Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 18
SVIÐSLJÓS
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Þorbjörg Gísladóttir tók við starfi
sveitarstjóra Mýrdalshrepps í haust.
Hún segir íbúa hreppsins taka til-
vist Kötlu með stóískri ró. Rýming-
aráætlun og allur undirbúningur
miðist við verstu hugsanlegu að-
stæður. Íbúar hér þekki vel hvernig
þeir eigi að bregðast við. Það þurfi
samt sem áður að huga að betrum-
bót þar sem margt nýtt fólk hafi
flutt í hreppinn og mikill straumur
ferðamanna fari í gegnum Mýrdals-
hrepp.
„Lögreglstjórinn á Suðurlandi lét
gera nýja hermun á hlaupi úr Múla-
kvísl og þar kom í ljós að við verstu
aðstæður myndi núverandi varnar-
garður ekki halda og flóð af völdum
Kötlugoss gæti náð til Víkur. Við er-
um ekki að tala um vatnsflóð heldur
aur- og jökulflóð. Ef garðurinn yrði
betrumbættur þá værum við með al-
gjörlega nýtt landslag, nýtt bygg-
ingarland og gætum byggt fyrirhug-
aða björgunarmiðstöð á láglendi í
stað þess að byggja uppi í brekku
með tilheyrandi kostnaði,“ segir
Þorbjörg og bætir við að ekki þyrfti
að rýma Vík með umbótum á varn-
argarðinum. Hún segir að Vega-
gerðin áætli að kostnaðurinn sé 80 til
100 milljónir en tjónið sem gæti orð-
ið ef flóð úr Múlakvísl næði til Víkur
gæti hlaupið á 6 til 13 milljörðum.
Mikil fólksfjölgun
Þorbjörg segir að gríðarleg fólks-
fjölgun hafi átt sér stað í Mýrdals-
hreppi.
„Um áramót vorum við 630 en nú
nærri 700. Ég held að þetta sé mesta
fólksfjölgun á landinu. Ferðaþjón-
ustan dregur til sín fólk. En mest
fáum við fólk á aldrinum 20 til 40 ára
sem stoppar flest ekki lengi. Okkur
vantar fjölskyldufólk og börn en
húsnæðisskortur er hamlandi þrátt
fyrir að 30 nýjar íbúðir hafi verið
teknar í notkun á þessu ári,“ segir
Þorbjörg sem hefur litlar áhyggjur
af návíginu við Kötlu.
„Við erum vel undirbúin. Fjöldi
vísindamanna, lögreglan og al-
mannavarnanefnd fylgjast vel með
og taka stöðuna reglulega. Það veitir
óneitanlega öryggiskennd.“
Þorbjörg segir mannlífið í Vík
gott og líf og fjör á staðnum. Það hafi
komið á óvart þegar þau komu til
Víkur að komast ekki inn á veit-
ingastað vegna þess að allt var fullt
þrátt fyrir að 16 veitingastaðir séu í
hreppnum. „Nýju íbúarnir eru alls
staðar úr heiminum. Við þurfum að
kortleggja þekkingu þeirra og hæfi-
leika.“
Þorrablótið eitt eftir
„Það þarf að bæta innviði sam-
félagsins með fjölgun íbúa og
straumi ferðamanna,“ segir Sæ-
munda Ósk Fjeldsted og tekur sem
dæmi vöntun á apóteki sem hún hef-
ur fulla trú á að komi. Sæmunda
flutti til Víkur fyrir 15 árum þegar
300 manns bjuggu í hreppnum. Hún
segir mikla breytingu á mannlífinu.
Áherslan sé á nýja hluti og sem
dæmi sé þorrablótið í félagsheim-
ilinu Leikskálum eina ballið sem eft-
ir sé af þeim gömlu.
Katla truflar Sæmundu lítið en
hún segir meira hafa verið talað um
Kötlugos meðal íbúanna fyrir 20 ár-
um og Mýrdalssandi hafi oft verið
lokað ef mælingar sýndu hættu á
gosi. Með bætri mælingum hafi lok-
unum verið hætt. Sæmunda segir
gott upplýsingaflæði frá almanna-
vörnum til íbúa hjálpa til en hún hafi
eins og aðrir áhyggjur af ferða-
mönnum og nýjum íbúum.
