Morgunblaðið - 15.11.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.11.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku Ath að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a 595 1000 Frá kr. 95.995 NÝJA ÍSLENDINGA HÓTELIÐ KOMIÐ Í SÖLU eið ré ttin ga ás lík u. Ath .a ðv er ðg e Castle Harbour j g Tenerife Frá kr. 79.995 etu rb re yst án fyr irv ar a. 14. janúar í 7 nætur Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. hlutina eins vel og hægt er í svona prentun. Við erum á pari við það besta sem gerist í heiminum og get- um tryggt auglýsendum og les- endum gæði sem þeir eiga alltaf að geta treyst. Þetta þýðir líka að við verðum stöðugt að vanda okkur til að standa undir nafni. Það er aldrei lát á því aðhaldi sem við fáum frá WAN-IFRA. Með þessu fyrir- komulagi er tryggt að prentgæðin séu stöðug og eins alla daga. Við stefnum að því að vera áfram í fremstu röð,“ sagði Guðbrandur Magnússon, framkvæmdastjóri Landsprents. gudni@mbl.is henti Guðbrandi Magnússyni, fram- kvæmdastjóra Landsprents, viður- kenningarskjöl og verðlaunagrip af þessu tilefni í gær. Landsprent tók fyrr á árinu þátt í keppninni „International Color Qua- lity Club“ og náði þar mjög góðum árangri. Keppnin byggist á því að prentunin er skoðuð og mæld yfir langt tímabil. Aftarlega í blaðinu er daglega prentaður lítill reitur með mislitum punktum og eru gæði prentunarinnar mæld eftir þeim. En hvað þýðir þessi árangur fyrir Landsprent? „Hann þýðir að við erum að gera Alþjóðleg samtök blaðaútgefenda, WAN-IFRA, hafa útnefnt Lands- prent, prentsmiðju Morgunblaðsins, í svokallaðan Stjörnuklúbb („Star Club“) bestu blaðaprentsmiðja heims. Þar eru fyrir einungis 48 prentsmiðjur víðs vegar um heim. Í stjörnuhópinn komast aðeins þær prentsmiðjur sem hafa sannað stöð- ug gæði í prentun með því að ná góð- um árangri í alþjóðlegri gæða- samkeppni WAN-IFRA um langt árabil, líkt og Landsprent hefur gert. Manfred Werfel, aðstoðarforstjóri WAN-IFRA, kom til Íslands og af- Verðlaun Manfred Werfel, aðstoðarforstjóri WAN-IFRA, afhenti Guðbrandi Magnússyni, framkvæmdastjóra Landsprents, viðurkenningarskjöl og verðlaunagrip í tilefni þess að Landsprent var útnefnt í stjörnuhóp bestu blaðaprentsmiðja heims. Á myndinni eru f.v. Ólafur Brynjólfsson, fv. gæðastjóri Morgunblaðsins, Guðbrandur Magnússon, Manfred Werfel og Gylfi Guðjónsson, verkstjóri í Landsprenti. Landsprent í Stjörnu- klúbbi prentsmiðja  Verðlaun í alþjóðlegri gæðasamkeppni blaðaútgefenda Nítján skipverjum á Helgu Maríu AK, ísfisktogara HB Granda, sem gerður er út frá Akranesi, hefur verið sagt upp. Ástæðan er óvissa um hvað gera skuli við skipið, en síðustu tvö ár hefur HB Grandi tek- ið við þremur nýjum ísfisktogurum. Ægir Páll Friðbertsson, fram- kvæmdastjóri HB Granda, sagði að um væri að ræða þá skipverja sem nytu þriggja mánaða uppsagnar- frests samkvæmt kjarasamningi. Fimmtán eru í áhöfn hverju sinni og sagði Ægir að 21 maður hefði verið ráðinn á skipið með afleys- ingamönnum. „Þetta eru samtals nítján sem fengu uppsagnarbréf,“ sagði Ægir. Uppsagnarbréfin bár- ust skipverjum í síðustu viku. Helga María AK er enn gerð út. Verði útgerð hennar hætt verður leitast við að bjóða skipverjum pláss á öðrum skipum útgerðar- innar, að sögn Ægis. Fjórum starfsmönnum í bræðslu HB Granda á Akranesi var sagt upp fyrir síðustu mánaðamót. Skömmu áður var ellefu starfsmönnum fyrir- tækisins á Vopnafirði sagt upp. Um 18 mánuðir eru síðan HB Grandi sagði upp 86 starfsmönnum í fisk- vinnslu á Akranesi. sh@mbl.is Nítján sagt upp á Helgu Maríu AK  Óvíst hvað gert verður við skipið Meirihluti fjárlaganefndar leggur til nokkrar breytingar á heimildum til fjármála- og efnahagsráðherra í fjárlagafrumvarpinu. Breytinga- tillagan var birt á vef Alþingis í gærkvöld. Varðandi sölu húsnæðis er lagt til að bæta við heimild til að selja eignarhlut ríkisins í fasteign á