Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 55

Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 ✝ Geir Sigurðs-son fæddist á Patreksfirði 5. októ- ber 1966. Hann lést í Stokkhólmi 24. október 2018. Foreldrar Geirs voru hjónin Ágústa Kristín Þorvalds- dóttir, f. 5. ágúst 1935 í Kirkju- landshjáleigu í A-Landeyjum, d. 12. október 2008, og Sigurður Jóhannes Þórðarson frá Patreks- firði, f. 7. mars 1933, d. 20. ágúst 1998. Geir átti fjögur systkini, þau eru: Ólína Þórunn, f. 11.6. 1961, maki Friðrik Kristjánsson og eiga þau fjögur börn; Ástþór, f. 22.2. 1963, maki Helga Odds- dóttir; Ómar Freyr, f. 16.2. 1964, d. 6.5. 2017; Einar Mar- teinn, f. 23.9. 1972. Eftirlifandi eigin- kona Geirs er Berg- lind Elfarsdóttir, f. 8.1. 1970, foreldrar hennar eru Guð- björg Guðjóns- dóttir, f. 30.8. 1951, og Guðsteinn Elfar Helgason, f. 8.2. 1948, d. 17.12. 2016. Uppeld- isfaðir Berglindar er Stefán Þór- isson, f. 21.8. 1946. Synir Geirs og Berglindar eru: 1) Ágúst Guðni, f. 10.10. 1991, í sambúð með Oddrúnu Önnu Róberts- dóttur, f. 26.5. 1993. Börn Ágúst- ar Guðna eru Breki, f. 6.9. 2009, og Kamilla Rut, f. 24.9. 2015. 2) Geir Aron, f. 28.10. 1992. Dóttir hans er Amelía Ósk, f. 19.3. 2015. Geir ólst upp til fimm ára ald- urs á Patreksfirði en þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Hann kláraði grunnskólagöngu í Austurbæjarskóla og stundaði iðnnám við Iðnskólann í Reykja- vík. Lengst af bjó fjölskyldan í Stífluseli 5, Reykjavík. Geir og Berglind hófu búskap 1990 á Njálsgötu í Reykjavík en fluttu fljótlega til Hafnarfjarðar og hafa búið þar að mestu síðan. Geir hóf störf hjá Vatnsveitu Reykjavíkur 1984 og starfaði þar með litlum hléum til ársins 1997. Þá hóf hann sjálfstæðan rekstur sem hann hefur starfað við síðan og í félagi við syni sína síðustu árin. Útför Geirs fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 15. nóvember 2018, og hefst athöfn- in klukkan 15. Elsku hjartans ástin mín. Hjartað mitt er brotið í þúsund mola. Í um 30 ár höfum við tekist á við lífið og tilveruna saman. Byrjuðum að búa saman rúm- lega tvítug. Svo komu strákarnir okkar í kjölfarið, fæddir 1991 og 1992. Við giftum okkur 1994 og vor- um búin að ákveða að fagna 25 ára brúðkaupsafmæli okkar á sólar- strönd með afkomendunum á næsta ári. Við erum svo lánsöm að hafa eignast tvo frábæra stráka, þeir hafa gefið okkur þrjú barnabörn. Þau sakna þín mikið, eins og við öll, en börn voru í sérstöku dálæti hjá þér. Þú vildir kynnast þeim öllum, knúsa og stríða smá. Enda varstu kallaður afi Geiri af mörgum þeirra. Þú vildir allt fyrir alla gera og þoldir illa ef þú sást einhvern beittan órétti. Þú hélst fast utan um hópinn þinn og vildir alltaf vita hvar allir væru. Strákunum okkar fannst það nú fullmikið af því góða stund- um þegar þeir voru að fá þriðja eða fjórða símtalið á deginum. Þið voruð nánir feðgarnir, enda er erfitt hjá þeim núna þegar þeir fá ekki daglegu símtölin frá pabba. Skrápurinn var harður, en hjartað viðkvæmt, en það fengu fáir að sjá. Sorgin og söknuðurinn er mik- ill, en hjarta mitt er fullt af þakk- læti. Takk fyrir að elska mig og bera mig á höndum þér. Takk fyrir að gefa mér okkar frábæru stráka sem halda núna fast utan um mömmu sína. Takk fyrir að vera besti eigin- maður, pabbi og afi sem hægt er að hugsa sér. Hafðu ekki áhyggj- ur elsku hjartað mitt, ég vinn í því að ná brotna hjartanu mínu til baka, drengirnir okkar styrkja, vernda og passa mömmu sína. Ég held utan um hópinn okkar eins og ungamamma. Ég elska