Morgunblaðið - 09.11.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018
Veður víða um heim 8.11., kl. 18.00
Reykjavík 6 skýjað
Akureyri 4 léttskýjað
Nuuk -8 heiðskírt
Þórshöfn 7 léttskýjað
Ósló 8 súld
Kaupmannahöfn 8 þoka
Stokkhólmur 7 þoka
Helsinki 6 súld
Lúxemborg 10 léttskýjað
Brussel 10 léttskýjað
Dublin 9 rigning
Glasgow 10 rigning
London 11 léttskýjað
París 11 heiðskírt
Amsterdam 10 léttskýjað
Hamborg 10 léttskýjað
Berlín 11 rigning
Vín 12 skýjað
Moskva 2 súld
Algarve 18 léttskýjað
Madríd 11 rigning
Barcelona 17 skýjað
Mallorca 19 léttskýjað
Róm 19 léttskýjað
Aþena 14 skýjað
Winnipeg -8 snjókoma
Montreal 5 alskýjað
New York 9 heiðskírt
Chicago 1 alskýjað
Orlando 27 heiðskírt
9. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:38 16:47
ÍSAFJÖRÐUR 9:59 16:35
SIGLUFJÖRÐUR 9:42 16:18
DJÚPIVOGUR 9:11 16:12
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á laugardag Norðaustan 10-20 m/s, hvassast suð-
austantil um morguninn, en á Vestfjörðum um
kvöldið. Víða rigning, einkum eystra, en úrkomulítið
á suðvesturhorninu. Hiti 2 til 9 stig, hlýjast syðst.
Austan 8-15 m/s, en heldur hvassara syðst. Rigning sunnan- og austanlands, en þurrt að kalla
norðvestantil. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast með suðurströndinni.Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ásmundur Einar Daðason, félags- og
jafnréttismálaráðherra, undirritaði í
fyrradag sex reglugerðir um að bæta
þjónustu við fatl-
aða og tryggja
aukið eftirlit með
aðbúnaði á heim-
ilum og stofnun-
um sem þjóna
fötluðum.
Reglugerðirnar
voru settar í kjöl-
far laga um þjón-
ustu við fatlað
fólk með langvar-
andi stuðnings-
þarfir sem tóku gildi 1. október.
Reglugerðirnar eru um biðlista, for-
gangsröðun og úrræði á biðtíma eftir
þjónustu; um starfsleyfi til félaga-
samtaka, sjálfseignarstofnana og
annarra þjónustu- og rekstraraðila
sem veita þjónustu við fatlað fólk; um
starfsemi og aðbúnað á skammtíma-
dvalarstöðum; um búsetu fyrir börn
með miklar þroska- og geðraskanir;
um eftirlit og eftirfylgni vegna þjón-
ustu við fatlað fólk með langvarandi
stuðningsþarfir og um breytingu á
reglugerð um húsnæðisúrræði fyrir
fatlað fólk, nr. 370/2016. Í frétt frá
ráðuneytinu segir að markmiðið sé að
fatlað fólk eigi kost á bestu þjónustu
hverju sinni.
„Setning reglugerðanna er við-
bragð við könnunum og fréttum und-
anfarinna ára þar sem alvarlegar
brotalamir hafa komið í ljós varðandi
aðbúnað fatlaðs fólks. Unnið hefur
verið að reglugerðunum í ráðuneyt-
inu um nokkra hríð og haft samráð
við fjölda hagsmunaaðila sem áttu
fulltrúa í nokkrum af þeim starfshóp-
um sem skipaðir voru til að taka þátt í
vinnunni,“ segir í fréttinni. Samtals
tóku 46 utanaðkomandi fulltrúar þátt
í störfum starfshópanna. Þeir komu
m.a. frá Þroskahjálp, Öryrkjabanda-
lagi Íslands, NPA-miðstöðinni og
Átaki, félagi fólks með þroskahöml-
un.
