Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Haugur af útivistarfatnaði og öðr- um óskilamunum úr skálum Ferða- félags Íslands berst á hverju hausti á skrifstofu félagsins. Væntanlega hafa bæði erlendir og innlendir ferðamenn saknað búnaðar í ferða- lok, í sumum tilvikum jafnvel lítt notaðs og dýrs fatnaðar. Stefán Jökull Jakobsson, umsjón- armaður skála Ferðafélagsins, heldur utan um óskilamunina, en eftir 1. desember verður ósóttum munum komið til hjálparstofnana. Eins og sjá má á myndinni kennir þarna margra grasa, en hæpið er að regnhlífin hafi dugað lengi í lægðagangi og linnulítilli úrkomu sumarsins á suðurhluta landsins. Ferðafélag Íslands á og rekur sjálft sextán skála á hálendinu, á Ströndum og Hornströndum. Mikil umferð hefur síðustu sumur verið um Laugaveginn, en þar rekur Ferðafélagið skála í Landmanna- laugum, Hrafntinnuskeri, Álfta- veri, Emstrum og Þórsmörk. Á veg- um FÍ er áætlað að um tólf þúsund manns hafi farið Laugaveginn í sumar. Hluti af farangri ferðamanna verður eftir í skálum Ferðafélagsins Haugur af óskilamun- um af fjöllum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er farið líta á margt sem eðli- legt í tengslum við þessa auknu neyslu og tilefni til að hafa ákveðnar áhyggjur,“ segir Karl Steinar Vals- son yfirlögregluþjónn. Fréttir af aukinni hörku hand- rukkara í fíkniefnaheiminum og fjölgun dauðsfalla meðal ungs fólks í neyslu hafa vakið athygli síðustu daga. Morgunblaðið greindi frá því í gær að það sem af væri ári hefðu fleiri látist í aldurshópnum undir 39 ára heldur en allt árið í fyrra. Dauðsföllum í þessum aldurshópi meðal fólks sem komið hefur í með- ferð hjá SÁÁ hefur fjölgað hratt síð- ustu þrjú ár. Karl Steinar segir í samtali við Morgunblaðið að í tölum lögregl- unnar sjáist ekki merki um sérstaka fjölgun sjálfsvíga. „Við höfum ekki séð núna aukningu í tölum hjá okk- ur, þetta er af svipuðum toga og verið hefur. Við sjáum heldur ekki þessi kveðjubréf vegna ótta við skuldir við handrukkara. Þessi veruleiki kemur ekki til okkar. Það kann hins vegar að vera að þessi mál skili sér ekki til okkar, við get- um ekki útilokað það,“ segir hann en ítrekar að lögreglan fylgist vel með áhættuþáttum og hvaða þróun sé í gangi. Karl Steinar segir hins vegar að ástæða sé til að vera á varðbergi hvað varðar þróun fíkniefnaneyslu hér á landi. „Undanfarið hefur verið aukning á aðgengi að lyfjum til dæmis. Þróunin í Bandaríkjunum hefur verið að samhliða því er skref- ið tekið yfir í heróín meðal annars. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð en aðrar Evrópuþjóðir telja áhyggjuefni og maður hlýtur að spyrja sig hvort ástæða sé fyrir okkur að hafa áhyggjur af. Hingað til höfum við ekki talið að ástæða sé til að hafa áhyggjur af heróínneyslu, enda hefur umhverfið ekki verið til staðar og ekki verið kominn neyt- endahópur. En þegar kominn er svona hópur eins og við sjáum í dag þá er í raun verið að búa til þennan grunn. Við höfum því áhyggjur og deilum nú áhyggjum annarra Evr- ópuþjóða í því. Það eru merki um stóraukna heróínframleiðslu í Afg- anistan og fleiri löndum sem hafa sérhæft sig í því. Við stöndum að ég held frammi fyrir talsverðum áskor- unum á þessu sviði.“ Karl Steinar játar því aðspurður að vinnuumhverfi lögreglunnar hafi breyst með auknum fíkniefnavanda hér. „Já. Við höfum verið að breyta og aðlaga skipulag okkar og við- brögð í takt við það svo við getum brugðist rétt við. Við erum í góðu samtali við stjórnvöld um það sem við teljum að þurfi að gera. Mér finnst viðhorf stjórnvalda jákvæð- ara en áður. Þar er hlustað á fagleg rök með skilvirkari hætti en áður var.“ Vigfús kemur fyrir þingnefnd Eins og kom fram í Morgun- blaðinu á þriðjudag lýsti Ásmundur Friðriksson alþingismaður áhuga á því að sr. Vigfús Bjarni Albertsson yrði fenginn til að koma á fund vel- ferðarnefndar Alþingis í kjölfar við- tals við hann í blaðinu. Þar lýsti Vigfús frásögnum af skefjalausri hörku sem handrukkarar beita í fíkniefnaheiminum. Að sögn Hall- dóru Mogensen, formanns velferð- arnefndar, barst beiðni Ásmundar þessa efnis fyrst í gærmorgun. „Mér heyrist á nefndarmönnum að það sé áhugi fyrir því að taka þetta mál upp í nefndinni og mun ég finna tíma á næstu vikum,“ segir Hall- dóra. Hafa áhyggjur af heróínneyslu hér Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lögregla Tilefni er til að hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hér á landi.  Yfirlögregluþjónn segir að þróunin í fíkniefnaheiminum gefi tilefni til að hafa áhyggjur af innreið heróíns  Stóraukin framleiðsla í Afganistan og víðar  Laga skipulag lögreglu að breyttu umhverfi Sala á jólabjór hefst í Vínbúðunum í dag, 15. nóvember. Alls er 61 tegund af jólabjór í boði að þessu sinni og hefur úrvalið aldrei verið meira. Vert er að geta þess að úrvalið er misjafnt eftir verslunum. Hægt er að fá ágæta yfirsýn yfir úrvalið á vefsíðu Vínbúðanna og þar er líka hægt að leggja inn sér- pöntun, vilji áhugasamir vera öruggir um að ná að smakka ákveðnar tegundir. Vinsælasti jóla- bjórinn hefur verið hinn danski Tu- borg en jólabjór minni framleið- enda nýtur þó sífellt meiri vinsælda. Í fyrra seldust 757 þúsund lítrar af jólabjór í Vínbúðunum og hefur salan aukist jafnt og þétt síðustu ár. Er þá ótalið það sem selst á börum og veitingastöðum eða í Fíhöfninni í Leifsstöð. hdm@mbl.is Jólabjórinn í sölu hjá Vínbúðum í dag Morgunblaðið/Ómar Vínbúðir Jólabjórinn kemur í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.