þig og sakna þín svo mikið, og ég veit að við samein- umst á ný í Sumarlandinu. Við gengum tvö, við gengum tvö í rökkurró, við leiddumst hljóð, við leiddumst hljóð um ungan skóg. Þú varst yndi, þú varst yndi og ástin mín, og stundin áfeng, stundin áfeng eins og vín. Við hlýddum tvö, við hlýddum tvö í húmi ein, er blærinn kvað, er blærinn kvað við blöð og grein. Ég var nóttin, ég var nóttin þögla þín, og þú varst eina, þú varst eina stjarnan mín. Á meðan norðurljósin leiftra um bláan himininn, þá sit ég ein og þrái kveðjukossinn þinn. (Friðrik Jónsson) Ástarkveðja. Þín Berglind. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Takk fyrir allt, elsku pabbi. Geir Aron, Ágúst Guðni og Oddrún Anna. Í dag fylgjum við kærum mági okkar Geir hinstu sporin. Berglind systir okkar kynnti Geira inn í fjölskylduna þegar við vorum litlar stelpur. Missir henn- ar er mikill eftir langa samveru, en þau Geiri kynntust ung að árum og hafa alla tíð verið mjög samrýnd. Við skyndilegt fráfall hans, langt fyrir aldur fram, leitar hugurinn til baka. Stundir á Njálsgötunni sem litlar stelpur þar sem var alltaf gaman að vera í pössun því maður fékk að fara í sjoppu á neðstu hæðinni og kaupa nammi. Ferðir í appelsínugula Volvo og hvíta Skoda sem létu að- eins í sér heyra. Bubbi í plötuspil- aranum. Við, 12 og 14 ára, að barma okkur yfir móðursystur- titlinum sem var svo ellilegur að okkar mati. Það skyggði þó ekki á gleðina og spennuna að fá tvo litla frændur í fjölskylduna með árs millibili. Brúðkaup þeirra hjóna þar sem við unglingarnir vorum brúðarmeyjar í bleikum kjólum með stórum slaufum, blómabúðin á Skólavörðustígnum, heimsóknir og fjörugar umræður í eldhúsinu hjá þeim hjónum eru bara hluti þeirra minninga sem koma upp í hugann á kveðjustund. Geiri var hörkuduglegur í vinnu alla tíð. Hann var handlag- inn og listrænn. Þá hlið fengum við að sjá þegar hann fór að smíða fallega kertastjaka fyrir fjölskyld- una og í blómabúðinni þeirra, þar sem hann var enginn eftirbátur listrænu systur okkar í blóma- skreytingum. Geiri var mikill tækjakall og duglegur að bæta í safnið. Hvort sem það var ný grafa, bíll eða bátur var hann allt- af eitthvað að gera við og græja. Geiri var ekki mikið fyrir marg- menni eða stórar veislur en það voru ávallt líflegar umræður þeg- ar maður kom í heimsókn og Geira þótti fátt skemmtilegra en að vera ósammála manni og að stríða manni örlítið. Hann bar ávallt hag manns fyrir brjósti og var áhugasamur um að vel gengi. Geiri var barngóður mjög, góður faðir og naut þess að umgangast barnabörnin sín. Við þökkum Geira fyrir sam- fylgdina með orðum Bubba Morthens. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. Elsku Begga, Ágúst Guðni, Geir Aron og fjölskyldur, missir ykkar er mikill. Við biðjum Guð og góðar vættir að styðja ykkur í sorginni og vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi minningarn- ar ylja og lifa í hjörtum okkar allra um ókomna tíð. Hulda, Rannveig og fjölskyldur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Við elskum þig, afi. Breki, Amelía Ósk og Kamilla Rut. Geir Sigurðsson ✝ Loftur ÞórSigurjónsson fæddist í Reykjavík 31. janúar 1939. Hann lést 4. nóvember 2018 á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar hans voru Guðjóna Loftsdóttir sauma- kona, f. 5. febrúar 1909, d. 6. febrúar 1995, og Henry Hank Morrison, kanadískur tónlistarmaður. Loftur var ættleiddur af móður- systur sinni, Sigríði Sóleyju Loftsdóttur húsmóður, f. 25.7. 