Morgunblaðið - 06.10.2018, Side 40

Morgunblaðið - 06.10.2018, Side 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 ✝ Jóhann ÓlafurBjarnason fæddist á Dalvík 14. maí 1950. Hann lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 20. september 2018. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Th. Jónsson, f. 29.8. 1921, og Hild- ur Jóhannsdóttir, f. 3.10. 1925, sem bæði eru látin. Systkini Jóhanns eru. Jón Baldvin, f. 13.3. 1949, látinn. Þóra Soffía, f. 11.2. 1955. Sædís Guðrún, f. 26.12. 1967. Jóhann kvæntist Aðalheiði R. Kjart- ansdóttur 25.12. 1971 og eru börn þeirra þrjú. Bjarni Th. Jóhannsson, f. 2.2. 1971, kona hans er Valbjörg Rós Ólafsdóttir. Linda Rós Jóhanns- dóttir, f. 9.9. 1972. Baldvina Björk Jó- hannsdóttir, f. 18.7. 1988. Barnabörnin eru ellefu talsins. Útför Jóhanns fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag, 6. október 2018, klukkan 13.30. Genginn er á braut góður vinur, Jóhann Ólafur Bjarnason. Kæri mágur, leið okkar hófst þegar við vorum 16 ára, ég þá kærasta Jóns bróður þíns og þú kærasti Heiðu systur minnar. Samgangur milli okkar var því mikill. Við fórum saman í mörg ferðalög – og þar stendur upp úr ferð okkar saman til Flórída, í samtals þrjár vikur. Mikið var það góð ferð og skemmtileg. Það var afmælisferðin okkar allra. Heiða og Jón voru ári á undan og ári á eftir okkur, svo við slógum saman afmælum. Þið Jón voruð nánir vinir og voruð saman til sjós, þú vélstjóri og Jón minn stýrimaður. Áhugi á íþróttum var mikill hjá ykkur báðum, sérstaklega þá á skíðum. Þegar þú hættir til sjós og fórst að vinna í landi, starfaðir þú mikið í íþróttamálum, sinntir barnastarfinu sérstaklega vel, þjálfaðir skíði, golf og frjálsar, svo eitthvað sé nefnt. Enda varstu með eindæmum barn- góður og munu mörg börn minnast þín með væntumþykju. Þú varðst fyrir miklu áfalli þeg- ar Jón, bróðir þinn og nánasti vinur, dó langt fyrir aldur fram. Elsku Jói, þú reyndist okkur alla tíð vel og ég og börnin mín gátum alltaf leitað til þín. Fyrir það erum við ætíð þakklát og metum mikils. Þegar ég fékk þá hugmynd þarna um árið að opna kaffihús, þá studdir þú mig heilshugar í því eins og öðru. Þú varst alltaf til taks þegar ég þurfti aðstoð og varst eins og fæddur í þjónustuhlutverkið. Það voru góðir tímar hjá okkur. En þú varðst fyrir enn einu áfallinu árið 2005, fékkst heila- blæðingu. Áfram barðist þú samt, eins og þín var von og vísa og áttir nokkur þokkaleg ár. Starfaðir í Dalvíkurskóla eins og heilsan leyfði, bæði þér og börnum til gleði og ánægju. Fyrir rúmum tveimur árum fór að halla undan fæti og heils- an versnaði, en Jóhann minn, aldrei misstir þú góða skapið og aldrei kvartaðir þú. Þvílíkt æðruleysi sem þú sýndir. Síð- asta stóra gleðistundin sem þú fagnaðir var brúðkaupsdagur Bjarna sonar þíns og Vallýjar konu hans í ágúst í sumar. Þar átti fjölskyldan yndislegan dag og voru þá margar myndir teknar sem eiga eftir að ylja um ókomna tíð. Það er ótal margt hægt að rifja upp sem ég ætla að eiga í minningabankanum mínum, en læt staðar numið hér. Elsku Jóhann mágur minn, þakka þér fyrir allt. Þú skilar kveðju til hans Jóns míns. Minningin um ykkur, góðu drengina, lifir. Elsku Heiða mín, Bjarni, Linda, Baldvina og Jóhann, megi Guð og góðar vættir hjálpa ykkur í sorginni. Kveðja, Sigurlín Kjartansdóttir (Lína). Nú er hinn mikli félagi okkar, Jóhann Bjarnason, fallinn frá. Jói Bjarna eins og hann var oft kallaður