Morgunblaðið - 15.11.2018, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 15.11.2018, Qupperneq 47
UMRÆÐAN 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Framkvæmdaáætl- un um málefni inn- flytjenda 2016-2019 var samþykkt á Al- þingi í maí 2016. Áætlunin byggist á fimm þáttum eða stoðum. Félags- og jafnréttismálaráð- herra svaraði skrif- legri fyrirspurn und- irritaðs í febrúar sl. og kvað tveimur þátt- um áætlunarinnar lokið, þeim sem lúta að rannsókn á stöðu og líðan flóttafólks og öðrum sem snýr að bættu eftirliti með vinnustöðum. Óljóst er hins vegar með vinnu við þá þrjá mikilvægu þætti sem eftir standa. Framkvæmda- áætlun marklaus Það er dapurt vitni um afstöðu stjórnvalda hversu ómarkvisst er unnið að framvindu þessa mik- ilvæga málaflokks, framkvæmda- áætlunar í málefnum innflytjenda. Það virðist augljóst að báðir þeir veigamiklu þættir sem sagðir eru fullmótaðir eru í reynd í uppnámi. Á sama tíma og ráðherra lýsir því yfir að umbótum á högum innflytj- enda á vinnumarkaði sé lokið, þá er ljóstrað upp um stórfelld svik og undirboð á vinnumarkaði og að illa sé búið að starfsfólki sem komið er til Íslands í góðri trú. Vönduð úttekt í fréttaþættinum Kveik fyrir nokkrum vikum er flestum enn í fersku minni. Í svari ráðherra um það hvernig eyrnamerktu fé til áætlunarinnar hefði farnast kom fram, að sam- tals hefði á tímabilinu verið gert ráð fyrir 201 milljón króna til verkefnisins. Af þeirri upphæð hefði 36,6 milljónum verið ráð- stafað í þau verkefni sem ýmist væri lokið eða unnið að. Með öðrum orð- um, mest af fénu sem átti að verja til upp- byggingar og þróunar í innflytjendamálum liggur enn óhreyft í skúffu félags- og jafn- réttismálaráðherra. Stefna í málefnum innflytjenda Þessar aðstæður eru hvati að þings- ályktunartillögu sem undirritaður hefur nú lagt fram á Alþingi ásamt þing- mönnum Samfylkingarinnar. Um er að ræða tillögu sem tekur á öllum þáttum málefna innflytj- enda, að Ísland móti sér heild- ræna stefnu sem eflir fólk af er- lendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi með sérstakri áherslu á félagsleg réttindi, heil- brigðisþjónustu, menntun og at- vinnuþátttöku í anda fjölmenn- ingar sem við viljum hlúa að. Öflugur liðsauki Í ársbyrjun 2017 bjuggu á Ís- landi um 36.000 innflytjendur og hafði fjölgað umtalsvert frá fyrra ári og eru líklega komnir yfir 40.000 nú. Við munum vænt- anlega sjá óbreytta þróun áfram. Innflytjendur og fjölskyldur þeirra koma frá öllum heims- hornum en langflestir þó frá Pól- landi eða nærri helmingur, næst- fjölmennastir eru Litháar, Þjóðverjar og Danir. Þessi öflugi liðsauki starfar við hlið íslenskra kollega á hinum líflega vinnu- markaði okkar, í iðnaði, þjónustu, á menntasviði og í sérhæfðum há- tæknistörfum og þeirra framlag skiptir sköpum. Íslendingar væru í vanda við núverandi aðstæður í hagkerfinu ef þeir gætu ekki reitt sig á krafta innflytjenda á flest- um sviðum. Lærum af reynslu annarra Reynsla og rannsóknir frá öðr- um löndum staðfesta að innflytj- endur standa ekki jafnfætis inn- fæddum á mörgum sviðum hvað varðar kjör og aðbúnað í atvinnu- lífi og réttindi í félagslegu