Morgunblaðið - 09.11.2018, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.11.2018, Qupperneq 31
verða fagnaðarfundir. Þangað til hvíldu í friði, elsku vinkona. Elska þig. Fallegu strákunum hennar Frank, Safír og Sæbirni ásamt fjölskyldu hennar votta ég mína dýpstu samúð. Ingibjörg Reynisdóttir. Þú kvaddir þegar blómin fóru að falla og fölva haustsins sló á sumar- skraut. Þú hafðir gengið götu þína alla og gæfu notið hér á lífsins braut. Það syrtir að og söknuðurinn svíður, hann svíður þó að dulin séu tár en ævin okkar eins og lækur líður til lífsins bak við jarðnesk æviár. Og tregablandin hinsta kveðjan hljómar svo hrygg við erum því við söknum þín, í hugum okkar stjarna lífs þíns ljómar, sem ljós á vegi í brjóstum okkar skín. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi, sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er. (Guðrún Elísabet Vormsdóttir) Kveðju sendir Ingunn (Inga) Jónsdóttir. Elsku hjartans Kristrún mín, það brast eitthvað innra með mér þegar ég heyrði þessa hörmulegu frétt, að þú hefði kvatt lífið á svo voveiflegan hátt og svo snögglega. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért far- in frá okkur, þú sem varst alltaf glöð og andrík og vildir öllum svo vel, vildir alltaf allt fyrir alla gera. Við hittumst ekki oft í seinni tíð en þegar við hittumst síðast var það í fermingunni hjá Sæb- irni, og þú varst svo glöð og ánægð að sjá mig og sagðir mér að þú værir að flytja aftur til Ís- lands. Þú varst mér kær sem systir í æsku og ég á svo margar góð- ar minningar um þig, Kristrún. Þegar við vorum litlar gistum við oft saman í Rofabænum og skemmtum okkur konunglega, eins þegar þið fluttuð í Furu- grundina var ég mikið hjá þér. Það er erfitt að gleyma því þegar þið fenguð litasjónvarp og við fjölskyldan gengum af Nýbýlaveginum á hverju mið- vikudagskvöldi til að horfa á Dallas í nýja sjónvarpinu. Það eru svo margar minningarnar sem ylja manni um hjartaræt- ur, þú varst svo stór hluti af æsku minni. Fjölskyldur okkar fóru sam- an í frí og var þá farið sum- arbústað í Munaðarnesi, þá fór pabbi fyrst með okkur og fór svo í bæinn og náði í ykkur, því ekki komust allir í bílinn í einni ferð. Það voru líka ófáir pásk- arnir sem við vorum sendar saman í rútunni til ömmu og afa á Skálafelli með páskaeggin okkar í Gunnars majónes-föt- um. Við höfum alltaf haldið sam- bandi í gegnum árin, þó að á ýmsu hafi gengið hjá okkur báðum. Ég mun alltaf sakna þín og minnast þín með hlýhug. Elsku Róshildur og Eyþór, Maggi, Frank, Safír Steinn og Sæbjörn, ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þín frænka, Sonja. Það var mjög erfitt símtal sem ég fékk frá Ingunni systur Krissu seinnipartinn þann 31. október síðastliðinn, sem tjáði mér að Kristrún væri dáin, ég dofnaði allur upp í líkamanum og brast strax í grát, reyndar dofnaði ég svipað og ég gerði þegar ég sá fréttirnar um brun- ann á Selfossi. Mér fannst það hrikalega sorglegt og ég vonaði svo sannarlega að þetta væri enginn sem ég þekkti, en svona getur lífið verði ósanngjarnt og vont stundum. Já, barnsmóðir mín, fyrrver- andi sambýliskona til átta ára og mjög góður vinur, er látin, eða Krissa mín eins ég kallaði hana alltaf og talaði yfirleitt um hana þannig á okkar skemmti- lega tíma saman, henni fannst eins og ég væri að skamma sig ef ég segði Kristrún. Krissa var yndisleg manneskja og vildi öll- um alltaf allt það besta, fórnaði sér fyrir allt og alla, okkar leið- ir skildi fyrir um 20 árum. Ég minnist Krissu minnar með hlýhug og mikilli eftirsjá, sem góðrar vinkonu og móður, skínandi skæru ljósi, alltaf brosandi sínu fallega breiða brosi, hlý og gefandi. Ég elsk- aði Krissu mikið og reyndi allt mitt til að hjálpa henni, þótti og þykir mjög vænt um hana. Hún ól mér yndislegan son og