Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 40
40 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018
n getur minnkað
ugum, hvarmabólgu og
æð áhrif á augnþurrk,
sroða í hvörmum/
m og vanstarfsemi í
m.
Dekraðu við augun
stu apótekum og Eyesland gleraugnaverslunum
Augnhvíla
þreytu í a
haft jákv
vogris, ró
augnloku
tukirtlu
Augnheilbrigði
helFæst í
Augnhvíla
Dekraðu við augun
Margnota
augnhitapoki
Frábær
jólajöf
Breska ríkisstjórnin samþykkti á
löngum fundi síðdegis í gær sam-
komulag Theresu May forsætisráð-
herra við Evrópusambandið (ESB)
um útgöngu landsins úr samband-
inu, Brexit. Samkomulagið verður
kynnt í breska þinginu í dag, en
óljóst er hvort meirihluti er fyrir því
innan þess. Atkvæði verða að líkind-
um greidd um málið í byrjun desem-
ber. Ákafar deilur eru um málið utan
þings. Leiðtogar ESB koma saman
til fundar 25. nóvember til að ræða
samkomulagið og leggja blessun sína
yfir það. Öll aðildarríkin þurfa síðan
að samþykkja það með formlegum
hætti.
Útganga Bretlands úr ESB á að
taka gildi 29. mars á næsta ári þann-
ig að tíminn til stefnu er orðinn
naumur.
Hermt var í gær að tveir ráð-
herrar bresku ríkisstjórnarinnar
sem gátu ekki fellt sig við samkomu-
lagið myndu tilkynna afsögn. Þetta
eru Penny Mordaunt, ráðherra þró-
unarmála, og Esther McVey sem fer
með ákveðna þætti félagsmála í
ráðuneyti May.
Theresa May undirbjó ríkisstjórn-
arfundinn í gær af kostgæfni með því
að kalla alla ráðherrana á einkafundi
daginn áður þar sem hún gerði þeim
grein fyrir efni samkomulagsins.
Sagt er að skjalið sé um 400 síður,
mestmegnis lagatexti.
Í fyrirspurnatíma í breska þinginu
í gærmorgun sagði May að sam-
komulagið við ESB væri samræmi
við niðurstöðu bresku þjóðarinnar í
þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hún full-
yrti að það myndi veita Bretum full
yfirráð yfir landamærum sínum, lög-
gjöf og efnahagsmálum á ný.
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, segir að stjórnar-
andstaðan muni beita sér fyrir nýj-
um samningi við ESB ef þingið fellir
samkomulagið. Flokkurinn hefur
lýst því yfir að hann virði niðurstöðu
þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem
samþykkti úrsögnina á sínum tíma.
Hann er hins vegar lítt hrifinn af
samkomulaginu sem nú hefur verið
gert.
Samkomulagið um Brexit hefur
ekki verið birt opinberlega en
meginatriði þess hafa kvisast út.
Samið hefur verið um fjárhagslegt
uppgjör í tengslum við útgönguna
svo hægt sé að standa við fyrri skuld-
bindingar. Þá eru réttindi ESB-
borgara sem nú búa og starfa í Bret-
landi tryggð til frambúðar. Samið er
um sérstakt fyrirkomulag við landa-
mæri Írska lýðveldisins og Norður-
Írlands. Það á að tryggja núnings-
laus viðskipti milli landanna eftir
Brexit. Þá fylgir samkomulaginu
viljayfirlýsing um viðskiptaleg sam-
skipti Bretlands og ESB í framtíð-
inni.
Hvatt hefur verið til þess að
Brexit-samkomulagið verði lagt und-
ir dóm kjósenda í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Litlar líkur eru hins vegar á
því og er May andvíg hugmyndinni.
Samið um skilnað Breta og ESB
Stefnt er að leiðtogafundi Evrópusambandsins 25. nóvember til að staðfesta samkomulagið við Breta
Deilur um málið skekja Bretland Órói í Íhaldsflokknum og óvissa um meirihlutastuðning í þinginu
AFP
Brexit Hópur fólks kom saman við bústað breska forsætisráðherrans í London í gær til að mótmæla samkomulaginu um útgönguna úr Evrópusambandinu.
Fólkið vildi að Bretland yfirgæfi sambandið án nokkurra samninga. Annar hópur mótmælenda mætti og hvatti til þess að hætt yrði við útgönguna.