók á móti okkur systkinunum þremur sem fylgdu móður minni inn í annað hjónaband við Vestfirðing. Hjá pabba fengum við aldrei að finna að við værum baggi, heldur þvert á móti bón- usvinningur, sem hann skildi vart hvernig hann gæti verðskuldað til viðbótar við þá íðilfögru og góðu konu sem hann var að eign- ast. Sama gilti um alla hans fjöl- skyldu og hefur gert alla tíð. Jenný var sérstök í þessum systkinahópi, þótt hún væri ekki laus við hlédrægni og háttvísi sem einkenndi þau. Grundvall- arafstaða þeirra, eins og ég kynntist best hjá pabba, var að gera ekki kröfur til annarra en sjálfs sín. Það varð engu að síður hlutskipti Jennýjar að verða hetja, ekki bara í okkar augum, heldur í jafnréttisbaráttu kvenna. Jenný lét sig hafa það að stíga fram og segja hingað og ekki lengra, er á henni hafði verið brotið á vinnustað þar sem hún gegndi ábyrgðarstöðu, var launa- gjaldkeri Heilsuverndarstöðvar- innar með ábyrgð á kjaramálum 400 manns. Í framhaldi af skipu- lagsbreytingum árið 1990 var brotið á henni við stöðuveitingu og með kynbundinni launamis- munun. Hún vann glæstan sigur í þessu máli fyrir Kærunefnd jafn- réttismála í maí 1993, en þá var Jói hennar fallinn frá. Þetta mál var fyrsta sinnar tegundar og sætur sigur, ekki einungis fyrir Jennýju, heldur jafnréttisbarátt- una alla og styrkti aðrar konur í sömu stöðu. Jenný var skemmtileg og fal- leg kona, hlý og brosmild, en jafnframt ákveðin og fylgin sér. Lík Maríu ömmu að því leyti. Jenný hélt sínum einkennum þrátt fyrir erfið veikindi síðustu árin. Guð blessi minningu hetjunnar okkar. Sveinn Rúnar Hauksson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.