1906, d. 9. ágúst 1994, og manni hennar, Sigurjóni Péturssyni ágúst 1968, börn þeirra eru a) Þórunn Edda, f. 2. júlí 1990, m. Hannes Þór Arason, f. 3. októ- ber 1990, b) Halldór Hrafnkell, f. 16. september 1999, c) Katla f. 19. september 2011. 2) Kjart- an Þór, viðskiptafræðingur, f. 2. ágúst 1970, m. Hulda Sigrún Bjarnadóttir rithöfundur, f. 2. febrúar 1971, dætur þeirra eru a) Sólrún Harpa, f. 8. maí 2008, b) Hekla Særún, f. 20. október 2011. Núverandi eiginmaður Þórunnar er Leifur Magnússon bifreiðastjóri, f. 9. október 1938. Loftur gekk í Melaskóla, Gagnfræðaskólann við Hring- braut og Vesturbæjarskóla við Öldugötu. Hann starfaði m.a. hjá Ræsi hf., Sveini Egilssyni hf., Heild- versluninni Eddu og Seðla- banka Íslands. Útför Lofts fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 15. nóvember 2018, klukkan 11. framkvæmda- stjóra, f. 15. júlí 1905, d. 1. október 1952, en Sigurjón lést óvænt áður en ættleiðingin gekk í gegn og varð hann því löglega sonur Sigríðar með leyfi til að vera skráður Sigurjónsson. Systir Lofts er Þór- unn Edda Sigur- jónsdóttir bókari, f. 29. maí 1941. Synir hennar með fyrri eiginmanni, Halldóri K. Kjart- anssyni, f. 8. júlí 1943 (skildu), eru: 1) Sigurjón, tæknimaður, f. 24. maí 1966, m. Gunnlaug Thorlacius félagsráðgjafi, f. 15. Loftur frændi minn átti stór- an þátt í uppeldi mínu en hann bjó ásamt ömmu minni og ömmusystrum á Víðimel 47. Ég var mikið hjá þeim og má segja að þar hafi verið mitt annað heimili. Hann var 27 ára þegar ég fæddist og mér er sagt að hann hafi ekki séð sólina fyrir litla drengnum sem kominn var í fjölskylduna. Hann leiddi mig mín fyrstu spor sem þróaðist út í lengri göngutúra sem urðu síð- ar fastir liðir hjá okkur frænd- unum þegar ég var á Viðimeln- um en ég sótti í að vera þar allar helgar og þegar ég átti frí. Áður en skólaganga mín hófst dvaldi ég þar virka daga á með- an foreldrar mínir voru í vinnu. Ég beið alltaf spenntur eftir því að klukkan yrði fimm og Loftur kæmi heim úr vinnunni en iðu- lega var hann með pakka handa mér sem innihélt bíl eða eitt- hvað spennandi sem hann hafði keypt á heimleiðinni. Það má því segja að hann hafi ofdekrað mig frá því að ég fæddist. Foreldrar mínir reyndu að útskýra fyrir mér að það væri ekki eðlilegt að fá gjafir á hverjum degi en gjaf- mildi Lofts var engu lík. Hann var mikill tónlistarunnandi og djassgeggjari, fræddi mig um sögu blús og djass, enda vel að sér í þeim fræðum, og því má segja að hann hafi mótað minn tónlistarsmekk. Hann bauð mér á fjölda tónleika með þekktum djasstónlistarmönnum og kjall- araherbergið sem hann bjó í var mér sem ævintýraheimur. Þar voru stæður af hljómplötum, bókum og gömlum tímaritum sem við gleymdum okkur í og eyddum mörgum stundum í að hlusta á og grúska í tónlist. Þeg- ar vel lá á honum greip hann stundum í melódíku og spilaði með. Loftur var einstaklega góður og hrekklaus maður og reyndist mér og mínum alltaf vel. Hann veiktist alvarlega sem barn og þau veikindi höfðu tals- verð áhrif á líf hans og í raun var hann nær mér í þroska en árin sögðu til um þegar ég var barn. Börnin mín eiga að sama skapi margar góðar minningar tengdar Lofti frænda sínum. Hann var vel lesinn og vissi margt en sökum þess hvað hann var bernskur náði hann vel til þeirra. Hann lifði einföldu lífi, stundaði vinnu sína af samvisku- semi og leysti vel þau verkefni sem hann réð við. Hann átti að einhverju leyti erfitt með að lesa í aðstæður og því miður varð ég stundum vitni að því að fólk nýtti sér góðmennsku hans. Í seinni tíð fækkaði samveru- stundum