Morgunblaðið - 09.11.2018, Page 32

Morgunblaðið - 09.11.2018, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018 Það er mér enn í fersku minni þegar ég sá Elínu fyrst. Það var haustið 2005 á miðilsfundi í Gryfjunni í VMA. Andrúmsloftið var grafalvarlegt og miðillinn í beinu sambandi við fólk að handan. Upp úr þögninni fór allt í einu að heyrast tíst sem svo ágerðist. Tístið var hláturinn hennar Elínar Helgu sem átti síð- ar eftir að verða náin vinkona mín. Hláturskastið var þannig að Elín varð að standa upp og flýja niður í kjallara Verkmenntaskól- ans sem reyndar þýddi lítið því hláturinn barst alla leið upp í Gryfju þaðan. Leiðir okkar Elínar lágu svo saman í gegnum Sjallann þar sem við störfuðum bæði, ég tækni- maður og DJ en hún var andlit miðasölunnar. Elín fór fljótt að senda mér skilaboð og bjóða mér í allskyns partí og gleðskap en á þeim árum var ég frekar hlé- drægur þegar kom að partíum og skemmtunum og það skynjaði El- ín. Hún var nefnilega þannig að hún passaði ætíð að allir væru með og að öllum liði vel. Ég gleymi svo aldrei þegar ég skutlaði Edda og Elínu heim úr Sjallanum kvöld eitt eftir eitt- hvert partí og þau hurfu bæði út úr bílnum á sama stað og stuttu seinna kom sms sem innihélt skilaboðin „ekki segja neinum, fé- lagi“. Síðar áttu þau eftir að hefja sambúð og var ég eins og heim- ilisköttur hjá þeim í fyrstu íbúð- inni í Hjallalundi. Matar- og kaffi- boðin voru endalaus og vídeó- glápið margir sólarhringar samanlagt. Elín kynnti mig einn- ig fyrir yndislegu fjölskyldunni sinni. Þegar maður kynntist for- eldrum hennar uppgötvaði maður fljótt hvaðan hún hafði gestrisn- Elín Helga Hannesdóttir ✝ Elín HelgaHannesdóttir fæddist 11. febrúar 1988. Hún lést 21. október 2018. Útför Elínar Helgu fór fram 7. nóvember 2018. ina og umhyggjuna fyrir öðru fólki. Á meðan ég bjó úti í Bretlandi töluðum við saman á Skype a.m.k. í hverri viku og á meðan ég fór í gegnum mikið heimþráarskeið var Elín klár á kantin- um og hjálpaði mér í gegnum það. Elsku Elín mín. Síðustu skilaboð sem fóru okkar á milli í september sl. voru á þá leið að það hefðu eflaust verið risaeðl- ur á vappi í Gilinu á Akureyri síð- ast þegar við hittumst, svo langt var síðan síðast (þú kunnir alltaf að orða hlutina). Við ákváðum að við skyldum hittast í virðulegu te- konuboði þegar ég kæmi norður næst. Því miður varð ekkert úr því en það er á hreinu að þegar við hittumst á himninum munum við slá í mörg virðuleg tekonuboð og fara yfir nýjasta slúðrið … já, og tala saman með augunum. Sigurður Þorri Gunnarsson (Siggi). „Áttu hund?“ spurði ófeimin sjö ára stelpa hlédræga bekkjar- systur sína. Svarið var já og úr varð 23 ára vinátta með öllum sín- um hæðum og lægðum (ég skrif- aði hægðum fyrst og ég veit þú hefðir hlegið svo mikið). Elsku hjartans fallega Elín mín, þetta var ekki fallegi endirinn sem við töluðum um og það brýtur í mér hjartað. Ég man þegar við ætl- uðum að bjarga mannkyninu, það hafði rignt mikið yfir daginn og okkur fannst eins og lækurinn væri að fyllast sem við lékum okk- ur oft við. Það var bara eitt í stöð- unni; það var að koma flóð. Fyrst var að fara heim í almennileg regnföt, næst var að koma Hann- esi litla frænda þínum í skjól og svo bjarga restinni af heiminum. Ég er viss um að okkur hefði tek- ist það en sem betur fer hætti að rigna og við fórum í aðrar erinda- gjörðir. Uppátækin okkar voru alls konar og eftir sitja fallegar og sumar sprenghlægilegar minn- ingar, ég vil ekki trúa að stund- irnar okkar verði ekki fleiri. Eftir þessar hræðilegu fréttir situr svo fast í hausnum á mér samtal við sameiginlega vinkonu þegar við vorum svona 18 ára. Við töluðum um að þú