Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.10.2018, Blaðsíða 55
MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2018 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Benni Hemm Hemm, sem er lista- mannsnafn Benedikts Hermanns Hermannssonar, hefur verið virkur í tónlistarmenningu landsins í nær- fellt kvartöld og gefið út fjölda platna ýmist einn eða með öðrum. Í fyrndinni var oft um að ræða melódískt nýbylgjupopp, plötur eins og Kajak, Ein í leyni, Murta St. Calunga og Skot t.d. Dvöl í Skotlandi gf sumu af efninum eins konar þjóðlagablæ líka. Fyrir tveimur árum tók hann svo nokkurs konar u-beygju með plötunni Skor- dýr, 22 laga plötu sem var bara fáanleg í gegnum streymisveitur. Sú plata tengdist öðrum miðlum einnig, á youtube voru skrítin og skemmti- leg myndbönd við hvert og eitt lag og þá gaf hann einnig út ljóðabók með sama titli. Verklagið var nýtt fyrir Benna, sem kastaði allri óþarfa yfirlegu meðvitað út um gluggann og leyfði hlutunum að gerast óheft og frjálslega. Platan er þá afskaplega fjölbeytt að inni- haldi, Syd Barrett og Incredible String Band komu upp í hugann og afstrakt bygging og sumpart óvæntar fléttur stóðu undir smíð- unum. Blíðustu popplög áttu þann- ig til að fara óforvarandis út í há- vaðaorgíu. Fall er hins vegar tíu laga, fáanleg á youtube og Spotify, og hér er enn hert á tilraunagleðinni ef eitthvað er. „Karlsstaðaflautan“ er átta mínútna, naumhyggjulegt „ambient“-verk. „Boys“ eru tíu mínútur af óhlutbundnum nið og unninni, draugalegri rödd. „Niður Fall hans falið Morgunblaðið/Golli Gaman Benni Hemm Hemm naut þess að koma Falli á framfæri við heiminn. fjallið“ er skríti-tölvupopp. Hot Chip á sýru. Nei, þetta fer trauðla í útvarpsspilun. En aðdáendur Throbbing Gristle fá hins vegar sitthvað fyrir sinn snúð. „Ég var kominn með rúmlega tuttugu lög í sumar sem ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera við,“ útskýrir Benni fyrir pistilritara. „Svo ég setti allt saman í salt og nokkrum vikum síðar stóðu þessi lög upp úr, sögðust vilja hanga saman í þessari súpu og heita Fall.“ Hann segir konseptið vera myrku hliðina á bjartasta tíma árs- ins, „sturlunina á bakvið stuðið þegar það er bjart allan sólar- hringinn og það er alltaf gaman og orkan er endalaus“. Hann segir plötuna fullkomlega handahófs- kennda, ekkert upptökuferli sem hægt væri að lýsa á neinn skiljan- legan hátt, lögin hafi verið tekin upp einhvern veginn og svo var gruflað í þeim þangað til þau hljómuðu vel. Benni segist þá hæst- ánægður með þróun útgáfumála, og gengur dálítið í berhögg við það sem maður er vanur að heyra. „Það er svo ótrúlega gaman að gefa út núna miðað við í gamla daga,“ segir hann. „Að vera laus við að senda upptökur á einverju leynilegu formati til Tékklands og skrifast svo á við einhvern dular- fullan mann um mismunandi skil- greiningar á litakóðun á umslaginu og sækja svo draslið í tollinn og borga morð fjár og biðja svo ein- hvern um að dreifa fyrir mann og svo fær maður ekki borgað fyrir diskana sem er búið að dreifa. Það er heill heimur af leiðindum sem er horfinn. Það er unaður að losna við þetta! Það er eitthvað rétt við að tónlist sé að hverfa úr efnisheim- inum, hún á heima fyrir utan hann.