Búið að lögfesta NPA
„Þessi lagasetning markar tíma-
mót,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðar-
dóttir, formaður Öryrkjabandalags
Íslands, um nýju lögin um þjónustu
við fatlað fólk og reglugerðirnar sem
ráðherra hefur undirritað. „Það var
breið fylking fatlaðs fólks sem kom
að samningu laganna og reglugerða-
vinnunni. Það var unnið gríðarlega
vel og við erum mjög ánægð með
samráðið við stjórnvöld. Við höfðum
ýmislegt til málanna að leggja og á
okkur var hlustað. Það náðust t.d.
sterkari mannréttindasjónarmið en
áður í tengslum við félagsþjónustu
sveitarfélaga.“
Þuríður sagði mikilvægt að búið
væri að lögfesta NPA, notendastýrða
persónulega aðstoð, sem skipti fatlað
fólk miklu. „Ákvæðið um samráðs-
nefnd um málefni fatlaðs fólks í lög-
unum sem tóku gildi 1. október er
líka mikilvægt. Fatlað fólk á að skipa
meirihluta í nefndinni,“ sagði Þuríð-
ur. Hún sagði að af fjárlagafrum-
varpinu að dæma væri engan veginn
nóg fé sett í málaflokka sem lúta að
fötluðu fólki. Ríki og sveitarfélög
verði að tryggja nægt fjármagn til að
sinna þjónustunni við fatlað fólk.
Stjórnvöld séu búin að fullgilda
samning Sameinuðu þjóðanna um
réttindi fatlaðs fólks og taki tillit til
hans. Mikilvægt sé að lögfesta samn-
inginn allan. Eftir það þurfi að endur-
skoða lögin um þjónustu við fatlað
fólk með tilliti til samningsins. Það
muni auka áhersluna á lögvernduð
mannréttindi fatlaðs fólks.
Lögin marka tímamót fyrir fatlaða
Ráðherra undirritaði sex reglugerðir um bætta þjónustu við fatlað fólk Víðtækt samráð var haft
við samtök fatlaðs fólks í undirbúningsferlinu Samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks bundin í lög
Þuríður Harpa
Sigurðardóttir
Morgunblaðið/Eggert
Aukin réttindi Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðnings-
þarfir tóku gildi 1. október og settar hafa verið sex reglugerðir.
Fjöldi listamanna lagði SÁÁ lið í ákalli til stjórn-
valda um að bjarga lífi þeirra sem eru í hættu,
með þjóðarátaki til varnar sjúkrahúsinu Vogi.
Meðal listamanna sem fram komu á tónleikum í
Háskólabíói í gærkvöldi voru rappararnir í
Geisha Cartel. Á sama tíma er hafin söfnun und-
irskrifta þar sem skorað er á stjórnvöld að auka
framlög til sjúkrahússins til að útrýma biðlista
eftir áfengis- og vímuefnameðferð.
Morgunblaðið/Hari
Ákall um að bjarga lífi þeirra sem eru í hættu
Héraðsdómur
Suðurlands
úrskurðaði í gær
íslenskan karl-
mann, fæddan
árið 1965, í
gæsluvarðhald að
kröfu lögreglu-
stjórans á Suður-
landi. Var krafan
gerð á grundvelli
almannahags-
muna, en lögreglan telur uppi rök-
studdan grun um að maðurinn hafi
valdið eldsvoða í húsi við Kirkjuveg
18 á Selfossi hinn 31. október sl.
Mun maðurinn sæta gæslu-
varðhaldi allt til klukkan 16 hinn 29.
nóvember næstkomandi. Kona sem
einnig sætti gæsluvarðhaldi vegna
sama máls var í gær í skýrslutöku
hjá lögreglu. „Ekki er að vænta
frekari frétta frá lögreglu af rann-
sókninni að sinni,“ segir í tilkynn-
ingu sem birt er á heimasíðu lög-
reglunnar. Tvennt lést í
eldsvoðanum á Selfossi, karlmaður
og kona.
Maðurinn
áfram í
varðhaldi
Bruni Fjölmennt
lið var kallað út.
Er grunaður um
að hafa valdið bruna