var mér fært það ábyrgðarhlutverk fyrir um 20 árum að fara með forræði yfir syni okkar, Bláa Demantinum mínum, honum Safír Steini. Voru þau alltaf mjög góðir vinir, í reglulegu sambandi, hún var mjög góð við hann og gott var á milli okkar allra til hennar síðasta dags. Við spjölluðum oft mikið saman um ýmislegt, ég og Krissa, síð- ast fyrir nokkrum vikum í nokkra klukkutíma í síma. Var hún þá m.a. að biðja mig að finna fyrir sig myndir sem voru í myndaalbúmi sem er hjá mér, sem ég og gerði í kringum flutninga hjá okkur feðgum um daginn. Elsku Safír Steinn minn, þetta er mjög sárt, sorg- legt og erfitt en þú þessi klettur sem ég á ert ótrúlegur, vertu áfram sterkur, elsku kúturinn minn, þú veist að ég er þér við hlið og er þér alltaf til staðar. Blessuð sé minning þín, Krissa mín, nú ertu komin í faðm elskulega pabba þíns sem ég veit að þú saknaðir mikið, hann hefur beðið þín með opna arma í sól og Sumarlandinu. Ég veit líka að þú ert á miklu betri og fallegri stað í dag. Hvíl í friði, elsku Kristrún mín. Ég vil biðja almættið að vaka yfir og senda styrk til sona hennar þriggja á þessum erfiðu tímum; Franks, Safírs Steins og Sæbjörns Helga, eins hennar nánustu ættingja. Elsku Bjössi, Stefán og Ingunn mín, mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra svo og til Róshildar, Eyþórs og einnig Rannsýjar. Þér er ætlað eitthvert göfugt verkefni í framhaldi af þessu erfiða lífi, elsku Krissa mín, sem er nú yfirstaðið á sorgleg- an hátt, mín kæra, og mestur er léttirinn sennilega fyrir þig elskan en eftir situr hjá okkur hinum mikil eftirsjá og mikil sorg. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þín ást og alltaf vinur, Valþór Ólason. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018 ✝ Helgi MagnúsSímonarson fæddist í Hafnar- firði 24. febrúar 1935. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Sólvangi 28. október 2018. Foreldrar hans voru Ólöf Helga- dóttir, f. 17. september 1915, d. 2. desember 1992, og Símon Svanhall Mar- ionsson, f. 5. júlí 1913, d. 26. desember 1996. Systkini hans eru 1) Hanna Jonný, f. 19. sambýlismaður hennar var Sigurður Árni Sigurðsson. Helgi kvæntist, 25. desem- ber 1959, Ástu Bryndísi Gunnarsdóttur, f. 23. nóvem- ber 1935. Foreldrar Bryndís- ar voru Gunnar Snjólfsson, f. 2. nóv. 1899, d. 30. ágúst 1983 og Jónína Ástríður Jóns- dóttir, f. 28. ágúst 1912, d. 29. okt. 2001. Helgi og Bryndís eignuðust einn son, Jón Gunn- ar, f. 6. júní 1955, d. 13. októ- ber 1996, kvæntur Sólveigu Eddu Bjarnadóttur f. 12. mars 1957. Börn þeirra eru: Bryndís, f. 28. mars 1978, Auður, f. 11. mars 1980, Nat- an, f. 31. mars 1985, og Vala, f. 27. júlí 1989. Barna- barnabörnin eru átta. Útför Helga fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 9. nóvember 2018, klukkan 13. sept. 1937, d. 1. ágúst 2013, 2) Erla Jónína, f. 2. feb. 1944, 3) Viðar, f. 25. feb. 1945, kona hans er Halldóra Sigurðardóttir, 4) Margrét, f. 18. júlí 1947, 5) Þorbjörg, f. 20. jan. 1950, eiginmaður henn- ar er Auðunn Karlsson 6) Jó- hanna, f. 9. júní 1951, eigin- maður hennar er Vilhjálmur Nikulásson,7) Ásthildur, f. 8. nóv. 1952, d. 28. júní 2009, Helgi var elstur okkar átta systkina. Hann var tíu árum eldri en ég, þar af leiðandi urðum við aldrei leikfélagar. Heima fyr- ir var hann ljúfur, skemmtilegur og góður bróðir. Hann var stríð- inn og fóru systurnar ekki var- hluta af því en allt var þetta í góðu. Hann byrjaði ungur til sjós, fyrst sem háseti og síðar sem kokkur. Hann kynntist Bryndísi konu sinni, sem ættuð er frá Höfn í Hornafirði,var það hans mesta gæfuspor. Settust þau að á Höfn og fæddist einka- sonur þeirra Jón Gunnar þar. 15. september 1961 fórst Helgi SF 50 í ofsaveðri á Færeyja- banka, þar sem allir fórust nema tveir og var Helgi annar þeirra. Tókst