Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018
Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími: 551 3033 Flo
ttir í fötu
m
Frímúrarar – Oddfellowar
Frábæru
kjólfötin okkar
komin aftur
Verð 76.900,-
með svörtu vesti
Veður víða um heim 14.11., kl. 18.00
Reykjavík 3 léttskýjað
Akureyri 5 skýjað
Nuuk -2 skýjað
Þórshöfn 8 léttskýjað
Ósló 7 skýjað
Kaupmannahöfn 9 skýjað
Stokkhólmur 7 skýjað
Helsinki 6 léttskýjað
Lúxemborg 7 þoka
Brussel 10 heiðskírt
Dublin 13 súld
Glasgow 13 alskýjað
London 12 heiðskírt
París 12 heiðskírt
Amsterdam 10 heiðskírt
Hamborg 9 heiðskírt
Berlín 10 léttskýjað
Vín 11 skýjað
Moskva 0 alskýjað
Algarve 21 léttskýjað
Madríd 16 léttskýjað
Barcelona 18 léttskýjað
Mallorca 20 léttskýjað
Róm 17 heiðskírt
Aþena 14 léttskýjað
Winnipeg -6 skýjað
Montreal -9 alskýjað
New York 3 heiðskírt
Chicago -3 heiðskírt
15. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:57 16:29
ÍSAFJÖRÐUR 10:21 16:14
SIGLUFJÖRÐUR 10:05 15:56
DJÚPIVOGUR 9:31 15:53
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á föstudag Gengur í suðaustan hvassviðri eða
storm með rigningu, talsverðri á köflum, sunnan- og
vestantil en hægari vindur og úrkomuminna norð-
austan- og austanlands. Hlýnandi veður.
Norðaustan átt, slydda eða rigning en snjókoma til fjalla, einkum eystra. Norðlæg eða breytileg
átt 8-15 m/s í kvöld með snjókomu norðantil en dálítil væta syðra. Hiti kringum frostmark.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra mun falast eftir því við Seðla-
bankann að hann óski svara frá
Kaupþingi um hvernig bankinn ráð-
stafaði 500 milljóna evra neyðarláni
sem hann fékk 6. október 2008 frá
Seðlabankanum.
Þetta kemur fram í svari Katrínar
við fyrirspurn Jóns Steindórs Valdi-
marssonar, þingmanns Viðreisnar,
um umrætt Kaupþingslán.
Fram kemur að Seðlabankinn búi
ekki yfir áreiðanlegum upplýsingum
um það hvernig Kaupþing ráðstafaði
umræddum fjármunum og að fyr-
irspurn þess efnis verði að beina til
Kaupþings.
„Endurheimtur lánsins nema í
dag tæplega tveimur milljörðum
danskra króna. Það samsvarar um
260 milljónum evra eða 52% af upp-
haflegu láni. Ekki liggur fyrir end-
anleg niðurstaða um endurheimtur
og líklegt að eitthvað innheimtist í
viðbót,“ kemur fram í svari sem
Seðlabankinn sendi forsætisráðu-
neytinu vegna fyrirspurnar Jóns.
Katrín hefur í hyggju að óska eftir
því við Seðlabankann að hann óski
svara frá Kaupþingi um ráðstöfun
umræddra fjármuna. Jafnframt að
bankinn greini frá niðurstöðu þeirra
umleitana í skýrslu sinni um tildrög
og eftirmál neyðarlánsins til Kaup-
þings.
Í svari Seðlabankans til Katrínar
segir að svigrúm verði til að ljúka
skýrslugerðinni á þessu ári.
„Þetta er langt komið en ekki al-
veg tilbúið,“ segir Stefán Jóhann
Stefánsson, upplýsingafulltrúi
Seðlabankans, við Morgunblaðið, að-
spurður hvenær skýrslan sé vænt-
anleg.
Kaupþing verði
krafið svara
Skýrsla Seðlabankans á lokaspretti
Morgunblaðið/Golli
Neyðarlán Seðlabankinn vinnur að
skýrslu um lánið til Kaupþings.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Reikna má með að 6-8 aðstoðar-
menn alþingismanna taki til starfa
frá næstu áramótum, að sögn
Helga Bernódussonar, skrifstofu-
stjóra Alþingis. Aðstoðarmönnun-
um verður svo fjölgað út kjörtíma-
bilið þar til fjöldi þeirra nær 15-17.
Helgi sagði að þegar ríkisstjórn-
in var mynduð hefði verið lögð
áhersla á að styrkja Alþingi. Stein-
grímur J. Sigfússon, forseti Al-
þingis, hefði strax skoðað hvernig
það mætti gera. Byrjað var á að
styrkja nefndasvið og lagaskrif-
stofu þingsins.
