Morgunblaðið - 15.11.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.11.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 PI PA R\ TB W A • SÍ A Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN S:587 2123 FJÖRÐUR S: 555 4789 VERNDUM VIÐKVÆM AUGU BLUE STOP Bluestop er vörn gegn skaðlegum blágeislum sem er að finna í símum, spjaldtölvum, flúorljósum og víðar. Bluestop hjálpar okkur að vernda augun fyrir geislum sem þessi tæki gefa frá sér, vinnur gegn augnþreytu og virkar sem forvörn gegn hrörnum í augnbotnum og skýi á augasteini. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Framkvæmdir eru komnar vel á veg við gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi. „Það sést breyting frá degi til dags,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, en vonir standa til að starf- semi hefjist í nýju stöðinni eftir rúmlega eitt ár. Fyrstu hugmyndir að þessu verkefni komu fram fyrir 15 árum. Í stöðinni verður mögulegt að endurnýta um 95% af úrgangi frá heimilum á höfuðbogarsvæðinu. Fyrsta skóflustunga var tekin 17. ágúst eftir að samið var við verk- takafyrirtækið Ístak um byggingar- framkvæmdir. Eftir útboð síðasta vetur var öllum tilboðum hafnað, en í kjölfarið farið í samnings- kaupaferli þar sem ÍAV og Munck tóku þátt ásamt Ístaki. Í kjölfarið kærði ÍAV til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun SORPU á að- gengi að ákveðnum gögnum tengd- um útboðinu og töku tilboðs frá Ís- taki. Málið er enn fyrir þeirri nefnd. Kostnaður alls 3,6 milljarðar Áætlað er að framkvæmdir kosti um 3,6 milljarða króna án virðis- aukaskatts og er þá kostnaður við ýmsan búnað og hliðarverkefni meðtalinn. Verkefnið verður að hluta til fjármagnað af rekstri SORPU og síðan með lánum frá Lánasjóði sveitarfélaga og Íslands- banka. Eigendur Sorpu eru sveitarfélög- in sex á höfuðborgarsvæðinu og leggja þau fram stofnframlag, sam- tals 550 milljónir í ár og á næsta ári. Þar er hlutur Reykjavíkur stærstur eða alls tæplega 57%, en hlutur Sel- tjarnarness er minnstur, rúmlega 2%. Stærð lóðar Sorpu í Álfsnesi er rúmlega 82 þúsund fermetrar og grunnflötur stöðvarinnar verður 12.800 fermetrar eða rúmlega tveir fótboltavellir. Í kynningu á verkefninu er fram- kvæmdir hófust kom m.a. fram hjá framkvæmdastjóra Sorpu að stöðin dregur úr urðun á lífrænum úr- gangi og nýtir næringarefni og orku sem í honum felast. Með tilkomu gas- og jarðgerðarstöðvar verði urðun á lífrænum heimilisúrgangi hætt og framleiðsla á metani og jarðvegsbæti muni draga úr út- blæstri gróðurhúsalofttegunda. Samhliða verði flokkun á gleri, spilliefnum, raftækjum og plasti aukin. Ljósmynd/ Fannar Guðmundsson/Ístak Framkvæmdir Byggingakranar setja svip á svæðið í Álfsnesi. Grunnflötur hússins verður á við tvo fótboltavelli. Framkvæmdir hafnar við nýja stöð Sorpu í Álfsnesi  Ný gas- og jarðgerðarstöð í gagnið eftir rúmlega eitt ár Framtíðin Áformað er að taka nýja stöð í gagnið í byrjun árs 2020. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fyrirhuguð uppskipting velferðar- ráðuneytisins í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti mælist mis- jafnlega fyrir. Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) minnir á, í um- sögn til stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar Alþingis, að í þessu felist að snúið er aftur til þeirrar skipunar sem var við lýði fram til 1. janúar 2011 þegar breyting var gerð á skip- an ráðuneyta. Sambandið studdi eindregið þá breytingu hvað varðar velferðar- ráðuneytið en varaði þá við afleið- ingum þess ef hnökrar yrðu á sam- einingunni. Eftir á að hyggja virðist nú sem innistæða hafi verið fyrir þeim varnaðarorðum að því er fram kemur í umsögn Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra sambandsins. Ýmsar samverkandi ástæður eru sagðar vera fyrir því að markmið með sameinuðu velferðarráðuneyti náðust ekki. Þar vegi þyngst að þau átta ár sem liðin eru hafi ekki verið nýtt til að móta heildstæða stefnu um velferðarþjónustu. Stöðugt á borðum ráðherra