Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Sigurgeir B. Kristgeirsson, fram-kvæmdastjóri Vinnslustöðv- arinnar, lýsir á vef fyrirtækisins at- burðarás sem hann telur að geti ekki verið tilviljun. Greinilegir þræðir hafi legið á milli Seðlabank- ans, ríkisstjórnarinnar og Kastljóss Rúv. „Megna pólitíska myglulykt lagði af þessu samráðsferli þá og leggur enn,“ sagði Sigurgeir og rakti atburðarásina:    26.mars 2012: Steingrímur J.lagði fram á Alþingi frum- vörp Jóhönnustjórnarinnar um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. 27. mars 2012: Húsleit Seðla- bankans hjá Samherja fyrir norðan og sunnan. [Og Rúv. tilbúið fyr- irfram með myndavélarnar.] 27. mars 2012: Þrælundirbúinn Kastljósþáttur um meinta undir- verðlagningu Samherja (augljós- lega farið að undirbúa þáttaseríuna löngu fyrir húsleitina). 28. mars 2012: Framhalds- Kastljós um sama mál. 29. mars 2012: Kastljós III um sama mál, Þorsteinn Már Baldvins- son í „yfirheyrslu“. Í inngangi var sagt m.a.: „Allur útflutningur Sam- herja er til rannsóknar!“ 2. apríl 2012: Vinnslustöðin tekin fyrir í seríu Kastljóss um verðlagn- ingarmál. Forráðamönnum Hugins í Eyjum gerðar upp skoðanir.“    Í tíð vinstristjórnarinnar var rík-ur vilji til að veitast að sjávar- útveginum. Atlögunni sem fram fór í réttarkerfinu hefur verið hrundið.    Eftir stendur óútskýrður þátturRíkisútvarpsins sem spilaði með í aðförinni. Hvenær ætli Rúv. geri grein fyrir honum? Eða biðjist afsökunar? Aðförin að sjávarútveginum STAKSTEINAR Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum ÚRVAL INNRÉTTINGAVIð höNNum oG TeIkNum STuRTuTÆkI SpeGLAR oG LjóS styrkur - ending - gæði BAðheRBeRGISINNRÉTTINGAR hÁGÆðA DANSkAR opIð: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 Við gerum þér hagstætt tilboð, bæði í innréttingu, spegla, vaska og blöndunartæki BLöNDuNARTÆkI Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Samþykkt var á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær frumvarp um breytingar á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti, bifreiðagjald og virðisaukaskatt með það að markmiði að koma í veg fyrir að ósamræmi skapist við álagningu skatta og gjalda á ökutæki sem að óbreyttu hefðu komið til fram- kvæmda 1. janúar næstkomandi. „Helstu breytingar eru þær að lagðar eru til breytingar á viðmiðum koltvísýringslosunar við álagningu vörugjalds á ökutæki og bifreiða- gjalds auk þess sem gert er ráð fyrir að skilgreining sendibifreiðar verði lagfærð, vörugjaldi af tilteknum öku- tækjum til vöruflutninga verði breytt, vörugjald af golfbifreiðum verði samræmt markmiðum um orkuskipti og að gerðar verði breyt- ingar í því skyni að treysta hagsmuni ríkissjóðs við veitingu ívilnana,“ seg- ir í tilkynningu sem Bílgreinasam- bandið sendi frá sér vegna málsins. Breytingarnar sagðar góðar Að mati Bílgreinasambandsins eru breytingarnar jákvæðar fyrir þróun bílgreinarinnar og afkomu ríkissjóðs „enda nema tekjur ríkisins af vörugjöldum og virðisaukaskatti af nýjum bílum milljörðum króna á ári hverju. Um leið eru breytingarn- ar jákvæðar í umhverfislegu tilliti.“ María Jóna Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambands- ins, fagnar niðurstöðu nefndarinnar og gerir ráð fyrir að málið fari nú til þriðju umræðu á Alþingi og atkvæði verði greidd á næstu dögum. „Við gerum fastlega ráð fyrir að frumvarpið fari óbreytt í gegn enda eru miklir hagsmunir í húfi. Verði mótvægisaðgerðirnar sem frum- varpið felur í sér að veruleika munu nýir bílar því aftur lækka í verði þar sem áhrif af breyttum mæliaðferð- um munu í flestum tilvikum jafnast út,“ segir María Jóna. Breytingar sam- þykktar í nefnd  Nýir bílar lækka að líkindum aftur Morgunblaðið/Hari Teppa Umferð í Reykjavík er ósjald- an þung og fara menn þá hægt yfir. Matreiðslumeistarar frá Michelin-veitingastaðn- um Kadeau í Kaupmannahöfn verða gestir á minnsta veitingastað landsins um helgina, ÓX, sem er inn af Sumac Grill & Drinks á Laugavegi 28. Verða þeir með svonefnt PopUp þar sem gest- ir fá að bragða á nokkrum réttum þessa vinsæla veitingastaðar í Kaupmannahöfn. Kadeau skartar tveimur Michelin-stjörnum og hefur skipað sér í hóp mest spennandi veitinga- staða Kaupmannahafnar, segir Þráinn Freyr Vig- fússon, matreiðslumeistari á Sumac og ÓX. „Matreiðslumeistarar Kadeau eru þekktir fyrir að rækta mestallt sitt grænmeti og jurtir sjálfir á eyjunni Bornholm,“ segir Þráinn Freyr en Ka- deau og ÓX hafa útbúið 15 rétta matseðil fyrir gesti ÓX á föstudags- og laugardagskvöld. Aðeins 11 sæti eru á ÓX. Þráinn Freyr segir viðtökurnar hafa verið frábærar síðan opnað var í apríl á þessu ári. Hann hafði lengi átt þann draum að opna svona stað hér á landi en innréttingarnar í eldhúsið fékk hann úr eldhúsi ömmu sinnar og afa á bænum Hlíðarholti í Staðarsveit. Fullbókað er á ÓX um helgina en hægt er að skrá sig á biðlista á vefnum https://ox.restaurant. Michelin-kokkar mæta á ÓX  Kokkar frá Kadeau í Kaupmannahöfn elda á minnsta veitingastað landsins Veitingastaður ÓX er sá minnsti á landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.