myndir líklega enda sem forseti, þú hafðir einhvern veginn allt með þér og gerðir allt svo vel. Fórst 100% í allt. Þú hafð- ir mikla útgeislun, svo ótrúlega drífandi, gáfuð, skemmtileg, fyndin, skipulögð upp á 10 og allt- af til í topprökræður. Auðveldara að setja smjör á ristað brauð eða venjulegt brauð? Við munum lík- legast aldrei komast að niður- stöðu. Þú varst svo vinmörg, allt- af til í að gera eitthvað skemmtilegt og þannig á ég troð- fullan minningabanka. Ég mun líka aldrei gleyma hlátrinum þín- um sem gat lýst upp öll herbergi. Þessi ógeðslegi vágestur var svo óvelkominn en hann spurði ekki að því, hann var lúmskur og reif allt frá þér og síðan þig frá okkur. Ég get ekki hætt að hugsa um að við tókum ekki hittinginn vikuna áður en þetta gerðist og nú er það orðið of seint. Hringið símtalið, takið hittinginn – ekki láta það verða of seint. Hjartans Elín mín, heimurinn er fátækari án þín. Ég vona að það sé allt í glimmer og gleði þar sem þú ert núna. Takk fyrir að spyrja hvort ég ætti hund, takk fyrir allt. Þetta var skemmtilegt ferðalag sem endaði alltof fljótt. Ég elska þig svo mikið og sakna þín! Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Edda, Antons Gauta, Guðrúnar Eddu, foreldra og bræðra. Ester Ósk Árnadóttir. Við bræður eigum erfitt með að trúa því að Elín Helga sé farin frá okkur. Við munum ætíð minn- ast Elínar sem hlýrrar glaðlyndr- ar frænku sem alltaf setti vini og fjölskyldu í fyrsta sæti. Okkar dýrmætasta minning af Elínu er þegar hún samdi annál um ættina þar sem hún orti um persónulega sigra fjölskyldumeðlima á árinu sem gladdi alla viðstadda á sum- arleikum ættarinnar í Hlíðarseli. Okkur þykir vænt um allar þær góðu samverustundir sem við átt- um með Elínu og munum varð- veita þær alla okkar tíð. Við mun- um sakna Elínar Helgu og biðjum allt gott að vernda og styðja Edda, börnin, foreldra, bræður og fjölskyldur þeirra. Björn og Birkir. Elsku Elín Helga. Það er svo óraunverulegt að sitja hér og ætla að skrifa. Að þú sért farin, að við eigum ekki eftir að hlæja saman aftur, ræða málin eða hittast í næsta afmæli. Þú varst góð manneskja, hjartahlý, traust, vinmörg, pab- bastelpa mikil og hláturmild. Þér fannst gott að hlæja og varst hrókur alls fagnaðar í rétta hópn- um. Í seinni tíð varstu keyrandi um á gráu Toyotunni, klædd í svart og bleikt ásamt dassi af glimmeri og skarti á leiðinni á Palla-ball. Þér þótti gott að skreppa yfir í heiði í bústaðinn og þá sérstaklega á sumarleikana – þá var aldrei langt í hláturinn eða keppnisskapið. Við lofum að geyma fallegu minningarnar okkar um ókomna tíð og erum viss um að Jauja amma og Ella amma passi vel upp á þig. Líkt og fuglinn Fönix rís fögur lítil diskódís - upp úr djúpinu gegnum diskóljósafoss. Ég er flottur, ég er frægur, ég er kandís kandífloss. Það geta’ ekki allir verið gordjöss. Það geta’ ekki allir verið töff. Það geta’ ekki allir orðið fabjúlöss eins og ég. Það geta’ ekki allir verið gordjöss. Það geta’ ekki allir meikað‘ það eins og ég. Söngröddin er silkimjúk sjáið bara þennan búk - instant klassík, hér er allt á réttum stað. Ég er fagur, ég er fríður, ég er glamúr gúmmelað. Húðinni í Díor drekkt, dressið óaðfinnanlegt - hvílík fegurð, hvað get ég sagt? Ég er dúndur, ég er diskó, það er mikið í mig lagt. ...... Hvíldu í friði, elsku Elín. Arna Ýr, Arnór Ísak og Aron Ernir. Þú með þitt fallega bros, smit- andi hlátur og innilegu knúsin þín. Þeir eru heppnir englarnir sem deila himnaríki með þér, nú fyrst stendur himnaríki undir nafni. Það var alltaf gleði í kring- um þig, ef maður tók þátt í ein- hverju skemmtilegu voru allar líkur á að þú hefðir átt hlut að máli. Allar