og æðstu embættismanna „Skortur á stefnu hefur leitt til þess að stór hluti velferðarmála er stöðugt á borðum ráðherra, ráðu- neytisstjóra og annarra æðstu emb- ættismanna í stað þess að fá úrlausn á viðeigandi vettvangi í samræmi við markaða stefnu. Alþekkt dæmi um þetta er samspil Sjúkratrygginga ís- lands og heilbrigðishluta velferðar- ráðuneytisins,“ segir í umsögn Karls. Hann tekur undir að málafjöldi og umfang kunni að hafa reynst ofviða því fyrirkomulagi að einn ráðuneyt- isstjóri héldi um alla þræði. Þetta eigi sérstaklega við þar sem stefnu- mörkun skorti í mörgum af stærstu málaflokkum sameinaðs ráðuneytis, þar sem heilbrigðis- og öldrunarmál vega þyngst. Stangast á við Evrópusáttmála? Tillaga um að málefni er varða mannvirki verði flutt frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í félags- málaráðuneyti hefur verið umdeild. Samband sveitarfélaga telur einboð- ið að málefni skipulagsgerðar verði að vera samferða mannvirkjamálum. Gerð er alvarleg athugasemd við að tillaga sé mótuð um þennan verk- efnaflutning án samráðs við sveitar- félögin „þegar haft er í huga hve mikilvæg skipulags- og byggingar- mál eru gagnvart stefnumörkun og stjórnsýsluframkvæmd sveitar- félaga. Má jafnvel leiða líkur að því að tilurð tillögunnar stangist á við Evrópusáttmála um sjálfstjórn sveitarfélaga og þau viðmið um sam- ráð milli stjórnsýslustiga sem Sveit- arstjórnarþing Evrópuráðsins hefur mótað“, segir í umsögn Karls. Samtök iðnaðarins hafa harðlega mótmælt fyrirætlunum um flutning mannvirkjamála til nýstofnaðs ráðu- neytis félagsmála en Íbúðalánasjóð- ur fagnar hins vegar tilfærslu mann- virkjamála undir ráðherra félags- mála í umsögn sinni. Það muni stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði til lengri tíma og efla stjórnsýslu mála- flokksins. Fyrsti barnamálaráðherrann Ýmsar aðrar breytingar eru fyrir- hugaðar skv. frumvarpinu, m.a. meiri áhersla á málefni barna og ungmenna en embættisheiti ráð- herra félagsmála á að verða félags- og barnamálaráðherra. Barnavernd- arstofa fagnar þessu í umsögn. „Ef af breytingunum verður er þetta í fyrsta sinn barnamálaráðherra yrði við völd á Íslandi. Er það í eðli sínu til þess fallið að þarfir og réttindi barna verði í forgrunni […].“ Átta ár ekki nýtt til að móta stefnu Velferðarráðuneytið Það tók til starfa 1. janúar 2011 en þá voru heilbrigð- isráðuneytið og félags- og tryggingamálaráðuneytið sameinuð í eitt.  Skiptar skoðanir á verkaskiptingu ráðuneyta  Markmið með sameinuðu velferðarráðuneyti náðust ekki að mati SÍS  Tilurð tillögu talin geta stangast á við Evrópusáttmála um sjálfstjórn sveitarfélaga „Þetta er verkefni sem við erum að skoða og vinna með Ás styrktar- félagi,“ segir Ásgerður Halldórs- dóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Nýlega var tekin fyrir á fundi skipulags- og umferðarnefndar bæj- arins tillaga um að nýju sambýli fyr- ir fatlaða yrði fundinn staður á lóð við Kirkjubraut 20. Var byggingar- fulltrúa í kjölfarið falið að ræða við Styrktarfélagið Ás um hvort sú lóð hentaði. „Þar sem Nesið er nánast fullskipulagt hugnast skipulags- nefnd mjög vel þessi staðsetning innst á Kirkjubrautinni. Þetta er ná- lægt miðbænum, sundlauginni og verslunum á Eiðistorgi,“ segir Ás- gerður í samtali við Morgunblaðið. Ásgerður segir að Styrktarfélagið Ás sé nú að byggja samskonar hús og ráðgert er að rísi á Kirkjubraut í Garðabæ. Það rúmar sex íbúa. Í dag rekur Seltjarnarnesbær sambýli fyrir fjóra íbúa á Sæbraut og segir Ásgerður að hugmyndin sé að sam- býlið á Kirkjubraut taki við af því í framtíðinni. „Það þarf að fara í deiliskipulags- breytingu og þetta verður kynnt fyr- ir íbúum,“ segir Ásgerður um næstu skref í málinu en umrætt svæði er skipulagt sem grænt svæði í dag. Hún segist reikna með að skipulags- ferli taki um hálft ár og bygging hússins um tvö ár, gangi allt að ósk- um. hdm@mbl.is Byggja nýtt sambýli á Seltjarnarnesi  Fundinn staður á Kirkjubraut
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.