Hafa ekki haft aðstoðarmenn
Helgi sagði að það hefði lengi
verið ósk þingmanna að fá aðstoð,
eins og tíðkast í öllum öðrum þjóð-
þingum Evrópu. Þingmenn hér
hafi ekki aðstoðarmenn. Þeir njóti
faglegrar aðstoðar frá skrifstofu
Alþingis en ekki pólitískrar aðstoð-
ar. Gert var ráð fyrir aðstoð við
þingmenn í fjármálaáætlun og í
sumar var farið að móta fyrir-
komulagið nánar.
Ákvæði um aðstoðarmenn
alþingismanna var í lögum um
þingfararkaup og þingfararkostnað
árið 2008. Þá var miðað við að hver
landsbyggðarþingmaður hefði að-
stoðarmann sem næmi 1⁄3 af stöðu-
gildi. Stöðugildin voru sjö til að
byrja með. Svo var þetta lagt af í
hruninu, að sögn Helga.
„Miðað er við að aðstoðarmenn
verði 15-17. Það hefur verið talað
um að reyna að taka þá inn á kjör-
tímabilinu. Ríflega þriðjung á
fyrsta ári og svo þriðjung og þriðj-
ung,“ sagði Helgi. Fjöldi aðstoð-
armanna mun skiptast á þingflokka
eftir fjölda þingmanna sem ekki
hafa neina aðstoð, þ.e. eru ekki
ráðherrar eða formenn flokka í
stjórnarandstöðu. Þótt fjölmenn-
ustu þingflokkarnir fái flesta að-
stoðarmenn, eðli málsins sam-
kvæmt, mun þetta einnig styrkja
stöðu minni þingflokka, að mati
Helga. Hann sagði að
reikna mætti með að
kostnaður við aðstoðar-
mennina yrði á bilinu 64-
80 milljónir 2019. Helgi
sagði að laun þeirra hefðu
ekki verið ákveðin en taldi
líklegt að þau yrðu
svipuð og faglegra
starfsmanna Al-
þingis.
Morgunblaðið/Hari
Alþingi Þingmenn, aðrir en ráðherrar og formenn flokka í stjórnarandstöðu, munu fá aukna aðstoð við störf sín.
Pólitískir aðstoðar-
menn þingmanna
Reiknað með að 6-8 aðstoðarmenn byrji um næstu áramót
Helgi Bernódusson, skrif-
stofustjóri Alþingis, sagði að í
Noregi væri hver stórþings-
maður með aðstoðarmann og
svipað fyrirkomulag væri í
Danmörku. Í Finnlandi eru tveir
aðstoðarmenn fyrir hvern þing-
mann og miklu fleiri annars
staðar. Íslenskir alþingismenn
hafa ekki neina aðstoðarmenn
í dag. Tillögurnar hér hafa
gengið út á að aðstoðarmenn
verði 1⁄3 af fjölda þingmanna
sem ekki hafa aðstoðarmenn.
Þeir eru 46 og fjöldi aðstoð-
armanna verður því 15-17 í
lok kjörtímabilsins. Aðstoð-
armennirnir verða ráðnir
tímabundið eftir tillögum
þingflokkanna en ekki
eftir auglýsingu
eða faglegu
mati.
Verða ráðnir
tímabundið
AÐSTOÐARMENNIRNIR
Helgi
Bernódusson
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Ein þriggja þyrlna Landhelgisgæslu
Íslands, TF-LIF, hefur verið biluð
undanfarið og sökum þess ekki mátt
sinna verkefnum úti á sjó að nóttu til.
Þegar um slíkar aðgerðir er að ræða
þarf Gæslan að hafa aðra þyrlu til
taks, en aðeins tvær þyrlur Land-
helgisgæslunnar eru búnar til björg-
unaraðgerða á hafi úti að nóttu til.
Ásgeir Erlendsson, upplýsinga-
fulltrúi Landhelgisgæslu Íslands,
segir að ákveðið hafi verið að ráðast í
viðgerð á björgunarþyrlunni.
„Fyrirtækið Heli One mun sjá um
ísetningu og vottun en viðgerðin
hefst í byrjun næstu viku,“ segir í
skriflegu svari Landhelgisgæslunnar
til Morgunblaðsins. „Verkið verður
unnið hér heima og er gert ráð fyrir
að viðgerð taki um 5 vikur. TF-LIF
ætti því að vera orðin blindflugshæf
fyrir jól,“ segir þar einnig.
Þá hefur Morgunblaðið greint frá
því að Landhelgisgæslan hafi ákveðið
að taka á móti tveimur nýlegum
leiguþyrlum á næsta ári. Þyrlurnar
koma frá Noregi og eru af gerðinni
Airbus H225 Super Puma, en stefnt
er að því að taka þær í notkun á vor-
mánuðum. Fyrri björgunarþyrlan
kemur að líkindum hingað til lands
strax í febrúar.
TF-LIF blind-
flugshæf fyrir jól
Viðgerð tekur um fimm vikur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gæslan Þyrlan TF-LIF á flugi.