Morgunblaðið - 15.11.2018, Side 10

Morgunblaðið - 15.11.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Tillagan veldur íbúum miklum vonbrigðum. Þar er gert ráð fyrir að byggðar verði 32 íbúðir. Af þeim hafi 24 stæði í bílakjallara. Aðrar íbúðir hafa ekki bílastæði,“ segir Lára Áslaug Sverrisdóttir, lögfræðingur og fulltrúi íbúa í Furugerði í Reykjavík. Tilefnið er deiliskipulagstillaga umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur fyrir lóðina Furugerði 23, sem verður lögð fyrir borgar- ráð í dag. Lára Áslaug segir íbúana óttast að tillagan verði samþykkt enda sé greinilega pólitískur meirihluti fyr- ir henni. Máli sínu til stuðnings vísar hún til fundar umhverfis- og skipulagsráðs um málið. Þar megi lesa stuðning við fyrirhuguð áform. Fjallað hefur verið um mótmæli íbúa í Morgunblaðinu. Til upprifj- unar snýst málið um þéttingu byggðar á lóð þar sem um árabil var starfrækt gróðrarstöðin Grænahlíð. Lóðin snýr að Bústaða- vegi og munu göturnar Espigerði og Furugerði liggja að austur- og suðurenda húsanna. Gert er ráð fyrir tveimur bílastæðum fyrir fatlaða. Skapar umferðarvanda Lára Áslaug bendir á að inn- keyrsla í bílakjallara verði aðeins frá Furugerði sem auki umferð um þrönga húsagötu. „Eftir breyt- inguna verða öll bílastæði í göt- unni í einkaeigu en bílastæði sem nú eru fyrir aðra verða tekin undir aðkomu sorpbíla og fleira. Þetta þýðir að íbúar 8 íbúða, gestir þeirra og aðrir, munu ekki hafa nein bílastæði til afnota í götunni,“ segir Lára Áslaug. Hún rifjar svo upp að í gildandi aðalskipulagi sé gert ráð fyrir 4-6 íbúðum. „Það er skoðun íbúa að breyta þurfi aðalskipulagi til að heimilt sé að auka byggingarmagn þetta mikið og með því að sam- þykkja fyrirliggjandi skipulagstil- lögu sé borgin að fara á svig við lög. Þá telja íbúar að með því að samþykkja deiliskipulagstillöguna sé borgin að baka sér umtalsverða bótaskyldu, sem verður þegar upp er staðið á kostnað skattgreiðenda. Vísa íbúar til sex dóma Hæsta- réttar frá maí 2016 þar sem Mos- fellsbær var dæmdur bótaskyldur við sambærilegar aðstæður.“ Lára Áslaug segir öll þessi atriði hafa verið kynnt borginni. „Það hefur verið óskað eftir samráði við borgaryfirvöld um málið. Þetta hefur verið hunsað. Það er íbúum óskiljanlegt hvern- ig kjörnir fulltrúar fara svona full- komlega gegn sjónarmiðum íbúa, skerða lífsgæði þeirra með því að auka umferð um þrönga húsagötu, auka hávaða og mengun, skerða útsýni og takmarka dagsbirtu inn í þær íbúðir sem fyrir eru. Íbúar eru að ráða sér lögmann sem fara mun með málið fyrir þeirra hönd í framhaldinu. Íbúar munu gera allt sem lög heimila til að koma í veg fyrir að fyrirliggjandi tillaga nái fram að ganga,“ segir Lára Áslaug. Tölvumyndir/Arkís Horft til suðurs Framhlið fyrirhugaðra íbúðarhúsa mun snúa að götunni en á baklóð er grænt svæði. Niðurstaðan mikil vonbrigði fyrir íbúa  Fulltrúi íbúa í Furugerði segir borgina hafna samráði Við götuna Reiturinn liggur að gatnamótum Bústaða- og Grensásvegar. Nýtt útlit Horft austur Bústaðaveg, sem er ein fjölfarnasta gata landsins. Hinn 6. september síðastliðinn létu borgaryfirvöld í Reykjavík færa afsalsbréf Hannesar Haf- stein, ráðherra Íslands, f.h. lands- sjóðs til Reykjavíkurkaupstaðar, um lóð Víkurgarðs, gamla kirkjugarðsins í miðborginni, dags. 21. október 1904, í þinglýsingarbækur sýslu- mannsins á höfuðborgarsvæðinu. Þá voru liðin 114 ár frá því ráð- herrann staðfesti að landsstjórnin hefði ekki lengur með kirkjugarð- inn að gera. „Víkurgarður upp frá því