Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 41
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018
BRAGÐGÓÐAR
HUGMYNDIR
gottimatinn.is
Hvítlauksostur
Pepperoniostur
Mexíkóostur
Piparostur
Paprikuostur
Villisveppaostur
Kryddostar
Til tíðinda dró í sænskum stjórn-
málum í gærmorgun þegar þingið
hafnaði tilnefningu Ulfs Kristerssons,
formanns hægriflokksins Moderat-
erna, í embætti forsætisráðherra.
Rúmur helmingur þingmanna sagði
nei við tillögunni. Þetta eru söguleg
úrslit. Aldrei áður hefur þingið hafnað
tillögu þingforsetans í þetta embætti.
Formenn Miðflokksins og Frjáls-
lynda flokksins lýstu því yfir við upp-
haf þingfundarins að flokkar þeirra
myndu ekki styðja Kristersson.
Flokkarnir þrír hafa verið í bandalagi
í sænskum stjórnmálum um langt
árabil. Í kjölfarið hafa vaknað spurn-
ingar um framtíð þess.
Hugmynd Kristerssons var að
mynda minnihlutastjórn Moderat-
erna og Kristilegra demókrata og
vænti hann stuðnings við það frá sam-
starfsflokkunum, auk þess sem hann
taldi að Svíþjóðardemókratar myndu
styðja stjórnina. Forseti sænska
þingsins, sem einnig kemur úr röðum
Moderaterna, tilnefndi Kristersson í
embættið í síðustu viku, en sam-
kvæmt sænskri stjórnskipan er það í
verkahring hans. Tilnefningin þótti
þó óvenjuleg fyrir þær sakir að Krist-
ersson hafði ekki tekist að tryggja sér
meirihlutastuðning áður en að tilnefn-
ingunni kom.
Samkvæmt sænskum lögum verða
þingkosningar að fara fram í landinu
á ný, sé tilnefningu þingforsetans
hafnað fjórum sinnum.
Stjórnarkeppa
Í þingkosningunum í september
fékk bandalag fjögurra mið- og
hægriflokka, Alliansen, 143 þingsæti
af 349, rúm 40% atkvæða. Það dugði
ekki til myndunar meirihlutastjórnar.
Flokkarnir höfðu allir hafnað sam-
starfi við þjóðernisflokkinn Svíþjóð-
ardemókrata í aðdraganda kosning-
anna, en flokkurinn hlaut rúm 17%
atkvæða og 63 þingsæti. Stjórn-
arkreppa hefur því verið í landinu.
Við atkvæðagreiðsluna í þinginu í
gær fékk tillaga um Kristersson sem
forsætisráðherra 154 atkvæði.
Studdu Svíþjóðardemókratar hana
auk Moderaterna. Á móti voru 195
þingmenn úr röðum hinna þriggja
flokka vinstribandalagsins auk Mið-
flokksins og Frjálslynda flokksins.
Formenn Miðflokksins og Frjáls-
lynda flokksins sögðu að atkvæði
þeirra væru ekki gegn Kristersson
sem slíkum í embættið, heldur teldu
þeir óviðunandi að ríkisstjórn Sví-
þjóðar þyrfti að reiða sig á stuðning
hægriöfgamanna í flokki Svíþjóðar-
demókrata.
AFP
Svíþjóð Ulf Kristersson kemur til þingfundarins í gærmorgun þar sem
gamlir samherjar hans í Alliansen höfnuðu honum sem forsætisráðherra.
Kristersson ekki
forsætisráðherra
Hafnað af samstarfsflokkunum
Uppnám er í ísraelskum stjórnmál-
um eftir að varnarmálaráðherrann,
Avigdor Lieberman, sagði af sér í
gær og hvatti til þess að þing yrði
rofið og gengið til kosninga. Afsögn-
in er í mótmælaskyni við vopnahlé á
Gaza sem forsætisráðherra Ísraels,
Benjamin Netanyahu, hefur fallist á.
Flokkur Liebermans hefur jafn-
framt ákveðið að slíta samstarfinu í
ríkisstjórn. Það leiðir til þess að Net-
anyahu hefur aðeins eins atkvæðis
meirihluta á þingi.
Egyptar höfðu frumkvæði að
samningum um vopnahléið sem for-
ystumenn Hamas, og annarra fylk-
inga Palestínumanna á Gaza, og Ísr-
aelar samþykktu á þriðjudagskvöld.
Lieberman segir að vopnahléð feli í
sér að Ísrael kaupi sér stundarfrið
en til lengri tíma muni öryggi þjóð-
arinnar bíða tjón af. Hann vildi halda
áfram loftárásum á Gaza og ganga á
milli bols og höfuðs á hermdarverka-
sveitum Hamas.
Búist er við því að Netanyahu
muni fyrst um sinn bæta varnarmál-
unum við verkefni sín í ríkisstjórn-
inni. Talsmaður flokks hans sagði að
þingkosningum yrði ekki flýtt vegna
afsagnar Liebermans. Þær eiga að
fara fram í nóvember á næsta ári.
Vopnahlé veldur
uppnámi í Ísrael
Varnarmálaráðherrann segir af sér
AFP
Gaza Hreinsað til í byggingu sem varð fyrir skemmdum í loftárás Ísraela.