Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími: 551 3033 Flo ttir í fötu m Frímúrarar – Oddfellowar Frábæru kjólfötin okkar komin aftur Verð 76.900,- með svörtu vesti Veður víða um heim 14.11., kl. 18.00 Reykjavík 3 léttskýjað Akureyri 5 skýjað Nuuk -2 skýjað Þórshöfn 8 léttskýjað Ósló 7 skýjað Kaupmannahöfn 9 skýjað Stokkhólmur 7 skýjað Helsinki 6 léttskýjað Lúxemborg 7 þoka Brussel 10 heiðskírt Dublin 13 súld Glasgow 13 alskýjað London 12 heiðskírt París 12 heiðskírt Amsterdam 10 heiðskírt Hamborg 9 heiðskírt Berlín 10 léttskýjað Vín 11 skýjað Moskva 0 alskýjað Algarve 21 léttskýjað Madríd 16 léttskýjað Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 17 heiðskírt Aþena 14 léttskýjað Winnipeg -6 skýjað Montreal -9 alskýjað New York 3 heiðskírt Chicago -3 heiðskírt  15. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:57 16:29 ÍSAFJÖRÐUR 10:21 16:14 SIGLUFJÖRÐUR 10:05 15:56 DJÚPIVOGUR 9:31 15:53 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag Gengur í suðaustan hvassviðri eða storm með rigningu, talsverðri á köflum, sunnan- og vestantil en hægari vindur og úrkomuminna norð- austan- og austanlands. Hlýnandi veður. Norðaustan átt, slydda eða rigning en snjókoma til fjalla, einkum eystra. Norðlæg eða breytileg átt 8-15 m/s í kvöld með snjókomu norðantil en dálítil væta syðra. Hiti kringum frostmark. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra mun falast eftir því við Seðla- bankann að hann óski svara frá Kaupþingi um hvernig bankinn ráð- stafaði 500 milljóna evra neyðarláni sem hann fékk 6. október 2008 frá Seðlabankanum. Þetta kemur fram í svari Katrínar við fyrirspurn Jóns Steindórs Valdi- marssonar, þingmanns Viðreisnar, um umrætt Kaupþingslán. Fram kemur að Seðlabankinn búi ekki yfir áreiðanlegum upplýsingum um það hvernig Kaupþing ráðstafaði umræddum fjármunum og að fyr- irspurn þess efnis verði að beina til Kaupþings. „Endurheimtur lánsins nema í dag tæplega tveimur milljörðum danskra króna. Það samsvarar um 260 milljónum evra eða 52% af upp- haflegu láni. Ekki liggur fyrir end- anleg niðurstaða um endurheimtur og líklegt að eitthvað innheimtist í viðbót,“ kemur fram í svari sem Seðlabankinn sendi forsætisráðu- neytinu vegna fyrirspurnar Jóns. Katrín hefur í hyggju að óska eftir því við Seðlabankann að hann óski svara frá Kaupþingi um ráðstöfun umræddra fjármuna. Jafnframt að bankinn greini frá niðurstöðu þeirra umleitana í skýrslu sinni um tildrög og eftirmál neyðarlánsins til Kaup- þings. Í svari Seðlabankans til Katrínar segir að svigrúm verði til að ljúka skýrslugerðinni á þessu ári. „Þetta er langt komið en ekki al- veg tilbúið,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, við Morgunblaðið, að- spurður hvenær skýrslan sé vænt- anleg. Kaupþing verði krafið svara  Skýrsla Seðlabankans á lokaspretti Morgunblaðið/Golli Neyðarlán Seðlabankinn vinnur að skýrslu um lánið til Kaupþings. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Reikna má með að 6-8 aðstoðar- menn alþingismanna taki til starfa frá næstu áramótum, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofu- stjóra Alþingis. Aðstoðarmönnun- um verður svo fjölgað út kjörtíma- bilið þar til fjöldi þeirra nær 15-17. Helgi sagði að þegar ríkisstjórn- in var mynduð hefði verið lögð áhersla á að styrkja Alþingi. Stein- grímur J. Sigfússon, forseti Al- þingis, hefði strax skoðað hvernig það mætti gera. Byrjað var á að styrkja nefndasvið og lagaskrif- stofu þingsins. Hafa ekki haft aðstoðarmenn Helgi sagði að það hefði lengi verið ósk