Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018
etrarfatnaður
yrir börnin
icewear.is
V
f
KEILIR | Snjógalli f. börnKr. 14.990.-
KEILIR | VetrarúlpaKr. 11.990.-
KEILIR | SnjóbuxurKr. 8.990.-
BREKKA | HúfaKr. 1.690.-
fjölgi í kjölfarið sem hverfa af yf-
irborði jarðar.
Tengslin áfram til staðar
Þrátt fyrir að einhver þeirra ung-
menna sem tóku þátt í verndarverk-
efninu séu orðin átján ára gömul og
því formlega hætt að vera börn þá
rofna tengsl móður og barns ekki svo
glatt.
Mæðgin sem blaðamaður ræddi við
segja að hann sé orðinn hluti af fjöl-
skyldunni og verði það áfram
„Hann er og verður drengurinn
minn, sama hvað gengur á,“ segir hún
en hún og eiginmaður hennar eiga
einnig tvær eldri dætur.
Drengurinn er átján ára og hefur
verið á Ítalíu í tvö ár. Spurður út í
ástæðuna fyrir því að hann yfirgaf
heimalandið, sem er í Vestur-Afríku,
er svarið erfiðar aðstæður heima fyr-
ir.
Pabbi hans dó þegar hann var tólf
ára og eftir það varð hann fyrir miklu
ofbeldi af hálfu náins ættingja. Hann
segir að það hafi verið skelfilegt að
kveðja móður sína og systkini „en ég
varð að forða mér. Ég vildi ekki
deyja.“
Hann fór til Senegal og þaðan til
Malí þar sem hann vann um tíma fyr-
ir fargjaldinu til Alsír. Þar var hann í
hálft ár að vinna og svo lá leiðin til
Líbíu. Stærstan hluta tímans þar var
hann í þrælkunarbúðum líkt og fjöl-
margir þeirra sem eru á flótta frá
Afríku til Evrópu lenda í.
Á Ítalíu fékk hann dvalarleyfi af
mannúðarástæðum og hélt til Rómar
þar sem hann taldi tækifærin vera.
Raunin var önnur því þar bjó hann á
götunni um tíma eða þangað til and-
leg heilsa hans var komin í þrot og
hann endaði á sjúkrahúsi.
Hann ákvað að fara aftur til Sikil-
eyjar enda leið honum miklu betur
þar en í Róm. „Svo kynntist ég minni
ítölsku móður og hún bjargaði lífi
mínu. Ég væri væntanlega ekki hér
án hennar stuðnings. Hún sinnir mér
svona eins og mömmur gera, kaupir
handa mér föt og fleira og skammar
mig stundum en yfirleitt ekki að
ástæðulausu,“ segir hann og hlær en
hann dreymir um að vinna við raf-
virkjun í framtíðinni.
Ekkert endilega alltaf sammála
Mamma hans tekur undir þetta og
segir að þau séu alls ekki alltaf sam-
mála, ekkert frekar en flestir for-
eldrar og unglingar þeirra.
„Ég er alltaf að segja honum hvað
það skipti miklu máli að standa sig vel
í skólanum og mæta í tíma. Ef hann
geri það ekki þá verði erfitt fyrir
hann að láta draumana rætast.“
Þau hafi hins vegar miklar áhyggj-
ur af framhaldinu því hann er að
verða 19 ára og aðeins með mann-
úðarleyfi. „Ég er alltaf að segja hon-
um að gæta sín og vanda valið á vin-
um því nú sé hann orðinn fullorðinn
og í miklu meiri hættu á að vera send-
ur úr landi. Ég get ekki hugsað þá
hugsun til enda að hann verði tekinn
frá okkur og sendur í burtu. Því hvað
bíður hans þá?“
Aldrei gengið í skóla
Hann er á sextánda aldursári og
kemur frá Fílabeinsströndinni. Þegar
hann kom til Sikileyjar var hann
þrettán ára gamall. Hann hafði aldrei
gengið í skóla, var bæði ólæs og
óskrifandi. Hann hafði aldrei hand-
leikið ritföng en í dag er hann í skóla
og allt gengur honum í haginn.
Ein af ástæðum þess er að sú sem
kenndi honum fyrst þegar hann kom í
skólann í Palermo tók að sér að verða
hans ítalska móðir.
„Ég sakna mömmu minnar oft en
núna gengur allt betur hjá mér því ég
hef líka eignast fjölskyldu hér á Sikil-
ey og það skipti líka miklu máli að ég
þekkti hana áður og vissi að hún væri
góð manneskja.“
Ein ítalska móðirin hefur tekið að
sér þrjá drengi, þar á meðal einn pilt
frá Búrkína Fasó sem er gríðarlega
góður námsmaður og hefur átt mjög
auðvelt með að aðlaga sig að ítölsku
þjóðfélagi.