Hall- dórsstöðum í Laxárdal. Hvað varð- ar sölu lóða og jarða er lagt til að heimila sölu á lóð í eigu ríkisins við Þjórsárgötu og Þorragötu í Reykja- vík og eignarhlut ríkisins í lóð við Austurveg 4 á Selfossi. Varðandi kaup á fasteignum er lagt til að gengið verði til samninga um kaup ríkisins á „Villa Nova“ við Aðalgötu 23 á Sauðárkróki. Einnig að keypt verði viðbótaraðstaða fyr- ir starfsemi safnsins á Gljúfrasteini í Mosfellsbæ. Þá er lagt til að heimilað verði að þiggja að gjöf fasteignir á Litlabæ í Skötufirði, Hraunskirkju í Keldu- dal og Þverárkirkju í Laxárdal til varðveislu í húsasafni Þjóðminja- safns Íslands. Einnig að ganga til samninga um kaup á réttindum að Íslenskri orðabók og eftir atvikum sambærilegum orðabókum og fela stofnun Árna Magnússonar að miðla þeim rafrænt í opnum að- gangi. gudni@mbl.is Vilja heimila kaup á „Villa Nova“ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is LBI ehf. hefur fellt niður skaðabóta- mál sem höfðuð voru á hendur bankaráðsmönnum gamla Lands- bankans en heldur áfram málum gegn báðum fyrrverandi bankastjór- um gamla Landsbankans og einum fyrrverandi forstöðumanni hjá bank- anum. Jafnframt hefur LBI ehf. náð samkomulagi um uppgjör ábyrgða við 24 af þeim 26 tryggingafélögum sem það stefndi til skaðabóta og fall- ið frá málum á hendur þeim. Þessar tvær ákvarðanir eru sagðar ótengd- ar. Aðalmeðferð stendur yfir LBI ehf. er í eigu kröfuhafa gamla Landsbankans. Það stefndi þremur fyrrverandi yfirmönnum gamla Landsbankans, fjórum bankaráðs- mönnum og fjölda erlendra trygg- ingafélaga á árunum 2011 og 2012, meðal annars vegna gáleysis sem leiddi til þess að greiddir voru veru- legir fjármunir út úr Landsbanka Ís- lands hinn 6. október 2008 þegar fyr- ir lá að bankinn var ógjaldfær, eins og fram kom í einni stefnunni. Nema skaðabótakröfurnar tugum milljarða króna. Þetta var síðasti dagurinn áð- ur en Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur bankans. Síðan hefur málið, raunar í þrem- ur hlutum, verið rekið fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur. Aðalmeðferð hef- ur staðið frá því 29. október, nú með skýrslutökum, og lýkur samkvæmt dagskrá með málflutningi undir lok mánaðarins. Bankaráðsmenn úr málinu LBI ehf. (áður slitastjórn Lands- banka Íslands hf.) gerði kröfu um skaðabætur á hendur bankaráðs- mönnunum fyrrverandi Andra Sveinssyni, Kjartani Gunnarssyni, Svöfu Grönfeldt og Þorgeiri Bald- urssyni. Eftir breytingar stefnanda á málinu sem tilkynntar voru í fyrra- dag eru þau ekki lengur aðilar að því. Björgólfur Guðmundsson, fyrr- verandi formaður bankaráðsins, var ekki sóttur til greiðslu bóta þar sem hann var talinn ógjaldfær. Enn eru uppi skaðabótakröfur á hendur bankastjórunum fyrrver- andi Sigurjóni Þ. Árnasyni og Hall- dóri J. Kristjánssyni, og Jóni Þor- steini Oddleifssyni, fyrrverandi forstöðumanni fjárstýringar bank- ans. Þá eru uppi kröfur á hendur þeim tveimur tryggingafélögum sem ekki hefur verið samið við, QBE Int. In- surance Ltd og QBE Ltd. Plant. Place. Efnið er trúnaðarmál Efni samkomulagsins við trygg- ingafélögin 24 er sagt trúnaðarmál, í tilkynningu sem LBI ehf. hefur birt. Það tekur til nærri helmings ábyrgðartrygginga yfirmanna bank- ans og bankaráðsmanna sem málið var upphaflega höfðað gegn. Tekið er fram að féð sem fæst með um- ræddu samkomulagi verði ráðstafað í næstu greiðsluáætlun LBI ehf. Stjórnendur og lögmenn LBI ehf. tjá sig ekki um málið en vísa til til- kynningar sinnar. Mál bankaráðs felld niður  LBI ehf. hefur náð samkomulagi við hluta tryggingafélaga vegna ábyrgða stjórnenda gamla Landsbankans  Enn krafist skaðabóta af bankastjórum Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsbankinn Slitastjórn gamla Landsbankans hefur verið í málaferlum gegn stjórnendum bankans. Mál bankaráðsins hafa verið felld niður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.