Morgunblaðið - 06.10.2018, Page 53

Morgunblaðið - 06.10.2018, Page 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 bókinni. Hátíðargjall fyrir einstaka mús eftir Tryggva M. Baldvinsson sem hann samdi sérstaklega fyrir Maxímús og Laumufarþegarnir eftir Báru Grímsdóttur. „Gestamýsnar upplifa Ísland í fyrsta sinn undir broti úr ballettverkinu Ólafur Lilju- rós eftir Jórunni Viðar, sem var mjög þjóðlegt tónskáld. Sumir halda meira að segja að sum laganna henn- ar séu þjóðlög,“ segir Hallfríður og bendir á að það sama eigi við um Tröllaslag úr Fornum dönsum eftir Jón Ásgeirsson. „Val mitt á Trölla- slag kallaði á að ég yrði að skrifa eitthvað um tröll og því læt ég afann í sögunni segja barnabarni sínu að jarðskjálftinn sem það var nýbúið að upplifa stafi af því að tröllin voru að slást. Gestir geta tekið undir Í miðjum tröllaslagnum er síðan ljúfur vals og það kallaði á að það yrði músaball í sögunni. Hjartað í sögunni er svo þjóðlagasyrpan Þýtur í stráum sem Gunnsteinn Ólafsson skrifaði sérstaklega fyrir þetta verk- efni og notaði til þess öll mín uppá- haldsþjóðlög sem og fleiri, enda er hann sérfróður um íslensk þjóðlög,“ segir Hallfríður og bendir á að með- an sú syrpa sé spiluð séu afinn og amman í sögunni að segja frá lífinu í gamla daga í torfbæjum. „Þá er líka fjallað um bjartar sumarnætur og veðurofsann á vetrum. Þar koma líka inn tvö þjóðlög sem tónleikagestir fá að syngja með í, þ.e. „Hani, krummi, hundur, svín“ og „Bí, bí og blaka“. Auk þess heyrast brot úr stórum, tiltölulega nýjum verkum eftir ís- lensk tónskáld sem eru öll að gera garðinn frægan út um allan heim. Þarna valdi ég brot úr Hrími eftir Önnu Þorvaldsdóttur til að undir- strika ískrandi kulda jökulsins, Storku eftir Hauk Tómasson til að fanga eldsumbrotin og svo lýkur tón- leikunum á síðustu tveimur mín- útunum úr Collider eftir Daníel Bjarnason. Verkið er innblásið af stóra sameindahraðlinum í Sviss. Hann skrifaði það til að lýsa hröðun og árekstri öreinda. Þegar ég heyrði verkið fyrst á tónleikum leið mér eins og allt væri að springa og því finnst mér þessir lokatónar ná ein- staklega vel utan um þá tilfinningu Maxa að hann sé við það að springa úr gleði þegar hann heyrir tónlist,“ segir Hallfríður og bendir á að loka- orð bókarinnar séu lögð Maxímús í munn sem segir, þegar hann sér börn í framandi landi hlusta glöð á tónleika: „Hvar sem tónlist hljómar, þar verða allir glaðir. Mikið er ég heppin mús!“ Mýsnar Líf og Hreyfing Spurð um nafngiftir helstu per- sóna bókarinnar segir Hallfríður að músanöfnin Viva og Moto vísi í tón- listina. „Ítalskan er alþjóðlegt tungumál tónlistarinnar. Þannig nota allir tónlistarmenn út um allan heim sömu ítölsku orðin til að lýsa tónlistinni. Viva þýðir líf, en vivace er orð sem við notum mikið um líf- lega tónlist og Moto vísar í „con moto“ sem þýðir með hreyfingu. Til þess að þessar spræku mýs kæmust upp á jökul varð ég hafa barn í sög- unni sem gæti séð mýsnar og hjálpað þeim, því fullorðna fólkið sér þær ekki. Þannig varð Blær til,“ segir Hallfríður og tekur fram að hún hafi meðvitað valið eina íslenska nafnið sem stúlkur jafnt sem drengir geta borið. „Þórarni tókst að teikna barnið þannig að allir lesendur geti sam- samað sig því,“ segir Hallfríður og tekur fram að þau Þórarinn vinni markvisst gegn staðalímyndum í bókum sínum. „Sem dæmi er mamman hjálparsveitarkona og þess vegna komast þau upp á jökul. Við höfum alltaf haft alls kyns mann- gerðir með alls kyns litaraft. Okkur finnst skipta máli að allir geti fundið sig í þessum heimi,“ segir Hallfríður að lokum, en hún leikur sjálf með á tónleikunum í dag. Morgunblaðið/Eggert Höfundur Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari skrifar ævintýri Maxa. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það má segja án þess að gefa of mikið upp að Griðastaður sé 99% ein- leikur og markaðssettur þannig. En þó stíga fleiri á svið. Það er hægt að segja að Jörundur Ragnarsson sé að- al- og næstum því eini leikarinn,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson leikskáld um út- skriftarverk sitt frá sviðshöfunda- braut Listaháskóla Íslands, Griðastað, sem frumsýnt verður í Tjarnar- bíói í kvöld. Matthías, sem útskrifaðist í vor frá Listaháskól- anum, segir það heiður að verk hans sé sett upp í eins flottu leikhúsi og Tjarnarbíói sem fest hafi sig í sessi sem atvinnuleikhús og sé orðið einn af þessum mikilvægu stöplum í íslensku sviðslistalífi. Matthías hefur verið viðloðandi leikhús frá því að hann skrifaði fyrsta handritið í tengslum við Herranótt Mennta- skólans í Reykjavík sem nemandi við skólann. „Ég hef ekki getað slitið mig frá handritagerð síðan. Þetta er í raun eins og að búa til kokkabók að lifandi verki. Þú skrifar uppskriftina og sérð eitthvað fyrir þér en svo lifnar upp- skriftin við í fórum annarra lista- manna sem hafa allt að aðra sýn en höfundurinn. Þannig nýtir hver sínar sterku hliðar í þessum miðli sem leik- húsið er og úr verður marglaga lista- verk,“ segir Matthías og bætir við að eftir að handritið verði til fari af stað annars konar ferli með leikstjóra og leikhópi. Sjálfur hafi hann þurft að skipta rækilega um hlutverk þegar Griðastaður fór á fjalirnar enda sé hann leikstjóri að eigin verki. Matthías segir að sviðslistir séu margslungnari en nokkurn gruni og námið í Listaháskólanum sé dýna- mískur vettvangur þar sem fjöl- breytt flóra listamanna komi saman. Sætta sig við að allir deyja „Griðastaður snýst um að sætta sig við að allir deyja og kannski á Lárus, aðalpersónan, ekki í mörg hús að venda til að ræða þessi hjart- ans mál. Lárus er eins og margir karlmenn ekki mikið að velta sér upp úr tilfinningum en IKEA er, eins og Lárus segir sjálfur í verkinu, hans griðastaður. Þar tekst honum að kafa á dýptina þegar allir aðrir gestir eru farnir úr versluninni og hann er einn eftir með húsgögn- unum,“ segir Matthías og bætir við að Griðastaður sé blanda af skáld- skap og brotum úr hans persónulega lífi sem á einhverjum tímapunkti verði verk sem öðlast sitt eigið líf með óvæntum hætti. „Ég var ekki búinn að ákveða að skrifa um dauðleikann þegar ég byrjaði á handritinu en vissulega fléttast margir þræðir saman við vinnslu handrits,“ segir Matthías. Allir deyja leikfélag setur verkið á svið en það var stofnað í í kringum Griðastað. Matthías segir spennandi að komast að því hvort hópurinn deyi með þessu verki eða öðlist framhaldslíf í kringum önnur verk. „Ég þekkti í raun engan í hópnum áður en við fórum að vinna við út- skriftarverkefnið mitt. En það var einhver tilfinning í maganum sem sagði mér að þetta væri rétta fólkið og sú tilfinning reyndist rétt,“ segir Matthías, sem fengið hefur boð um að sýna verk á sýningunni Núna í Borgarleikhúsinu undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. „Við erum þrjú upprennandi leik- skáld sem sýnum stutt verk í Borgarleikhúsinu í janúar. Það er mikill heiður að fá Kristínu að verk- inu, ekki bara af því að hún er reynslubolti heldur er hún svo ótrú- lega klár listamaður. Það er lúxus að geta skilað inn handriti sem lagt er í hendur fullbúins teymis í Borgar- leikhúsinu,“ segir Matthías, sem fær drauma sína uppfyllta bæði í Tjarnarbíói og Borgarleikhúsinu. Matthías leikstýrir sjálfur Griða- stað en listrænir ráðunautar eru Ey- dís Rose Vilmundardóttur og Jökull Smári Jakobsson. Um tónlist sér Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir. Ljósamenn eru Egill Ingibergsson og Hafliði Emil Barðason. Búningar og leikmynd eru í höndum Allir deyja leikfélags. Blanda af skáldskap og persónulegri reynslu  Leikritið Griða- staður frumsýnt Ljósmynd/Tjarnarbíó Friður Jörundur Ragnarsson í hlutverki Lárusar sem finnur frið í IKEA. Matthías Tryggvi Haraldsson Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 10/10 kl. 20:00 Mið 31/10 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00 Mið 17/10 kl. 20:00 Mið 7/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00 Mið 24/10 kl. 20:00 Mið 14/11 kl. 20:00 Ronja Ræningjadóttir (None) Lau 6/10 kl. 17:00 Auka Sun 28/10 kl. 16:00 15. s Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 7/10 kl. 13:00 8. s Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 7/10 kl. 16:00 9. s Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Sun 14/10 