honum með snarræði að finna gúmbjörgunarbátinn í sjónum, batt hann línuna við ökklann og náði að blása hann upp. Náði hann að bjarga félaga sínum Gunnari Ásgeirssyni úr sjónum. Velktust þeir um í sjón- um í 22 klukkustundir áður en skoskur línuveiðari, Verbena, bjargaði þeim og sigldi með þá til Færeyja. Þetta varð Helga mikið áfall, bæði á líkama og sál. Ekki var neina áfallahjálp að hafa á þeim tíma. Helgi varð aldrei samur. Eftir þetta vann Helgi aðallega í landi, í Mjólkurstöð- inni, Kaupfélaginu og hjá hern- um á Stokksnesi. Annað stórt áfall reið yfir er Jón Gunnar son- ur þeirra fórst með Jonnu SF 12 við þriðja mann 13. október 1996. Hann skildi eftir sig konu og fjögur ung börn. Eftir þetta var lífið þeim erfitt. Sólargeislarnir í lífi þeirra eru barnabörnin fjögur, sem öll hafa reynst þeim einstaklega vel. Árið 2000 fluttu þau til Hafnarfjarðar og undu þau hag sínum vel. Heilsu Helga hrakaði síðustu ár og lést hann á Sólvangi í Hafnarfirði þann 28. október. Guð geymi þig. Viðar bróðir. Elsku afi okkar er látinn. Það var gott að alast upp á Höfn í Hornafirði og eiga þar afa og ömmu sem tóku alltaf vel á móti okkur. Heimili þeirra á Hafnarbrautinni var okkar ann- að heimili. Þar var notalegt að koma í vöfflukaffi og horfa á Tomma og Jenna með afa, sem skellihló allan tímann, sem gerði allt svo miklu skemmtilegra. Við eyddum öllum hátíðisdögum saman og voru afi og amma góð og gjafmild og lágum við syst- kinin og síðar barnabarnabörnin i sælgætisskálinni á stofuborð- inu. Afi var mikill bílaáhugamað- ur og buðu hann og amma okkur oft á rúntinn í fína bílnum sínum sem afi var sérlega natinn við að halda snyrtilegum enda mikið snyrtimenni og í minningunni er afi alltaf svo fínn. Við barnabörn- in ásamt móður okkar erum þakklát fyrir allar góðu samveru- stundirnar og umhyggjuna. Hvíl í friði. Bryndís, Auður, Natan, Vala og Edda. Helgi Magnús Símonarson Mary Donnelly fæddist og ólst upp í sjávarþorpinu Kilkee á veðurbarinni vesturströnd Ír- lands. Eins og títt var með Mary Donnelly ✝ Mary Donnellyfæddist 30. apríl 1927 í Kilkee, West Clare, Írlandi. Hún lést 11. sept- ember 2018 á hjúkrunarheim- ilinu St Senan’s Nursing Home í Kilrush. Foreldrar henn- ar voru Patrick Donnelly, bílstjóri frá Kilkee, og Annie O’Curry, kennari frá Kilkee. Mary var ógift og barnlaus en átti yngri systur sem andaðist árið 2002. Útförin fór fram í Kilkee 14. september 2018. ungt fólk á þessum slóðum hlaut hún nauðsynlega grunnmenntun en þurfti síðar að leita á önnur mið til að vinna fyrir sér. Að hennar sögn var það í landafræði- tíma, að Evrópu- kortið hékk hátt yfir höfðum barnanna í bekkn- um og bendiprik kennarans skautaði á milli landa, að henni varð starsýnt á litla eyju efst til vinstri á kortinu og áhuginn kviknaði á Íslandi. Eftir skóla- skyldu fluttu þær systur, Mary og Nancy, til London í leit að vinnu og nokkru síðar rak á fjörurnar starfsauglýsingu frá söluskrifstofu Loftleiða í Lond- on og þá varð ekki aftur snúið. Þetta var um miðjan sjötta ára- tuginn. Til að gera langa sögu stutta fluttist Mary búferlum þegar henni bauðst starf á að- alskrifstofu Loftleiða í Reykja- vík, lærði íslensku og fékk ís- lenskan ríkisborgararétt. Hún leigði fyrst herbergi á Sóleyj- argötu 17 en fljótlega fluttist hún á Ásvallagötu 2 og síðar keypti hún íbúð á Víðimel 48. Tvennt kunni hún sérstaklega að meta í Reykjavík, en það voru sundlaugarnar og almenn- ingssamgöngurnar. Hún var öt- ull talsmaður ferðamannalands- ins Íslands alla ævi og kunni að meta fegurð Íslands frá fyrstu tíð. Árið 1992 þegar hún fór á eftirlaun sneri hún til Kilkee til systur sinnar og kom sér þar fyrir í íbúð í ættaróðalinu við Gratten-stræti. Um tveimur áratugum síðar fluttist hún á hjúkrunarheimilið St. Senan’s Nursing Home