tilliti. Staðfest hefur verið að hið sama er uppi á teningnum á Íslandi. Fé- lagsleg undirboð á vinnumarkaði eru eitt dæmi um það en þau eru því miður fleiri. Stjórnvöld víða hafa náð árangri en betur þarf að gera. Við höfum styttri og minni reynslu af innflytjendum en flest- ar þjóðir í kringum okkur. Það er því mikilvægt að við drögum strax lærdóm af reynslu þeirra, til- einkum okkur það besta úr sam- félagskerfunum og sköpum að þessu leyti fyrirmyndar þjóðfélag sem tekur vel á móti innflytj- endum. Hér eigum við að hafa kerfi og stefnu sem gerir innflytj- endum kleift að laga sig á góðan hátt að samfélaginu og samfélagið sömuleiðis að þeirra siðum og háttum. Það getum við en það krefst forystu stjórnvalda. Íslendingar jákvæðastir Samkvæmt nýjustu útgáfu við- horfskönnunarinnar European Social Survey, þá eru Íslendingar jákvæðastir Evrópubúa í garð inn- flytjenda og fjölmenningar og það eru vissulega góðar fréttir. Land- inn er enda sjálfur býsna verald- arvanur, hefur í rás tímans flust talsvert á milli landa og ætti að hafa ríkan skilning á aðstæðum fólks sem býr við framandi að- stæður. Skemmst er að minnast þeirra þúsunda Íslendinga sem fluttu til útlanda í efnahags- hruninu fyrir áratug. Þá er hægt að nefna að um 14.000 Íslendingar fluttust til Vesturheims á of- anverðri 19. öld í leit að betra lífi, sköpuðu þar ný samfélög með sterka íslenska tengingu og rætur. Verkefni okkar allra Að búa vel að innflytjendum er samfélagslegt verkefni. Það kallar á skilning og frumkvæði af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Það sem þó er ekki minnst um vert er afstaða og þátttaka almennings og þar hefur hver og einn hlutverk. Stjórnvöld þurfa að vinna með markvissum hætti og tala fyrir já- kvæðum viðhorfum. Það dugar skammt að gera framkvæmda- áætlun til örfárra ára sem síðan er gleymd og grafin. Til þess að vel fari þurfa yfirvöld og samfélagið allt að hafa skilmerkilega stefnu, samfélagssáttmála um leiðirnar eins og nágrannaþjóðir okkar hafa gert. Því hefur Samfylkingin nú lagt fram framangreinda þings- ályktunartillögu og væntir þess að ríkisstjórnin taki á sig rögg og samþykki fljótt. Eftir Guðjón Svarfdal Brjánsson Guðjón Svarfdal Brjánsson »Með öðrum orðum, mest af fénu sem átti að verja til upp- byggingar og þróunar í innflytjendamálum ligg- ur enn óhreyft í skúffu félags- og jafnrétt- ismálaráðherra. Höfundur er alþingismaður, formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins gudjonb@althingi.is Skipta innflytjendur máli? Sveini Einarssyni sé þökk fyrir ágæta hugvekju í Morg- unblaðinu 5. nóv- ember þar sem hann minnir á spádóma um hrörnun eða dauða íslenskunnar. Sagt er að íslenska, svo sem reynt er að kenna hana, týnist niður á 21. öld. Taki þá við afbakað, enskuskotið tal- og ritmál, sem hefur þegar hafið innreið sína í daglegum tölt- samskiptum skólaæsku og Sveinn nefnir „ísl-ensku“ . Það þótti ágætt á fyrsta skeiði tækniþróun- arinnar að tryggja að ritvinnslu- forrit tölvuframleiðanda yrðu á íslensku. Engu að síður er nú spurt hvort íslenskunni sem vinnumáli sé ekki stór hætta búin ef hún er ekki að öllu leyti gjald- geng