Morgunblaðið - 15.11.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 15.11.2018, Síða 1
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gangi áætlanir Isavia eftir munu 14,5 milljónir farþega fara um Kefla- víkurflugvöll um miðjan næsta ára- tug. Það samsvarar 40 þúsund far- þegum á dag og er 45% aukning frá áætlaðri flugumferð í ár. Til að ráða við þessa umferð hyggst Isavia fjárfesta fyrir á annað hundrað milljarða á tímabilinu. Til marks um umfangið munu ný- byggingar verða nærri jafn margir fermetrar og samanlagður grunn- flötur Kringlunnar og Smáralindar. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eigna- sviðs Keflavíkurflugvallar, segir tíð- indin af WOW air ekki breyta heild- armyndinni í þessum áætlunum. Íslendingar standi frammi fyrir einstöku tækifæri í alþjóðaflugi. Keflavíkurflugvöllur sé „best stað- setta tengistöðin“ á leið yfir hafið. Sögulegt tækifæri til vaxtar „Það skiptir nánast engu máli hvaðan í Bandaríkjunum og hvaðan í Evrópu er flogið, það hentar alltaf að fljúga í gegnum Ísland. Það kemur því bæði til mikil eftirspurn eftir flugi beggja vegna hafsins og einstök staðsetning fyrir tengiflug. Við telj- um því að núna sé tækifærið til að verða miðstöð flugs yfir Norður-- Atlantshaf og verði það næstu 25 ár- in,“ segir Guðmundur Daði. Samkvæmt spánni fjölgar farþeg- um úr 10 milljónum í ár í 14,5 millj- ónir á rúmlega næstu sjö árum. Guðmundur segir fyrst og fremst horft til aukinnar flugumferðar milli Evrópu og Bandaríkjanna. Senn hefjist beint flug WOW air til Ind- lands. Það sé langtímamarkmið að fá meira beint flug til Asíu, svo sem til Kína, Japans og Suður-Kóreu. Hann segir áhrifin af gengisveik- ingu krónunnar farin að birtast í verslun á Keflavíkurflugvelli. Fjölgi farþegum um 4,5 milljónir má áætla að 4.500 ný störf muni skapast á flugvellinum. Þá skapar uppbyggingin hundruð starfa. Keflavík verði miðstöð flugs yfir N-Atlantshaf  Stjórnandi hjá Isavia segir Íslendinga standa frammi fyrir sögulegu tækifæri M Ísland verði flugmiðstöð »30-32 Morgunblaðið/Eggert Straumur Yfir þúsund farþegar fara að jafnaði um Keflavíkurflugvöll á klukkustund í ár. Talan gæti hækkað í tæplega 1.700 um miðjan næsta áratug. Flugstöðin tvöfölduð 2018 upp úr 2025 10 milljónir 14,5 milljónir Fjöldi farþega á ári 2018 upp úr 2025 27.000 40.000Fjöldi farþega á dag 2018 upp úr 2025 73.000 163- 178.000 Stærð flugstöðvar í m2 H ei m ild : s pá Is av ia F I M M T U D A G U R 1 5. N Ó V E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  269. tölublað  106. árgangur  GÆTU OPNAÐ SENDIRÁÐ Í 120 LÖNDUM SJÖTUGUR OG ENN Á HLIÐAR- LÍNUNNI ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS KARL BRETAPRINS 12 SÉRBLAÐ 8 SÍÐURVIÐSKIPTAMOGGINN  Mýrdælingar hafa varann á sér gagnvart Kötlu, enda er Kötlugos ekkert gamanmál. Reynir Ragnarsson í Vík mælir leiðni í Múlakvísl annan hvern dag og flýgur yfir Mýrdalsjökul tvisvar í mánuði og tekur myndir. Þetta gerir hann fyrir Veðurstofuna og Raunvísindastofnun HÍ. Reynir hef- ur oft haldið að Katla sé að undir- búa gos. Tilfinning hans fyrir því er sterkari nú en áður. Hann leggur mikla áherslu á að flóðvarnargarðurinn sem á að vernda Vík fyrir jökulhlaupi verði styrktur. »18-19 Sterkari tilfinning fyrir Kötlugosi  Vanskil fyrirtækja hafa dregist saman samkvæmt gögnum Credit- info. Það birti í gær lista yfir fram- úrskarandi fyrirtæki sem gerð eru ítarleg skil í sérútgáfu Morgun- blaðsins í dag. Þegar borin eru saman tímabil frá nóvember til nóvember 2016- 2017 og 2017-2018 kemur í ljós að vanskil hafa minnkað um 0,7 pró- sent. Á fyrra tímabilinu voru van- skil 4,9% en 4,2% á því síðara. Hlut- fallsleg minnkun var því 14% á milli ára. »ViðskiptaMogginn Vanskil fyrirtækja minnka enn  Starfsmenn skattrannsókna- stjóra telja að Ágúst og Lýður Guð- mundssynir, kenndir við Bakkavör, séu eigendur aflandsfélagsins Dek- hill Advisors Ltd. Þetta kemur fram í nýrri bók Þórðar Snæs Júlíus- sonar; Kaupthinking, bankinn sem átti sig sjálfur. Dekhill Advisors er annað aflandsfélaganna sem högn- uðust um milljarða við einkavæð- ingu Búnaðarbankans árið 2003. Í fyrirspurnum rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu bankans sögðust Bakkavararbræður ekki kannast við félagið. »16 Taldir eigendur Dekhill Advisors Morgunblaðið/Heiddi Bakkavör Lýður og Ágúst Guðmundssynir könnuðust ekki við Dekhill Advisors. MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.