var litríkur per- sónuleiki og skíðamönnum á Dalvík að góðu kunnur. Við sem æfðum skíði á Dalvík á 9. og 10. áratugnum, fengum að njóta hinnar yndislegu nærveru Jóa. Jói var lengi mjög virkur í Skíðafélaginu og fararstjóri á Andrésarleikunum. Þegar við færðumst upp í unglingaflokk og fórum að ferðast á bikarmót, fylgdi Jói okkur eftir ásamt Bjögga Hjöra þjálfara. Fljót- lega varð Jói órjúfanlegur hluti af hópnum og farið að gantast með að við værum hálfgerð klíka! Sú ímynd og sjálfsmynd fest- ist við hópinn en eingöngu á já- kvæðan hátt, þ.e. við vorum samheldinn hópur sem naut þess að vera saman á skíðum í leik og keppni. Það henti á sumrin að við hittumst öllsömul og sprelluðum eitthvað. Eitt sinn vorum við að þvælast á hjólum og hittum Jóa fyrir til- viljun. Þá sótti hann hjólið sitt í hvelli og hjólaði með okkur um Víkina í mikilli rússíbanareið, við stukkum inn í garða og ösl- uðum ýmsar torfærur og mold- artroðninga. Jóa fannst ekkert eðlilegra en að taka þátt í leik okkar þarna um sumarið líkt og hann var vanur að gera uppi í Böggvisstaðafjalli á veturna. Það voru ófáar keppnisferðir sem Jói fór með okkur en ferð- irnar suður standa upp úr. Í þá daga var alltaf flogið suður og tekinn bílaleigubíll, ævinlega Mitsubishi L300. Gist var á Hótel Loftleiðum og skapaðist þar skemmtilegt andrúmsloft með síma í öllum herbergjum, klakavél á ganginum svo ekki sé minnst á lyftuna. Þarna voru stundaðar miklar „Víkinga- sveitaræfingar“ og var keppnin yfirleitt ekki hugleidd fyrr en í fjallinu. Alltaf var stutt í gleði og glens hjá Jóa, svo sumum þótti jafnvel nóg um, a.m.k. þótti næturverði á Hótel Loft- leiðum það óþarfa fíflalæti þeg- ar Klíkumeðlimir báru Jóa flat- an inn í anddyri, lögðu á gólfið og uppskáru hinn tifandi og skemmtilega hlátur Klíkufor- ingjans. Þetta var ósköp eðlileg „Vík- ingasveitaræfing“ hjá okkur sem Jói bara tók þátt í! Við fór- um alltaf í keilu og þythokkí í þessum suðurferðum enda stutt í Keiluhöllina í Öskjuhlíð. Einn- ig í bíó og sérlega minnisstæð er hamborgaraferð á Hard Rock Café, það þótti okkur mjög fullorðinslegt og framandi, enda þjónustufólkið eingöngu myndarlegar stúlkur í fremur stuttum pilsum. Eitt sinn vorum við á UMÍ í Reykjavík og vor- um að missa af fluginu norður. Mikið gekk á við að lesta L300 og áður en síðasti maður komst allur inn botngaf Jói bílnum og hló. Þegar við vorum hálfnuð út á flugvöll sást að einn hafði orð- ið eftir í atganginum svo Jói mátti taka á öllu sínu til að snúa við í Reykjavíkurumferðinni. Fyrst var Jói alvarlegur en um leið og Marri var kominn um borð var Klíkuforinginn aftur farinn að hlæja: „he, he, he, he!“ Hin síðari ár hefur Klíkan komið saman um hverja páska og skemmt sér saman á skíðum og í mat eftir á. Þetta eru sann- kölluð Klíkumót og hefur nokk- uð fjölgað í hópnum hin seinni ár. Elsku Heiða og fjölskylda, Guð styrki ykkur í sorginni, minningin um yndislegan félaga og Klíkuforingja lifir með okkur skíðamönnum. F.h. Klíkunnar, Sveinn B. og Gunnþór Eyfjörð. Jóhann Ólafur Bjarnason ✝ Böðvar Sigur-jónsson fædd- ist í Norðurkoti á Eyrarbakka 6. desember 1938. Hann andaðist á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrar- bakka 30. septem- ber 2018. Foreldrar hans voru Guðbjörg Lilja Böðvarsdóttir frá Langstöðum í Flóa, f. 9.4. 1914, d. 9.9. 2006, og Sigurjón Valdimarsson frá Norðurkoti, f. 22.10. 1910, d. 25.8. 1952. Systkini Böðvars eru Jón Ingi, f. 23.2. 