í stafrænni upplýsinga- tækni? Á þá enskan að taka alveg við? Nóg er komið af því hjá ung- lingunum með sitt undarlega slangurtal, sem væntanlega þarf þá að taka í ritmálið eftir fram- burðinum, eins og t.d. hið vinsæla „Ómægöd“? Sveinn Einarsson segir rétti- lega að þá þegar verði að koma átak hins opinbera til eflingar og endurskoðunar íslenskukennslu, setning reglna í alþjóðlegum sam- anburði um hlut málsins í fjöl- miðlum og samvinna samtaka at- vinnulífsins og stjórnvalda til vakningarvitundar í þessum efn- um. Já skal sagt við því að kallað sé til þjóðarvakningar sem við lýð- veldiskynslóðin munum frá 1944 þegar við fengum barmmerkið sem lengi prýddi spariföt stoltra ungmenna. Það sýndi rísandi sól yfir fána unga lýð- veldisins. Við vorum unnendur ættjarð- arljóða sem lærð voru skólum. Móð- urmálið og saga þjóð- arinnar aðgreindi Ís- lendinga og enginn kvartaði undan þunga menntaskólanámsins í þeim fögum. En að sjálfri íslenskunni gæti verið hætta búin var fjærst í okkar hugarheimi. Í menningarlegu tilliti hefur Ís- land, einangrað örríki, þá sér- stöðu meðal Evrópuríkja að varð- veita forna tungu og þá sögu sem hún geymir um sig og fornöld norrænna þjóða í Skandinavíu. Þar vissulega stór þáttur í sögu allrar Evrópu en efnahagsleg til- vist sögueyjarinnar hvílir á há- þróuðum fiskveiðum, sem byggist á viðskiptatengslum við Evr- ópulönd. Við treystum þjóðarör- yggi með þeim í samstarfi við Bandaríkin. Frá stofnun lýðveldis hefur lega landsins ráðið þeirri stefnumörkun að saman fari þjóð- aröryggi og þátttaka í vestrænu varnarbandalagi. Við höfum sýnt í verki viljann að skipa okkur meðal þeirra þjóða sem í stríði og friði hafa varðveitt frelsi og mannréttindi. Íþyngjandi þáttur í sambúð við vinaríki er hins veg- ar, að Evrópusambandið hefur haldið uppi stefnu í sjávarútvegs- málum sem útilokar þátttöku okkar og þar með þá fullu aðild sem Íslandi ber við aðgengilegum kjörum. Íslendingar hafa því af góðum og gildum ástæðum ekki getað fellt sig að fullu að samstarfi Evrópusambandsins. Það ætti hins vegar alls ekki að eiga við þátttöku í þeirri einstöku varð- veislu þjóðtungna sem Evrópu- sambandið tryggir með því að hafa 22 opinber tungumál, öll jafn rétthá á fundum og allri útgáfu skjala og prentaðs máls. Og þar kemur að þversögninni: við get- um lifað góðu lífi utan hinnar stórlega misheppnuðu sjáv- arútvegsstefnu ESB en sennilega ekki án þátttöku grann- og frændríkja í sameiginlegu átaki til varðveislu tungu og menning- ar, dýrmæt í senn fyrir okkur og Evrópu. En við erum í einhverju gráu, „ad hoc“-svæði Evrópusamvinn- unnar, hvorki alveg innan hennar eða utan. Því til marks er lífs- nauðsynlegur aðgangur að innri markaðinum án raunverulegrar aðstöðu til rekstrarmótunar hans. Betur kunn mætti vera fyrirferð- arlítil þátttaka okkar í menning- arsamstarfi ESB, einkum Eras- mus áætlunarinnar, sem nær til næstum þriggja áratuga. Það byrjar fyrir daga EES, svo sem mér er minnisstætt frá starfi í Brussel. Um 30.000 íslenskir stúdentar hafa notið námsstyrkja, yfirleitt í eina önn, á vegum Erasmus við evrópska háskóla. Af mörgu öðru ber að nefna Creative