þingmanna að fá aðstoð, eins og tíðkast í öllum öðrum þjóð- þingum Evrópu. Þingmenn hér hafi ekki aðstoðarmenn. Þeir njóti faglegrar aðstoðar frá skrifstofu Alþingis en ekki pólitískrar aðstoð- ar. Gert var ráð fyrir aðstoð við þingmenn í fjármálaáætlun og í sumar var farið að móta fyrir- komulagið nánar. Ákvæði um aðstoðarmenn alþingismanna var í lögum um þingfararkaup og þingfararkostnað árið 2008. Þá var miðað við að hver landsbyggðarþingmaður hefði að- stoðarmann sem næmi 1⁄3 af stöðu- gildi. Stöðugildin voru sjö til að byrja með. Svo var þetta lagt af í hruninu, að sögn Helga. „Miðað er við að aðstoðarmenn verði 15-17. Það hefur verið talað um að reyna að taka þá inn á kjör- tímabilinu. Ríflega þriðjung á fyrsta ári og svo þriðjung og þriðj- ung,“ sagði Helgi. Fjöldi aðstoð- armanna mun skiptast á þingflokka eftir fjölda þingmanna sem ekki hafa neina aðstoð, þ.e. eru ekki ráðherrar eða formenn flokka í stjórnarandstöðu. Þótt fjölmenn- ustu þingflokkarnir fái flesta að- stoðarmenn, eðli málsins sam- kvæmt, mun þetta einnig styrkja stöðu minni þingflokka, að mati Helga. Hann sagði að reikna mætti með að kostnaður við aðstoðar- mennina yrði á bilinu 64- 80 milljónir 2019. Helgi sagði að laun þeirra hefðu ekki verið ákveðin en taldi líklegt að þau yrðu svipuð og faglegra starfsmanna Al- þingis. Morgunblaðið/Hari Alþingi Þingmenn, aðrir en ráðherrar og formenn flokka í stjórnarandstöðu, munu fá aukna aðstoð við störf sín. Pólitískir aðstoðar- menn þingmanna  Reiknað með að 6-8 aðstoðarmenn byrji um næstu áramót Helgi Bernódusson, skrif- stofustjóri Alþingis, sagði að í Noregi væri hver stórþings- maður með aðstoðarmann og svipað fyrirkomulag væri í Danmörku. Í Finnlandi eru tveir aðstoðarmenn fyrir hvern þing- mann og miklu fleiri annars staðar. Íslenskir alþingismenn hafa ekki neina aðstoðarmenn í dag. Tillögurnar hér hafa gengið út á að aðstoðarmenn verði 1⁄3 af fjölda þingmanna sem ekki hafa aðstoðarmenn. Þeir eru 46 og fjöldi aðstoð- armanna verður því 15-17 í lok kjörtímabilsins. Aðstoð- armennirnir verða ráðnir tímabundið eftir tillögum þingflokkanna en ekki eftir auglýsingu eða faglegu mati. Verða ráðnir tímabundið AÐSTOÐARMENNIRNIR Helgi Bernódusson Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ein þriggja þyrlna Landhelgisgæslu Íslands, TF-LIF, hefur verið biluð undanfarið og sökum þess ekki mátt sinna verkefnum úti á sjó að nóttu til. Þegar um slíkar aðgerðir er að ræða þarf Gæslan að hafa aðra þyrlu til taks, en aðeins tvær þyrlur Land- helgisgæslunnar eru búnar til björg- unaraðgerða á hafi úti að nóttu til. Ásgeir Erlendsson, upplýsinga- fulltrúi Landhelgisgæslu Íslands, segir að ákveðið hafi verið að ráðast í viðgerð á björgunarþyrlunni. „Fyrirtækið Heli One mun sjá um ísetningu og vottun en viðgerðin hefst í byrjun næstu viku,“ segir í skriflegu svari Landhelgisgæslunnar til Morgunblaðsins. „Verkið verður unnið hér heima og er gert ráð fyrir að viðgerð taki um 5 vikur. TF-LIF ætti því að vera orðin blindflugshæf fyrir jól,“ segir þar einnig. Þá hefur Morgunblaðið greint frá því að Landhelgisgæslan hafi ákveðið að taka á móti tveimur nýlegum leiguþyrlum á næsta ári. Þyrlurnar koma frá Noregi og eru af gerðinni Airbus H225 Super Puma, en stefnt er að því að taka þær í notkun á vor- mánuðum. Fyrri björgunarþyrlan kemur að líkindum hingað til lands strax í febrúar. TF-LIF blind- flugshæf fyrir jól  Viðgerð tekur um fimm vikur Morgunblaðið/Árni Sæberg Gæslan Þyrlan TF-LIF á flugi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.