Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 34

Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 fyrir alla fagurkera... Náttúruleg efni – Sjálfbær framleiðsla – Himneskur svefn LÁTTU DRAUMINN RÆTAST Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | heimilioghugmyndir.is HEIMILI & HUGMYNDIR SVIÐSLJÓS Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is Lengi hefur loðað við unga ítalska karlmenn að þeir fari seint úr for- eldrahúsum – vilji helst búa sem lengst á „hótel mömmu“. Flest þeirra ungmenna sem eru fylgdarlaus á flótta og koma til Sikil- eyjar eru afrískir unglingsdrengir. Ítölsk lög kveða á um að öll fylgd- arlaus börn, sem sækja um alþjóð- lega vernd, eigi rétt á talsmanni sem annist málefni þeirra. Ekki er óal- gengt að slíkir talsmenn, yfirleitt lögfræðingar, séu með um 500 börn undir sínum verndarvæng og gefur það augaleið að tengslin eru lítil sem engin. UNICEF, í samstarfi við umboðs- mann barna í sikileysku borginni Palermo, hefur komið á laggirnar nýrri útfærslu á þessu kerfi sem hef- ur gefið afar góða raun. Rosario Andrea Lio stýrir verk- efninu og ræddi blaðamaður við hann og Chiara Saturnino, sem starfar hjá UNICEF í Palermo, um verkefnið auk ungmenna sem eru þátttakendur í því ásamt „ítölskum mæðrum“ sínum. Byggist á barnasáttmálanum Chiara og Rosario segja að hug- myndin hafi komið frá Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna sem felur í sér að öll börn eigi að njóta ákveð- inna réttinda. Hugmyndin var þegar til á Ítalíu en þar var frekar horft á fjárhags- stöðu ungmenna en í Palermo er einkum horft til þess að bæta stöðu barna á flótta og auðvelda þeim að aðlaga sig að ítölsku umhverfi. „Áður voru það lögfræðingar sem sinntu þessu hlutverki en hér í Pa- lermo höfum við víkkað þetta út og getur fólk, sem hefur getu til og áhuga á að styðja við bakið á fylgd- arlausum börnum á flótta, sótt um að taka þátt í verkefninu,“ segir Rosario. 147 sambönd mynduð á einu ári Hann segir að þau hafi byrjað snemma á síðasta ári að þjálfa fólk í að taka að sér slíkt hlutverk og eru foreldrarnir orðnir rúmlega sjötíu talsins. Fyrsta heila starfsárið, það er frá júní 2017 til júní 2018, urðu til 147 slík sambönd barns og foreldris. Þau segja að verndarkerfið hafi gefið góða raun meðal annars vegna þeirrar áherslu sem lögð hefur verið á að þjálfa foreldrana og leiðbeina þeim. „Því börn sem eru á flótta hafa mjög oft upplifað skelfilega hluti og oft ekki notið leiðsagnar fullorðinna í langan tíma. Þau hafa þurft að bjarga sér sjálf í aðstæðum sem oft eru hræðilegar,“ segja þau. Börnin hafa oft horft upp á ætt- ingja og vini deyja, glímt við hungur og vosbúð. Stundum hafa þau verið beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi og þurfa mjög oft á sálrænum stuðningi að halda. Nokkrir ungir flóttamenn og „ítalskar mæður“ þeirra sögðu blaðamanni frá reynslu sinni af samstarfinu og var það samdóma álit þeirra að þetta hafi gefið þeim mjög mikið. Sakna mömmu minna núna „Mín ítalska móðir hefur dregið úr söknuðinum eftir alvöru mömmu minni,“ segir einn þeirra. Annar segir að það að hafa kynnst „mömmu“ á Sikiley hafi bjargað andlegri heilsu hans. Faðmlag geti skipt sköpum þegar þér líður illa og mamma hans sé allt- af til staðar fyrir hann. Sambandið á milli barnsins og til- sjónarmanns getur tekið á, segir Chiara enda oft mikill menning- armunur og talsmaðurinn sjálf- boðaliði en ekki sérfræðingur í mál- efnum barna. Hún segir að alls séu rúmlega 12 þúsund fylgdarlaus börn á flótta á Ítalíu og eru um 40% þeirra á Sikil- ey. Mjög hefur dregið úr komu flótta- fólks til Ítalíu í ár og fyrstu níu mán- uði ársins nemur fækkunin 80%. Fyrstu tíu mánuði ársins komu 3.330 fylgdarlaus börn til Ítalíu sem er um 15% af öllu flóttafólki sem kom þessa mánuði þangað. Ungmenni sem hverfa Eitt af því sem starfsmenn UNI- CEF hafa áhyggjur af er sá mikli fjöldi barna sem „hverfa“ þegar þau verða 18 ára. Við það missa þau réttarstöðu barns og bera ábyrgð á sér sjálf. Með hertri löggjöf varðandi komu flóttafólks til Ítalíu missa fjölmargir þeirra, sem eru með tímabundið dvalarleyfi af mannúðarástæðum, heimild til þess að vera í landinu áfram. Búast má við því að þeim Morgunblaðið/Guðrún Hálfdánardóttir Á leið til lífs Hluti hópsins sem tekur þátt í verkefni sem felst í að fólk sem hefur áhuga og getu til tekur að sér að styðja við bakið á börnum sem eru fylgdarlaus á flótta og eru á Sikiley. Samstarf Chiara Saturnino, starfsmaður UNICEF, og Fatou Sanneh, sem flúði frá Gambíu, vinna saman að verkefni á vegum UNICEF. „Mín ítalska móðir“  „Palermo-módelið“ hefur vakið verðskuldaða athygli enda hefur það gefið góða raun og bætt líf flóttabarna  SJÁ SÍÐU 36 Flóttamenn á Sikiley

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.