Morgunblaðið - 09.11.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Einstök
jólagjöf
Barna-
myndatökur
Leyft verði að framkvæma aðgerðir á einkastofum Telja að hægt verði að ná
fram sparnaði og klára biðlista eftir aðgerðum Fólk þurfi ekki að líða kvalir
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þessi hugmyndafræðilega nálgun,
að ríkið eigi að sinna öllu, kemur í veg
fyrir að fólk fái meina sinna bót,“ seg-
ir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
formaður Viðreisnar.
Þorgerður og fleiri þingmenn Við-
reisnar og Miðflokksins hafa lagt
fram tillögu um breytingar á lögum
um sjúkratryggingar er lýtur að
kostnaði við þjónustu sem hægt hefur
verið að sækja til annarra aðildar-
ríkja EES-samningsins. Nái frum-
varp þeirra fram að ganga verður
hægt að framkvæma fjölda aðgerða á
einkastofum hér.
Segir í greinargerð með frumvarp-
inu að alkunna sé að hér á landi hafi
um árabil verið langir biðlistar eftir
ýmsum aðgerðum og ekki séu horfur
á að þeir styttist verulega í náinni
framtíð. Af þessum sökum hafi all-
margir sem
sjúkratryggðir
eru á Íslandi feng-
ið slíkar aðgerðir
framkvæmdar er-
lendis á síðustu
árum og kostnað-
ur við þær þá ver-
ið greiddur af
Sjúkratrygging-
um Íslands. „Sú
undarlega staða
er uppi að Sjúkratryggingar Íslands
telja sér ekki heimilt að greiða kostn-
að við sams konar aðgerð hér á landi,
enda þótt hún hafi verið gerð af aðila
sem uppfyllir öll lagaskilyrði til að
framkvæma hana. Synjunin hefur þá
verið rökstudd með þeim hætti að
ekki hafi verið fyrir hendi samningur
milli Sjúkratrygginga Íslands og við-
komandi læknis um framkvæmd
slíkra aðgerða, og stofnunin hefur
talið sér óheimilt að gera slíkan
samning vegna afstöðu ráðherra.
Þessi afstaða hefur í reynd leitt til
þess að kostnaður við aðgerðirnar er
miklu meiri en nauðsyn krefur því að-
gerðir framkvæmdar erlendis eru
mun dýrari en sams konar aðgerðir
framkvæmdar utan ríkisspítalanna
hér á landi.“
Þorgerður Katrín segir í samtali
við Morgunblaðið að tillagan leysi
vanda fjölda fólks sem sé á biðliðst-
um eftir aðgerðum hér. „Við leggjum
til að þeir sjálfstæðu aðilar sem upp-
fylla öll skilyrði fái að gera þessar að-
gerðir hér heima. Það er 150 millj-
ónum varið árlega í að senda fólk út í
aðgerðir og út á það fáum við 70 að-
gerðir. Fyrir þá upphæð fengjum við
ríflega 120 aðgerðir hér heima. Að-
gerðum myndi því fjölga og við hjálp-
um fólki sem bíður mánuðum og jafn-
vel árum saman og þarf að líða
miklar kvalir. Það þarf að horfast í
augu við þennan vanda. Menn eiga
ekki að fara í tafaleiki út af hug-
myndafræðilegri nálgun. Við skulum
taka þá umræðu þegar við erum búin
að klára biðlistana.“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra segir að afstaða hennar
muni koma fram í þinglegri meðferð
málsins.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Getum „klárað biðlistana“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skurðstofa Hægt er að fjölga að-
gerðum hér á landi umtalsvert.
Háttvirtur þingmaður og hæstvirtur
ráðherra eru ávarpsorð frá liðinni tíð
sem ber að afleggja. Þau endur-
spegla þjóðfélag þar sem þótti við
hæfi að sýna fólki mismunandi fram-
komu eftir þjóðfélagsstöðu og sam-
rýmast ekki þeirri lífsskoðun að
samfélagið skuli byggt á jafnrétti.
Þetta er mat fimm þingmanna
Samfylkingar og Pírata, þeirra Mar-
grétar Tryggvadóttur, Loga Einars-
sonar, Guðjóns S. Brjánssonar,
Smára McCarthy og Björns Levís
Gunnarssonar sem í gær lögðu fram
þingsályktunartillögu um að þessi
þingvenja yrði aflögð.