1936, búsettur á Eyrar- bakka, Guðný Erna, f. 14.1. 1937, búsett í Kópavogi, Valdi- mar, f. 8.10. 1951, búsettur á eignuðust þrjár dætur. Þær eru: Anna Lára, f. 9.4. 1966, maki Einar Magnússon, þau eru búsett á Selfossi. Börn þeirra eru Böðvar, Magnús, Andri og Aron; Lilja f. 30.9. 1967, maki Einar Helgi Har- aldsson, þau eru búsett á Urr- iðafossi. Börn þeirra eru Har- aldur, Hanna, Arnar, Dagur Fannar og Daði Kolviður. Íris, f. 15.6. 1973, maki Karl Þór Hreggviðsson. Þau eru búsett á Óseyri við Eyrarbakka, börn þeirra eru Elín og Hreimur. Fyrir átti Karl Birki og Theó- dóru. Böðvar vann ýmis störf, var til sjós, hjá Rafmagnsveitum ríkisins og við fiskvinnslu og beitningu á Bakkanum. Lengst af starfaði hann þó við garð- rækt með eiginkonu sinni. Hann var einnig með smábú- skap, sauðfé og hross. Útför Böðvars fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, 6. október 2018, og hefst athöfnin klukkan 14. Selfossi. Uppeldis- bróðir Böðvars er Erlendur Ómar, f. 14.1. 1950, búsett- ur í Þorlákshöfn. Hinn 25. septem- ber 1965 giftist Böðvar Valgerði Hönnu Guðmunds- dóttur, f. 2.10. 1941, d. 20.11. 2002, frá Stekkum í Sandvíkurhreppi hinum forna. Hún var dóttir Önnu Kristínar Valdimars- dóttur, f. 11.4. 1917, d. 13.10. 2005, frá Gularáshjáleigu í Austur-Landeyjum og Guð- mundar Hannessonar, f. 10.11. 1899, d. 9.10. 1948, frá Stóru- Sandvík í Sandvíkurhreppi hin- um forna. Böðvar og Hanna Elsku besti pabbi. Nú er komið að leiðarlokum. Það er einkennilegt að fá ekki að spjalla og hitta þig aftur eftir allar okkar stundir saman. Við deildum sameiginlegu áhuga- máli, áhuga okkar á skepnu- haldi og náttúrunni í Flóanum. Við vildum eiginlega hvergi annars staðar vera. Það var þín hugmynd að við Kalli myndum setja okkur niður í Flóanum, að við byggðum í mýrinni fyrir of- an Eyrarbakka eftir að mamma lést árið 2002. Þú tókst fullan þátt og komst í kaffi nær dag- lega öll árin og borðaðir mörg- um sinnum í viku og varst í raun heimilismaður. Þú áttir þinn stað við borðið. Léttlyndi þitt og æðruleysi fylgdi þér alla leið. Þú varst einstaklega barn- góður og barnabörn þín sakna þín mjög mikið. Stundirnar sem við áttum saman eftir að tví- burarnir fæddust árið 2005 eru ógleymanlegar en þá hálf-flutt- ir þú inn og aðstoðaðir mig lungann úr deginum og munaði ekki um að ganga um gólf með óvær börn eða leika með þeim á gólfinu síðar meir, búið að þekja þig með kubbum og öðru dóti. Það var mikið áfall þegar þú veiktist skyndilega vegna blóð- tappa árið 2011, eins heilsu- hraustur og þú hafðir verið. Allir lögðust á eitt til að þú gætir verið heima og það hafð- ist í fimm ár eða þar til heilsu þinni hrakaði og þú þurftir frekari aðstoð og fórst til dval- ar á Dvalarheimilið Sólvelli á Eyrarbakka. Þar undir þú þér vel og eignaðist vini sem ég veit að finna fyrir miklu tóma- rúmi og það gerum við öll. Það er mikið tómarúm en minning þín og orðspor lifir. Manns sem kom sér vel við alla og lifði í sátt og samlyndi við menn og dýr og gerði gott úr því sem var fyrir hendi. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Íris. Látinn er tengdafaðir minn, Böðvar Sigurjónsson á Eyrar- bakka. Ég kynntist honum fyrst 1986 þegar ég varð heimagangur hjá þeim Böðvari og Hönnu. Mér varð fljótt ljóst að þetta var úrvalsfólk af gamla skólanum, heiðarleg og harðdugleg. Bæði höfðu unnið langan vinnudag í fiski og voru að auki með smá kartöflurækt og gulrófur sem síðan urðu þeirra aðallifibrauð. Það eru minnisstæðir tímar þegar við fórum að hjálpa til við upptök- una. Hanna sá um fullt af bakk- elsi og Böðvar lék á als oddi. Rófurnar voru teknar upp með höndum, kálið snúið af og þær settar í poka, þeim síðan lyft upp í vagn og síðan raðað í skemmuna til geymslu. Þetta var erfiðisvinna og hreint ótrú- legt að fylgjast með kappsemi Böðvars. Þegar vel gekk í róf- unum minnkuðu þau við sig aðra vinnu en Böðvar tók samt oft tímabil í beitningu og það var sko ekkert elsku mamma, upp klukkan fjögur að nóttu í myrkri og kulda og beitt af kappi, enda greitt eftir afköst- um. Þá var hann með hesta og kindur sem hann hafði mikla ánægju af. Kunni hann vel að slátra kindum og var oft feng- inn til að aðstoða við slíkt. Hanna féll frá langt fyrir aldur fram árið 2002 og varð það Böðvari áfall. Árið 2011 varð hann síðan fyrir öðru áfalli sem skerti starfsgetu hans. Fyrst í stað eftir þetta bjó hann heima en dvaldi síðast á Sólvöllum, heimili aldraða á Eyrarbakka. Áður sagði ég Böðvar hafa verið af gamla skólanum. Aldrei gat hann hugsað sér að skulda neinum neitt. Alla sína ævi eignaðist hann aldrei greiðslukort af neinu tagi svo að allt sem hann keypti greiddi hann með reiðufé. Einu sinni fór ég með honum til Reykja- víkur til að kaupa glænýjan bíl. Það var ógleymanlegt upplitið á sölumanninum þegar Böðvar rétti honum umslag með seðl- um fyrir bílverðinu. Hann var fullkomlega sannfærður um að Ford-traktorar væru bestir og keyrði ætíð um á bláum Ford. Svo fékk hann sér pallbíl til að keyra rófurnar í Fjarðarkaup, auðvitað Ford. Böðvar var alls staðar vel liðinn, bæði til vinnu og í fé- lagsskap. Eitt skýrasta dæmið birtist á dánardegi hans. Skömmu eftir að hann lést kom einn dval- armaður á Sólvöllum inn til hans, langaði að kveðja Böðvar, var það auðsótt. Þegar hann var kominn aftur fram sagðist hann sakna hans svo mikið, þeir voru svo góðir vinir. Ég sagði að það kæmi áreiðanlega maður í manns stað. Hann leit á mig og sagði skýrt: Það kem- ur enginn annar eins og Böðvar. Hvíl í friði Guðs. Einar H. Haraldsson. Að leiðarlokum vakna upp minningar um afa á Eyrar- bakka. Þegar ég sest niður og loka augunum fer ég langt aft- ur til baka þar sem dugnaðar- forkar rífa upp uppskeruna og bera þunga poka af rófum á bakinu og fleygja upp á trakt- orinn. Afi stjórnar eins og her- foringi. Þó svo að aðgerðarleysi hafi ekki verið honum að skapi þá legg ég mig fram við að gera sem minnst í rigningunni fyrir utan það eitt að hlusta á smjattið í sjálfum mér og hugsa um hvað amma skyldi hafa í kvöldmatinn. Fyrir hlustunina uppsker ég rófur á milli fram- tanna, kakó, tíu tegundir af smurðum flatkökum og sælar minningar. Að því loknu fer hugurinn minn inn um forstofuna hjá ömmu og afa og birtist afi mér á hægri hönd að þvo sér um hendurnar með handahreyfing- um sem aðeins víkingar geta líkt eftir. Við taka samræður um allt og ekkert og að því loknu er hóað „MATUR!“ og í framhaldinu „Gjörið svo vel“. Smjörið ofan á rúgbrauðinu hjá afa hefur mælst u.