kl. 13:00 10. s Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Sun 14/10 kl. 16:00 11. s Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Lau 20/10 kl. 15:00 Auka Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Lau 20/10 kl. 18:30 Auka Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 21/10 kl. 13:00 12. s Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 21/10 kl. 16:00 13. s Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 28/10 kl. 13:00 14. s Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Fly Me To The Moon (Kassinn) Lau 6/10 kl. 19:30 3. s Sun 21/10 kl. 20:00 9. s Sun 11/11 kl. 19:30 15. s Sun 7/10 kl. 19:30 4. s Fös 26/10 kl. 19:30 10. s Þri 13/11 kl. 19:30 16.s Fös 12/10 kl. 19:30 5. s Sun 28/10 kl. 19:30 11. s Fös 16/11 kl. 19:30 17.s Sun 14/10 kl. 19:30 6. s Fim 1/11 kl. 19:30 13.s Lau 17/11 kl. 19:30 18.s Fim 18/10 kl. 19:30 7. s Fös 2/11 kl. 19:30 12. s Lau 20/10 kl. 19:30 8. s Sun 4/11 kl. 19:30 14. s Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Ég heiti Guðrún (Kúlan) Lau 6/10 kl. 17:00 Auka Þri 16/10 kl. 19:30 Auka Fim 25/10 kl. 19:30 11.s Sun 7/10 kl. 17:00 2. s Mið 17/10 kl. 19:30 7. s Fös 26/10 kl. 17:00 Auka Mið 10/10 kl. 19:30 3. s Fös 19/10 kl. 19:30 Auka Lau 27/10 kl. 17:00 Auka Fim 11/10 kl. 19:30 4. s Lau 20/10 kl. 17:00 Auka Lau 27/10 kl. 20:00 12.s Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Sun 21/10 kl. 17:00 9. s Sun 28/10 kl. 17:00 13.sýn Lau 13/10 kl. 19:30 5. s Þri 23/10 kl. 19:30 10. s Sun 14/10 kl. 17:00 6.sýn Mið 24/10 kl. 19:30 Auka Barátta konu fyrir því að hafa stjórn á eigin lífi Slá í gegn (Stóra sviðið) Fös 19/10 kl. 19:30 42. s Lau 3/11 kl. 19:30 LOKA Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Samþykki (Stóra sviðið) Fös 26/10 kl. 19:30 Frums Fös 2/11 kl. 19:30 4. s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Lau 27/10 kl. 19:30 2. s Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fim 1/11 kl. 19:30 3. s Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu. Insomnia (Kassinn) Fös 9/11 kl. 19:30 Frums Fim 15/11 kl. 19:30 4.s Fim 29/11 kl. 19:30 7.s Lau 10/11 kl. 19:30 2. s Lau 17/11 kl. 19:30 5.s Mið 14/11 kl. 19:30 3.s Fös 23/11 kl. 19:30 6.s Brandarinn sem aldrei deyr Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 6/10 kl. 11:00 Lau 13/10 kl. 13:00 Lau 27/10 kl. 11:00 Lau 6/10 kl. 13:00 Lau 20/10 kl. 11:00 Lau 27/10 kl. 13:00 Lau 13/10 kl. 11:00 Lau 20/10 kl. 13:00 Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 17/11 kl. 11:00 Lau 24/11 kl. 14:30 Lau 1/12 kl. 12:30 Lau 17/11 kl. 12:30 Sun 25/11 kl. 11:00 Sun 2/12 kl. 11:00 Lau 24/11 kl. 11:00 Sun 25/11 kl. 12:30 Sun 2/12 kl. 12:30 Lau 24/11 kl. 13:00 Lau 1/12 kl. 11:00 Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Lau 6/10 kl. 20:00 153. s Fim 18/10 kl. 20:00 157. s Fös 26/10 kl. 20:00 161. s Sun 7/10 kl. 20:00 154. s Fös 19/10 kl. 20:00 158. s Sun 28/10 kl. 20:00 162. Lau 13/10 kl. 20:00 155. s Sun 21/10 kl. 20:00 159. s Lau 3/11 kl. 20:00 163. s Sun 14/10 kl. 20:00 156. s Fim 25/10 kl. 20:00 160. s Fös 9/11 kl. 20:00 164. s Stjarna er fædd. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 6/10 kl. 20:00 9. s Lau 13/10 kl. 20:00 12. s Fös 26/10 kl. 20:00 15. s Sun 7/10 kl. 20:00 10. s Lau 20/10 kl. 20:00 13. s Lau 27/10 kl. 20:00 16. s Fös 12/10 kl. 20:00 11. s Sun 21/10 kl. 20:00 14. s Fös 2/11 kl. 20:00 17. s Gleðileikur um depurð. Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið) Lau 6/10 kl. 20:00 8. s Fim 11/10 kl. 20:00 10. s Lau 20/10 kl. 20:00 16. s Sun 7/10 kl. 20:00 9. s Fim 18/10 kl. 20:00 14. s Fim 25/10 kl. 20:00 aukas. Mið 10/10 kl. 20:00 aukas. Fös 19/10 kl. 20:00 15. s Athugið, sýningum lýkur 3. nóvember. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Tví-skinnungur (Litla sviðið) Fös 9/11 kl. 20:00 Frums. Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Ást er einvígi. Rocky Horror (Stóra sviðið) Fim 11/10 kl. 20:00 61. s Lau 20/10 kl. 20:00 63. s Fös 2/11 kl. 20:00 aukas. Fös 12/10 kl. 20:00 62. s Lau 27/10 kl. 20:00 Sing-a-long Besta partýið hættir aldrei!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.