Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 49

Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Lífstíðarábyrgð Allar Canada Goose dúnúlpur eru framleiddar úr bestu fáanlegu hráefnum á vistvænan hátt. Okkar verð er sambærilegt eða betra en í flestum öðrum löndum. CANADA GOOSE FÆST Í NORDIC STORE LÆKJARGÖTU www.nordicstore.is Opið kl . 9 -22 alla daga C a n a d a G o o se L a n g fo rd P a rk a k r. 11 9 .9 9 0 Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Guðrún Sóley er þekkt fyrir að vera yfirmáta sjarmerandi og hnyttin og eitt það fyrsta sem hún tilkynnir mér þegar við setjumst niður er að þetta sé ekkert meinlæta megr- unarfóður sem boðið sé upp á í bók- inni. Um sé að ræða uppskriftir sem séu hver ann- arri girni- legri enda fráleitt að gefa ein- hvern afslátt af gæðunum þó að engar dýraafurðir séu í þeim. Það sé hróp- andi þversögn og algjörlega fjar- stæðukennt. Það verður að vera eitthvað stökkt í matnum, segir Guðrún með- an við flettum í gegnum bókina og ég dáist að hugkvæmninni eins og að kalla beikon feikon. Ég velti þessu fyrir mér, var ekki viss hvort við ættum að kalla þetta veikon eða feikon, en svo varð feikon fyrir val- inu, segir Guðrún enda er feikon klárlega feik beikon. Ergo: feikon. Selskapsdrottningin sem elskar að halda matarboð Guðrún segir að ástríða hennar gagnvart mat sé aðallega tilkomin vegna þess að henni þyki svo gaman að halda matarboð. Það sé fátt skemmtilegra en að breiða út skrautfjaðrirnar og halda svo mikið sem eina góða veislu þar sem boðið sé upp á góðan mat. Hennar mat- arboð séu vitanlega vegan en af hverju ætti það að breyta einhverju? Spurð um ástæður þess að hún sneiði alfarið hjá dýraafurðum þá sé það aðallega af dýraverndunar- ástæðum. Hún hafi upphaflega gerst græn- metisæta og fikrað sig yfir í veg- anismann sem sé mjög algengt ferli hjá fólki. Kostirnir séu mýmargir en fyrst og fremst líði henni afskaplega vel á líkama og sál, fái alla þá nær- ingu sem hún þurfi og geti borðað eins mikið og hún vilji auk þess sem enginn hafi dáið til að komast á disk- inn hennar. Nauðsynleg bók fyrir grænkera Í bókinni fer Guðrún Sóley gaum- gæfilega yfir fyrstu skrefin, hvað sé nauðsynlegt að eiga alltaf í búrinu og býður lesendum sínum mjög ein- læga handleiðslu í gegnum heim grænkera sem í huga margra er ansi hreint flókinn og skrítinn. En hér er ekkert skrítið á ferð. Ímyndið ykkur besta meðlæti í heimi og það er nákvæmlega það sem við erum að tala um. Einföldunin er algjörlega komin frá blaðamanni en Guðrún Sóley tekur undir með mér þegar ég játa að mér þyki yfirleitt meðlætið best. Vegan-matur á það til að hljóma undarlega í eyrum þeirra sem til þekkja; sætkartöflusúkkulaðikaka og fleira í þeim dúr. Eitthvað sem er hreint ekki rökrétt. En hér erum við að kljást við viðjar vanans. Það eitt að gera marengs úr kjúklingabauna- safa sýnir hversu mögnuð fæðan okkar er og hvað hægt er að gera. Aðalatriðið er að allir hafi frjálst val til að velja og að valmöguleikarnir séu aðgengilegir og einfaldaðir. Og það er akkúrat það sem Guðrún ger- ir í bókinni sem spannar alla flokka. Allt frá einföldum morgunmat upp í flóknari rétti og jafnvel kokteila. Kærleikskrásir Hér er ekkert til sparað