bústaðaferðirnar, djömmin, matarklúbbarnir, „nefndu það bara“! Gleðiglim- merbomban sem þú varst. Núna ertu frjáls, elsku vin- kona, nú dansar þú á meðal engl- anna og ég er sko alveg viss um að það hefur aldrei verið jafn gaman í himnaríki. Skarðið sem þú skilur eftir í hjörtum fjölskyldu og vina er stórt. Ég get ekki með nokkru móti komið því í orð hve mikið ég sakna þín. Þrátt fyrir allt þá áttu mig skuldlaust og tilhugsunin um lífið án þín er óbærileg. Elska þig „beibíkeiks“. Regína Fossdal. Við erum mörg sem kveðjum yndislega vinkonu þessa vikuna, en hjartað mun aldrei gleyma fal- lega brosinu og smitandi hlátrin- um hennar Elínar Helgu. Þau voru ófá skilaboðin í gegnum framhaldsskólaárin þar sem við vinkonurnar vorum spurðar hvort við værum einhvers staðar (t.d. þegar við vorum í bíó) því hláturinn hennar Elínar þekktist svo vel. Elín var alltaf límið okkar og ég væri ekki svona rík að vin- um ef ekki væri fyrir hana. Marg- ar af okkar dýrmætustu minning- um hafa verið mér ofarlega í huga síðustu daga; kósíkvöldin okkar í Furulundinum, rúntarnir, ferða- lögin okkar hérlendis og erlendis, ég gæti lengi talið upp allt sem við höfum brallað saman. Mikið rosa- lega þykir mér vænt um allar þessar fallegu og skemmtilegu minningar sem lifa áfram í hjört- um okkar. Ég og mín fjölskylda vottum fjölskyldu og öðrum ást- vinum Elínar innilega samúð. Elsku vinkona – þangað til við sjáumst aftur – ég elska þig alltaf. Þín Fanney. Elsku fallega, einstaka, frá- bæra Elín Helga. Vinskapur okkar Elínar var mér ómetanlegur. Við vorum ekki nema rúmlega tveggja ára þegar við kynntumst fyrst í Akurgerð- inu og þá varð ekki aftur snúið. Við vorum svo oft búnar að sjá framtíðina fyrir okkur, við mynd- um sitja saman háaldraðar kerl- ingar að rifja upp gamlar minn- ingar, ég, þú og Helga, bollasúpustelpurnar frá Knorr. Skiptast á sögum um barnabörn og barnabarnabörn og eiga áhyggjulaust ævikvöld á pallinum með hvítvínsglas í hendi. Sem betur fer sköpuðum við margar góðar minningar sem hægt er að ylja sér við. Hún leit á mig sem systur og ég hana sömuleiðis. Við skildum hvor aðra svo vel og átt- um það til, hvort sem var í ein- rúmi eða margmenni, að tala saman með augunum, það þurfti engin orð en við skildum hvor aðra fullkomlega og svo skelltum við báðar upp úr. Það hefur alltaf fylgt Elínu svo falleg ára. Þetta fallega bros sem lýsti upp herbergið, þessi hlátur sem var svo smitandi, þessi hnyttni húmor og þessi óbilandi jákvæðni. Hún átti alltaf auðvelt með að koma fyrir sig orði og gerði það líka svo skemmtilega. Vissi einhvern veginn alltaf hvað átti að segja, á öllum stundum. Hún var líka með svo skemmti- lega takta og gerði einhvern veg- inn allt fyndið, það er erfitt að lýsa því en þeir sem hana þekktu vita nákvæmlega hvað ég meina. Hún gaf svo mikið af sér og elsk- aði allt fólkið sitt út fyrir endi- mörk alheimsins. Hún átti marga vini og kunn- ingja og kynntist ég nokkrum af mínum bestu vinum í gegnum hana. Hún var límið í vinahópnum og alltaf svo dugleg að hóa saman fólki og skipuleggja eitthvað skemmtilegt. Spilakvöld, vídeó- hittingar, matarklúbbar og sum- arbústaðarferðir voru tíðir við- burðir og alltaf var hlegið og hlegið mikið. Hún var glimmer- glamúrpía, alltaf nýklippt og hafði gaman af því að gera sig fína, setja upp helling af skarti og dansa með vinkonunum. Held að hún hafi mætt á öll síðustu Palla- böllin í Sjallanum! Meiri afmælisstelpu og jóla- barn var vart hægt að finna. Hún átti ekki afmælisdag, heldur af- mælisviku, sem endaði svo oftast með stóru húllumhæi og gleði. Hún byrjaði að telja niður til Sorgin liggur þungt á okkur sem erum svo langt í burtu. Siggi