Morgunblaðið - 06.10.2018, Side 51

Morgunblaðið - 06.10.2018, Side 51
DÆGRADVÖL 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Tilraunir þínar til að hafa áhrif á aðra mæta harðri mótspyrnu í dag. Sund er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka. 20. apríl - 20. maí  Naut Svo virðist sem allir séu mjög hrifnir af áætlunum þínum. Leggðu höfuðið í bleyti og þá færðu svar við vandamáli sem hefur plag- að þig síðustu vikur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Dagurinn getur orðið mjög skemmtilegur. Hagaðu því orðum þínum svo að þú þurfir ekki að sjá eftir neinu, hvað sem gerist. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú situr uppi með sjálfa/n þig hvar sem þú ert, til viðbótar við þá sem þú kýst að vera samvistum við. Hvettu aðra til að leggja sitt af mörkum til mannúðarmála. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ættir að reyna að ná yfirsýn yfir fjármál þín í eitt skipti fyrir öll. Ef þú fylgir ráðum sem gefin eru af góðum hug fer allt vel. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Rómantíkin liggur í loftinu, þú gætir hitt lífsförunautinn innan skamms. Þú býður óttanum byrginn og hendir þér í djúpu laug- ina. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það gengur mikið á í kringum þig. Að ætla sér að gleypa heiminn er vísasta leiðin til þess að ekkert takist. Fólk laðast að þér vegna glaðværðar þinnar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú munt hugsanlega fá tæki- færi til að hafa jákvæð áhrif á ungar ómót- aðar sálir í dag. Lífið er eins erfitt og þú leyfir því að vera. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gættu þess að koma fram af kurteisi í dag. Dagurinn byrjar hugsanlega ekki sem skyldi en gleðin tekur völdin þegar á líður. 22. des. - 19. janúar Steingeit Oft var þörf en nú er nauðsyn á að þú beinir athyglinni að því að rækta sjálfa/n þig andlega sem líkamlega. Viðhorf þitt til nöldurskjóðu breytist þegar þú heyrir sögu viðkomandi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hikaðu ekki við að taka á þig aukna ábyrgð því þú munt standa undir henni án þess að leggja mikið á þig. Vendu þig á þakklæti. 19. feb. - 20. mars Fiskar Sannleikurinn er sagna bestur og það skaltu hafa í huga gagnvart þínum nánustu. Einvera er eitthvað sem þú forðast eins og heitan eldinn en hvernig væri að prófa hana? En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. (Jóh: 1.12) Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Harla síð á herra flík. Hæfir tíðum svanna slík. Missa breyskur klerkur kann. Kenna má á sjónum þann. „Svona er svarið,“ segir Harpa á Hjarðarfelli: Maðurinn var kjól í klæddur. Konan síðkjól bar. Kjólinn missti klerkur mæddur. Kjóll er skip á mar. Sigmar Ingason á þessa lausn: Kumpánar kjólfataklæddir í kláravíninu skála. Í glyskjólum konur kætast og karlarnir við þær rjála. Klerkar stundum kjólinn misstu og kallið, kvensemin og drykkjan réðu því. Skáldin kalla skipið stundum kjól, skyldi finnast samhengi þar í. Guðrún Bjarnadóttir á þessa lausn: Í kjólfötum var karl með stél. Kjóllinn prýddi frúna vel með prest án kjóls og kalls. Og skip kjóll var nefnt. En lekahrip? Helgi R. Einarsson leysir gátuna þannig: Hempa, karlmannsföt og fley, frúnum veitir skjól. Flest í harðindum er hey, en hér er átt við kjól. Helgi Seljan svarar: Í kjólföt menn stundum klæðast nú, og kjóll er prýði á hverri frú. Prestar misstu kjól og kall í synd, kjóll er heiti báts að fornri mynd. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Karlar skarta kjólum síðum. Kjóllinn hæfir svanna fríðum. Klerk má svipta kjóli völdum. Kjóll er skip á hafsins öldum. Þá er limra: Dæmdur frá kjóli og kalli var klerkurinn Jóhann á Fjalli, sem daglega hnaut á dyggðanna braut, hneigður að sukki og svalli. Að lokum er ný gáta eftir Guð- mund: Lifnar jörð og loft og sær, léttur stíg ég upp á tær, regnið drýpur, grundin grær, gátu nýja þjóðin fær: Bæjarnafn það alþekkt er. Upphækkun á landi. Efstur á blaði einnig hér. Ýmis föng berandi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af kjóli og kalli Í klípu „USS... ÞETTA ERU SVEFNTÖFLUR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „GANGI ÞÉR VEL.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að strjúka snjóinn af bílnum hennar. HALLÓ KÖTTUR. ÉG ER MARTRÖÐ ÞÍN Í KVÖLD UM AÐ VERÐA FERTUGUR. ÉG SÉ ENGA ALDURS- TENGDA MARTRÖÐ HORFÐU BETUR ÞÚ SKALT HUGSA ÞIG TVISVAR UM ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ Á KRÁNA! TVISVAR? ÉG HEF HUGSAÐ UM ÞAÐ Í ALLAN DAG! Platan Blood on the Tracks er aðmargra hyggju ein besta plata Bobs Dylans. Viðtökur voru reyndar misjafnar þegar hún kom út árið 1974, en vegur hennar óx fljótt í hug- um aðdáenda. Dylan stóð í skilnaði við Söru, fyrstu konu sína, þegar platan kom út og bar hún því vitni. Hún var tekin upp í New York og hafði eintökum verið dreift fyrir fram til einhverra aðila. x x x Ætlunin var að hún færi í almennadreifingu fyrir jólin 1974. Þá ákvað Dylan hins vegar að hann vildi betrumbæta plötuna. Hann sneri til Minneapolis og þar voru fimm lag- anna tekin upp að nýju á tveimur dögum rétt fyrir jól og í janúar var hún komin í verslanir. x x x Upptökurnar frá New York kom-ust í umferð og komst Víkverji fyrir nokkrum árum yfir ræningja- útgáfu af þeim, sem bar nafnið Blood on the Tapes. Vissulega er skemmti- legt að heyra þessar útgáfur af lög- um plötunnar, en Víkverji verður að viðurkenna að hinar endanlegu út- gáfur hljóma mun betur. x x x Nú á að gefa gefa þessar upptökurallar út. Í nýlegri frétt AFP um þessa útgáfu segir að á þessum tíma hafi upptökustjórar aukið hraðann á upptökum örlítið til þess að gera tón- listina örlítið meira knýjandi og þannig sé tónlistin á ræningjaútgáf- unni. x x x Á nýju útgáfunni, sem mun beraheitið More Blood on the Tracks, munu upptökurnar vera spilaðar eins og þær voru teknar upp, eins ankannalega og það hljóm- ar. Þá mun fylgja mas úr upptöku- verinu og nokkrar upptökur af hverju lagi. x x x Víkverji áttar sig á að við þessa út-gáfu mun ræningjaútgáfan hans hrynja í verði, en hlakkar þó til að heyra þessar upptökur, sem munu veita innheyrn í tilurð þessarar nafn- toguðu plötu Dylans. vikverji@mbl.is Víkverji

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.