Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 48
Morgunblaðið/Eggert Marta María mm@mbl.is „Viðskiptavinir mínir höfðu samband við mig með algjöra endurnýjun á eldhúsinu í huga. Gamla eldhúsið var búið að þjóna þessu húsi í Vest- urbænum í áratugi, það var orðið slit- ið og lítil nýting á skápaplássi. Ég byrjaði á því að spjalla lengi við þau um eldhúsdraumana og fljótlega var ákveðið að sníða útlitið að dálæti heimilisföðurins á tiltekinni eldavél og heimilismóðurinnar á ítölskum ekta marmara. Verkefnið var dálítinn tíma í þróun en að lokum fórum við af stað með mjög mótaða leið sem við vorum öll hæstánægð með,“ segir Sesselja. Aðspurð hvaða stíl hún vildi fram- kalla segir hún að eigendur hafi verið með ákveðnar hugmyndir og þetta hafi verið samsuða af nokkrum stílum. „Þar sem ég reyni alltaf að inn- rétta með þarfir og ákveðna stemn- ingu í huga mætti nú kalla þetta eld- hús samsuðu af nokkrum stílum. Ég tók smá shaker, smá Ítalíu og smá scandic og hrærði því saman í skál. Þrátt fyrir að eldhúsið sé í minna lagi held ég að það sé mjög gaman að töfra saman geggjaða rétti í þessu rými, með kertaljósum, hvítlauks- lykt og Ellu Fitzgerald í botni eða það var allavega fyrirmyndin hjá mér. Ég get ekki sagt að þetta til- tekna eldhús sé samt ekta Fix- eldhús því þau eru ótrúlega ólík verkin sem ég hef gert.“ Innréttingin í eldhúsinu kemur frá Parka en marmarinn í eldhúsinu úr Figaro. „Ég lagði mikla áherslu á stemn- ingu í þessu tiltekna eldhúsi. Miklir kontrastar á gólfefnum og borðplötu á móti dökkum innréttingum voru lykilatriði hér. Þau eru mörg í heimili sem fá sér kaffi og kornflex á morgn- ana og því fannst okkur sérsmíðaður bekkur inn í hornið líka lykilatriði. Suðulist og Zenus gerðu bekkinn fyr- ir mig og Sóló húsgögn smíðuðu borð- ið. Til að allir þættir spiluðu rétt sam- an í þessu eldhúsi var nauðsynlegt að tefla fram miklum andstæðum og hafa þyngri innréttingar öðrum meg- in í eldhúsinu og léttara yfir hinum megin. Því faldi ég viftuna inni í kassa, teiknaði opnar hillur með skápum og lét lofta dálítið um líka. Blái tónninn á veggjunum er bæði til að „kæla“ niður rýmið en einnig til þess að skápar og innréttingar falli betur að formi rýmisins,“ segir Sess- elja. Eru eldhús landsmanna að breyt- ast? „Mér finnst viðhorf almennings til eldhússins fyrst og fremst vera að breytast. Þau eru persónulegri. Það hentar ekkert öllum það sem er í tísku hverju sinni, þess vegna er allt- af betra að hanna út frá persónuleika viðskiptavinarins, því hann verður alltaf til staðar en tískan breytist.“ Hvað vill fólk núna sem það vildi ekki áður? „Ég get auðvitað aðeins talað út frá sjálfri mér og mínum viðskiptavinum. Mér finnst fyrst og fremst að per- sónulegur stíll sé að koma miklu bet- ur fram. Fólk er ekki jafn hrætt við að hafa innréttingar öðruvísi, í litum jafnvel, og mér finnst viðskiptavinir mínir opnari fyrir áhættu og húmor. Og ég er auðvitað í skýjunum með það!“ Rýmið nýtt til fulls Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykja- vík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Þar mætast dökkir skápar og marmari og áherslan er lögð á persónulegan stíl. Eldhúskrókur Í eldhús- inu er sérsmíðaður bekk- ur til að sem flestir kom- ist fyrir í þessu horni. Vel skipulagt Marm- arinn á borðplötunum kemur frá Figaro en inn- réttingin er frá Parka. Fröken Fix Sesselja Thorberg er innan- hússhönn- uður. Gott skápapláss Fröken Fix gætti þess að nóg væri af skápaplássi. Öðruvísi hillur Eldhúsinnréttingin er í tveimur litum. Stemning Til að búa til góðan mat er nauðsynlegt að nota ólífu- olíu og edik. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda og hagræða málin fyrir húsfélög Traust - Samstaða - Hagkvæmni eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Ráðgjöf Veitum faglega ráðgjöf til húsfélaga Bókhald Höfum umsjón með bókhaldi fyrir húsfélög Þjónusta Veitum persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverju og einu húsfélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.