Hann á marga vini og vonar að
hans framtíð verði á Ítalíu. En eins og
staðan er í dag þá er óvíst hvað verð-
ur þegar hann nær 18 ára aldri.
Breytingar reynast oft erfiðar
Allar ítölsku mæðurnar sem blaða-
maður ræddi við og höfðu tekið að sér
að vernda unga flóttadrengi eru sam-
mála um að stundum reyni á sam-
bandið enda hafi gengið á ýmsu í
þeirra lífi. Flótti frá heimalandinu
hafi ekki verið að ástæðulausu og eft-
ir að hafa verið lengi á vergangi geti
reynst þrautin þyngri að setjast á
skólabekk í ókunnugu landi og læra
nýtt tungumál.
„Við sem eigum unglinga vitum
hvað það getur verið erfitt fyrir þá að
vakna á morgnana og þeir eru ekkert
öðruvísi en aðrir unglingar þegar
kemur að því,“ segir ein þeirra og
brosir.
„Stundum er ég ekki sátt við stað-
ina sem hann sækir og finnst hann
vaka of lengi fram eftir. Þetta breytir
því ekki að ég vil fá að annast hann
áfram og vona að hann fái tækifæri til
þess að þroskast og vaxa úr grasi hér
á Sikiley.“
Voru 270 en eru núna 85
Silvia Calcavecchio stýrir flótta-
mannamiðstöðinni Centro Asante í
Palermo en þangað til í sumar var
miðstöðin aðeins heimili drengja á
aldrinum fimmtán til sextán ára. Þeir
bjuggu þar þangað til þeir urðu átján
ára og voru þá fluttir annað. Frá því í
júní hefur Asante verið skipt upp í
tvennt og eru þar nú búsettir 44 ung-
lingspiltar og 41 karlmaður sem hef-
ur náð 18 ára aldri. Alls eru íbúarnir
því 85 en á sama tíma í fyrra voru
íbúarnir 150 unglingar og árið 2016
bjuggu þar 270 ungmenni.
Rekið á vegum borgarinnar
Asante er rekin af borgaryfir-
völdum í Palermo sem greiða 35 evr-
ur, sem eru tæpar 5 þúsund krónur, á
dag með hverjum íbúa í Asante.
Peningarnir eru nýttir til að greiða
húsnæðiskostnað og fæði auk annarra
útgjalda. Það sem eftir stendur, 75-80
evrur alls, fá þeir greitt út sem vasa-
pening í lok mánaðar. Það verður að
duga fyrir öllum öðrum kostnaði, svo
sem síma, fatnaði snyrtivörum o.fl.
Silvia segir að börnin hafi flest ver-
ið send á önnur minni heimili og bæt-
ir Chiara því við að Asante hafi að-
eins átt að vera fyrsti viðkomustaður
fylgdarlausra barna og þau hafi átt
að búa þar að hámarki í einn mánuð.
Raunin var önnur og þau hafi yfirleitt
dvalið þar í tæpt ár. Sum mun lengur
enda allar móttökumiðstöðvar fyrir
flóttafólk yfirfullar á þessum tíma.
Íbúar Palermo jákvæðir
Að sögn Silviu var reynt að bjóða
ungmennunum upp á afþreyingu af
ýmsu tagi á meðan þau dvöldu í As-
ante, oft með stuðningi UNICEF. Til
að mynda var rekin útvarpsstöð þar,
boðið upp á myndlistarnámskeið og
kennslu í pizzabakstri sem hópur
pilta nýtti sér og höfðu gaman af.
Þeir fengu síðan starfsþjálfun á
pizzastöðum í Palermo. Að sögn við-
mælenda er viðhorf flestra íbúa Pa-
lermo jákvætt í garð flóttafólks.
Sama á við um meirihlutann í borg-
arstjórninni en staðan er ekki sú
sama alls staðar á Sikiley.
Silvia segir að lykilatriðið sé að
reyna að hjálpa fólki á flótta við að
finna vinnu því aðgerðaleysið fari illa
með fólk.
Starfsfólk Asante aðstoði íbúana
við að fylla út atvinnuumsóknir og
benda þeim á að mögulega vinnu.
Jafnframt fari allir á ítölskunámskeið
sem þar búa.
Erfitt að fá hæli
Þeir sem eru orðnir fullorðnir
sækja um alþjóðlega vernd hjá ann-
aðhvort lögreglu eða héraðsstjórn-
inni.