Europe framkvæmda- áætlunina, sem Ísland hefur tekið þátt í frá 2015. Rannís upplýsir að landsskrifstofa Erasmus+ á Íslandi sjái um umsýslu og út- hlutun styrkja frá ESB, sem ár- lega nema um 6-7,5 milljónum evra. Ísland tekur líka á móti miklum fjölda Evrópubúa á veg- um áætlunarinnar og að jafnaði koma um tvöfalt fleiri til landsins en fara frá því. Um það verður ekki deilt að samrunaþróunin í Evrópu hefur verið til geypilegra hagsbóta í rösklega hálfa öld þegar úrsögn Breta – Brexit bar að garði Þeg- ar Evrópusambandið í sinni fyrsu mynd ýtti úr vör, taka Bretar til við að stofna EFTA árið 1960 með Norðurlöndunum, Sviss, Austurríki og Portúgal. Þá hófust árangurslausar tilraunir þeirra að komast í ESB þann rúma áratug, sem de Gaulle var enn við völd. Sömu útreið fékk Ísland gagnvart EFTA vegna andstöðu Breta, þar til að aðild okkar kom árið 1971. Við eigum stuðningi þáverandi leiðtoga norrænna krata það að þakka, að árunum eftir 1960 var þrýst svo á Breta að við gátum gengið í EFTA. Þetta var ekki hvað síst vegna framgöngu dr. Gylfa Þ. Gíslasonar og sterkrar forystu Bjarna Benediktssonar Í áföngum stækkaði ESB að núverandi 28 aðildarríkjum og stofnaði myntbandalag með upp- töku evru, nú er lögeyrir 19 ríkja, sem hafa staðist álag banka- kreppunnar. Það eru hrakspár einar að vegna ólíks þróunarstigs, tungumála og sögu sé mynt- bandalagið dauðadæmt. Reynslan sýnir hið gagnstæða og að ríkin finna styrk og sýn betri framtíðar í þessari samvinnu. Aðildarsinnar telja að einmitt, að athugun á upptöku evru sé tímabær vegna sögulegra ófara þeirrar örmyntar sem við búum við. En ráðamenn okkar hafa löngum viljað forðast að koma á festu í verðlagi með föstu gengi, sem ætla má að sé besti grundvöllur hagvaxtar. Margaret Thatcher studdi hinn sameiginlega innri markað ESB. Svo stóð á, að þá ákvörðun vildi forsætisráherrann kynna mér í eftirminnilegu samtali í 10 Down- ing Street í október 1989. Vel mátti skilja forsætisráðherrann svo, að þar með höfðu Bretar líka sagt hingað og ekki lengra. Og er það ekki heila málið? Bretar streittust síðan gegn því fyr- irheiti Rómarsamningsins að koma á „an ever closer union“. Það ákvæði skyldi fellt niður og efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu. Það varð 2016 og breska ríkis- stjórnin taldi gefið mál að útkom- an yrði ákveðinn stuðningur við aðild. Að svo varð ekki má líkja við pólitískan jarðskjálfta, sem ekki linnir í hinu flókna Brexit- skeiði, einu hinu furðulegasta í stjórnmálasögu seinni tíma. Ég læt aðra um að skilja þær furðu- legu hugmyndir, sem fram hafa komið, að Evrópusamvinnan geti verið og svo heitið án Breta. Það er að sjálfsögðu ekki hægt án stórfellds efnahagslegs tjóns og pólitískrar ringulreiðar. Að sjálf- sögðu má koma þátttöku þeirra þannig fyrir að Evrópusambandið skaðist ekki. Eftir Einar Benediktsson »Engu að síður er nú spurt hvort íslensk- unni sem vinnumáli sé ekki stór hætta búin ef hún er ekki að öllu leyti gjaldgeng í stafrænni upplýsingatækni? Einar Benediktsson Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Í tíma talað ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.