var eins og annar faðir fyrir mig sem hlustaði á mig og gaf góð ráð. Ég mat örlæti hans og vin- áttu mikils og ég hefði ekki getað valið mér betri afa fyrir börnin mín. Við söknum hans innilega. Endalaus ást til Sigga tengda- pabba og afa, hann muna alltaf búa í hjörtum okkar og minning hans verður aldrei fjarri. Innilegar samúðar- og saknað- arkveðjur. Joseph, Viktoría og Magnús í Ástralíu. Elskulegi Siggi frændi hefur kvatt þennan heim, alltof snöggt og langt fyrir aldur fram. Það er varla hægt að ímynda sér til- veruna án Sigga frænda. Þau Siggi og Rúna hafa verið traustar stoðir í lífi mínu eins og svo margra annarra svo lengi sem ég man eftir mér enda þvældist ég Sigurður S. Svavarsson ✝ Sigurður S.Svavarsson fæddist 14. janúar 1954. Hann lést 26. október 2018. Útförin fór fram 7. nóvember 2018. með Ernu inn og út heima hjá þeim meðan á skólagöng- unni stóð. Öllum eru líka ógleymanleg gamlárskvöldin heima hjá þeim enda var þar alltaf mikið fjör með allri föður- fjölskyldunni. Aldr- ei mun mér hverfa úr minni hvað það var gaman að dansa við stóra frænda minn í léttri sveiflu með Kim Larsen og syngja með honum og föðurfjöl- skyldunni. Ég er honum og Rúnu alltaf innilega þakklát fyrir að hafa tek- ið okkur undir sinn væng þegar pabbi féll frá. Takk fyrir ástina, umhyggjuna, orðin og gleðina elsku frændi minn. Hrafnhildur Pétursdóttir. Hörmulegt fráfall Sigga Svav- ars er reiðarslag – en kallar um leið á minningaflóð frá góðum fjörutíu árum. Og kannski ekki alltaf ljóst hvort þær eru uppdikt- aðar eða sannar. Kært barn har mange navne. Ungur maður með yfirskegg brýtur sig saman til að setjast undir stýri á lítilli, hvítri fíatlús. Tröllið? Breitt bak situr við tölvu- skjá, stynur og kallar stundar- hátt: – Kontról hvað, sögðuð þið? SSv, ekki spurning. Glaðhlakka- legur og brosmildur samstarfs- maður mætir að morgni eftir vel- lukkaða morgunrútínu og hrósar strax nýjum skóm eða nýrri klippingu en bætir við, kankvís: – Peysan er gömul, þekki gatið! Stóripjatti, alltaf með puttann á púlsinum. Stór og mikill maður sprettur upp úr skrifborðsstóln- um eftir lestur tölvupósts, bölvar nett, rýkur út á svalir og kveikir sér í sígarettu. Úti er nístings- kuldi sem smýgur gegnum merg og bein allra nema reykinga- mannsins á peysunni. Eftir nokkra smóka er komin ný hugs- un, nýtt plan, lausn. Og Sívert sest keikur við að svara pósti. Flestar og bestar eru minning- arnar sem tengjast gleði, hlátri og góðum tímum. Fyndnari maður en Siggi Svavars er vandfundinn. Ég hlæ enn að minningunni um fyrstu ferðina í nýjum bíl Sigga. Útvarpið hátt stillt að vanda og ég teygi mig til að lækka. – Nei, fyr- irskipar bílstjórinn, hallar sér í átt að tækinu og segir mildilega en ákveðið: – Lækka! Og viti menn, þögn. – Prófaðu, segir hann og ég hlýði: – Hækka! Ekk- ert gerist. – Þú verður að tala skýrt. – HÆækkkkA! Ekkert gerist. Á þessu gengur um stund með góðum og uppbyggilegum ráðum eins og Sigga einum var lagið þar til mér verður litið fram- an í manninn með hendur á stýri og fingur á nýjustu tækninni, út- varpstökkum. Brosið verður ekki lengur falið. Það var alltaf örstutt í þetta hlýja, bráðsmitandi bros sem kom beint frá hjartanu og hláturinn. Græskulaus stríðnin, kostulegar sögur á sögur ofan og söngurinn sem fylgdi öllum veislum. Svona minningar er gott að varðveita og rifja upp reglulega. Það var bara þetta sem ég vildi segja – en hver les nú yfir fyrir mig þegar ekki er hægt að þrusa þessu á Sigga? Elsku Rúna, Svavar, Erna, tengdabörn og barnabörn, Gústi bróðir og Sigrún systir, fjölskylda og vinir, missir ykkar er mikill og söknuðurinn sár. Ég samhryggist af öllu hjarta. Guðrún