þing- lýst eign Reykjavíkurborgar,“ seg- ir í skjali sem kynnt var á fundi borgarráðs í síðustu. Deilt um forræði Víkurgarðs Deilt hefur verið um hver hafi forræði yfir Víkurgarði. Í kæru sem sóknarnefnd Dómkirkjunnar sendi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sagði að kirkjan hefði aldrei afsalað sér forræði eða umsjón garðsins. Það væri því hlutverk hennar að koma í veg fyrir heimildarlausa ráðstöfun í landi kirkjugarðsins og vanvirð- ingu við helgan reit með hót- elbyggingunni sem þar er að rísa í þeim hluta garðsins þar sem lengi voru bílastæði Landssímans. Reykjavíkurborg taldi að sóknarnefndin væri hvorki eigandi né beinn hagsmunaaðili. Borgin ætti lóð gamla kirkjugarðsins og fyrir lægi beinn eignarréttur hennar að lóðinni frá árinu 1792. Borgin hefði jafnframt farið með lóð kirkjugarðsins sem sína eign allt frá niðurlagningu Víkurgarðs. Úrskurðarnefndin féllst á þessi rök á fundi í byrjun þessa mán- aðar og benti m.a. á að henni hefði verið sýnt skjal til þinglýsingar undirritað af ráðherra Íslands í október 1904. Þar væri kunngjört að Reykjavíkurkaupstað væri af- söluð lóð kirkjugarðs í Reykjavík sem lagður hefði verið niður 1837. gudmundur@mbl.is Borgin með for- ræði Víkurgarðs  Afsali Hannesar Hafstein fyrir kirkjugarðinum þinglýst nú í haust Morgunblaðið/Ómar Víkurgarður Fátt minnir á elsta kirkjugarðinn í miðbænum. Hjá okkur færðu allt fyrir háþrýstiþvottinn Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Reglugerð félags- og jafnréttis- málaráðherra um að framlengja um 12 mánuði frest fyrirtækja og stofnana til að öðlast jafnlauna- vottun tók gildi í gær. Verður frest- urinn því til loka árs 2020. Framlengingin tekur til fyrir- tækja og stofnana, óháð stærð þeirra. Aukinn frestur samkvæmt ákvörðun ráðherra nær ekki til op- inberra stofnana, sjóða og fyr- irtækja sem eru að hálfu eða að meirihluta í eigu ríkisins með 25 starfsmenn eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli en þessir aðilar þurfa að hafa öðlast jafnlaunavottun fyrir lok árs 2019. Aukinn frestur nær heldur ekki til Stjórnarráðs Íslands sem skal hafa öðlast slíka vottun fyrir 31. desember á þessu ári. Frestur til að öðlast jafnlaunavottun lengdur Velferðarsvið Reykjavíkurborgar greiddi í gær 323,4 milljónir kr. til 423 einstaklinga sem áttu rétt á afturvirkum húsaleigubótum. Auk greiðslu á sérstökum húsaleigubótum sem námu 203,7 milljónum voru greiddir drátt- arvextir að upphæð 119, 7 milljónir, samkvæmt frétt frá borginni. Borgarráð samþykkti 3. maí að fela velferðarsviði að afgreiða kröfur um greiðslu sérstakra húsaleigubóta fyrir tímabilið 1. júní 2012 til 31. desem- ber 2016 frá leigjendum Brynju – Hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, á grundvelli dóms Hæstaréttar frá 2015. Þetta var gert án tillits til þess hvort umsókn hefði legið fyrir. Einnig var lagt til að dráttarvextir yrðu greiddir þeim sem ættu rétt á greiðslum sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann án þess að gerð væri sérstök krafa um það. Af rúmlega 500 manns, sem áttu rétt á greiðslu sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann, eru 80 látnir. Unnið er að því að fá upplýsingar um umsjón- armenn dánarbúa eða lögerfingja og vonast velferðarsvið til þess að hægt verði að ljúka þeim greiðslum sem fyrst. Talið er að heildargreiðslur til einstaklinga auk staðgreiðslu af dráttarvöxtum geti numið allt að 400 mkr. Leigjendur Brynju fengu borgað í gær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.