Tillöguna rökstyðja þau m.a. með
því að þingmenn og ráðherrar í ná-
grannalöndunum séu ekki ávarpaðir
á svo formlegan hátt. T.d. séu þeir
kallaðir herra og frú á danska
þinginu og þar séu ráðherrar ávarp-
aðir með embættisheiti. Í Finnlandi
og Noregi sé ekkert að finna í þing-
skapalögum um hvernig ávarpa skuli
þingmenn og ráðherra.
Flutningsmenn tillögunnar segja
að ávarpsorðin séu flestum almenn-
um borgurum framandi og að þau
séu stundum notuð til að hæðast að
stjórnmálamönnum. „Notkun þeirra
í ræðustól á Alþingi kann að auka
enn á þá tilfinningu þeirra að stjórn-
málamenn séu í litlum tengslum við
raunveruleikann og að það sem fram
fari í þingsal sé líkara leikriti en inni-
haldsríkum umræðum,“ segir í til-
lögunni.
Ráðherrar og þingmenn hætti
að vera hátt- og hæstvirtir
Þingmenn leggja til að ávarpsorðum á Alþingi verði breytt
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alþingi Lagt er til að konur og karl-
ar á þingi hætti að vera háttvirt.
Útgerð Fjordvik
fer nú alfarið
með björgun
sementsflutn-
ingaskipsins á
strandstað við
Helguvík, að
sögn Kjartans
Más Kjart-
anssonar,
bæjarstjóra í
Reykjanesbæ, en
Fjordvik situr enn fast í Helguvík
eftir að hafa strandað þar aðfara-
nótt laugardags.
„Það er ekki lengur verið að
bjarga mannslífum og við teljum að
það sé búið eins og hægt er að
koma í veg fyrir hættu á umhverfis-
slysi vegna strandsins,“ segir Kjart-
an Már við Morgunblaðið.
Í yfirlýsingu sem SMT shipping,
sem gerir út Fjordvik, sendi frá sér
kom fram að vinna væri í fullum
gangi við að koma skipinu á flot og í
örugga höfn. ge@mbl.is
Björgun í
höndum út-
gerðarinnar
Slys Fjordvik sést
hér á strandstað.
Mengunarslys frá
Fjordvik ólíklegt
„Íslenska ríkið sem og aðstandendur
Hauks Hilmarssonar eiga rétt á að fá
að vita afdrif Hauks. Einhver hlýtur
að vita það,“ sagði Margrét Tryggva-
dóttir, þingmaður Samfylkingar-
innar, í óundirbúnum fyrirspurnar-
tíma á Alþingi í gær.
Spurði hún hvort íslensk stjórnvöld
hefðu spurt tyrknesk stjórnvöld með
beinum hætti um afdrif Hauks Hilm-
arssonar, sem talinn er hafa fallið í
Afrin-héraði í Sýrlandi í ársbyrjun,
og hvort utanríkisráðherra hefði
krafið tyrknesk stjórnvöld svara.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík-
isráðherra kom til svara og sagði
allra leiða hafa verið leitað til að kom-
ast að afdrifum Hauks. Íslensk
stjórnvöld hefðu ítrekað spurst fyrir
um þau og fengið þau svör að Haukur
væri talinn af. Hann sagði þætti borg-
araþjónustunnar í málinu lokið og að
ráðuneytið réði borgurum eindregið
frá því að ferðast á þessum slóðum.
„Það er óviðunandi að það sé ekki
hægt að komast að hinu sanna í mál-
inu,“ sagði Margrét. „Ég hef gert allt
það sem í mínu valdi stendur til að
hjálpa til í þessu máli,“ svaraði Guð-
laugur Þór. „Ef það er eitthvað frek-
ar sem við getum gert til að aðstoða í
þessu erfiða máli munum við auðvitað
gera það.“
Hef gert allt
sem í mínu
valdi stendur
Hlýindin að undanförnu hafa kallað á meiri úti-
vist. Þessir ungu drengir voru í boltaleik á Ing-
ólfstorgi þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti
þarna leið um. Þeir sýndu góða takta og aldrei
að vita nema þarna séu framtíðarlandsliðsmenn
á ferðinni.
Fótboltafimi á fallegum vetrardegi
Morgunblaðið/Eggert