Magnúsdóttir. Við sátum í kastalabrekkunni á eyju í Miðjarðarhafi og horfðum á sólina setjast þegar við fréttum að vinur okkar, Siggi, væri ekki lengur með okkur. Þá dimmdi yfir öllu – en það er að minnsta kosti stjörnubjart. Hlýjar minningar kveikja bros í söknuðinum: Siggi á þrítugsaldri að kenna efnilegum ungum MH nemendum bók- menntir, alltaf slakur, oftast með bros á vör – ég lærði mikið af hon- um; Siggi að sýna nemendum að það er ekki hægt að rökræða eitt eða neitt með tyggjógúmmí í munninum; Siggi að reyna að hætta að reykja; Siggi að tyggja Nicrorette af áfergju; Siggi að basla við rafmagns Prince-sígar- ettu; Siggi farinn aftur að reykja glaður á svip á svölum Opnu; Siggi að sveifla sér í furðu mjúk- um takti á dansgólfi; Siggi að sötra Carlsberg og ræða stjórn- mál, kennslu, bókmenntir og fót- bolta með okkur Steingrími og Bjarna á Kringlukránni; einingin Siggi og Rúna á Rekagranda að fagna árslokum í desember með gömlum samkennurum í MH og vísindafélagi MH (sí-ungir höfum við alltaf viljað vera); ómetanleg- ur stuðningur Sigga og fag- mennska hans við útgáfu bókar- innar Málarinn og menningar- sköpun í fyrra; við Siggi, saman í kennarahljómsveitinni Ullar- sokkunum, sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum náði aldrei vinsældum Simons og Garfunkels né fékk tækifæri að reyna endurkomu, að syngja lagið sem Siggi hafði endursamið sér- staklega fyrir kennaraverkfallið: „La dem svinge“. Tryggur vinur, sannur húmanisti, eilífur „brot- her in arms“, einn af gersemum heims: ég á honum Sigga svo mik- ið að þakka. Orð Åge Aleksand- ersens, á Tröndelag mállýsku, í laginu „Lys og varme“, sem við sungum svo oft saman í hljóm- sveitinni í gamla daga, heyrast hljóma í skugga sorgarinnar. Rúna, Svabbi, Erna og barna- börnin og allir vinir Sigga: Við Tobba samhryggjumst ykkur innilega. Við erum með ykkur í huganum. Terry. Hann sagði sjálfur söguna af því þegar hann ók bílaleigubíl réttu megin inn í einstefnugötu einhvers staðar á Ítalíu. Eftir stuttan spöl kom heimamaður í sínum bíl á móti honum, ólöglega, úr gagnstæðri átt og hugðist knýja Sigurð með frekju og yfir- gangi til að bakka svo hann kæm- ist sjálfur leiðar sinnar. Siggi sat kyrr um stund og steig svo rólega í allri sinni lengd úr úr sínum bíl og nálgaðist fóla sem sá sitt óvænna og bakkaði hið snarasta. Og þannig var Siggi, nógu stór til að takast á við næstum allt. Stór í handboltanum, í kennslunni, í Samtökum norrænna móður- málskennara, í kjarabaráttunni og bókaútgáfunni, já því sem hann tók sér fyrir hendur. En ekki bara stór, heldur svo hlýr. Krakkar löðuðust að honum, hann hafði alltaf tíma fyrir þau, líka eftir að þau hættu að vera krakkar og alvöruvandamál steðjuðu að. Hann gleymdi eng- um, heldur ekki þeim sem eldri voru. Alltaf átti hann bækur af- lögu handa gamalli konu í Hafn- arfirði og þeim þurfti ekki að skila. Sjálfum finnst mér einhver ljúfasta minningin um hann þegar ég sé hann fyrir mér dansa við aldraða móður sína, sem Alzheim- er-kallinn hafði krækt kló í, undir dynjandi skagfirskri sveiflu. Og svo var hann dæmalaust góður sögumaður. Sagði betur frá litlum atvikum en flestir, færði í stílinn þar sem það átti við, og á eftir hló hann svo þessum hlátri sem gerði alla glaða. Til dæmis sagði hann stundum, þegar hann var þreyttur á roluganginum í mér, sögu af því þegar við Sverrir leigðum herbergi á Garði í próf- lestri í íslenskunni forðum tíð og sátum oft lengi. Hann sagðist muna að konur okkar Sverris hefðu komið einhvern sunnudags- morgun vestureftir með börn okkar prúðbúin og flatkökur með hangikjöti og kleinur í boxi. Svo

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.