Áður var starfandi lögfræðingur
hjá Asante en svo er ekki lengur þar
sem útlit er fyrir enn frekari fækkun
á umsóknum um hæli á Ítalíu á næst-
unni.
Mjög erfitt er að fá alþjóðlega
vernd, segir Silvia, og örfáir þeirra
sem hafa verið í Asante hafi fengið
slíka vernd, en margir hafi fengið
tímabundna mannúðarvernd.
Ef umsókn um hæli er synjað er
hægt að áfrýja niðurstöðunni og
vegna þess hversu ólík málin eru þá
er miðstöðin í samvinnu með ólíkum
lögmönnum sem annast áfrýjun fyrir
skjólstæðinga miðstöðvarinnar.
Daginn áður en blaðamaður heim-
sótti Asante hafði lögfræðingur kom-
ið og haldið fund með íbúum þar sem
hann fór yfir stöðu mála, hvernig lög-
in væru og hvernig þau myndu breyt-
ast. Margir þeirra sem sækja um
hæli á Ítalíu þekki ekki lögin og telji
fyrirfram að þeir geti sótt um al-
þjóðlega vernd og fengið. Sem er eins
og áður sagði nánast ómögulegt að
sögn Silviu.
Umsóknarferlið tekur langan tíma
og þeir sem komu til Sikileyjar fyrir
lok maí á þessu ári, þegar ákvörðunin
var tekin um að breyta lögunum, eru
enn að bíða eftir því að fá fund þar
sem umsókn þeirra er tekin fyrir.
Eftir að umsókn er tekin fyrir tekur
við bið sem er aldrei styttri en 5 eða 6
mánuðir eftir viðtali. Eftir það, eftir 1
eða 2 mánuði, fá þeir svarið við um-
sókn um hæli. Ef þeim er synjað, sem
væntanlega verður um nánast alla
þar sem ekki er lengur hægt að
sækja um mannúðarvernd, tekur við
bið á meðan niðurstöðunni er áfrýjað
og það ferli tekur yfirleitt um eitt ár.
Biðin reynir mjög á andlega líðan
þeirra. Því hefur miðstöðin óskað eft-
ir því að fá sálfræðinga með breiða
þekkingu til starfa til að styðja við
íbúana á meðan beðið er.
Samkvæmt frumvarpi til laga, sem öldungadeild
ítalska þingsins samþykkti í síðustu viku, er ekki
hægt að sækja um alþjóðlega vernd af mannúðar-
ástæðum þar í landi lengur og þeir sem hafa fengið
slíka vernd tímabundið fá hana ekki framlengda.
Með frumvarpinu, sem verður tekið fyrir í neðri
deild þingsins síðar í mánuðinum, verður auðveldara
að fella úr gildi ríkisborgararétt þeirra sem þegar
hafa fengið slíkan rétt tímabundið, yfirleitt til tveggja
ára.
Þegar öldungadeildin samþykkti frumvarpið með
163 atkvæðum gegn 59 skrifaði innanríkisráðherra
Ítalíu, Matteo Salvini, sem er guðfaðir frumvarpsins,
á Twitter að um sögulegan dag væri að ræða.
Talið er fullvíst að frumvarpið verði samþykkt í
neðri deildinni enda ríkisstjórnin með meirihluta þar.
Lögin fella úr gildi fyrri heimildir um að veita hæl-
isleitendum dvalarleyfi til tveggja ára á grundvelli
mannúðarástæðna. Um 25% þeirra sem sóttu um
hæli á Ítalíu í fyrra fengu dvalarleyfi með þessum
hætti á síðasta ári. Þess í stað verður heimilt að veita
fólki sérstaka vernd í sex til tólf mánuði, meðal ann-
ars vegna náttúruhamfara í upprunalandinu.
Salvini segir að Ítalía taki á móti þeim sem eru að
flýja stríð samkvæmt skilgreiningu samnings Sam-
einuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttafólks en ekki
öðru fólki sem er á flótta og sækir um alþjóðlega
vernd á Ítalíu. „Allir þeir sem eru að flýja stríð eru
bræður mínir en þeir sem koma hingað til að selja
eiturlyf og skapa ringulreið verða að fara heim til
sín,“ sagði Salvini nýverið.
Samkvæmt frumvarpinu má svipta innflytjendur
ríkisborgararétti ef þeir eru sakfellir fyrir brot á
hryðjuverkalöggjöf landsins.
Vernd af mannúðarástæðum afnumin
ÚTLENDINGALÖGIN HERT Á ÍTALÍU
AFP
Lögin hert Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, berst fyrir hertum útlendingalögum.
Flóttamenn á Sikiley