í Kilrush, þar sem hún lést eftir rúmlega sex ára dvöl. Mary Donnelly og faðir okk- ar voru vinnufélagar í London og síðar í Reykjavík og hún varð strax mikill fjölskylduvin- ur frá því hún fluttist á Sól- eyjargötuna þar sem við bjuggum. Hún eignaðist góða vini í gegnum æviskeiðið á Ís- landi og var tíður gestur á heimili foreldra okkar og síðar fjölskyldna okkar. Sömuleiðis var heimili hennar á Íslandi og síðar á Írlandi sem heimili okk- ar. Hún naut þess að umgang- ast börn og í æsku nutum við systkinin góðs af því og sömu- leiðis börn okkar síðar. Minn- ingarnar eru óteljandi en tengj- ast gjarnan gleðistundum þar sem pabbi lék á píanóið og Mary stýrði söng, ekki síst gamalla írskra og enskra stríðsáraslagara. Mary mun ávallt skipa sess í huga okkar. Blessuð sé minning Mary Don- nelly. Ása, Kristín og Ólafur Briem. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNDÍS BIRNA SIGURÐARDÓTTIR, áður Blöndubakka 15, verður jarðsungin frá Lindakirkju mánudaginn 12. nóvember klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd. Halla Guðrún Jónsdóttir Gísli Arnar Gunnarsson Brynjólfur Gunnar Jónsson Arndís Lára Jónsdóttir Ebenezer Guðmundsson Hallgrímur Júlíus Jónsson Berglind Birgisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku Ingvar frændi minn. Í staðinn fyrir að senda þér afmælis- kveðju eins og við höfum alltaf gert hvort til ann- ars (hvort sem það var í símtali, sms eða á tímum facebook) finnst mér rosalega erfitt að sitja hér og skrifa mína hinstu kveðju til þín. Það var samt svo gott að dreyma þig í nótt. Þú varst svo glaður, heilbrigður og það var svo gott að faðma þig svona innilega. Eins og í gamla daga. Það var svo gaman hjá okkur! Þú lést mig vita að það væri allt í góðu hjá þér og að ég Ingvar Ástmarsson ✝ Ingvar B. Ást-marsson fædd- ist 21. október 1954. Hann lést 14. október 2018. Útför Ingvars fór fram 31. október 2018. þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Þér liði vel. Ég fann það líka svo vel. Ég er svo hissa að fá svona góðan draum á afmælis- daginn okkar. Kannski var hann frá þér svo ég mundi ekki kvíða eins mikið fyrir. Ég er svo þakk- lát fyrir að hafa fengið að sjá þig einu sinni enn og deila þessu augnabliki með þeim sem við elskum svo mikið. Það var dýr- mæt stund en jafnframt erfitt að átta sig á því að þetta væri raunveruleikinn. Eins og svo margir bentu mér á þá hafa Hanna amma og Addi afi tekið vel á móti þér þarna uppi. Mað- ur huggar sig við það. Ég er líka þakklát fyrir fjölskylduhitt- inginn okkar í sumar. Þær minningar eru okkur svo dýr- mætar. Ég hugsa að þú munir alltaf eiga svolítið í mér. Enda tengdi ég alltaf Ingu nafnið frekar við þig en afann sem ég þekkti því miður aldrei og leiðrétti mömmu oft sem barn að ég væri skírð í höfuðið á ykkur báðum. Við ætt- um nú einu sinni sama afmæl- isdag! Ég man líka samræðurn- ar sem ég átti oft við sjálfa mig sem barn hvor frændi minn væri eiginlega meira uppáhalds. Þú eða Kári? Það var alltaf svo- lítið erfitt að gera upp á milli. Það vann nefnilega enginn nema ég, því ég fékk tvo afa í vöggu- gjöf í staðinn fyrir einn. Þið haf- ið alltaf verið mér svo góðir: „Var ekki sagt ykkur það?“ Mér hefur þó verið sagt að þú hafir verið líkur honum Adda afa að mörgu leyti. Ég fékk að kynnast því svo vel í einni bíl- ferðinni frá Balaskarði. Þú myndir líklega ekki muna eftir ferðinni en í þeirri ferð komstu í „guðatölu“ hjá einni fjögurra ára … og þar muntu fá að vera. Ég elska þig og sakna þín, elsku frændi. Hvíldu í friði. Við sjáumst seinna. Ég mun þó alltaf senda þér afmæliskveðju á deginum okkar hvernig sem ég fer að því og ef til vill skella Sven Ingvars á fón- inn fyrir þig. Þannig er það bara. Kveðja, þín, Inga Dís. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.