Morgunblaðið - 15.11.2018, Síða 38

Morgunblaðið - 15.11.2018, Síða 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Ljósmyndarar fréttaveitunnar AFP hafa fest marga ólíka viðburði á filmu síðustu daga og eru á þessari síðu teknar saman nokkrar af frétta- myndum þeirra. Kennir þar ýmissa grasa, allt frá stórfljóti á Indlandi og ferð þriggja vina þar um, yfir í ró- legan fjörð í Noregi þar sem ein af freigátum heimamanna liggur nær öll undir yfirborði sjávar eftir óhapp á æfingu Atlantshafsbandalagsins (NATO). „Þetta er ótrúlega dapurt. Við er- um fyrst og fremst ánægð með að áhöfnin slapp heil frá þessu. En að missa skip er hrikalega dapurt,“ sagði Nils-Andreas Stensønes, yf- irmaður norska sjóhersins, við NRK. AFP Á ferðalagi Þessi þriggja manna hópur skólakrakka frá Indlandi varð á vegi ljósmyndara AFP þar sem þeir sigldu báti sínum yfir fljótið Dal nýverið. Veðrið var þó ekki hið besta, rigning og kuldi. Nei Nokkrir andstæðingar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu mótmæltu við þingið í gær, en Bretar ganga úr sambandinu á næsta ári. Skipsflak Freigátan Helge Ingstad, áður stolt Norðmanna, er að líkindum ónýt eftir að hafa siglt utan í olíuflutningaskip á æfingu NATO nýverið. Átakasvæði Orrustuþotur Ísraels vörpuðu meðal annars sprengjum á sjón- varpsstöð á Gasaströndinni í vikunni. Þrír eru sagðir látnir eftir árásirnar. Kuldalegir Honum virtist fremur kalt reiðhjólamanninum sem hjólaði fram hjá þessum böngsum sem sátu á torgi einu í Úkraínu. Vetur konungur er farinn að gera vart við sig í landinu með tilheyrandi snjókomu og frosti. Sokkið stolt og vinahóp- ur á flakki LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 AIR OPTIX® COLORS Linsur í lit Str. 38-58 Flott föt, fyrir flottar konur Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Til stendur að flytja þekktan vita á Jótlandi í Danmörku 60-80 metra inn á land en hann er talinn vera í hættu á núverandi stað vegna ágangs sjávar. Vitinn stendur á Rubjerg Knude á norðvesturströnd Jótlands og hef- ur lengi haft talsvert aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Að sögn danska ríkisútvarpsins koma árlega um 250 þúsund ferðamenn til að skoða vitann. Vitinn var reistur árið 1899 en tekinn úr notkun árið 1968. Bæj- arstjórn Hjørring áætlar að með því að flytja vitann inn í landið ætti hann að vera óhultur fyrir sjávar- gangi að minnsta kosti næstu ára- tugina. Danskur viti fluttur vegna ágangs sjávar Vitinn á Rubjerg Knude

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.