þ.b 10 tommur og við taka vangavelt- ur hvort ætli mælist þykkara „smjérið“ eða jarðskorpan. Þegar ég opna augun og horfi á eftir afa þá átta ég á mig að það eru þessar litlu stundir sem fest hafa rætur í lífi mínu. Þessar stundir innihalda dýr- mæt augnablik og minningar um afa sem ég geymi vel og þykir vænt um. Magnús Einarsson. Elsku afi og nafni. Nú ertu farinn frá okkur. Þrátt fyrir að það hafi verið erfitt að heyra af andláti þínu og það hafi borið brátt að þá held ég að þú hafir verið tilbúinn að fara. Þú hafðir glímt við heilsuleysi um árabil og varst orðinn heilsuveill und- ir lokin. Eftir sitja alls konar tilfinningar og margar endur- minningar. Ég lít á það sem forréttindi að hafa verið elsta barnabarn ykkar ömmu og því fengið að eyða með þér óteljandi stund- um. Sem barn sótti ég það stíft að koma til ykkar á Eyrar- bakka og eyddi þar ófáum stundum, oftar en ekki með Magnúsi bróður. Þar var lífið á einhvern hátt öðruvísi og þótt þið amma ynnuð alla jafna frá morgni til kvölds þá var lífið á vissan hátt einfaldara, minni ys og þys og fékk ég að gera það sem mér sýndist. Á milli þess sem ég horfði á gamlar mynd- bandsspólur, borðaði suðu- súkkulaði og lét ömmu stjana við mig, flakkaði ég um með þér í traktornum með Ellý Vil- hjálms eða Einar áttavillta í botni og ég spurði þig spjör- unum úr og þú fræddir mig um gamla tíma. Þið amma voruð sveitafólk fram í fingurgóma. Ekki bara vegna þess að þú værir eins og staðalímynd bóndans, í stígvél- um yfir víðar sniðlausar galla- buxur með einhvers konar áfestum axlaböndum sem fóru yfir köflótta vinnuskyrtu og borðaðir akfeitt súpuket eða soðna ýsu með óskaplega miklu magni af kartöflum og nýmjólk og sætabrauð í eftirrétt, heldur vegna þess að þú elskaðir nær- umhverfið þitt og störfin þín, kindurnar og rófurnar og sótt- ist ekki eftir neinu öðru. Ég minnist þess ekki að þið amma hafið farið lengra en til Reykja- víkur og ég man hvað ég var hissa sem ungur drengur þegar þú tjáðir mér að til útlanda færir þú aldrei. Eitt var á hreinu, þið amma voruð sátt með ykkar og sóttuð ekki í neitt annað. Það skein svo sannarlega í gegn, enda voruð þið bæði glaðlynd og miklir húmoristar. Þetta breyttist ekki eftir fráfall ömmu. Á meðan amma var mýktin uppmáluð, óþreytandi við að stjana við mig og veita mér at- hygli öllum stundum varst þú eilítið fjarlægari og í augum ungs drengs, sem alinn var upp á morgunkorni og myndbands- spólum, þá fannst mér þú vera mjög harður nagli. Ég leit upp til þín og reyndi að herða mig upp til að ganga í augun á þér, borðaði t.a.m. nokkra bita af akfeita súpukjötinu þótt amma væri að sjálfsögðu tilbúin með kakósúpu á kantinum. Seinna meir áttaði ég mig á að þessi upplifun mín átti ekki við rök að styðjast, enda varstu með eindæmum barngóður. Eftir að ég varð eldri urðum við miklir félagar og sótti ég í að aðstoða þig við ýmis störf, eins og smalamennsku, slátrun og rófuupptöku og átti það eftir að ágerast eftir að amma lést. Mér er það t.d. minnisstætt þegar þú fékkst flensu í miðri slátrun og ákvaðst að kenna mér að flá þar sem þú varst orkulaus. Jafnframt á ég margar góðar minningar frá þeim stundum sem við áttum í rófugarðinum á haustin þar sem heimsmálin voru krufin til mergjar, yfirleitt í skítaveðri, rigningu og roki. Vertu sæll, elsku afi og takk fyrir allar minningarnar. Ég á eftir að sakna þín. Þinn nafni, Böðvar. Böðvar Sigurjónsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi, nú ertu kom- inn til himna og til ömmu. Kannski ertu ríðandi á brúnblesóttum hesti. Það var uppáhaldshestaliturinn þinn. Þú varst mjög góður maður og góður við alla. Þér fannst gott að borða góðan mat þó þú kynnir ekki að elda. Þú varst líka oft fyndinn. Elsku afi, við söknum þín mjög mikið. Þinn Hreimur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.