Morgunblaðið - 09.11.2018, Side 1

Morgunblaðið - 09.11.2018, Side 1
Vináttuganga í skólum Kópavogs fór fram í gær, á baráttu- degi gegn einelti. Var þetta í sjötta sinn sem gangan var hald- in í Kópavogi og var sem fyrr að finna fjölbreytta dagskrá í skólahverfum bæjarins í tengslum við þennan viðburð. Markmið vináttugöngunnar er, samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ, að stuðla að jákvæðum samskiptum, vekja athygli á mikilvægi vináttu og virðingar og benda á að einelti sé ofbeldi sem ekki verði liðið. Á vináttugangan þannig að efla samstöðu og vináttu barna og um leið hafa jákvæð áhrif á skólastarfið í bænum. Þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði voru þessir hressu krakkar önnum kafnir við leik, þó sumir þeirra hafi gefið sér tíma til að horfa í átt að linsunni. Vinátta og kærleikur í hávegum í Kópavogi Morgunblaðið/Eggert F Ö S T U D A G U R 9. N Ó V E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  264. tölublað  106. árgangur  KJÖRNAR JÓLA- GJAFIR FYRIR VANDLÁTA SORG, DAUÐI OG MYRKUR MYNDIRNAR FJÁRSJÓÐI LÍKASTAR AF AIRWAVES 38 HNÚKURINN 12JÓLAGJAFAHANDBÓK  „Það er sama hvar drepið er nið- ur fæti, það er eitt- hvað að,“ sagði Karl Gauti Hjalta- son í umræðu um vanda drengja á Alþingi í gær. Þingmenn lýstu miklum áhyggjum af stöðu drengja, til að mynda vegna brottfalls úr skólum, sjálfsvígstíðni og nýgengi örorku. Margir voru sammála um mikilvægi aðgengis að sálfræðiþjónustu og þess að slík úr- ræði væru fyrir hendi. »10 Þingmenn lýstu þungum áhyggjum af stöðu drengja Karl Gauti Hjaltason  „Þessi lagasetning markar tíma- mót,“ segir Þuríður Harpa Sigurð- ardóttir, formaður Öryrkjabanda- lags Íslands, um nýju lögin um þjónustu við fatlað fólk og reglu- gerðirnar sem félags- og jafnrétt- ismálaráðherra undirritaði í fyrra- dag. Er þessu ætlað að bæta þjónustu við fatlaða og tryggja auk- ið eftirlit með aðbúnaði. »4 Lagasetning sögð marka tímamót Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Eitt slys á barni eða ungmenni á ári er of mikið, um það voru allir sammála á málstofu um atvinnuþátttöku barna. Og það var sláandi að sjá að einungis 17 sveitarfélög af 73 sem bjóða upp á vinnuskóla hafi gert áhættumat til að tryggja börnum og unglingum öryggi og heilbrigði á vinnustað,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í samtali við Morgunblaðið. Vísar hún í máli sínu til ráð- stefnu sem haldin var í gær, en þar kom fram að 410 börn og ungmenni hafi slasast á vinnumarkaði árið 2016. Af þeim voru 15 börn yngri en 14 ára. „Rannsóknir hafa sýnt að það er fylgni milli vinnu með námi og stoðkerfisvanda eða kvíða og mikil atvinnuþátt- taka barna á Íslandi er sláandi. Það voru allir sammála um nauðsyn þess að auka fræðslu um vinnuverndarmál og að vinnuskólinn væri kjörinn til þess ásamt því að kynna börnum réttindi og skyldur á vinnumarkaði,“ seg- ir Salvör og bætir við að mikil vinna barna og unglinga með námi sé eflaust í menningu okkar. Nú sé kominn tími til þess að hætta að hugsa hvernig þetta var áður fyrr og hugsa þess í stað hlutina upp á nýtt. „Það er nauðsynlegt að fyrsta reynsla barna af vinnu- markaði sé jákvæð og þar geta sveitarfélögin komið sterkt inn með fræðslu og góðan aðbúnað,“ segir Salvör, en hún vill aukna umræðu um þetta mál. Áhættumat sjald- gæft í vinnuskólum  Alls slösuðust 410 börn á íslenskum vinnumarkaði 2016 M 410 börn og ungmenni ... »11 Morgunblaðið/Frikki Vinnuskóli Krakkar byrja oft snemma að vinna. Um 200 einstaklingar afplána um þessar mundir refsidóma sína í sam- félagsþjónustu í stað þess að sitja í fangelsi. Eru þetta fleiri en afplána dóma í fangelsiskerfinu. Unnt er að heimila þeim sem dæmdir hafa verið til árs fangelsis- refsingar eða minna að afplána dóm- inn með samfélagsþjónustu. Það á þó ekki við um þá sem taldir eru hættulegir umhverfinu. Fólkið sem sækir um og fær leyfi til að afplána í samfélagsþjónustu getur stundað fulla vinnu eða nám en notar frítíma sinn til að vinna launalaust í þágu góðra málefna, svo sem fyrir Rauða kross Íslands, hjá sambýlum fatlaðra eða fyrir trúfélag sitt, svo eitthvað sé nefnt. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að samfélagsþjónustan hafi reynst vel. Aðeins 16% þeirra sem afplána þannig brjóti af sér á ný. »2 200 nú í samfélags- þjónustu  Árangursríkara að afplána utan fangelsis

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.