okkar og samskiptin fóru meira fram í síma en við áttum góð tengsl og það var allt- af gott að hitta hann. Ég á eftir að sakna Lofts og vil þakka hon- um hans framlag, blessuð sé minning hans. Sigurjón Halldórsson. Í lagskiptu skipulagi stofnana erum við öll sendlar sem fara eftir skipunum, lagaákvæðum, ákvörðunum, sjónarmiðum eða öðru sem starfinu stýrir. Loftur Þór Sigurjónsson var hins vegar sendill Seðlabanka Íslands með stóru S-i um áratuga skeið. Hann kom upplýsingum um gengi krónunnar á réttan stað á pappírsformi svo gangur efna- hagslífsins héldist eðlilegur, upplýsingum til fjármálafyrir- tækja um þá vexti sem áttu að miðlast um hagkerfið og öðrum þeim upplýsingum sem nauðsyn- legt var fyrir Seðlabankann að senda frá sér. Þessu starfi sinnti Loftur af alúð og festu og var aldrei kall- aður annað en Loftur póstur í bankanum. Hann var hvers manns hugljúfi, kátur, hress og greiðvikinn. Í tómstundum var hann mikill tónlistaráhugamaður og miðlaði af þeim áhuga sínum meðal starfsmanna. Það var svo undarleg tilviljun að um það leyti sem Loftur var að hætta störfum tók við ný tækni sem gerði starf hans að nokkru leyti óþarft, þ.e. bréfa- sendingar í tölvupósti og þess háttar tækni. Loftur hóf störf í Seðlabank- anum 1. október 1974 og var fastráðinn í ársbyrjun 1976. Hann sinnti alla tíð sendlastörf- um á rekstrarsviði bankans og lét af störfum 31. janúar 2004. Starfsmenn Seðlabankans minnast Lofts með mikilli hlýju og þakklæti fyrir öll árin sem við áttum saman. Blessuð sé minning hans. Stefán Jóhann Stefánsson. Ég kveð hann Loft, minn góða félaga úr Melaskólanum og ævivin. Við Loftur vorum saman í bekk í Melaskólanum og lukum barnaskólaprófi vorið 1952. Síð- ar á lífsleiðinni unnum við í sömu stofnun, hjá Seðlabankan- um. Loftur var þar sendill og ég hygg ég geti talað fyrir alla sem með honum unnu að hann var hvers manns hugljúfi, vildi öll- um gott gera og lét aldrei æðru- orð falla sér úr munni. Nú, þegar Loftur er horfinn til nýrra heima óska ég honum velfarnaðar á þeirri leið sem hann hefur nú lagt út á. Við sem eftir sitjum erum minnug þess að hlýja hans og vinátta verður okkur áfram góð fyrirmynd. Björn Matthíasson. Loftur Þór Sigurjónsson Faðir minn, tengdafaðir og afi,ÞÓRÐUR JÓNSSON, málara- og netagerðarmeistari frá Akranesi, Dalbraut 27, Reykjavík, lést mánudaginn 29. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jón S. Þórðarson Ragnheiður Aradóttir og börn Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs föður, tengdaföður, afa og langafa okkar, BJARNA SIGHVATSSONAR frá Ási, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hraunbúða og Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum fyrir hlýja og góða umönnun. Sigurlaug Bjarnadóttir Páll Sveinsson Guðmunda Á. Bjarnadóttir Viðar Elíasson Sighvatur Bjarnason Ragnhildur S. Gottskálksdóttir Ingibjörg R. Bjarnadóttir Halldór Arnarson Hinrik Örn Bjarnason Anna Jónína Sævarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við fráfall okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS BRYNJÓLFSSONAR framkvæmdastjóra Verkfæralagersins, Kríuhólum 4, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 23. september á Tenerife. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim sem önnuðust hann í veikindum á undanförnum árum. Hrafnhildur Gunnarsdóttir Brynjólfur Gunnarsson Ásta Bjarnadóttir Tómas Haraldsson Selma Smáradóttir Móeiður Tómasdóttir Sara Brynjólfsdóttir Alma Brynjólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.