„Ég sef róleg yfir gosi í Kötlu en
líst illa á hugsanlegt öskufall. Við
fengum alveg upp í kok í Eyjafjalla-
gosinu af öskunni og viðbjóðnum
sem fygldi henni,“ segir Sæmunda.
Áhyggjur af ferðamönnunum
Elías Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri rekur nýtt hótel,
Kríuhótel, Icelandair hótel, auk veit-
ingastaða í samstarfi við aðra. Elías
er fæddur í Pétursey þar sem hann
ólst upp við sveitastörf. Hann flutti
aftur í Mýrdalinn að loknu námi og
segir að Katla trufli sig ekki dags-
daglega. Hann hafi litlar áhyggjur af
hlaupinu en meiri áhyggjur af ösku-
falli. Elías segist engar áhyggjur
hafa af íbúum í Mýrdal þar sem
rýmingaráætlanir séu öllum kunnar
nema helst nýjum íbúum, en hann
finni til ábyrgðar gagnvart ferða-
mönnum á svæðinu. Elías segir að
allt að 10.000 manns fari í gegnum
Vík á góðum degi. Það komi honum á
óvart hvað ferðamenn viti mikið um
Kötlu en auðvitað séu einhverjir sem
viti ekkert um hana og sumum finn-
ist það spennandi að gista við Kötlu-
rætur.
Morgunblaðið/Eggert
Tignarlegt Vík í Mýrdal liggur í fallegu bæjarstæði með útsýni til Reynisdranga. Íbúar láta eldfjallið Kötlu ekki ræna sig svefni en eru tilbúnir ef hún vaknar.
Íbúar búa sig undir það versta
Mýrdælingar gera sig klára fyrir Kötlugos Bæta þarf varnargarð við Víkurklett og hækka um
þrjá metra 10.000 ferðamenn á dag Styrkja þarf innviði vegna fjölgunar íbúa og ferðamanna
Sveitarstjóri Þorbjörg Gísladóttir.
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
Jóladagatöl
fyrir alla
1999 kr.pk.
Jóladagatal, súkkulaði og lakkrískúlur
3999 kr.pk.
Osta jóladagatal
Sjáðu
úrvalið á
kronan.is
Viðbúnaður vegna Kötluhlaups
„Eldra fólk sem upplifði Kötlugosið
1918 myndu ekki vilja uplifa það
aftur. Jónas Jakobsson, afi minn,
var sex ára með föður sínum uppi á
heiði að athuga með fé þegar Jakob
sér mökkinn koma frá Kötlu og
haskar sér heim með drenginn,“
segir Jónas Erlendsson í Fagradal,
bæ sem stendur á hól fyrir ofan
Múlakvísl. Jónas segir langafa sinn
hafa tekið afa hans undir höndina
og hlaupið með hann heim.
„Við það sama og þeir komu inn
var allt orðið svart úti. Afi sagði
mér að honum hefðu fundist dynk-
irnir verstir og glamparnir sem
sáust af eldingunum í öskufallinu.
Þar sem allt var svart urðu bloss-
arnir enn sterkari,“ segir Jónas og
bætir við að afa hans hafi fundist
gaman af því veturinn eftir Kötlu-
gosið að sitja og horfa á ána því ál-
arnir voru allir svartir.
Jónas segir eldingahættu fylgja
Kötlugosi og hann viti til þess að
einn hafi dáið af völdum eldingar
úr slíku gosi.
Hann segir að eftir gosin í Eyja-
fjallajökli og Grímsvötnum viti
Mýrdælingar meira hvað í vændum
sé ef Katla gjósi. Líkur á öskufalli í
Mýrdal sé 20% og 40% líkur í Skaft-
ártungu en allt fari þetta eftir átt-
um og vindum. Jónas segir meiri
ösku hafa borist í Mýrdalinn af
völdum Heklu en Kötlu.
„Það komu hingað vísindamenn
og tóku snið úr jarðveginum hér í
leit að gömlum kornökrum alveg
aftur til landnáms. Þeir fundu fimm
lög af ösku úr Kötlu en mun fleiri
og þykkari lög af ösku úr Heklu
sem er mun ljósari en Kötluaskan.“
Jónas segir Kötlu ekki trufla
daglegt líf í Mýrdal og Vík sé óðum
að breytast úr þorpi í bæ.
Líkur á öskufalli 20%
Staðkunnugur Jónas Erlendsson
fylgist vel með í Mýrdalnum.