og það sem meira er; bókin er svo falleg. Það er Rut Sigurðardóttir sem tók myndirnar en hún hefur fyrir löngu skipað sér á bekk sem einn fremsti ljósmyndari landsins. Guðrún segir að vinnuferlið hafi ekki verið neitt til að grínast með. Hún hafi verið vökn- uð fyrir allar aldir til að hefja und- irbúning, Rut hafi síðan komið skömmu síðar og svo hafi verið myndað fram eftir degi og oft langt fram á kvöld. Þetta hafi verið ein- staklega krefjandi tímabil en um leið óskaplega skemmtilegt, gefandi og nærandi í alla staði. Það fór mikil ást í þessa bók og alla matargerðina sem í henni birtist. Það skiptir máli, segir hún og við erum sammála um það. Maturinn á að næra bæði lík- ama og sál. Matarást alla leið Á dögunum kom út bókin Grænkerakrásir Guð- rúnar Sóleyjar vegan-uppskriftir fyrir mannúðleg matargöt eftir fjölmiðlakonuna Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur. Bókin kemur eins og kölluð enda hefur áhugi á girnilegu grænkerafóðri aldrei verið meiri auk þess sem bókin kemur sterk inn í matarbóka- senuna sem fyrsta íslenska bók sinnar tegundar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gourmet grallari Guðrún Sóley er mörgum afbragðs kostum prýdd og einn þeirra eru af- burða eldhúsgreind. Þessi mexíkóska dásemd er fyrir löngu búin að smeygja sér inn í ís- lenska matarmenningu og er reglulegur gestur á borðum landsmanna. Ég hef enn ekki hitt manneskju sem ekki kann að meta taco enda er endalaust hægt að leika sér með samsetningar og sósur. Taco (og burrito) hentar af- burðavel í grænmetiselda- mennsku enda byggjast upp- skriftir mikið á guacamole, baunum og salsa. Í bókinni eru uppskriftir að nokkrum óvenjulegum tilbrigðum við taco, hvet ykkur til að prófa! Mjúkar taco-skeljar: ½ dl ólífuolía 1 tsk. sjávarsalt 1 tsk. vínsteinslyftiduft 3½ dl hveiti 2 dl volgt vatn Aðferð: Blandið saman á litlum hraða í hrærivél. Fletjið út með kökukefli í litlar kökur. Kælið í um 10 mínútur. Hitið á meðan olíu á pönnu. Takið kökurnar úr kæli og steikið þar til þær taka á sig gullinbrúnan lit, í um það bil 5-7 mínútur á hvorri hlið. Portobello- og sætkartöflutaco 1 portobellosveppur Kryddlögur: 1 dl ólífuolía 2 msk. tamari- eða sojasósa 1 hvítlauksgeiri 1 msk. balsamikgljái/síróp 1 msk. vegan-worcestershiresósa 1 sæt kartafla 1 msk. ólífuolía paprikukrydd salt pipar kanill á hnífsoddi kóríander, ferskt guacamole (hægt að kaupa tilbúið eða blanda saman stöppuðu avó- kadói, rauðu chili, söxuðum lauk og kóríander, sítrónu, salti og pipar) salsasósa Aðferð: Blandið kryddlöginn í skál. Skerið portobellosveppinn í sneiðar og veltið vandlega upp úr blöndunni. Látið marinerast í hálftíma. Hitið ofninn í 200°C. Skerið sætu kartöfluna í teninga og velt- ið bitunum upp úr blöndu af ólífu- olíu, paprikukryddi, kanil, salti og pipar. Setjið í ofnskúffu og bakið í 14-16 mínútur. Veiðið sveppi upp úr mariner- ingu og steikið á pönnu við miðl- ungshita. Bætið örlitlu af mar- ineringunni við og steikið í 8-10 mínútur þar til sveppirnir eru mjúkir. Takið af pönnu og sigtið vökva frá. Deilið sætkartöfluteningum og sveppum í taco og bætið guaca- mole, salsasósu og ferskum kórí- ander við. Taco

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.