“ Það má þá búast við annarri plötu frá Benna í nánustu framtíð, lögin sem enduðu á plötunni séu þau sem eru mest afstrakt og fók- usera harðast á myrkrið. „Eftir standa nokkur eldhress popplög sem koma út þegar þeirra tími kemur,“ segir Benni brosandi, hamingjusamur í nýjum, efnislaus- um tónlistarheimi. »Nei, þetta fertrauðla í útvarps- spilun. En aðdáendur Throbbing Gristle fá hins vegar sitthvað fyrir sinn snúð. Benni Hemm Hemm gaf út plötuna Fall fyrir stuttu, og er óhætt að segja að þar fari hann allt annað en hefðbundnar leið- ir, hvort heldur í tónlist eða útgáfu. Bandaríski fiðlu- leikarinn Leila Josefowicz hlaut í fyrradag bandarísku Avery Fisher verðlaunin sem veitt eru klass- ískum tónlistar- manni fyrir framúrskarandi árangur. Josefowicz hlýtur að laun- um hundrað þúsund dollara, jafn- virði um 11,4 milljóna króna. Í frétt New York Times um verðlaunin segir að Josefowicz hfi kynnt verk margra helstu tónskálda vorra daga, þeirra á meðal John Adams. Josefowicz lék í byrjun október í fyrra á kammertónleikum í Norðurljósasal Hörpu ásamt píanó- leikaranum John Novacek. Hlaut verðlaun Avery Fisher Leila Josefowicz Enski grínistinn Jimmy Carr verður með uppi- stand í Há- skólabíói og Hofi á Akureyri í jan- úar á næsta ári. Mun hann flytja nýja uppistands- sýningu, The Ul- timate, Gold, Greatest Hits og hefst miðasala á hana á fimmtudaginn, 11. október. Uppistandið verður 26. janúar í Hofi og degi síðar í Háskólabíói. Í þessari nýju sýningu hefur hann safnað saman bestu bröndurunum frá ferli sínum og blandað þeim saman við nýtt efni, að því er fram kemur í tilkynningu. Skopskyn Carr þykir bleksvart og hefur hann farið með gamanmál í yfir 20 ár. Carr í Hofi og Há- skólabíói í janúar Jimmy Carr Karlakórinn Öðlingar syngur uppá- haldslög sín í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð í dag kl. 15, undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar. Að venju er boðið kaffi í hléi og að- gangseyrir kr. 2.000. Kórinn var stofnaður árið 1997 þar sem karlakór vantaði í Rang- árvallasýslu til að syngja við út- farir. Á 21 ári hafa Öðlingar sungið við nærri hálft þúsund útfara og við önnur tækifæri. Öðlingar Karlakórinn var stofnaður fyrir 21 ári til að syngja við útfarir. Uppáhaldslög Öðlinga að Kvoslæk Sönghópurinn Norðurljós heldur hausttónleika í Fella- og Hólakirkju í dag kl. 15 og býður tónleikagest- um til veglegs kaffihlaðborðs að tónleikum loknum. Arnhildur Val- garðsdóttir stjórnar kórnum og leikur á píanó og Matthías Stef- ánsson leikur á fiðlu og gítar. Um einsöng sér Birna Jensdóttir Norðurljós fór í söngferð til Rúmeníu í ágúst síðastliðnum og söng þar m.a. á Enescu-hátíðinni í Transylvaníu og í Ceaucescu- höllinni í Búkarest. Á tónleikunum í dag verður boðið upp á fjölbreytta efnisskrá og með kaffinu geta gest- ir virt fyrir sér ljósmyndir úr Rúm- eníuferðinni. Miðaverð er 2.500 kr., 1.000 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja en aðgangur er ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri. Hlaðborðið er innifal- ið í miðaverði. Brosmild Nokkrir söngvara Norðurljósa. Norðurljós með hausttónleika ICQC 2018-20 fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 26. október PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 22. október. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ Vertu viðbúinn vetrinum –– Meira fyrir lesendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.