Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 11

Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Við erum á Facebook Laugavegi 82 | 101 Reykjavík Sími 551 4473 Nanso FYRIR VINNUNA- ODDFELLOW-VEISLURNAR OG HÁTÍÐIRNAR NÝ BASIC lína - passar allt saman - krumpufrítt SKOÐIÐ LAXDAL.IS B E R N H A R Ð L A X D A L Laugavegi 63 • S: 551 4422 3 snið jakkar stutt pils kjólar - buxur Extra síð pils. Skipholt 29b Við erum á facebook Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Buxnaleggings kr. 6.900 Str. S-XXL Jakki kr. 8.900 Litur: svart, drappað kr. 6.900 Litur: svart, dökkblátt Toppur Smart föt, fyrir smart konur Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is 20%afsláttur af öllum úlpum Dúnúlpa Kr. 36.980 Kr. 29.584 Eldhestar í Ölfusi Í frétt á bls. 2 í blaðinu í gær um lagningu nýs kafla á Suðurlandsvegi er ranglega sagt að hann liggi fram hjá Íshestum. Fyrirtækið sem rekur hestaleigu og hótel í Ölfusinu heitir Eldhestar. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Lögreglan á höf- uðborgarsvæð- inu hefur frá 1. október sl. feng- ið tilkynningar um innbrot í rúmlega 100 ökutæki. Um það bil helmingur þessara innbrota átti sér stað í miðborginni. Lögreglan vill brýna fyrir eig- endum og umráðamönnum að ganga tryggilega frá ökutækjum sínum og geyma engin verðmæti í þeim, segir í tilkynningu frá lög- reglunni. Einnig sé gott að huga að því að leggja bifreiðum í stæði sem séu með góðri lýsingu sé möguleiki á því. „Ökutæki sem lagt er í myrkri eru auðveldari bráð fyrir þjófa,“ segir lögreglan. Innbrot í 100 bíla á sex vikum Allt um sjávarútveg Bílar Erlingur Sigurðarson, skáld og fv. kennari, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 12. nóvember sl., sjötugur að aldri. Erlingur fæddist á Grænavatni í Mývatns- sveit 26. júní 1948, son- ur hjónanna Sigurðar Þórissonar, bónda og oddvita, og Þorgerðar Benediktsdóttur, kenn- ara og húsfreyju. Erlingur varð stúd- ent frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1969. Hann lauk BA-prófi í íslensku og sögu frá HÍ 1976, cand. mag.-prófi frá sama skóla 1987 og prófi í upp- eldis- og kennslufræði 1981. Hann stundaði einnig nám við Colby College í Maine í Bandaríkjunum og háskólann í Tübingen í Þýskalandi. Erlingur var kennari við Menntaskólann á Akureyri 1978-97 og forstöðumaður Sig- urhæða – Húss skálds- ins á Akureyri 1997- 2003. Á yngri árum og skólaárunum vann hann við bústörf á Grænavatni, var blaða- maður við Tímann og Þjóðviljann og síðar við blaðið Norðurland á Akureyri. Hann sinnti þáttagerð fyrir RÚV og var m.a. um- sjónarmaður þáttarins Daglegt mál 1986-87. Hann birti fjölda greina og ljóða í blöðum og tímaritum og gaf út tvær ljóðabækur: Heilyndi 1997 og Haustgrímu 2015. Hann var einn- ig þekktur fyrir þátttöku í spurn- ingaþáttum, m.a. í Útsvari. Erlingur gegndi einnig fjölda trúnaðarstarfa. Síðast sat hann í Stjórnlagaráði sem starfaði árið 2011. Áður hafði hann m.a. starfað á vegum Stúdentaráðs og fyrir Al- þýðubandalagið auk þess sem hann sat í nefndum fyrir Akureyrarbæ og í stjórn Útgerðarfélags Akureyrar 1987-95, í stjórn Mecklenburger Hochseefischerei 1993-95, í Ferða- málaráði 1987-91 og í stjórn Hins ís- lenska kennarafélags 1989-91. Er- lingur naut starfslauna listamanns hjá Akureyrarbæ 2005 og fékk heið- ursviðurkenningu Menningarsjóðs Akureyrar fyrir ritlist árið 2016. Eiginkona Erlings var Sigríður Stefánsdóttir, fv. kennari, bæjar- fulltrúi og stjórnandi hjá Akureyr- arbæ. Þau eiga þrjú uppkomin börn, Ernu, Sigurð og Kára. Útförin verður frá Akureyrar- kirkju 22. nóvember nk. kl 13.30. Andlát Erlingur Sigurðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.